Morgunblaðið - 19.11.1976, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.11.1976, Qupperneq 1
48 SÍÐUR 269. tbl. 63. árg. FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Palestínumenn ber jast inn- byrðis í Beirút Símamynd AP Herforingi f Jórdanfuher, gefur skipun f gegnum labbrabb um að ráðist skuli gegn skæruliðum „Svarta júní“ í Intercontinental hótelinu f Amman. Sjá frétt á bis. 23. BrUssel, 18. nóvember. Reuter. NTB. ERFIÐLEIKAR komu upp á fyrsta degi samninga- viðræðna Norðmanna við Efnahagsbandalag Evrópu um gagnkvæm fiskveiði- réttindi, vegna kröfu norsku viðræðunefndar- innar um að Norðmenn fái að veiða innan 50 sjómflna frá brezku ströndinni. Framkvæmdanefnd banda- lagsins, sem semur fyrir hönd EBE hefur algerlega hafnað þessu. Nefndin hefur einnig hafnað kröfum Norðmanna um að þeir geti gefið einstökum EBE löndum sérréttindi við Noreg gegn fvilnunum Norðmönnum til handa á miðum sömu landa, enda brýtur slíkt fyrirkomulag f bága við anda stofnsamnings banda- lagsins. Segist nefndin hvorki geta samið um einstaka hluta 200 mflna fiskveiðilögsögu EBE- landanna né viðurkennt að sér- reglur skuli gilda fyrir einstök bandalagsrfki. Þá munu Bretar ekki geta fallist á kröfuna um veiði á milli 12 og 50 mílna við Bretland og Hjaltlandseyjar, enda hafa þeir sóst eftir þvi að fá það belti helgað sér einum. Það var Jens Evensen, hafréttarráðherra Noregs, sem setti þessa kröfu fram. Sagði Jens að aðgangur að brezku miðunum væri lffsspurs- mál fyrir sjómenn á vesturströnd Noregs, en 90% af afla þeirra úr Norðursjó væri veiddur á milli 12 og 50 mflnana við Bretland. Viðræðurnar, sem halda áfram á morgun og i næstu viku eru aðrar samninga-viðræðurnar, sem EBE á við lönd utan bandalags- ins. Þær fyrstu voru við Banda- rfkin en könnunarviðræður hafa farið fram við Islendinga. A fundinum í dag sagði Jens Evensen að Norðmenn óskuðu eftir þvf að Vestur-Þjóðverjar og Frakkar hættu öllum veiðum út af Suður-Noregi á þrem til sex árum. En framkvæmdanefndin hafnaði algerlega öllum kröfum Norðmanna um að fá að veita einstökum EBE-löndum mismun- andi meðferð. Sögðu samninga- mennirnir að það væri innanhúss- mál hjá bandalaginu hvernig veiðikvótum þess væri skipt á milli aðildarrfkja. Jens Evensen sagði að Norð- menn sæktust eftir samkomulagi, sem fæli f sér jafnvægi. Eins og nú er ástatt er afli EBE-landa á norskum miðum tvöfalt verð- mætari en afli Norðmanna á miðum sömu landa. Kvað hann það stafa af því að EBE-löndin veiddu fisk til manneldis við Noreg en Norðmenn veiddu aðal- lega ódýrari fisktegundir til mjöls og áburðarvinnslu á miðum EBE landanna. Sagði Jens Evensen að krafan um veiðar innan við 50 mílur við Bretland væri grundvallar- skilyrði fyrir samningum. Thatcher sækir á London, 18. nóvember, NTB thaldsflokkurinn f Bretlandi hefur 25% meira fylgi en Verkamannaflokkurinn sam- kvæmt skoðanakönnun Gallups sem birtist á Daily Telegraph f dag. Fyrir einum mánuði hafði thaldsflokkurinn 11.5% meira fylgi en Verkamannaflokkur- inn samkvæmt sams konar könnun. Niðurstöður sfðustu könnunarinnar eru á þá leið að 55% styðja thaldsflokkinn, 30% Verkamannaflokkinn, 11,5% Frjálslynda flokkinn og 3.5% ýmsa smáflokka. Skýringin á hinni miklu fylgisaukningu thaldsflokks- ins er talin óánægja með efna- hagsstefnu stjórnarinnar. EBE haf nar aðal- kröf u Norðmanna Samstarfsnefnd Hull, Grimsby og Fleetwood: Vill hið fyrsta fá fund með Gundelach Hull 18. növember — frá freltaritara Morgunblaðsins, Nigel Robson. NEFND fulltrúa borgarst jórna hafnarborganna Hull, Grimsby og Fleetwood, undir forystu Harry Lewis, formanns héraðsnefndar Humberside, hefur sent skeyti til Franski frankinn fellur París, 18. nóvember. Reuter FRANSKA stjórnin skýrði frá þvf í kvöld að halli á viðskipta- jöfnuði f október hefði numið 4.710 milljónum franka eða um 179 milljörðum islenzkra króna. Ollu þessar fréttir falli á frankanum. Viðskiptahall- inn f september nam 3.350 milljónum franka. Embættis- menn kenna háum greiðslum Framhald á bls. 29 samningamanns Efnahagsbanda- lagsins, Finns Olav Gundelach, og óskað eftir fundi með honum f London eða á öðrum stað eins fljótt og auðið er. Er f skeytinu lögð áhersla á mikilvægi þess að samkomulag náist við Islendinga áður en Oslóar-samkomulagið gengur úr gildi. Nefndin hefur sent annað skeyti til Lardinois, sem er forseti framkvæmdanefndar Efnahags- bandalagsins, og óskað eftir því að bandalagið sendi fulltrúa til hafnarborga í Bretlandi eins og Fleetwood, Hull og Grimsby. Sagði Lewis að á þann hátt væri hægt að gera EBE ljóst hve mikil fjárfesting liggur i fiskihöfnum Bretlands, bæði i eign einkaaðila og opinberra aðila. Þá hefur nefndin sent bréf til allra nefndarmanna í fram- kvæmdanefnd Efnahagsbanda- lagsins þar sem nákvæmlega er gerð grein fyrir sjónarmiðum manna í brezku hafnarborgunum. Kemur þar meðal annars fram að nú séu um 15 þúsundir manna at- vinnulausir á Hullsvæðinu og að auki munu hundruð sjómanna missa vinnuna ef þeir fá ekki að fiska áfram við ísland. Segir I bréfinu að fyrir hvert starf sem tapast til sjós tapist sex eða sjö i landi. Madrid, 18. nóvember Reuter SPÁNSKA þingið, Cortes, sam- þykkti f kvöld umbótafrumvarp rfkisstjórnarinnar, og undirritaði þar með dánarvottorð sitt og 40 ára einveldisstjórnar Francos heitins hershöfðingja. Samkvæmt lagafrumvarpinu, skal nú kjörið þing f tveim deildum koma f stað núverandi þings, sem að mestu leyti er skipað. Stjórn Adolfo Suarez vann stór- sigur og fékk 425 atkvæði með Beirút 18. nóvember — Reuter PALESTlNSKAR skæruliðasveit- ir, sem fylgjandi eru Sýrlending- um, náðu f dag aftur aðalstöðvum sfnum f stærstu flóttamannabúð- um Beirúts eftir sex klukku- stunda langan bardaga við vinstrisinnaða Palestfnuskæru- liða. Frelsishreyfing Palestfnu (PLO), sem eru sameiningarsam- tök hreyfinga Palestfnumanna, hefur fordæmt Saiqa-samtökin, sem fylgja Sýrlendingum að mál- um, fyrir árás þeirra á DFLP- frelsishreyfinguna. Þetta er fyrsti bardaginn f Beirút síöan sýrlenzka friðar- gæzluliðið kom þangað á mánu- frumvarpi sínu, 59 voru á móti og 13 sátu hjá. Hið nýja þing verður kjörið með beinni leynilegri kosningu f júnf næsta ár. Suarez forsætisráðherra, sem virtist þreyttur eftir þriggja daga baráttu fyrir frumvarpinu í þing- sölum og á bak við tjöldin, varpaði öndinni léttar þar sem hann sat á ráðherrabekknum, þegar tölurnar voru lesnar upp,_ öfgamenn til hægri höfðu lýst því yfir að nýju lögin myndu opna dag til að framfylgja vopnahléinu f umboði Arababandalagsins. Aðalstöðvar Saiqa eru f ónotuðu kvikmyndaveri sem stendur á meðal fjölbýlishúsa í Sabra- flóttamannabúðunum f suður- jaðri borgarinnar. Saiqa réð yfir búðunum þar til i sumar þegar hreyfingin var hrakin þaðan af öðrum sveitum Palestfnuskæru- liða um það leyti sem bein afskipti Sýrlendinga hófust. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hafði PLO lagt bless- un sfna yfir það aö Saiqa tæki aftur við kvikmyndaverinu enda var það liður f friðaráætluninni. Framhald á bls. 26 allar gáttir fyrir kommunistum, en starfsemi þeirra hefur verið bönnuð siðan f lok borgarastrfðs- ins 1939. Þessi afgreiðsla þingsins fer fram aðeins tveim dögum áður en eitt ár er liðið frá láti Francos. Þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin f næsta mánuði um um- bæturnar, sem fela í sér veru- legar breytingar á stjórnar- skránni. Stjórnin náði á siðustu stundu málamiðlunarsamkomu- Framhald á bls. 26 Spánska þingið sam- þykkir umbótafrumvarp

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.