Morgunblaðið - 19.11.1976, Síða 5

Morgunblaðið - 19.11.1976, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÖVEMBER 1976 5 Laugavegi 20a SIMI FRA SKIPTI80RÐI 20*155 EFTA-fundur í Portúgal: Portúgalar vilja að íslend- ingar kaupi meira af sér NVLOKIÐ er ráðherrafundi Frfverzlunarsamtaka Evrðpu, EFTA f Lissabon, 11. og 12. nðvember undir forsæti við- skiptaráðherra Portúgals, Antonio Barreto. Aðalfulltrúi ls- lands á fundinum var Óiafur Jðhannesson viðskiptaráðherra, en með honum sátu fundinn Þðr- hallur Asgeirsson ráðuneytis- stjðri, Haraldur Kröyer, fastafull- trúi lslands hjá EFTA, og Korne- Ifus Sigmundsson varafasta- fulltrúi. í sambandi við fundinn gafst tækifæri til þess að ræða við full- trúa Portúgals um viðskipti Is- lands og Portúgals, en þau eru eins og kunnugt er mjög mikil- væg fyrir Island. Af hálfu Portúgala var lögð mikil áherzla á að tslendingar ykju kaup sín á vörum frá Portúgal. Þá var á fundinum mikið rætt um efna- hagserfiðleika Portúgala og að- stoð hinna EFTA-ríkjanna við það. Iðnþróunarsjóður fyrir Portúgal var stofnaður og hefur hann nú veitt fyrsta lán sitt. Einstök ríki hafa einnig veitt margvíslega efnahags- og tækni- aðstoð. Ráðherrarnir ræddu m.a. um ástand efnahags- og viðskipta- „Reykjavík Ensemble” í tónleikaferð „REYKJAVlK Ensemble“ fer f tónleikaferð til Sauðárkróks og Siglufjarðar um helgana, að þvi er segir f frétt frá Sauðárkróki. Á morgun, laugardag, verða tónleik- ar I Siglufirði, en á sunnudag, 21. nóv., á Sauðárkróki, kl. 3 I Safna- húsinu. Á efnisskrá eru verk eftir Haydn, Mozart og Reicha. Þátttak- endur í þessari ferð eru Guðný Guðmundsdóttir, Ásdls Þ. Stross, Deirdre Herman, Nana D. Flyer, Manuela Wiesler og Sigurður Snorrason. ______ Sýning á vatnslita- myndum frá 16. öld mála í heiminum. Komu fram áhyggjur yfir því, að hin hag- stæða þróun efnahagslifsins I hin- um stærri rlkjum hefði stöðvast I bili, og töldu ráðherrarnir vafa- samt, að hagvöxtur myndi aukast aftur á næstunni nema til kæmu sérstakar ráðstafanir, einkum I stærstu iðnaðarrfkjunum, til þess að örva eftirspurn og fjárfestingu og draga úr atvinnuleysinu. Með viðeigandi aðgerðum hefur sum- um EFTA-rlkjunum tekist að stemma stigu fyrir atvinnuleysi, enda þótt það hafi sums staðar haft I för með sér óhagstæðan greiðslujöfnuð við útlönd. Ahersla var lögð á mikilvægi þess að halda verðbólgunni I skef jum. Ráðherrafundurinn fjallaði um samstarfið innan EFTA og fram- tíðarhlutverk samtakanna. I þvf sambandi var ákveðið að efna til sérstaks fundar Ráðgjafanefndar EFTA, ásamt fulltrúum frá ríkis- stjórnunum, til að ræða um áframhaldandi efnahagssamstarf I Evrópu. Ráðgjafanefndina skipa fulltrúar frá ýmsum samtökum atvinnullfsins. Af Islands hálfu eru I nefndinni fulltrúar frá Alþýðusambandi Islands, Félagi fsl. iðnrekenda, Sambandi isl. samvinnufélaga, Verslunarráði Islands og Vinnuveitendasam- bandi Islands. Ákveðið er, að fundur Ráðgjafanefndarinnar verði haldinn I Stokkhólmi, 14. og 15. febrúar 1977. Út er komin fyrsta hljómplata Diabolus In Musica og ber hún nafnið „Hanastél“. Eins og nafn plötunnar gefur til kynna fjallar efni hennar um Hana- stél. Segir I upphafi frá þegar undirbúningur Hanastélsins hefst. Og menn eru gerðir út af örkinni til þess að útvega veislumatinn, önd sem á sér einskis ills von „er ein á polli og hyggst lifa lengur". Hanastél Diabolus in Musica Tónlist Diabolus In Musica hefur verið nefnd léttdjössuð kammermúsfk, en þau hafa öll stundað nám i hljóðfæraleik eða söng. Þeim til aðstoðar eru tveir kunnir tónlistarmenn, þeir Reynir Sigurðsson sem leikur á vlbrafón og trommu- sett og Björn R. Einarsson sem leikur á básúnu. Utgefandi „Hanastéls" er Steinar hf. Platan var hljóðrit- uð I Hljóðrita hf. I Hafnarfirði. Hljóðstjóri var Jónas R. Jóns- son er stjórn upptöku önnuðust Diabolus In Musica. MENNINGARSTOFNUN Banda- rfkjanna opnar á mánudag, 22. nóvember, sýningu á endurprent- unum vatnslitamynda brezka listamannsins John White. Jafn- framt er þetta sfðasta myndlistar- sýning á þessu ári sem er 200 ára afmæli bandarfsku byltingarinn- ar. White var meðlimur fyrsta leið- angurs til Roanoke f Virginfu árið 1585, en hann var gerður út af Sir Walter Raleigh til fyrstu brezku nýlendunnar I hinum nýja heimi. Þessar vatnslitamyndir eru hinar fyrstu sem vitað er til að hafi varðveitzt af amerfskum indáán- um. Sýningin stendur til 10. des- ember og er opin frá 9:30—17:30 mánudaga til föstudaga og frá kl. 14:00 til 18:00 á sunnudögum. Sýning Þorvalds á Loftinu fram- lengd um viku vegna mikillar aðsóknar VEGNA mikillar aðsóknar og fjölda áskorana fólks, hefur veriö ákveðið að framlengja sýningu Þorvalds Skúlasonar listmálara, sem nú stendur yfir á Loftinu við Skólavörðustíg. Verður sýningin framlengd til laugardagsins 27. nóvember. Hún er opin á verzlunartfma, en auk þess verð- ur hún opin milli klukkan 2 og 6 á laugardaginn. Sem fyrr segir hef- ur aðsókn verið mjög góð og hafa 20 myndir selst. ■ ■ 'F' ’•* <■ f immm Í É’ífS XV XjlJV. J, \ íJlXJ íII/JV LAUGAVEGI20 AUGLÝSIR: FÖT MEÐ VESTI — SNIÐ „MILANO OG SAVILL" EFNI: „WEST OF ENGLAND" 100% ULL OG CAVALIRY TWILL" TERYLENE & ULL. A • ULLARKVENJAKKAR M/ HETTU Q KÁPUR □ NYLON STUTTJAKKAR FÓÐRAÐIR □ DÖMUPEYSUR « FÖLDUMBUXUR MEÐAN BEÐIÐER. TÍ7KUVFR7I UN IJNfiA FÓI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.