Morgunblaðið - 02.11.1976, Síða 18

Morgunblaðið - 02.11.1976, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÖVEMBER 1976 18 Sr. Óskar J. Þorláksson: Verið ávallt glaðir vegna sam- félagsins við Drottin: ég segi aftur verið glaðir. Ljúflvndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er I nánd. Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið I öllum hlutum ósksr yðar kunnugar Guði, með bæn og beiðni ásamt þakkar- gjörð. Og friður Guðs, sem er æöri öllum skilningi, mun varð- veita hjörtu yðar og hugsanir yðar I samfélaginu við Krist Jesúm. (Fil. 4.4—8) I. Guðspjallió um lama manninn, sem ég hefi lesið yður frá altarinu (Matt. 9. 1—8) segir frá merkilegum þætti eða öllu heldur þáttum í starfi Jesú Krists. Þar er talað um trú og kærleiksverk. Allt starf Frelsara vors hér á jörðu var fólgið í trú sem starfaði í kærleika. I bréfkafla Filippibréfsins, sem Páll postuli ritaði úr fangelsi i Rómaborg, kemur skýrt fram, hvernig hann skildi boðskap Frelsara vors og taldi að hann ætti umfram allt að hafa áhrif á líf þeirra, sem játuðu þennan boðskap og vildu lifa í hans anda. Mér finnst ekki óeðlilegt að einmitt þetta sé grunntónninn í orðum mínum i dag, þegar ég er að kveðja söfnuðinn hér, eftir rúmlega 25 ára prestsþjónustu í Dómkirkjuprestakalli og um leið og ég lýk hinni opinberu þjónustu minni í íslensku kirkjunni, eftir rúmlega 45 ára starf. í minum huga er trúartraust- ið, traustið til guðlegrar hand- leiðslu og forsjónar og kær- leiksþjónusta í öllu lífi það mikilsverðasta I boðskap krist- innar trúar og að geta tengt þessi sannindi við lífið sjálft, svo að þau geti orðið leiðarljós og hamingjugjafi í lifi vor mannanna. Kristindómurinn hefur verið við lýði í margar aldir, eins og kunnugt er. Með honum hófst nýtt tímabil í sögu manns- andans. Hann var opinberun um Guðs vilja og f þeirri opin- berun fólst nýtt mat á verðmæt- um lffsins. Jesús Kristur var sjálfur þessi opinberun, hann var Ijómi Guðs dýrðar og ímynd veru hans (Hebr. 1.3). I dag- legu lífi var hann vegurinn, sannleikurinn og lífið (Joh. 14.6). Það var þess vegna sem persónuleiki hans var svo áberandi í allri predikun postulanna og frumkristninnar yfirleitt. Páll segir t.d. að hann vilji ekkert vita sér til sálu- hjálpar annað en Jesú Krist og hann krossfestan. Með þessum hætti vildi hann alveg sérstak- iega tengja lff sitt Kristi, lífi hans, dauða hans og upprisu. II. Vér hugsum um sögu krist- innar kirkju á liðnum öldum, vér hugsum um heilbrigt og fagurt lif þeirra, sem lengst komust í trú og kærleiks- þjónustu, en vér hugsum líka um mannlegan breyskleika og niðurlægingu, vér hugsum um sigra og ósigra. Þegar allt kemur til alls er enginn vafi á því að allt það besta í menningu vestrænna þjóða á rætur sínar beint eða óbeint í fagnaðarboð- skap Frelsara vors. Það breytir engu þó að mannlegur ófull- komleiki hafi varpað þar nokkrum skugga á og ekki hafi alltaf tekist að skapa þau áhrif meðal kynslóðanna sem Frels- ari vor ætlaðist til. Lesum fjallræóuna, lesum dæmisögur Jesú, festum i minni orð hans og ummæli og vér vitum oftast hvað hann ætlast til af oss, en vér höfum hins vegar ekki alltaf vilja og þrek til þess að ganga þann veg, sem hann ætlar oss. Þetta hefur verið vandamál og ógæfa kyn- slóðanna og þetta er vandamál vort ídag. En kristindómurinn verður boðaður, meóan jörðin er við lýði. Jesús Kristur er í gær og i dag hinn sami og um aldir. (Hebr. 13.8) Komandi kynslóðum mun verða sagt frá Drottni og lýð, sem enn er ófæddur, mun boð- að réttlæti hans. (Sálm. 22.32). Ég hugsa um stöðu kirkjunn- ar í dag. Er hún veikari eða sterkari en hún var, þegar ég byrjaði prestskap fyrir 45 árum? Þetta er að sjálfsögðu nokkuð vandasöm spurning. A sfðari árum hefur orðið meiri fjölbreytni f starfi kirkjunnar. Ég efast mjög um, að kirkja og þjóð sé nátengdari í nokkru öðru landi en einmitt hér á Islandi. Vér erum hluti þjóðarinnar, hvort sem vér erum ánægð með stjórnarfarið og þjóðlifið á hverjum tíma eða ekki. Kirkjan grfpur inn f líf svo að segja allra landsmanna, jafnvel þó að þeir hafi ef til vill meira eða minna við hana að athuga, sumum þykja áhrif hennar of mikil f þjóðlifinu, en öðrum þykja þáu að sjálfsögðu of lftil. 1 íslensku þjóólífi er kirkjan Sr. Öskar J. Þorláksson Kvedju- prédikun í Dómkirkj- unni 24. okt. s.l. tiltölufega frjáls og sjálfstæð, og það er lítill áhugi fyrir því hér að skifja að ríki og kirkju. Öllum er ljóst að merki trúar og siðgæðis þarf að halda upþi meðal þjóðarinnar. I mínum huga er gott sam- starf ríkis og kirkju heillavæn- legt fyrir þjóðlifið f heild. „Hver þjóð sem i gæfu og gengi vill búa á Guð sinn og land sitt skal trúa. (E.B.) Eg get ekki neitað því að mér hefur oft fundist að margir for- ystumenn þjóðarinnar hafi verið of tómlátir um starf kirkjunnar. Ég er sannfærður um það, að það yrði þjóðlffinu í heild til mikillar blessunar ef þeir sýndu hinu kirkjulega starfi meiri áhuga og skilning. Ef að kirkjan á að hafa áhrif í þjóðlífinu, verður hún að eiga sem flesta góða liðsmenn. Það er ekki nóg að finna að og gagn- rýna, það verður að leggja hönd á plóginn til jákvæðra starfa. Menn tala stundum um áhrafaleysi kirkjunnar f þjóð- lífinu. En er þetta ekki einmitt dómur yfir þeim sjálfum? Vér getum gert kirkjuna sterka og áhrifamikla, en til þess þurfum vér að standa vel saman um málefni hennar. Ég er bjartsýnn á framtíð kirkjunnar, af þvf að ég trúi því, að Guð birti oss vilja sinn í starfi hennar. Ég veit, að margt er ófullkomið frá vorri hendi og það er stöðug barátta milli ills og góðs í þessum heimi. Ef guðstrúnni hrakar, ef menn hætta að miða lff sitt við Guðs vilja, þá eiga niðurrifs- og spillingaröfl greiðari aðgang að hugum manna. Reynslan hefur sýnt, að þessi hætta vofir yfir oss öllum, hún vofir yfir þjóð vorri f dag. Það tekur alltaf miklu lengri tíma að byggja upp en rifa niður. Trúartraust, siðferðileg alvara og ábyrgð verða að vera sterkustu öflin til sóknar og varnar í þjóðlffinu. Þar sem andi Drottins er þar er frelsi. Fái fagnaðarerindi Frelsara vors að vera leiðarljós í störfum manna og lffi, þá er leiðin örugg og trygg til sannrar Iffshamingju. III. Þegar ég er nú að kveðja Dómkirkjusöfnuðinn, eftir rúmlega 25 ára þjónustu og hverf úr embætti í íslensku þjóðkirkjunni, þá er eðlilega margs að minnast. Hinn 18. okt. s.l. voru nákvæmlega 45 ár liðin frá þvf, að dr. Jón Helgason vfgði mig til prestsþjónustu hér í Dómirkjunni. Þegar ég vígðist var ég yngstur þjónandi presta, en þegar ég nú kveð á ég lengstan þjónustualdur að baki, af þeim, sem nú eru starfandi í kirkju vorri. Guð hefur gefið mér góða heilsu. Fyrir þetta er ég innilega þakklátur. Ég er þakklátur fyrir svo margt, fyrir heimili og ástvini og trygga vini. Fyrstu söfnuðir minir voru f Kirkjubæjarklausturspresta- kalli i Vestur-Skaftafellssýslu, þar sem ég starfaði hálft fjórða ár. Þaðan lá leiðin til Siglu- fjarðar. Þar fékk ég að starfa í 16 ár. A báðum þessum stöðum á ég margar ágætar minningar um góða vini og sóknarbörn, sem studdu mig f starfi og hafa sýnt mér órjúfandi tryggð til þessa dags. I Siglufirði eignuðumst við hjónin okkar fyrsta sjálfstæða heimili. Þar skiptist á blftt og strftt í lífi okkar, eins og svo oft vill verða. Ég þakka konu minni fyrir að hafa staðið trúlega með mér í starfinu öll þessi ár. Ef að fyrrverandi sóknarbörn mfn heyra mál mitt f dag sendi ég þeim einlægar kveðjur og þakkir. Ég man vel þessi ár og er þakklátur’fyrir þau. Síðan lá leiðin hingað tif Reykjavíkur og í maf s.l. voru liðin 25 ár sfðan ég tók við starfi hér i Dómirkjupresta- kalli. I þeim prestaköllum, þar sem ég hefi komið til þjónustu, hefur mér verið mikill vandi á höndum. Á öllum þessum stöð- um varð ég eftirmaður þjóð- kunnra merkispresta. Ég mæli mig ekki við þá, en starf þeirra varð mér mikilsverð hvatning. Ég hefi starfað í tíð fjögurra biskupa og átt gott samstarf við þá alla. Þetta þakka ég nú. Ég hugsa um starf mitt hér í Dómkirkjunni þennan liðna aldarfjórðung. Ég þakka prestunum, sem hafa starfað með mér lengur eða skemur, þakka ánægjulegt samstarf við þá og fjölskyldur þeirra. Eg bið blessunar hinum nýkjörna presti og fjölskyldu hans, en hann var um skeið samstarfs- smaður minn hér. Ég þakka organleikurum og söngfólki, bæði núverandi og þeim, sem áður hafa starfað með mér. Ég þakka sóknarnefnd og safnaðarfulltrúa, er nú starfa og einnig þeim, sem áður hafa starfað hér að safnaðarmálum. Ég þakka Kirkjunefnd og Bræðrafélagi fyrir þeirra starf, og alveg sérstaklega þakka ég konunum, sem hafa aðstoðað við fermingar á liðnum árum. Ég þakka kirkjuverði og þeim sem séð hafa um hreingerningu og hafa haft umsjón við athafn- ir hér f kirkjunni, séð um að allt væri vel undirbúið, þegar guðsþjónustur og athafnir skyldu hefjast. Allt er þetta þýðingarmikil þjónusta. Ég þakka prestum prófasts- dæmisins og safnaðarstjórnum fyrir samstarfið þau ár, sem ég hefi haft prófastsstörf á hendi. Ég þakka safnaðarfólki al- mennt fyrir samstarfið, vináttu og tryggð í minn garð og fjöl- skyldu minnar. Ég bið blessunar börnunum, sem ég hefi skirt og fermt á liðnum árum og hjónunum, sem ég hefi gefið saman í hjónaband. Ég þakka minningarnar, sem ég hefi átt með svo mörgum fjölskyldum hér í Reykjavfk, bæði f gleði þeirra og sorgum. Ég hefi oft fundið vanmátt minn og hefi vanrækt svo margt í þessu starfi og þarf að biða afsökunar á mörgu, en ég þakka lfka upörvun og ánægju- stundir. En fyrst og sfðast þakka ég Guði fyrir þann styrk, sem hann hefur gefið mér til þessa dags. Án Guðs náðar er allt vort traust, óstöðugt, veikt og hjálparlaust. (H.P.) Ég kveð ykkur kæru vinir, nær og fjær, með þakklæti f huga og ég segi við sjálfan mig: Lofa þú Drottin sála mín og gleym eigi neinum velgjörum hans. Guð blessi Dómirkjusöfnuð- inn, Guð blessi Reykjavík, þjóð vora og kirkju. Amen. Leidarljós og lífshamingja Fullorðinsfræðsla MFA: Starfefólki valinna fyr- irtækja boðin þátttaka NlfLEGA boðaði Menningar- og fræðslusamband alþýðu, öðru nafni MFA, til blaðamanna- fundar f húsnæði félgsins að Laugavegi 18. A fundinum var kynnt fullorðinsfræðsla MFA, sem hófst f októberbyrjun. Framkvæmd fullorðinsfræðslunnar felur i sér að valin eru tiltekin fyrirtæki og starfsfólki þeirra boðin þátttaka f ákveðnum námskeiðum og les- hringjum. Markmið þessa verk- efnis er tvíþætt. Annars vegar að ná til lftt faglærðs fólks og f öðru lagi að kanna hvers vegna fólk, sem boðin er þátttaka í fræðslu- starfseminni, þekkist hana ekki. Er þetta skipulagt starf allra MFA-samtaka á Norðurlöndum og framangreind fræðslustarfsemi er fyrsta stigið f þriggja ára áætlun. Hér á landi hefur MFA staðið að verkefninu á eftirfarandi hátt: I samvinnu við Iðju, félag verk- smiðjufólks f Reykjavfk voru valin þrjú iðnfyrirtæki. Ofna- smiðjan h/f, Prjónastofa önnu Þórðardóttur h/f og klæðaverk- smiðjan Dúkur h/f. Guðmundur Bjarnleifsson járnsmiður var ráðinn sérstaklega til þess að fara á vinnustaðina og ræða við fólkið. Sagði hann að útkoman hefði verið sú, að karlmenn sýndu f heiid miklu minni áhug á fræðslu- starfseminni en kvenfólk. Fjörutfu og fjórir létu skrá sig f þá þrjá hópa, sem MFA setti á stofn. Hóparnir koma saman einu sinni til tvisvar í viku, á kvöldin f sex til tíu skipti. Starfsemin fer fram á Laugavegi 18. Þrjú verk- efni eru tekin fyrir í fuliorðins- fræðslu þessari, þ.e. Saga og markmið verkalýðshreyfingar- innar sem Ólafur R. Einarsson, menntaskólakennari sér um, tslenzka þjóðfélagið sem Ólafur Ragnar Grímsson er leiðbeinandi í og Leikhúskynning, en Sigurður Karlsson leikari hefur umsjón og stjórn með þeim hópi. Að sögn Stefáns ögmunds- sonar, formanns MFA, verður f vetur lagt fyrir Alþingi frumvarp varðandi fullorðinsfræðslu sam- takanna og er það í þriðja sinn, sem þetta er lagt fyrir. Kváðu forráðamenn MFA ástæðuna fyrir því að fullorðinsfræðsla samtakanna hefði ekki verið sam- þykkt vera skort á þrýstihópum í þeirra þágu á Alþingi. Að lokum gat stjórn MFA þess, að Félagsmálaskólinn í Ölfus- borgum, sem MFA og Alþýðusam- band íslands reka hefði hafið göngu sína 14. okt. Skólinn er eingöngu ætlaður fyrir fólk úr verkalýðsfélögunum. Verkefni skólans f vetur eru m.a. vinnulög- gjöfin, heilbngðis- og öryggismál og saga verkalýðshreyfingar- innar. Listamenn fá lóðir BORGARRÁÐ hefur samþykkt bréf lóðanefndar um að gefa nokkrum listamönnum kost á ein- býlishúsalóðum í Seljahverfi. Samkvæmt þessu fá þeir Jón Ólafsson, húsgagna- og innanhús- arkitekt, Hilmar Þ. Helgason aug- lýsingateiknari, Leifur Helgi Magnússon hljóðfærasmiður, Veturliði Gunnarsson listmálari og Einar Hákonarson listmálari, lóðir við Vogasel, en þeir Björg- vin S. Haraldsson, myndlistar- maður og Örn Þorsteinsson mynd- listarmaður lóðir við Tjarnarsel. ASIMINN ER: 22480 JRor0imbfflbi&

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.