Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1976 Sykurnáma Siggu gömlu Eftir Ann Richards útitröppunum og tuggði súkkulaðiköku. Gráálfinum þótti súkkulaðikökur ákaf- lega góðar, og þess vegna varð hann nú reiður og geðvondur. Gráálfurinn hafði í fyrstu ætlað sér að eyðileggja fyrir Alla eitthvað af því, sem hann var búinn að gera. Hann hafði ætlað aö umróta öllu í eldhúsinu, strá ösku á gólfið og óhreinka borðdúkana, og yfirleitt láta líta út eins og Alli árrisuli væri orðinn hirðulaus. En nú datt honum annað í hug. Hann klifraði inn um búr- dyrnar og gekk að borðbúnaðarskápnum. Og svo náði hann sér í óhreina tusku og byrjaði að óhreinka alla diskana. Hann gerði þetta eins hljóðlega og hann gat, og þar sem útidyrahurðin var lokuð, heyrði Alli ekki til hans. Og á meðan hann gerði þetta brosti hann ill- kvittnislega. Þetta var í fyrsta skipti á æfinni að hann hafði lagt mikið á sig, og raunalegt var að hugsa til þess, að þegar hann loksins gerði eitthvað, var það hrekkur en ekki góðverk. En það var ýmsu ábótavant við þennan hrekk. Þar sem hann var sjálfur vondur álfur, gleymdi Gráálfurinn því, að öllum þótti vænt um Siggu gömlu, sérstaklega þó fuglunum. Fuglarnir sáu hann klifra inn um gluggann og þeir byrjuðu að ræða um það sín á milli, hvað þeir gætu gert. „Segjum Siggu frá þessu“, tísti einn. „Segjum það Alla árrisula“, kvakaði annar. Svo þeir skiptu sér og sumir flugu inn til Siggu gömlu og enn aðrir til Alla á útitröppunum. Sigga vaknaði við tístið. 4. „Nú, nú, nú“, sagði hún. „Hvað gengur eiginlega á?“ En fuglarnir bara kvökuðu og tístu og flugu til dyranna og til baka, fram og aftur, eins og þeim lægi lífið á. Þeir voru í ákaflega æstu skapi, því þeir vissu, hvað Gráálfurinn var að gera úti í eldhúsi. Ég mun hrein- lega sakna flensunnar, þegar ég verð orðinn frískur! f --- KAffinu \\ ja GRANI göslari Heppinn varstu að plankinn lá þarna! — Það eru svik í þessari myndaskrá. Þess er hvergi get- ið hvað málverkin kosta. — Ætlaðir þú að kaupa nokkuð? — Nei, en hvernig á ég að vita hvaða myndir eru beztar ef ég veit ekki hvað þær kosta? Jæja, frú, þá hefi ég skýrt fyrir yður störf okkar stjörnu- fræðinganna. En ef það er eitt- hvað, sem þér vilduð spyrja um, þá gerið það? Frúin: Já, það var eitt, sem ég vildi gjarnan fá að vita. Hvort er erfiðara að búa til sðlmyrkva eða tunglmyrkva? Stúlkan: Finnst þér vatnið ekki kalt? Nei nei! Þennan skjótum við ekki. Pilturinn: Jú, hræðilega, ég færi ekki út I nema bara af þvf að mér hefur verið bannað það. Skáldið: Eg fékk tuttugu krónur fyrir vorkvæðið mitt. — Það var ágætt! Hvernær kemur það út? — Aldrei. Það týndist I póstinum, þegar Laxfoss strandaði. Eg var svo heppinn, að hafa keypt ábyrgð á það, svo ég fékk það borgað. Eg get ómögulega komið öllu dótinu þfnu niður f koffortið. Hvort á ég heldur að skilja eftir kjólinn þinn eða einn eldspýtustokk?** Fangelsi óttans Framhaldssaga aftir- Rosemary Gatenby Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 43 — Ekkert er of gott fyrir fang- ana, skilurðu, — sérstaklega þar sem um mlna peninga er að ræða. Art reyndi að segja mér að mexi- kanska fjölskyldan okkar sem hefur annast um húsið hafi komið með hestana hingað, en ég trúi honum ekki. Loks viðurkenndi hann að Helene hefði verið hér. En hann segir að enginn geti fundið hana, þar sem hún er núna — á einhverjum afskekktum stað f Mexico. •— Trúirðu þvf? — Það er að minnsta kosti eins trúlegt og hvað annað. — Ég sá mynd af Lucille f New York og ég áttaði mig alls ekki á þvf að það var ekki Helene. Hún er ótrúlega lík henni. Sérstaklega þegar maður sér hana frá hlið. — Ó, já, Lucille, sagði hann beisklega. — Reg talaðf hér áður fyrr um þessa stúlku, sem var gift einum félaga hans. Hann talaði um hvað hún væri lfk systur minni. — Hvar er þessi eiginmaður hennar núna? Er hann með f sam- særinu? — Mér skilst að hún hafi farið frá honum. Ætli Reg hafi ekki boðið betur. Linn leit til varðmannanna tveggja sem sátu saman á þrep- inu. Hún sá glampann frá kveikjara Reg þegar hann kveiktf f annarri sfgarettu fyrir Lucille. — Var þessi áætlun gerð eftir að Walter fórst? Eða... — Nei, það er ekkert sem bend- ir til þess, en eftir umfangi áætl- unarinnar að dæma og frábærri skipulagningu get ég ekki trúað þvf að tilviljun hafi ráðið. Þeir sáu uppbygginguna og sfðan hafa þeir ráðið ráðum sfnum. En þeir hafa orðið að setja Walter út úr spilinu, áður en þeir gátu hrifsað til sfn völdin. En þeir vissu ekki — eða að minnsta kosti komust þeir ekki að þvf fyrr en allt var að verða um seinan, að Helcne var með honum f bflnum. Þeir urðu gersamlega miður sfn þegar f IJós kom hversu alvarlega hún hafði slasast og það svo að henni var lengi vart hugað Iff. Hún var auðvitað snar þáttur f áætluninni. Hann þagnaði, þegar Reg reis á fætur og kom hægt f áttina til þeirra. — Afsakið, sagði Reg — en nú á að fara að loka. Jamie fylgdi henni til herberg- is hennar, sem var við hliðina á tveruherbergjum Lucille f gesta- álmunni. Þau gengu upp stigann og eftir veröndinni með Reg á hælunum. — Þú verður auðvitað læst inni. — I þessum félagsskap tel ég það nú beinlfnis forréttindi, sagði Linn. — Herbergið mitt er þarna — þetta með svölunum. En þeir geta ekki læst svaladyrunum almenni- lega, svo að ég sef uppi f turnin- um þar sem vfnnuaðstaða mfn er. Prinsinn f turninum, hafði Jack sagt. — 0, Linn, elskan mfn... En hann var henni eins og ókunnugur maður, þegar hann tók utan um hana og kyssti hana. Hún fann enga strauma fara um sig og það skelfdi hana. Þegar Reg hafði læst hana inni, gekk hún út að glugganum og leit yfír hafið sem lá baðið f tungl- skininu. Var of langt um liðið? Eða var það minningin um Pete Emries? Hún sem hafði aldrei getað endurgoldið ást hans vegna til- finninga þeirra sem hún hafði alltaf talið sig bera til Jamies? Miguel beið úti fyrir hótelinu, þegar Jack kom eftir að hafa snætt miðdegisverð. — Hefurðu séð nokkurn f nám- unda við herbergið mftt, Miguel. —• Nei, senor. Ekki sfðan ég kom hingað. En það er nú ekki langt sfðan. — Hefurðu orðið nokkurs vfs- ari um hr. Fix? Bersýnilega var svo ekki. Hann hafði spurt bflstjóra gistihússins, vegna þess að þeir voru sffellt á faraldsfæti og hann hafði kvöldið áður, þegar myrkur var skollið á, farið að hitta Rosalie á Everest- húsinu. En Rosalie hafði ekki getað sagt honum neitt. Bróðir hennar og móðir höfðu heldur ekkert að segja. Ekkert þeirra hafði séð bregða fyrir manni með Ijós- myndagræjur. — Miguel. Veiztu hvort ungfrú Everest kom f sfðustu viku um leið og bróðir hennar. Eða hafðí hún verið hér áður en hann kom? Þegar Erin og hann skipulögðu aðgerðir hafði hann ekki getað náð f Miguel til að spyrja hann um þetta. Þeir höfðu orðið að vinna út frá getgátum einum. — Senorita Everest hefur búiö f húsinu f langan tfma. Hjón frá Bandarfkjunum hafa séð um hana. Erin hafði sem sagt haft á réttu að standa. — Rosalie sagði mér að maður- inn héti Teem. — Teem...? Nú þú átt við Tim. — Já, einmitt.. .Teem. Þar mátti sjá hversu tryggur æðsti varðmaðurinn var. Percy hafði talið að hann og Walter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.