Morgunblaðið - 02.11.1976, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1976
HELGIÓLAFSSON
— MINNINGARORÐ
Fæddur 8. maí 1891
Dáinn 25. október 1976
Þegar Snorri Sturluson sagði í
formálanum fyrir Eddu sinni, að
„allir hlutir væri smíðaðir af
nokkru efni", komst hann þar
sem víðar spaklega að orði. Þetta
á við, hvar sem iitið er, og þá ekki
sízt, þegar vér hyggjum nánara að
einstaklingunum í kringum oss og
reynum að kanna þann efnivið,
sem þeir eru gerðir úr. Oss hættir
þó löngum til að einfalda hlutina
um of fyrir oss, tölum um, ap
einhver sé kominn af þessari eða
hinni ættinni, en gleymum því, að
öll erum vér komin af ýmsum
ættum og sækjum sitt í hverja.
Engir tveir einstaklingar eru
eins, og það sem vér köllum svip
eða ættarmót fer sfnar leiðir.
Maður getur líkzt meir frænda
sínum í fjórða lið en sambornum
bróður.
Stundum er eins og skaparinn
hafi gert það að gamni sínu að
búa til mann, er sameinaði sitt-
hvað hið bezta úr fjölmörgum ætt-
um, eða svo hefur mér t.a.m. virzt
um tengdaföður minn, Helga Öl-
afsson trésmlðameistara í Hafnar-
firði, er lézt 25 október sl. 85 ára
að aldri.
Helgi fæddist 8. maí 1891 f
Garðhúsum í Höfnum, sonur 01-
afs Sigurðssonar smiðs og for-
manns þar og konu hans, Þórunn-
ar Halldórsdóttur.
Foreldrar Ölafs voru Sigurður
Ölafsson frá Ægissfðu á Rangár-
völlum, sfðar þjóðhagasmiður,
bóndi og sýslunefndarmaður f
Merkinesi f Höfnum, og koma
hans, Guðríður Halldórsdóttir
Gunnarssonar frá Hvammi á
Landi. Þau hjónin voru bæði af
Vikingslækjarætt, og var því ekki
að undra, þótt Helgi sækti margt í
þá sunnlenzku kjarnaætt. Þaðan
komu honum ekki sfzt smiðshend-
urnar og óbilandi elja, en þeir,
sem sverja sig í þá ætt, eru manna
óverkkvíðnastir. Séu þeir á annað
borð fúsir að vinna eitthvert verk,
þarf ekki lengi að biðja þá þess:
Þeir eru fyrr en varir teknir til
óspilltra málanna og eru f senn
útsjónarsamir og afkastamiklir.
Þótt þeir geti verið meinlegir I
orðum, skeyti þeirra hvöss og
beitt eins og hraunnibburnar,
sem standa upp úr svörtum sand-
inum ofarlega á Rangárvöllum,
þar sem ættin á upptök sín, eru
þeir viðkvæmir undir niðri og
hjartahlýir, mega í rauninni ekki
aumt sjá. Um þá mætti hafa þessi
orð Jónasar f Heklulýsingu hans f
Gunnarshólma:
Svell er á gnfpu, eldur geisar
undir.
Þórunn, móðir Helga, var dóttir
Halldórs Helgasonar í Þorláks-
höfn og Kolfinnu Ögmundsdóttur
Sigurðssonar, Ögmundssonar,
Högnasonar prestaföður Sigurðs-
sonar, er Högnaætt er við kennd.
ögmundur skáldið og gleðimaður-
inn, síðast prestur á Tjörn á
Vatnsnesi, hafði á skólaárum sfn-
um eignazt dóttur með Steinunni,
einni hinna mörgu dætra Guð-
mundar Þórðarsonar tugthús-
varðar f Reykjavfk og konu
hans,Steinunnar Helgadóttur frá
Ökrum á Mýrum, en eini sonur
þeirra var Helgi Thordersen, síð-
ar biskup.
Kolfinna Ögmundsdóttir ólst
upp hjá föðurafa sínum, sr. Sig-
urði ögmundssyni á Ólafsvöllum
á Skeiðum. Hún giftist eystra
Magnúsi eldra Magnússyni
Andréssonar, og eignuðust þau
tvær dætur, er upp komust,
Katrínu og Jóhönnu. Við Iát
Magnúsar leitaði Kolfinna suður í
Hafnir til Þórunnar Brynjólfs-
dóttur og Vilhjálms Hákonarson-
ar í Kirkjuvogi, en Þórunn var
hálfsystir Steinunnar, móður Kol-
finnu. Þegar Þórunn dóttir henn-
ar giftist Ólafi Sigurðssyni, sat
hún áfram þar syðra í skjóli
þeirra. Þórunn dó 1896 frá eigin-
manni og þremur ungum sonum,
Sigurði, Ögmundi og Helga, er þá
var aðeins fimm ára gamall. Hann
var þá tekinn í fóstur af frænda
+
Móðir mín,
SIGURLAUG
HALLDÓRSDÓTTIR
frá Valþjófsstöðum
andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði
3 1 október
sfnum, sr. Brynjólfi Gunnarssyni
á Stað f Grindavík og Helgu Ket-
ilsdóttur konu hans.
Þegar Ólafur, faðir Helga, hafði
kvænzt öðru sinni, Sigurbjörgu
Marfu Eyjólfsdóttur frá Langeyri
við Hafnarfjörð, og þau nokkrum
árum sfðar setzt að f Hafnarfirði,
fór Helgi til þeirra og ólst upp
með hálfsystkinum sínum tveim-
ur, er lifa hann, þeim Ólafi lækni
og Þórunni Kolfinnu. Á sumrum
var hann stundum f sveit austan
fjalls, og var fróðlegt að heyra
hann segja frá æskuárum sfnum,
er stóðu honum fyrir hugskots-
sjónum eins og stafur á bók.
Helgi gekk um hrfð f Flensborg-
arskóla, en hvarf brátt þaðan og
sneri sér að smíðanámi, var svo
heppinn að komast að hjá Jóhann-
esi Reykdal, er skömmu eftir
aldamótin hóf sinn mikla athafna-
feril í Hafnarfirði. Hann stofnaði
trésmiðjuna Dverg 1903, og þegar
Helgi hafði aldur til, hóf hann
störf þar og vann samfleytt að
kalla f trésmiðjunni fram til 1965,
um hálfrar aldar skeið. Enda var
hann meðal Hafnfirðinga lengi
kenndur við smiðjuna og kallaður
Helgi f Dverg.
í smiðjunni var tfðast valinn
maður í hverju rúmi, og hafa þeir
smiðirnir í Dverg ekki átt lítínn
þátt í að byggja upp Hafnarfjarð-
arbæ á þessari öld. Iðnaðar-
mannafélag Hafnarfjarðar gerði
Helga á sínum tfma að heiðursfé-
laga, og þótti honum mjög vænt
um það.
Helgi kvæntist 6. september
1913 Kristfnu Stefánsdóttur í
Njarðvfk. Varð þeim skammra
samvista auðið, þvf að hún lézt
rúmu ári sfðar, 10. nóvember
1914, af barnsförum. Barnið lifði,
drengur, er skírður var Kristinn
Stefán, og ólst hann upp hjá móð-
urfólki sínu í Ytri-Njarðvfk.
Hann lézt vorið 1971, 57 ára að
afdri.
Á fyrri árum sfnum f Dverg fór
Helgi oft á vegum smiðjunnar til
smfða út um land, og átti sú til-
breyting vel við hann, er var
mannblendinn að eðlisfari og
hafði yndi af ferðalögum. I einni
slfkri ferð hitti hann sfðla sumars
1917 á Akureyri Þóru Kristjáns-
dóttur, er hann kannaðist við úr
Hafnarfirði og honum þótti mjög
þekkileg. Hefði hann helzt kosið
að fá hana suður með sér þá um
haustið, en hún hafði þá ráðið sig
í vist hjá frænda sfnum Sigurði
Hlíðar, og vildi hún ekki rifta því.
Varð sá vetur Helga langur, en
því fegnari varð hann, þegar Þóra
kom suður árið eftir og þau giftu
sig haustið 1918, 29. september.
Þau bjuggu fyrstu árin hjá
vinafólki f Brekkugötunni sunn-
an lækjarins, en nokkrum árum
siðar reistu þau sér eigið heimili
að Austurgötu 45, skammt norðan
við lækinn, og þar bjuggu þau
saman til æviloka.
Þóra lézt 17. janúar 1976, en
Helgi sem fyrr segir 25. október. I
minningargrein, er ég ritaði um
Þóru í Morgunblaðið 23. janúar
sl., lýsti ég hinu fagra heimilislífi
þeirra hjóna og hve samhent þau
voru f uppeldri dætranna fjög-
urra, Þórunnar, Kristjönu, Ölafíu
og Sólrúnar. Á heimili þeirra var
jafnan mjög gestkvæmt, og sóttu
margir þangað bæði gleði og
styrk. Oft fór og Helgi heim til
manna til að vera þeim til hugg-
unar og uppörvunar á erfiðum
stundum.
Þegar Helgi hætti í Dverg, vann
hann heima við smiðar og keppt-
ist þá oft ekki sfður við en í smiðj-
unni. Síðustu árin smfðaði hann
og skar út fagra eikarstóla, er
hann seldi við gjafverði og nú
prýða mörg heimili á höfuðborg-
arsvæðinu og raunar enn víðar.
Allra sfðustu vikurnar smfðaði
hann borð handa dætrum sfnum
öllum, hreinustu kjörgripi, og var
handbragðið jafnsnjallt og fyrr-
um. En eftir fráfall Þóru var
hann ekki samur maður, lff þeirra
hafði verið f svo föstum skorðum,
að við brottför hennar fannst hon-
um sem fótunum væri kippt und-
an sér. Honum þótti sem Bjarna
Thorarensen I saknaðarvfsunni
fögru eftir Þórarin öefiord ráð
vera færri en áður:
Viður var mér áður
vaxinn frfður að sfðu,
vestan eg varði hann gusti,
varði hann mig austanblástrum,
vatnsflóð hann rætti frá rótum,
ráð eru færri en áður,
skjól þó samt ekkert skýli,
skal ei vind hræðast svalan.
Helgi Ólafsson var meðalmaður
á vöxt, bar sig jafnan vel og var
kvikur í spori. Hann hélt reisn
sinni til hinztu stundar, enda
glæsimenni á velli. I viðræðum
var hann ætíð manna skemmtileg-
astur og frásagnargáfa hans frá-
bær. Hann sá hið spaugilega f
atvikum lffsins og fari manna og
gat verið neyðarlegur f orðum, en
aldrei skæður. Hið létta úr
Högnakyninu og hið fágaða úr
ættum Guðmundar Þórðarsonar
og Steinunnar Helgadóttur hefur
sorfið það hrjúfasta úr Víkings-
lækjarættinni, mildað það án þess
að dregið væri í nokkru úr þeirri
hnitmiðun, sem úrslitum ræður
um hverja frásögn.
Eftir lát Þóru var Helgi til
heimilis hjá Ölafíu dóttur sinni og
Ragnari Björnssyni manni
hennar á ölduslóð 26 f Hafnar-
firði. Hann fór þó flesta daga ofan
á Austurgötu 45, og þegar hann
var hress, vann hann við smiðar,
ýmist þar eða hann brá sér niður í
Dverg til sinna gömlu félaga.
Laugardagsmorguninn 23. októ-
ber fagnaði hann dætrum sfnum
tveimur, er þá komu heim úr ut-
anlandsferð. Seinna um daginn
fór hann niöur á Austurgötu,
kveikti sér f vindli og las í Péturs-
hugvekjum, eins og hann var van-
ur. Hann var setztur við kvöld-
verðarborðið hjá dóttur sinni og
hlýddi á ferðasögu hennar, þegar
hann leið útaf meðvitundarlaus.
Á mánudagsmorgni, tveimur dög-
um sfðar, var hann allur.
Eg tel það hafa verið mér mikið
lán og lærdómsrfkan skóla að
hafa þekkt Helga Ólafsson og þau
Þóru bæði, og þvf minnist ég
þeirra nú beggja með virðingu og
þökk. Finnbogi Guðmundsson.
I dag fer fram frá Þjóð-
kirkjunni f Hafnarfirði útför
Helga Ólafssonar trésmiðs. Hann
var fæddur f Garðhúsum í Höfn-
um 8. maf 1891, sonur hjónanna
Ólafs Sigurðssonar trésmiðs og
S. Helgason hf. STEINIGJA
Hnho/I/ 4 Slmar 74677 og 14754
t
Eiginmaður minn og faðir,
HREIÐAR PÁLSSON
Lindargötu 24
andaðist af slysförum 3 1 október s.l.
Eiginkona og börnin.
Fósturmóðir min + JÚLÍANA SIGURÐARDÓTTIR frá Búastöðum, Vestmannaeyjum
lést 29 október
Fyrir hönd vandamanna
Þorvaldur Ólafsson.
+
DAGNÝ EYGLÓ HJÖRLEIFSDÓTTIR
Lindargötu 13
Sauðárkróki
andaðist í Landspitalanum 31 október
Guðmundur Arason Ari Guðmundsson
Eyjólfur Finnbogason og systkini hinnar látnu.
+
Eigmmaður minn
RÓSMUNDUR TÓMASSON
Laugarnesvegi 66
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4 nóvember klv
1330eh
Fyrir hönd aðstandenda
Berga Ólafsdóttir
+
Jarðarför
PÉTURS JANUSAR ODDSSONAR
Bergþórugötu 59
Reykjavik
fer fram miðvikudagmn 3 nóv kl 3 e h frá Fossvogskirkju Blóm
vinsamlegast afþökkuð
Fyrir hönd systkina hins látna og annarra vandamanna,
Pétur Geir Helgason
+
Maðurinn minn og faðir okkar
SVAVARMARKÚSSON
verður jarðsungmn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. nóvember kl
13.3.0
Kristfn Pálmadóttir
Anna Élín Svavarsdóttir,
Berglind Svavarsdóttir.
Stefán Jóhannesson.
+
Útför móður minnar
SIGRÍÐAR ÞORVAROARDÓTTUR.
fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 3. nóvember kl 1 0 30
Arinbjörn Sigurðsson.
+
Eigínmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
ÞORSTEINN HALLDÓRSSON
prentari
Fálkagötu 4
lézt á Borgarspitalanum 1 nóv
Sara Hermannsdóttir,
Erla H. Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Sigurðsson,
Margrét Þorsteinsdóttir, Benedikt Bachmann.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir
SIGURDUR WAAGE
forstjóri
Melhaga 1 7 Reykjavfk
lézt í Borgarspítalanum sunnudaginn 31 október 19 76
Lára Ágústsdóttir Waage
Guðrún Waage Sigurður S. Waage
Ellen Sigurðardóttir Waage Björn Þorláksson
Hulda Waage Ágúst Sverrisson