Morgunblaðið - 19.11.1976, Side 23

Morgunblaðið - 19.11.1976, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1976 23 Unita-árásir frá Namibíu? Lusaka, 18. nóvember. AP SWAPO, hreyfingin sem berst fyrir sjðlfstæði Suðvestur-Afrfku (Namibfu) sakaði Suður- Afrfkustjórn f dag um að leyfa skæruiiðum angólsku hreyfingar- innar Unita að koma sér upp bækistöð f Grootfontein f norður- hluta landsins og nota hana til árása inn f Angola. Varaforseti ASAPO, Misheki Muyongo, sagði í viðtali í Lusaka í Zambfu að milli fimm og átta þúsund skæruliðar Unita væru f bækistöðinni í Grootfontein og að Suður-Afríkustjórn sæi þeim fyrir vopnum. Suður- Afríkustjórn hefur neitað þvf að hafa útvegað Unita vopn. Myongo sagði að SWAPO hefði ekkert á móti Unita en ef skæru- liðar Unita hindruðu baráttu SWAPO yrði ekki komizt hjá átökum. Hann kvað SWAPO alltaf hafa neitað að hafa sam- vinnu við „leppa" Suður- Afrfkumanna. Sharon stofnar stjórnmálaflokk Tel Aviv 17. nóv. NTB. ARIEL Sharon, hin umdeilda fsraelska strfðshetja, upplýsti á blaðamannafundi f Tel Aviv f gærkvöldi, að hann ætlaði að Loðnu- met í Noregi Bodö, 18. nóvember. NTB. METAFLI fékkst á sumar- loðnuvertfð Norðmanna sem er að verða lokið. Fram til þessa hafa veiðzt um 7.2 milljónir hektólftra og fiski- menn hafa fengið um 300 milljónir norskra króna f sinn hlut. Meðalhlutur er um 150.000 norskar krónur. Á loðnuvertfðinni f vetur fékkst einnig metafli eða 12,5 milljónir hektólftra. Næsta vetrarvertfð hefst eftir um tvo mánuði, og haffræðingar segja að veiða megi um 18 milljónir hektólftra. Aflahæsti báturinn á sumar- vertfðinni er Trönderbas með 148.000 hektólftra en Bömmclöy hefur fengið 138.000 hektólftra og er enn að veiðum ásamt um sex öðrum bátum. Bömmelöy getur þvf komizt upp fyrir Trönderbas og hefur auk þess fengið mestan afla f einu kasti eða 15.000 hektóiftra. stofna nýjan stjórnmálaflokk og freista þess að verða forsætisráð- herra eftir kosningarnar f land- inu á næsta ári. Hann sagðist vera reiðubúinn að setjast að samningaborðinu með fulltrúum PLO ef það yrði nauðsynlegt til tryggingar friði f Miðausturlönd- Sharon hefur verið þingmaður í Knesset og um tíma var hann sérstakur ráðgjafi Rabins forsætisráðherra. I styrjöldinni 1973 stjórnaði hann herliðinu sem barðist við Egypta við Súezskurð- inn. Eftir að hann rauf sambandið við Rabin var búizt við að hann myndi styðja hægristjórnarand- stöðuna f kosningunum, en hann sagði á blaðamannafundinum að stjórnarandstaðán væri jafn óábyrg og stjórnin sjálf. Sýrlenzkur skriðdreki af sovézku gerðinni T-54 við friðargæzlustörf hjá múhameðsku bænahúsi f miðborg Beirút. Mikill viðbúnaður við Intercontinental hótel Amman, 18. nóvember. Reuter. MIKILL viðbúnaður var í dag umhverfis Inter- continentai-hótelið f Amm- an þar sem þrfr palestfnsk- ir skæruliðar sem vildu mótmæla fhlutun Sýrlend- inga f Lfbanon féllu f bar- daga við jórdanska her- menn. Ródesíuráðstefnu ljúki 20. desember Carter skipar blaða- fulltrúa Plains, Georgia 17. nóv. Reuter. JIMMY Carter, nýkjörinn forseti Bandarfkjanna, hefur tilnefnt f gær Jody Powell, sem er 33 ára og hefur um langa hrfð verið náinn samstarfsmaður Carters, sem blaðafulltrúa sinn, þegar hann flytur inn f Hvfta húsið og tekur þar við forsetaembætti. Þetta er fyrsta útnefning Cart- ers sfðan hann var kosinn. Powell er fæddur á búgarði f grennd við bernskuheimili Carters í Plains. Hann hefur verið einn helzti tengiliður Carters við fjölmiðla meðan á kosningabaráttunni hef- ur staðið. Powell hefur unnið með Carter sfðustu sex ár og var hann f þann veginn að ljúka doktors- prófi, en hætti við það af ótiltekn- um ástæðum. Genf 18. nóvember. Reuter. BRETAR reyndu að ná Genfarráðstefnunni um framtfð fyrrverandi nýlendu sinnar Ródesfu úr sjálfheldu f dag með þvf að leggja fram tillögu um lokadag ráðstefnunnar og að ftreka tillögu sfna um að landið fái löglegt sjálfstæði 1. mars 1978. Forseti ráðstefnunnar, Bret- inn Ivor Richard, lagði þessar til- lögur fram á fundi með Jeshua Nkomo og Robert Mugabe, sem eru tveir af fjórum leiðtogum blökkumanna og sendinefnd hvftra Ródesfubúa, en leiðtogi hennar er Peter van der Byl utan- rfkisráðherra. Lagði Richard fram skjal, þar sem segir samkvæmt áreiðanleg- um heimildum „ég hef ... ákveðið að skipuleggja það starf, sem eftir er á ráðstefnunni þannig að því geti verið lokið 20 desember, 1976“. „Það er ákveðin skoðun brezku stjórnarinnar að sjálfstæði skuli vera dagsett eins og segir I yfir- lýsingu minni frá 15. nóvember, ekki síðar en 1. mars 1978,“ segir f skjalinu. Ekki er ljóst hvort að þetta muni koma skriði á viðræðurnar um það hvort Ródesía skuli verða lýst sjálfstætt ríki undir nafninu Zimbawe. Nkomo og Mugabe hafa fram til þessa ekki viljað ræða önnur mál fyrr en ákveðið hefur verið hvaða dag sjálfstæði verði lýst yfir. Þeir hafa lagt til að 1, desember 1977 verði sjálfstæðis- dagur, en til vara 1. mars ef ljóst verður að undirbúningur taki lengur en 12 mánuði. Richard hefur látið i ljós það álit að undirbúningur að sjálf- stæði muni taka 15 mánuði en ekkert sé þvi þó til fyrirstöðu að sjálfstæði verði lýst innan 12 mánaða ef hægt verður að flýta undirbúningi. Jórdaníustjórn hefur sakað trak um að hafa skipulagt árásina og þjálfað hryðjuverkamennina. Jórdanskur embættismaður sagði að árásin hefði verið verk skæru- liðasamtakanna Svarti júni sem réðust einnig á Semiramis-hótelið í Damaskus 26. september. Sýrlendingar sökuðu þá einnig Irak um að standa á bak við árás- ina sem kostaði f jóra gisla og einn hryðjuverkamann lifið. Þrir hryðjuverkamenn sem lifðu af ár- ásina voru hengdir daginn eftir I miðborg Damaskus. Starfsemi Intercontinental- hótelsins færðist í eðlilegt horf i dag. öryggisverðir stóðu við inn- ganginn og skoðuðu skilriki og farangur allra gesta. Tveir Jórdanlumenn sem féllu I bardaganum I gær voru jarðsettir með viðhöfn I heimabæjum slnum I dag. Tveir aðrir sem biðu bana voru starfsmenn hótelsans. Fjórði hryðjuverkamaðurinn, Khairi Tawfik Khalil Omayer, særðist illa. Samkvæmt opinberri tilkynningu játaði hann við yfir- heyrslu að írak þjálfaði menn til að vinna skemmdarverk I öðrum Arabalöndum. Palestinumenn I Beirút segja að foringi Svarta júní sé Abu Nidal sem hafi verið rekinn úr A1 Fatah og tilgangur samtakanna sé að standa fyrir hryðjuverkum og skemmdarverkum I Arabalöndum sem vilja semja við Israel. Nafnið Svarti júnl er valið til að sýna reiði vegna innrásar Sýrlendinga i Llbanon I júni sl. Arásarmennirnir I Amman kröfðust þess að Jórdanlustjórn taki afstöðu gegn Riyadh-áætlun Arabaleiðtoga um frið I Llbanon. Irak lagðist eitt landa gegn áætl- uninni. Nokkrir enn í haldi í Chile ERLENT Santiago, 18. nóvember. AP. FJÓRIR þeirra 133 pólitfsku fanga sem átti að láta lausa f Chile I gær eru enn I haldi fyrir venjulega glæpi að þvf er tals- maður Chile-stjórnar skýrði frá f dag. Fleiri pólitfska fanga átti að láta lausa f dag. Tala þeirra hefur ekki verið gefinn upp enn tals- maður sagði að um 300 yrði sleppt á miðvikudag og fimmtudag. Sumir hafa verið I haldi sfðan i september 1973 þegar herinn Kínverjar sprengja öflugustu sprengjuna Peking, 18. nóvember. NTB. KlNVERJAR hafa sprengt nýja vetnis- sprengju, öflugustu sprengjuna sem þeir hafa sprengt sfðan kjarnorkutilraunir þeirra hófust, og frétta- stofan Nýja Kfna legg- ur áherzlu á að sprengjan efli varnir Kána. Þvf er haldið fram að aukin kjarnorkumáttur Kfnverja styrki stöðu þeirra gagnvart risa- veldunum og geri þeim kleift að gera að engu einokun þeirra á kjar- orkuvopnum. Tilraunin er talin gefa til kynna að nýju valdhafarnir f Kfna leggi á það mikla áherzlu að auka varnar- viðbúnað Kfnverja og efla herinn. Þetta er þriðja kjarnorkutilraun Kfnverja á skömmum tfma. Róttæku leiðtogarnir sem hafa verið hand- teknir hafa opinberlega verið sakaðir um að hafa spillt fyrir eflingu kfnverska hersins. Þeir beittu sér gegn þvf að hernum væri breytt f nýtfzkuher og gagn- rýndu einkum kjarn- orkutilraunir f þvf sam- bandi en lögðu áherzlu á kenningar Maos um alþýðuher. Sfðustu kjarnorkutil- raun Kfnverja hefur verið mótmælt f Hiroshima og Nagasaki. steypti Salvador Allende forseta af stóli. Fyrstu tvö árin eftir byltinguna skiptu pólitískir fang- ar þúsundum. Yfirvöld segja að aðeins 18 verði hafðir áfram I haldi, þar á meðal nokkrir kunnir vinstri- sinnar, án þess að þeir hafi verið ákærðir. Samkvæmt þriggja ára neyðarástandslögum geta öryggis- sveitir haft menn I haldi án dóms og laga I óákveðinn tíma ef fangarnir eru taldir hættulegir þjóðaröryggi. Stjórnarmálgagnið E1 Cornista segir I dag að sú ráðstöfun að sleppa pólitlskum föngum sanni að ráðstöfunin hafi verið gerð, án nokkurs þrýstings. Chilestjórn hefur verið gagnrýnd erlendis fyrir brot á mannréttindum. Meðal þeirra sem enn sitja I haldi er leiðtogi kommúnista- flokksins, Luis Corvalen. Stjórnin hefur boðizt til að sleppa honum ef Rússar sleppa andófsmannin- um Vladimir Bukovsky. Meðal þeirra sem hafa verið látnir lausir er Hernan Montealegre, lögfræðingur kirkjustofnunar sem hjálpar póli- tískum föngum. Hann var sakað- ur um að vera félagi I kommúnistaflokknum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.