Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1976 Álafossbúðin er komin í gamla Bryggjuhúsið (Vesturgötu . Við höfum nú einnig flutt GÓLFTEPPADEILDINA í gamla Bryggjuhúsið (Vesturgötu 2) þar sem við getum boðið upp á enn betri þjónustu Alafoss BÍLASÝNINGARSAUR í HJARTA BORGARINNAR - ALUR BÍLAR í HÚSI TRYGGÐIR AJ^ALsxS-ArA- Bílaskipti Bílar fyrir skuldabréf Opið alla daga 8.30—7 nema sunnudaga — Vanir sölumenn — Opió í hádeginu NÆG BÍLASTÆÐI Sími 25252 4 línur BILAMARKAÐURINN Grettisgötu 12-18 læknir við stærsta berklahæli þjóðarinnar. En ég ætlaði aðallega að skrifa um bekkjarbróður minn Helga Ingvarsson, hinn góða félaga, sem vill hvers manns vanda leysa og alltaf er hrókur alls fagnaðar í vinahópi. Þegar við áttum „stór“ stúdentsafmæli og við önnur tækifæri var okkur boðið heim til Helga, fyrst að Vífilsstöðum, síðar á heimili hans i Reykjavík. Mér eru einkum minnisstæð þau tæki- færi, þegar við sátum I góðum fagnaði á heimili þeirra hjóna á Vifilsstöðum. Þar var svo frjálst og glatt, og húsbóndinn lék á alls oddi og var allra manna kátastur, þótt hann bragðaði varla vin. Þessi samkvæmi á Vífilsstöðum voru eitt dæmi um hina miklu gestrisni, sem þar ríkti. Siðast er mér minnisstæður þáttur Helga i 60 ára stúdentsaf- mæli okkar bekkjarsystkinanna, sem við áttum siðastliðið vor. Þá sparaði Helgi hvorki tíma né út- gjöld til að safna saman sem flest- um af okkar dreifða hópi. Hann var ófáanlegur til að halda ræðu fyrir hönd okkar við skólaslitin 22. mai. En hann simaði i allar áttir, jafnvel til Danmerkur og Sviþjóðar, og átti allan vanda af að undirbúa veizlu, sem við efnd- um til að Þingvöllum 10. júní, okkur öllum til mikillar ánægju. Ég óska Helga Ingvarssyni, konu hans og börnum hjartanlega til hamingju með afmælið. Ég óska þess, að hann megi enn eiga mörg spor til sjúklinga, að hann megi halda llkamlegu og andlegu atgerfi, og að ævikvöld þeirra hjóna megi verða fagurt. Anna Bjarnadóttir. Helgi Ingvarsson, fyrrverandi yfirlæknir Vifilsstaðahælis er áttatíu ára idag. Helgi, sá þjóð- kunni heiðursmaður, á að baki einstæðan starfsferil, langan og árangursrikan. I nærri hálfa öld fyllti hann sveit þeirrar forystu, er fáliðuð og vanbúin tækjum varðist þeirra tima ógnvaldi Islenskrar æsku, berklaveikinni. Fáir gera sér i dag grein fyrir því hvílíkur voði ungu fólki stóð af berklaveikinni á fyrri hluta þessarar aldar. Ákvörðun um hælisvist vegna berkla var nánast talinn dauða- dómur á hluta þessa tímaskeiðs, enda engin lyf til er að gagni máttu verða og skurðaðgerðir ófullkomnar. Nærri árlega komu fram fréttir og auglýsingar um undralyfið gegn berklunum, en vonir bundnar við þessi lyf, reyndust jafnan tálvonir og von- brigðin voru sár, þegar í ljós kom að um ófyrirleitna sölumennsku og pretti hafði verið að ræða. Mesta hjálp berklalækna þeirrar tima var berklakúrinn. Það er heilbrigðir lifnaðarhættir í hreinu lofti, gott fæði og áhyggju- laust líf með hvíld og þjálfandi göngum til skiptis. Mörgum bjargaði hælisvistin á þessum tíma, en mikill var sá fjöldi sem beið lægri hlut, eða fékk aðeins tfmabundinn bata, og varð að leita aftur til hælisins, eftir skemmri eða lengri tima úti i lífinu. Við þessi skilyrði hóf Helgi Ingvarsson störf sem aðstoðar- læknir Vífilsstaðahælis árið 1922. Hann hafði þá nýlokið læknaprófi og reyndar veikst af berklum í lokaprófinu. Dvöl á berklahæli í Danmörku veitti honum heilsubót og þar stundaði hann framhalds- nám. Helgi Ingvarsson læknir — Áttræður Helgi Ingvarsson læknir er átt- ræður í dag. Þeir, sem mæta hon- um á götu, háum og grönnum, teinréttum og kvikum á fæti — oft á leiðinni i sjúkravitjanir —, munu varla trúa á þenna háa ald- ur. En hann er samt staðreynd. Helgi er fæddur 10. október 1896 að Gaulverjabæ I Glóa. Foreldrar hans voru Ingvar Nikulásson prestur þar og síðar á Skeggja- stöðum i Bakkafirði, og kona hans, Júlía Guðmundsdóttir frá Keldum á Rangárvöllum. Helgi varð stúdent frá M. R. 1916 og cand. med. frá Háskóla Islands 1922. Hann fór nokkrum sinnum utan til framhaldsnáms og til þess að kynna sér berklahæli, og var viðurkenndur sérfræðingur I berklalækningum af Læknafélagi Islands 1929. Hann varð aðstoðar- læknir við Vífilsstaðahæli 1922 og yfirlæknir þar frá 1. jan. 1939. Jafnframt var hann læknir við Kópavogshælið (1927 — 38) og Heilsuverndarstöð Likar ( 1935 — 37) og Iektor við læknadeild Háskóla Islands frá 1959. Hann varð heiðursfélagi Sambands Isienzkra berklasjúklinga 1956. Hann kvæntist 1921 Guðrúnu Lárusdóttur smáskammtalæknis i Reykjavík, hinni ágætustu konu, sem hefur verið manni sínum stoð og stytta í lífi og starfi. Helgi er einn af þeim mönnum, sem fremst stóðu i þeirri hörðu baráttu, sem háð var hér á landi við berklana á öndverðri þessari öld og fram yfir miðbik hennar. Berklarnir eða hviti dauðinn, eins og þeir voru oft kallaðir voru á þessum árum mesti bölvaldurinn I heilbrigðislífi þjóðarinnar. Enginn aldur var óhultur fyrir þeim, en stærst skörð hjuggu þeir I raðir unga fólksins og réðust þá jafnan ekki á garðinn þar sem hann var lægstur. Það fóik, sem birtist glæsilegast og efnilegast varð þeim oft að bráð. Margir hlutu ævilöng örkuml eftir viður- eignina við þá. 1 þessari baráttu unnum við islendingar glæsilegan sigur. Sigurinn áttum við sumpart að þakka framförum i læknis- fræði og nýjum meðulum, en mestu skipti samstillt átak þjóðar- innar allrar undir forustu bar- áttumanna eins og próf. Sigurður Magnússon yfirlæknis, Sigurðar Sigurðssonar landlæknis (og berklayfirlæknis) og Helga Ingvarssonar. Helgi var (og er) ákaflega ást- sæll læknir. Hann er svo mikið valmenni, að sjúklingar hans og aðstandendur þeirra finna hlýj- una og samúðina, sem frá honum streymir, enda hefur hann sjálfur og kona hans orðið fyrir þungu mótlæti, sem hefur aukið skilning þeirra og samúð með öilum, sem þjást. Gætti þessara eiginleika ekki sízt meðan Helgi var yfir-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.