Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKT0BER 1976 7 KRISTNIR menn hafa frá upphafi haldið helgan fyrsta dag vikunnar. Þetta erand- stætt gyðinglegri venju, þeirri að halda helgan sjö- unda daginn, þ.e. laugardag- inn. Meðal Gyðinga hefursú venja alltaf verið mjög sterk og því hlaut að þurfa eitt- hvert óvenjusterkt afl til að breyta hefðinni. En hvers vegna var henni breytt? Kristur reis upp frá dauðum á sunnudegi, hann sendi postulum sínum heil- agan anda á hvítasunnudegi og þann sama dag stofnuðu þeir kirkjuna. Þessir tveir at- burðir hafa verið taldir ástæðan til breytingarinnar. Upprisa Krists breytti miklu fyrir lærisveinunum. Hún var dýrðlegasta staðreynd lífs þeirra. Ekkert gat verið mikil- vægara. Þess vegna var hún nægileg ástæða fyrir breyt- ingunni á hvildardeginum og breytingin hefur jafnframt verið talin renna mjög sterk- um stoðum undir sannleiks- gildi upprisufrásagnanna. Hið hagkvæma gildi boð- orðanna er misjafnlega áber- andi Það liggur ekki alltaf jafnljóst fyrir, hvað verður, ef boðorðin væru úr gildi num- in. Við getum tekið nokkur þeirra sem dæmi. Afleiðingar þess að leggja niður 5. boð- orðið, þú skalt ekki morð fremja, og 7. boðorðið, þú skalt ekki bera Ijúgvitni gegn náunga þlnum, þær eru aug- Ijósar. Enginn vill, að mönn- um sé frjálst að taka líf ann- arra og sniðganga sannleik- ann eftir því sem tækifærið býður. Öllum er Ijóst, að slíkt getur ekki gengið Afleiðingar þess að brjóta 3. boðorðið, um að halda hvíldardaginn heilagan, eru mönnum ekki eins Ijósar. Þær munu þó segja til sín ekki siður en hinar. Sunnudagarnir mynda einn sjöunda hluta ævi okk- ar, og það getur ekki verið sama hvernig svo stórum hluta einnar mannsævi er varið. Þess vegna er þetta boðorð líka sett Það er að verða venja að nefna sunnudaginn aðeins frídag, og frídaga sina vilja flestir nota eins og þeim þóknast En máliðerekki svona einfalt. Að halda hvíldar- daginn heilagan Boðorðið talar um að halda hvíldardaginn heilagan. Fyrsti dagur vikunnar á að vera bæði hvíldardagur og helgidagur. Hann á að gefa tækifæri bæði til hvildar og helgiathafna. Enginn efast, held ég, um nauðsyn hvíldar, afþreyingar eða tilbreytingar fyrir mann, sem vinnur langan vinnudag og er oft þreyttur, þegar vinnuvikan er liðin. Enda hef- ur farið svo, að sú hvíld hefur verið aukin og hvíldardagarn- ir eru nú að verða tveir Hitt atriðið, hinn helgi þáttur sunnudagsins, gleymist hins vegar of oft. Ég þekki mann, sem er vanur að tala um Guð sem „höfundinn". Hann nefnir Guð svo, af því að hann vill minna bæði sjálfan sig og aðra á, að lífið á upptök sín hjá Guði Ef við því rjúfum sambandið við hann, þá er- um við að klippa á rætur lifsins. „Höfundurinn" hefur gert manninn þannig, að hann er bæði likami og sál. Líkaminn fær sína næringu af jörðinni, en sálin þarf andlega næringu með andlegum samskiptum við mennina og með því að halda opnu sam- bandinu við uppruna sinn, við „höfundinn". Sé það samband vanrækt eða rofið, þá skortir manninn hluta af eðlilegri næringu sinni. Hann verður andlega vannærður, kannski mitt í veraldlegum auði og unaði, og líf hans öðlast hvorki nægilega dýpt né æskilega fyllingu, hvað þá að maðurinn eignist þann innri frið sem sliku fylgir. Þessu sviptir nútíma- maðurinn sjálfan sig, þegar hann gleymir að halda hvíldardaginn heilagan. Það er i rauninni furðulegt, að sú öld, sem nú líður mjög fyrir streitu og andlega ofþreytu skuli ekki hafa íhugað þessi mál af nægilegri alvöru Ég tel ekki nægilega alvöru í þessum málum meðan læknavísindin gefa hinum fornu lífsreglum kristinnar trúar ekki þann gaum, sem þeim ber. Sunnudagurinn á ekki að vera frídagur eingöngu í hugum fólksins. Hann á jafnframt að vera Drottinsdagur, dagurinn þegar maðurinn, hver sem hann er, leitar uppruna síns og skoðar bæði sinn innra mann og ytra líf í Ijósi þess tilgangssem uppruninn hlýt- ur að benda til. Drottinsdagurinn minnir lika á, að engar byrðar eru óbærar, engir erfiðleikar eru óyfirstíganlegir, af því að „höfundurinn" hefur sent son sinn í heiminn til að reynast bróðir og frelsari hverjum þeim, sem þar gengur sína braut. Ég er sannfærður um að ekkert er heiminum hollara í erfiðleikum og baráttu við menningarsjúkdómana en að taka að rækja af alvöru hið forna boðorð: Halda skaltu hvíldardaginn heilagan. Þess vegna minni ég okkur báða á það, lesandi minn. Ég læt það vera boðskap Drottins- dagsins til okkar beggja Fastur liður á sunnudögum Kæru viðskiptavinir, Við munum í framtíðinni birta hér i blaðinu á sunnu- dögum lista yfir þær vörur, sem við verðum væntanlega með til afgreiðslu i vikunni. UNGBARNAFATNAÐUR Bleiur st 70x 70 cm Centrotex Barnasmekkir .................................. Pippy. Velourgallar stærðir 68—74 Stummer Frottegallar stærðir 68—74 Stummer, Samfestingar stærðir 86—98 Simba Tviskiptir flauelsgallar, St. 1 — 2—3 Skippy, Úlpur stærðir 1 — 2—3—4 Teddy, Útigallar stærðir 84—91 — 98 D.K. Style Vettlingar N. Mackay Ungbarnakjólar, Stærðir 86—92 Chica Loo, TELPU OG DRENGJAFATNAÐUR Barnaúlpur Stærðir 2—4—6—8— 1 0 Teddy. Telpnakápur.. 1 1 6— 1 28— 1 34— 140 Chica Loo Denim buxur Stærðir 4—1 6, Skippy Denim vesti Stærðir 4—16 Skippy, Flauelsbuxur Stærðir 4— 16 Skippy, Bómullarbolir m/rúllukraga St 90—160 Niltex, Velourpeysur Stærðir 6—16..................... Trane, Velourpeysur. Stærðir 2—10 Trane, Einlitar rúllukragapeysur, Allied. Röndóttar rútlukragapeysur....................Allied, Sokkabuxur Stærðir 1 — 8, .....................Pippy. Telpunáttkjólar, ............................. Pippy. Vettlingar, N Mackay, Pollabuxur................................... Bormax, KVENFATNAÐUR: Köflóttar kvenblússur, S—M—L...................Chris. Denim buxur Stærðir 34-—46 Pardus, Denim vesti, Stærðir 34—44 Pardus. Sokkabuxur Tauscher, Sportsokkar................................ Tauscher, Náttkjólar, ....................................iris, Náttfót.........................................iris Undirbuxur, ....................................íris. Fróttesokkar, Roylon, Bómullar-rúllukragabolir S.M.L.............Wing Han. Vettlingar................................N. Mackay, HERRAFANTAÐUR: Denim buxur Stærðir 46—54.....................Pardus. Denim vesti. Stærðir 46—54....................Pardus. Frottesokkar, Roylon, Vettlingar,...............................N Mackay, HEIMILISDEILD Handklæði Stærð 50 x lOOcm. Ashton, Borðdúkar. Stærð 1 30 x 1 60 cm..............Fraling. Sængurverasett.............................. Fraling, Sturtuhengi P.E C. Divanteppi, 150 X 200 cm Centrotex, GARDÍNUEFNI Stórisefni breiddir 120 — 150 — 180 — 260 cm. Dralon efni breiddir 1 20 cm Velur efni breiddir 120cm. Gardlnudúskar. Kögur. BUXNA OG FATAEFNI. 55% Polyester 45% Ull........................Centrotex, 65% Polyester 35% Viscose.....................Hammerle, Grófriflað Flauel .......................... Centrotex. Finriflað Flauel............................iCentrotex. Slétt flauel................................ Jenning. Denim 4 gerðir. Bn 1 50 cm Hammerle KJÓLAEFNI. Einlit efni 100% Trevira ....................... Colsman Mynstruð efni 100% Trevira Schwarzenbach Prjónaefni einlit og mynstruð .................Niverheid Kjólafóður Japonette ........................... Colsman Ágúst Ármann hf. SUNDABORG, SÍMI 86677. Við höfum tekið að okkur sölu og dreifingu á framleiðsluvörum frá Verksmiðjunni írisá Akur- eyri, sem framleiðir m.a.: náttkjóla, náttföt, undirkjóla, undirbuxur, boli, skyrtur, blússurog margt annað. Vinsamlega hafið samband við sölumann okkar sem allra fyrst. Ágúst Ármann hf. SUNDABORG, SÍMI 86677. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.