Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNÚDAGUR 10. OKTÓBER 1976 17 tillögunum. Hvort ráðuneytið hefir fengið þær skýringar, sem það fór fram á, veit ég ekki. En deildarfundur hefir að minnsta kosti engar viðhlítandi skýring- ar látið frá sér fara. Um við- brögð ráðuneytisins, eftir að skýringa var leitað, er mér ókunnugt. Innan deildar hafa haft forystu í þessum málum nokkr- ir bókmenntafræðingar, sem notið hafa stuðnings manna, sem telja sig vera „í takt við tímana". Hjá hafa setið nokkrir! 4) Meistarapróf er afnumið í stað þess að gera nauðsynlegar reglugerðarbreytingar um það Niðurstaðan yrði sú, að cand.-mag.-próf í ensku yrði eina kandídatsprófið, þar sem málfræði og bókmenntir eru skyldugreinir. . Enska yrði þannig sett skör hærra (slenzkunni, ef þessar fárán- legu tillögur næðu fram að ganga. Ég fullyrði, að ekki er hægt að kenna íslenzka málfræði til kandídatsprófs, án þess að nemandinn læri allmikið í íslenzkri bókmenntasögu. Kandídatsefnið þarf að þekkja heimildir sínar að islenzku máli. Á kandídatinn legðist jóhjákvæmilega mikil auka- MENNTIR ungir menn, sem gera sér ekki grein fyrir, að þeim ber sem embættismönnum að hafa skoðun á háskólamálum, og eru enn hræddir við að taka. afstöðu. En nokkrir menn hafa viljað spyrna við fæti. Deildar- ráð gerði á síðast liðnum vetri skoðanakönnun meðal kennar- anna í íslenzku um það, hvort þeir væru fylgjandi skiptingu Islenzkunnar i tvær sjálfstæðar prófgreinir. Kennararnir i islenzku eru 10. Af þessum 10 greiddu 6 atkvæði — Baldur Jónsson, Halldór Halldórsson, Helgi Guðmundsson, Hreinn Benediktsson, Jón Friðjónsson og Jónas Kristjánsson — og voru þeir allir á móti skiptingu islenzkunnar, en einn — Njörður P. Njarðvik — lét bóka á deildarráðsfundi, að hann væri henni meðmæltur. Greinilegt er því, að deildin hefir gengið i berhögg við skoðun yfirgnæfandi meirihluta íslenzkukennaranna um þá grein, sem þeir eiga að annast og bera ábyrgð á. En deildar- fundur og háskólaráð hafa — auk þess sem á undan var gengið — tvívegis á þessu ári vegið í sama knérunn og sam- þykkt klofninginn, m.a. með tilstyrk eða hjásetu ungra og óreyndra sakleysingja, sem virðast aldrei hafa velt því fyrir sér, að til séu íslenzk mál- vandamál né heldur, að bók- menntir án máls eru ekki til. Mig langar að skýra frá fjór- um atriðum, sem reglugerðar- frumvarpið, ef frumvarp skyldi kalla fremur en frumhlaup, ger- ir ráð fyrir. Þau eru þessi: 1) Stúdent er heimilt sam- kvæmt frumvarpinu að lesa íslenzka málfræði sem auka- grein til B.A -prófs, án þess að líta i íslenzkar bókmenntir. 2) Stúdent er heimilt sam- kvæmt frumvarpinu að lesa íslenzkar bókmenntir sem aukagrein til B A.-prófs án þess að lita í islenzka málfræði. 3) í ákvæðunum um cand - mag.-próf felst, að menn geta lokið kandídatsprófi i íslenzkri málfræði án þess að hafa nokkru sinni á háskólaferli sín- um litið í íslenzkar bókmenntir og kandídatsprófi í íslenzkum bókmenntum án þess að hafa nokkru sinni litið í islenzka mál- fræði vinna við lestur islenzkrar bók- menntasögu eða hann hrein- lega félli. Ég fullyrði enn fremur, að kandídat í íslenzkri bókmennta- sögu getur ekki stundað alvar- legar rannsóknir á fjölmörgum þáttum íslenzkra bókmennta án fræðilegrar þekkingar á íslenzku máli. Á ég þá ekki aðeins við fornbókmenntir, heldur einnig texta frá öllum öldum, sem íslenzkar bók- menntir ná yfir. En kandidatinn gæti ef til vill orðið ritdómari við dagblað. Ég sleppi að ræða það að sinni, hver áhrif ofan greind lausung i islenzkukennslu i Háskólanum hefði á lægri skólastigum, t.d. í mennta- skólunum, ef þeim verður þá ekki komið fyrir kattarnef á næstunni. Þetta andvaraleysi í skólamálum er hugsandi mönnum áhyggjuefni, og nauðsyn ber til, að þau verði tekin til endurskoðunar. En mál þetta ræði ég ekki að sinni IV Rithöfundur er þjónn máls- ins. Ég minntist á það hér að framan, að íslenzkt mál og áslenzkar bókmenntir væru órofa heild. Svo hefir einnig fyrsta skáld íslands — Egill Skallagrímsson — talið. Hann kveðst hafa ort Arinbjarnar- kviðu „með málþjóns morgin- verkum". Það má deila um, hvað málþjónn merkir, en sennilegast virðist mér nú, að það merki „skáld". (Sumirtelja, að það merki „tunga", en það skiptir ekki máli. Agli er jafn- hugstætt, hve íþrótt hans er tengd málinu) Agli hefir verið Ijóst, að skáldið var þjónn máls- ins, varð að lúta lögum þess. En hvað þá um bókmennta- fræðinginn? Getur hann varpað málinu frá sér eins og hverju öðru fánýti? Er mál og still eitthvert rusl, sem varðar ekki skilning á bókmenntum né mat á þeim? Og að lokum, hvað verður um (slenzka málrækt, ef unglingum er ekki innrætt að lesa bókmenntir og njóta þeirra einnig vegna málsins og þeim kennt, hversu mikið má læra af góðum höfundum um meðferð máls, sem felur í sér beitingu á málfræði þess. Frœóslufundir um kjarasamninga V.R. Mánudaginn 11. okt. 1976 Kl. 20.30 að Hagamel 4 Framsögumenn: Magnús L. Sveinsson, Ingibjörg Guðmund. Utsölustaðir goodAear hjólbarða Reykjavík: Hjólbarðaþjónusta Heklu h.f., Laugaveg 1 70— 1 72, símar 21245 — 28080 Gúmmívinnustofan, Skipholt 35, sími 31055 Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns Gíslasonar, Laugaveg 171, simí 1 5508 Borgarnes: Guðsteinn Sigurjónsson, Kjartansgötu 12, sími 7395 Ólafsvik: Marís Gilsfjörð bifreiðastjóri, sími 6283 Húnavatnssýsla: Vélaverkst. Víðir, Víðidal Sauðárkrókur: Vélsm. Logi sími 5165 Hofsós: Bílaverkstæði Páls Magnússonar, sínni 6380 Ólafsfjörður: Bílaverkstæðið Múlatindur, sími 621 94 Akureyri: Hjólbarðaverkstæðið Glerárgötu 34, sími 22840 Bilaþjónustan s.f Tryggvagötu 14, simi 21715 Bilaverkstæðið Baugur, sími 22875, Akureyri Dalvík: Bilaverkstæði Dalvikur, sími 61122 Raufarhöfn: Bilaverkstæði Hreins Sigfússonar simi 51241 Egilsstaðir: Véltækni s.f., simi 1455. Seyðisfjörður: Jón Gunnþórsson, 'sími 2305 Neskaupstaður: Bifreiðaþjónustan simi 7447 Reyðarfjörður: Bílaverkstæðið Lykill, sími 41 99 Hella: Sigvarður Haraldsson Bilaverkstæði Keflavík: Gúmmiviðgerðin Hafnargötu 89, simi 1731 Grindavík: Hjólbarðaverkstæði Grindavíkur, c/o Hallgrímur Bogason Vestmannaeyjar: Hjólbarðastofa Guðna, v/Strandveg sími 1414 Hafnarfjörður: Hjólbarðaverkst. Reykjavíkurveg 5 sími 51 538 Garðabær: Hjólbarðav. Nýbarðinn, simi 50606 GOOD-YEAR HJOLBARÐAR UNDIR BILINN DRÁTTARVÉLINA OG VINNUVÉLINA HEKLA hf. Laugavegi 170—172 — Slmi 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.