Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1976 2 7
— Litasjónvarp
Sparar fjármuni og fyrirhöfn:
Kosið samtímis
til þings og
sveitarstjórna
RlKISSTJÖRNIN láti kanna, hvort ekki sé æskilegt, að regluiegar
kosningar til Alþingis og sveitarstjðrna fari fram samtfmis. Þetta
er meginefni tillögu til þingsályktunar, er Jðn Skaftason (F) hefur
flutt.
I greinargerð vekur Jón Skaftason athygli á þvl að slíkt fyrir-
komulag skerði á engan hátt þegnrétt hins almenna borgara. Hins
vegar spari það bæði fjármuni og tíma að haga málum á þennan
hátt. I greinargerð segir ennfremur:
Flm. er kunnugt um, að árið 1970 var í Svíþjóð tekið I lög það
ákvæði að kjósa samtimis til þjóðþings (riksdagen), landsþinga
(landsting) og sveitar- og bæjarstjórna (kommun). Þessi skipan
gekk í gildi um leið og einnar deildar kerfi var komið á í þjóðþing-
inu. Kjördagur þar er þriðji sunnudagur i september þriðja hvert
ár. Áður höfðu gilt svipuð ákvæði og hér, þ.e. að kjörtimabilið var
fjögur ár og kosningar annars vegar til þjóðþingsins og hins vegar
til landsþinga og sveitar- og bæjarstjórna voru aðskildar og fóru
ekki fram á sama ári.
Það er fullrar athygli vert fyrir Isiendinga — frá tæknilegu
sjónarmiði séð — að athuga, hvernig sænskir kjósendur fara að þvi
að kjósa. Ég nefni nokkur atrið:
1. Þar sem I raun er um þrennar ólikar kosningar að ræða, eru
kjörseðlarnir í mismunandi litum til aðgreiningar, þ.e. gulir
(riksdag), bláir (landsting) og hvitir (kommun).
2. Hér er þvi svo farið, að kjósandinn fær við kosningu afhentan
kjörseðil með nöfnum frambjóðenda allra flokka, og honum er síðan
ætlað að krossa við bókstaf þess lista, sem hann styður. I Sviþjóð eru
á hinn bóginn gefnir út sér kjörseðlar fyrir hvern þeirra flokka,
sem I framboði eru, og sjá flokkarnir um að senda þá til kjósenda
fyrir kosningar. Hver kjósandi fær þvi i hendur a.m.k. 15 kjörseðla
(5 flokkar x 3 kosningar) og fleiri þar sem fleiri flokkar en
núverandi þingflokkar bjóða fram. Auk þess geta þeir kjósendur,
sem þess óska, fengið eyðukjörseðla á kjörstað. Hafi kjósandi —
einhverra hluta vegna — ekki fengið I hendur kjörseðla þess flokks,
sem hann óskar að kjósa, þá er vaninn sá, að fulltrúar flokkanna
standa utan við kjörstað allan kosningadaginn og deila út kjörseðl-
um. Þar að auki liggja kjörseðlar frammi á kjörstað.
3. Á kjörstað fær kjósandinn bara I hendur þrjú umslög (eitt fyrir
hvern þeirra kjörseðla, sem hann tekur með sér i kjörklefann).
Siðan fer hann inn í sjálfan kjörklefann og stingur niður í umslagið
kjörseðli þess lokks, sem hann óskar að kjósa. Að síðustu afhendir
hann umslögin þrjú og um leið er merkt við á kjörskrá að við-
komandi hafi kosið. Á umsiagahornunum eru smágöt, þannig að
hægt er að sjá lit kjörseðlanna og fylgjast með þvi, að hver kjósandi
hafi aðeins kosið einu sinni í hverjum kosningum, svo og að sjá til
þess að hver kjörseðill lendi I réttum kjörkassa, þ.e. gulur i
þjóðþingskjörkassanum o.s. frv. Að sjálfsögðu gerir þetta
kjósandanum kleift að greiða mismunandi flokkum atkvæði i
kosningunum þremur, þannig að hann getur t.d. kosið miðflokkinn
til þings, jafnaðarmenn til landsþings og kommúnista til sveitar-
stjórnarstarfa.
Framhald af bls. 22
manna á miðum. Bann við
innflutningi litasjónvarpstækja
gæti og leitt til smygls, sem rændi
ríkissjóð og sjónvarp
innflutningstekjum sem og ið-
gjöldum. Sigurlaug taldi eðlilegt
að tolla litasjónvörp allnokkuð, til
að þeir, sem þau keyptu, flýttu
betur fyrir möguleikum hinna til
sjónvarpsmóttöku, er enn nytu
ekki þessa fjölmiðils.
Aftur úr grárri
forneskju.
Ellert B. Schram (S) þakkaði
stuðning Sigurlaugar en taldi
sjónarmið Jónasar komin aftur úr
grárri forneskju. Eðlilegt væri að
menn hefðu skiptar skoðanir um
ágæti sjónvarps, enda hefði það
bæði kosti og galla. En fólk á að
ráða því sjálft, hver og einn, hvort
það horfir á sjónvarp, hvaða dag-
skrárliði horft er á, hvort horft er
á svart-hvitt sjónvarp eða lit-
auðugra, eða yfirleitt hvern veg
það ver sínum tómstundum. Aðrir
kunna að telja sig til þess kjörna,
að segja fólki fyrir um, hvað það
má og má ekki um menningarlega
neyzlu eða í afþreyingu.
Innflutningstekjur
af svart-hvítu
Einar Ágústsson utanrikisráð-
herra sagðist hafa verið hvetjandi
stofnunar íslenzks sjónvarps á
sinni tíð, fyrst og fremst af þeim
sökum, að fyrir var í landinu sjón-
varp á hendi útlendra. Eftir að
hinu útlenzka sjónvarpi hefði
verið lokað fyrir Islendingum,
skipti hið íslenzka minna máli i
sínum augum. — Hinsvegar fæ ég
ekki séð hvers vegna sjónvarpið
getur ekki haft innflutnings-
tekjur af svart-hvitum sjónvörp-
um eins og litasjónvörpum.
(Jtsending í lit
kostar peninga.
Jónas Árnason (Abl) sagðist
vilja leiðrétta; íslenzka
sjónvarpið væri ekki plága i dag,
en gæti hins vegar orðið það, ef
við öpuðum allt eftir útlendum.
Hann sagðist myndu gjöra hvað
hann gæti til að koma í veg fyrir
veganna sé fullnægjandi, sem það
þó ekki er.
Viðhaldskostnaður þeirra vega,
sem lagt er á bundið slitlag, lækk-
ar, þrátt fyrir aukna umferð, sem
ætíð fylgir í kjölfar bættra vega,
en hin aukna umferð hefur aftur í
för með sér auknar tekjur í Vega-
sjóð og raunar ríkissjóð lfka. Sam-
kvæmt upplýsingum, sem ég hef
frá Sænsku vegagerðinni, er það
reynsla þeirra að viðhaldskostn-
aður malarvega með 1.000 bfla
umferð á dag sé nálægt helmingi
meiri en þeirra, sem lagðir hafa
verið olíumöl. Bifreiðaeigendur
eru einn fjölmennasti neytenda-
hópurinn f landinu. Þeir eru yfir
70 þúsund að tölu og geta þannig
boðið öllum landsmönnum í öku-
ferð, 3.4 íbúar eru um hverja
fólksbifreið. Það má því eins
segja að þessi neytendahópur sé
öll þjóðin vegna þess að allir nota
vegakerfið. Einhvern tima hefur
verið hlaupið til fyrir fámennari
þrýstihóp og orðið við kröfum um
úrbætur.
BYGGÐAÞRÖUN
í fjórða lagi má svo nefna, að
bættir vegir bjóða upp á auðveld-
ari samskipti milli landshluta, til
hagsbóta fyrir alit atvinnulíf í
landinu og byggðaþróun yfirleitt.
Með bættu samgöngukerfi er
dregið úr aðstöðumuninum milli
dreifbýlis og þéttbýlis. Leggja ber
mikla áherzlu á þessa félagslegu
þætti, sem tengdir eru bættu
vegakerfi.
Þcssi eru helstu rökin, sem við
færum fram í greinargerð með
tillögunni. Sjálfsagt vega þau mis-
jafnlega mikið, en sé litið á þau í
heild ættu þau að sannfæra alla
það. Jónas sagði að útsending i lit
kostaði peninga. Tollun litasjón-
varps gæti orðið til þess að hinir
ríku einir nytu. Hann endurtók að
þetta mál væri hégómaskapur og
fordild.
Ekki undir eðlilegum
kringumstæðum.
Karvel Pálmason (SFV) sagðist
ekki hafa móti innflutningi lita-
sjónvarpa undir eðlilegum
kringumstæðum. Nóg væri hins
vegar annað með gjaldeyri að
gjöra — þó þessi flóðgátt yrði
ekki opnuð. Keppa bæri hins
vegar að því :ð koma svart-hvítu
sjónvarpi til sjómanna á fiski-
miðum.
200 m.kr. af
60.000 m.kr.
Ellert Schram (S) sagði tillögu
sína miða að hóflegum
innflutningi. Gert væri ráð fyrir
u.þ.b. 2000 tækja árlegum inn-
flutningi, sem kostaði nálægt 200
m.kr. í gjaldeyri af um 60.000
milljóna gjaldeyriseyðslu okkar.
Þessi innflutningur gæti hins
vegar gefið 200—300 m. kr. —
tekjur á ári til að bæta dreifi-
kerfið og koma sjonvarpi til fólks,
sem ekki gætti þess kost i dag.
Litasjónvörp,
áfengi og hass.
Óiafur Þórðarson (F) sagði að
hvitt og svart væru litir.
Hann sæi ekki skaðsemi þess
að útsent sjónvarpsefni væri i
meira litaúrvali. Hóflegur inn-
flutningur litasjónvarpstækja
myndi flýta fyrir úrbótum í út-
sendingu og útvíkkun dreifi-
kerfis, með tekjuöflun í þær
framkvæmdir. Þær vörutegundir,
sem gæfu ríkissjóði (og eða
útvarpi) mest • í formi tolla,
innflutnings- og vörugjalds, sölu-
skatts og annarra eyðsluskatta
væru með slíkri sköttun háðai
vissum innflutningshömlum
Ólafur sagðist ekki sjá rökin fyrir
því að leyfa svo til frjálsan
almennan innflutning, þ.á m. á
áfengi og tóbaki, en setja þessa
einu vörutegund, litasjónvarp, á
bannlista með hassi og öðru slíku.
Hann sagði að margt af því sjón-
um hvílíkt nauðsynjamál er hér á
ferðinni.
Ástand vegakerfisins er vægast
sagt bágborið, viðhaid er aiis
ófullnægjandi og raunar óverj-
andi að kasta svo miklu fé á glæ
sem þyrfti, ef viðhald hinna fjöl-
farnari malarvega ætti að vera
svo, sem raunveruleg þörf er á.
LENGD VEGAKERFISINS —
VERKEFNIÐ SJÁLFT
Lerrgd þjóðvega er nú 8.485 km.
Auk þess teljast sýsiuvegir vera
3.208 km. Samtals eru því þessir
vegir 11.693 km. Heildarlengd
þeirra vega, sem falla myndu
undir tillöguna, er um 2.300 km.
Þar af eru nú með bundnu slitlagi
aðeins 160 km. Vegagerð ríkisins
telur, að vegakaflar, sem lítinn
undirbúning þurfi til þess að lagt
verði á þá bundið slitiag, séu um
830 km. Eftir standa þá um 1.300
km, sem þarfnast meiri eða minni
endurbyggingar, áður en lagt er á
þá slitiag. Þetta er stærð verkefn-
isins. Ef við föllumst á, að 10—15
ára framkvæmdatími sé hæfileg-
ur, þýðir það að leggja þarf slitlag
á 150—200 km árlega. Ymsum
kann að vaxa það i augum, þegar
haft er í huga, að við ætlum okkur
að framkvæma á einu ári jafnmik-
ið og við höfum gert til þessa i
lagningu slitlags. í því sambandi
legg ég áherslu á, að ekki er verið
að tala um framkvæmdir i sama
gæðaflokki. Við tölum um lagn-
ingu olíumalar, en ekki stein-
steypu eða malbik. Við töium um
að leggja slitlagið á vegina nánast
eins og þeir eru, ekki hina vönd-
uðu og dýru undirbyggingu, sem
við þekkjum til þessa. Á þessu er
varpsefni, sem keypt væri er-
lendis frá, væri i litum, og eðlilegt
að landsmenn fengju að njóta
þess sem slíks. Einnig væri auð-
veldara að selja unnið íslenzkt
efni út, ef í litum væri unnið.
Ríkisútvarpið öreigi
Stefán Jónsson (Abl) sagði m.a.
að fjárhagsstaða ríkisútvarps
væri slík að það væri i raun
öreigi. Hann sagði og útvarp
heyrðist ekki á viðunandi hátt i
heilum landshlutum. Hann
vitnaði til bónda, sem svo hefði
um sjónvarp talað, að hann
vonaði að sá „skítur" kæmi ekki í
sina sveit. Hann lagði til að tillag-
an um Htasjónvarp væri felld.
Afla mætti tekna til dreifikerfis
með öðrum hætti, sum sé með því
að hækka árlegt iðgjaid notenda í
þeim mæli, sem til fram-
kvæmdanna þyrfti. Hann sagði
það og álit erlendra kunnáttu-
manna, að dagskrá hefði hvergi
batnað við litaútsendingu.
Fólk á að hafa
valkosti — ekki
menningarlega
skömmtunarstjóra.
Halldór Blöndal (S) sagði það
ekki vansalaust, að sjónvarp
skyldi ekki þegar ná til allra
byggðra bóla á landinu sem og
fiskimiða okkar. Slikt væri sjálf-
sögð jafnréttiskrafa bænda og
sjómanna. Jafneðlilegt væri að
Alþingi hygði að því í alvöru,
hvern veg litasjónvarpi yrði
komið á i þágu allra landsmanna.
Hann sagði það stærilæti
Jónasar og Stefáns, sem hygðu sig
geta ofan frá skýrt og skammtað
„menningarlegt" viðurværi
almennings, sem og að vilja ráða
þvi í hvað þegnarnir verðu fjár-
munum sínum. Þetta minnti á til-
tekið stjórnarfar, sem ekki ætti
upp á pallborðið hjá íslendingum.
Sjálfkjörnir postular ættu ekki að
ráða yfir valkostum fólks, hvern
veg það eyðir tómstundum í fróð-
leik eða skemmtan, heldur ætti
hver að vera frjáls að vali eftir
smekk og áhugamálum. Halldór
sagði hina afturhaldssömu af-
stöðu þessara tveggja þingmanna
til litasjónvarps vera tima-
skekkju, sem ekki mætti hafa
áhrif á framvindu mála á Alþingi
Islendinga.
reginmunur að því er fjármagn
varðar og nýtingu þess.
Þeir vegir, sem hér um ræðir
eru hringvegurinn, sem er um
1.420 km, og svo hinir fjölfarnari
vegir út frá honum, til hinna
ýmsu þéttbýlisstaða á Iandinu. Á
þeim framkvæmdatíma, sem hér
er nefndur, 10—15 ár, myndi ef-
laust verða einhver breyting á
umferð, þannig að vegir, sem ekki
falla nú undir tillöguna, kæmu
inn á tímabilinu. Og endurbygg-
ing þeirra vega, sem eru krókóttir
og lágir, þannig að þeir teppast I
fyrstu snjóum, heldur að sjálf-
sögðu áfram, og myndi samþykkt
þessarar tillögu þar engin áhrif
hafa.
Þeir vegir, sem þegar er hægt
að leggja slitlag á, eru að sjálf-
sögðu í öllum landshlutum og við
gerum ráð fyrir I tillögunni, að
framkvæmdir verði einhverjar í
hverjum landshluta hvert ár og
eftir því, sem hagkvæmt myndi
teljast. Við leggjum áherslu á
þennan þátt tillögunnar til þess
að hver landshluti njóti að sínum
hluta hins bætta vegakerfis strax.
KOSTNAÐUR
Mjög erfitt er að áætla hver
kostnaður v-erður við allt þetta
verk, þar sem svo mjög er mis-
jafnt hve mikið þarf að lagfæra
þá rúmlega 1.300 km sem endur-
byggingar þurfa við. Hins vegar
ber að hafa í huga, að endurbygg-
ing þeirra vega hlýtur að eiga sér
stað á næstu árum, burt séð frá
því, hvort þessi tillaga verður
samþykkt eða ekki.
Þvf er ástæðulaust f sjálfu sér
að vera að velta því svo mjög fyrir
sér, hver undirbúningskostnaður-
inn er, við komumst einfaldlega
ekki hjá því að endurbyggja þá
vegi, sem veikastir eru.
Samkvæmt þeim tölum,. sem við
höfum handbærar má ætla að það
kosti um 5 milljónir kr. að leggja
olíumöl á hvern kilómetra í vegi,
sem aðeins þarf að jafna fyrir
útlagningu. Samkvæmt þvi yrði
kostnaður við lagningu olfumalar
á þá kafla, sem þegar eru nægi-
lega vel gerðir og eru, eins og
áður segir, um 830 km. um kr.
4.150.000.00 en árlegt meðaltal
f járhæða, sem til þessa yrði varið
er þá 750—1.000 milljónir, ef lagt
yrði slitlag á 150—200 km.
Slitlag, efni og vinna, á þá 2.140
km sem hér um ræðir, myndi þá
kosta rúma 10 milljarða króna.
Ég sagði áðan, að mjög erfitt
væri að gera sér grein fyrir end-
úrbyggingarkostnaði þeirra vega,
sem þarfnast verulegra lagfær-
inga. En til þess að nálgast eitt-
hvað þann kostnað má e.t.v. segja
að hver km. kosti þar 3svar til
fjórum sinnum meira, eða 15—20
milljónir og verkið allt þá 25—30
milljarða.
FJÁRMÖGNUN
1 tillögunni nefnum við þrjár
leiðir til að fjármagna fram-
kvæmdirnar, þ.e. árlegt fjármagn
úr Vegasjóði samkvæmt
vegaáætiun, innlenda eða erlenda
lántöku.
Fyrst er þá rétt að gera sér
grein fyrir, hverjar tekjur vega-
sjóðs eru og þá um leið hvernig
umferðin er skattlögð, þ.e. skatt-
heimta af bifreiðum og rekstrar-
vörum þeirra.
Árið 1975 var þessi skattheimta
kr. 7.489 milljarðar en af þeirri
upphæð fékk vegasjóður kr. 3.718
milljarða kr. Mismunur er kr.
3.771 milljarðar. Árið 1976 er
reiknað með að skattheimtan
verði 9.898 milljarðar en til vega-
sjóðs verði varið 4.714 milljörð-
um. Mismunur er kr. 5.184 millj-
arðar.
Árið 1977 má sjálfsagt áætla
skattheimtuna 12 milljarða en til
vegasjóðs samkvæmt fjárlaga-
frumvarpi eiga að fara 5.4 millj-
arðar. Mismunur 6.6 milljarðar.
Það skal tekið fram að sölu-
skatturinn er reiknaður með í
þessum tölum, enda er hann f
þessu tilfelli skattur á umferðina.
Mismunur skattheimtunnar og
þess, sem fer í vegasjóð á þessum
þremur árum er því um kr. 15.5
milljarðar og myndi sú upphæð
duga til að leggja slitlag á þrjú
þúsund km vega, sem engan sér-
stakan undirbúning þyrftu, áður
en lagt væri á þá slitlagið.
Hér hefur nú verið gerð grein
fyrir þeim tekjum, sem ríkissjóð-
ur hefur af umferðinni, þ.e. bif-
reiðum og rekstrarvörum þeirra.
Oft hefur sú krafa heyrst að þess-
ar tekjur allar eigi að renna til
vegaframkvæmda. Sjálfsagt er
það til of mikils mælst þar sem
eðlilegt verður að teljast að bif-
reiðaeigendur sem aðrir greiði
hluta af ýmsum útgjöldum sem til
er stofnað vegna þeirra. Má þar
nefna hluta af kostnaði við lög-
gæslu, svo eitthvað sé nefnt. Mín
skoðun er sú, að meðan vegakerf-
ið er svo bágborið, sem raun ver
vitni, eigi að verja til muna meiri
hluta af tekjum af umferðinni til
vegamála. Ef menn vilja halda
óbreyttum framkvæmdum á öðr-
um sviðum, verður að taka lán til
þeirra framkvæmda, ef skatt-
heimta er ekki möguleg.
Það má þvi segja með rökum að
lántaka sé í sjálfu sér óþörf til
þess að standa undir þeim fram-
kvæmdum, sem tillaga þessi gerir
ráð fyrir, ef Alþingi viðurkennir
nauðsynina á því að verja meiru
til vegabóta af því fé, sem ríkis-
sjóður fær af umferðinni. Geri
Alþingi það ekki, er um tvennt að
velja, hjakka í sama farinu og
Framhald á bls. 26
— Bundið slitlag
Framhald af bls. 22