Morgunblaðið - 19.11.1976, Síða 36

Morgunblaðið - 19.11.1976, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1976 Jón Brynjólfs- son — Minning I gær flutti ríkisútvarpið mér andlátsfregn gamals vinar og samstarfsmanns, Jóns Brynjólfs- sonar endurskoðanda. Ekki kom fregn sú með öllu á óvart, því að fyrir nokkru hafði Jón fengið aðkenningu af slagi. En eftir það áfall náði hann sér furðu fljótt og tók upp störf sín á ný. Var hann hinn hressasti og lét sem ekkert hefði I skorizt, er fundum okkar bar seinast saman fyrir nokkrum vikum. Berst tal okkar eins og oft áður að samstarfsárunum á Isafirði, er hann var þar skrifstofustjóri bæjarins og stundum settur bæjarstjóri, en ég bæjarfulltrúi og formaður verkalýðsfélagsins. Meðal margs annars skemmti- legs, sem við rifjuðum upp i sein- asta spjalli okkar, var atvik úr Bolungarvikurverkfallinu fræga, og við kölluðum alltaf „rótar- kassamálið“. — En af því hafði Jón Brynjólfsson, sem settur bæjarstjóri heillavænleg og afger- andi afskipti. Var það einkum spaugilega hliðin á málinu, sem við skemmtum okkur við að þessu sinni. Bolungarvíkurverkfallið var bæði hart og langvinnt. Verka- lýðsfélagið Baldur á Isafirði og Alþýðusamband Vestfjarða höfðu lýst yfir samúðarverkfalli með félaginu í Bolungarvik og meðal annars lagt afgreiðslubann á allar vörur til atvinnurekenda I Vík- inni. Voru höfð á þvíjströng varð- höld nætur og daga, að bannið væri ekki brótið. Nú bárust mér njósnir af því einn góðan veðurdag, að Jón Fannberg væri á leið I bæinn, og mundi ætlan hans að láta hart mæta hörðu og fá fógetaúrskurð fyrir afhendingu einhverra vöru- sendinga til Bolvfkinga. Þetta reyndist rétt vera, því að nokkru eftir miðdaginn sá ég frá vinnustað mínum hvar Óskar Borg lögfræðingur, sem þá var settur sýslumaður og bæjarfógeti, kom I hátíðlegri ,,prósessíu“ eftir Aðalstræti ásamt Jóni Fannbert og norðmanninum Axelson, sem þá var verzlunarstjóri fyrir Nathan & Olsen á tsafirði. En því var hann þar í för, að Nathan & Olsen hafði fengið bæjarbryggj- una á leigu hjá bænum með einkarétti til allrar afgreiðslu á vörum frá kaupstaðnum og til hans. Stefndi þessi skartbúna fylking sem leið lá, að vöru- geymsluhúsunum við Bæjar- bryggjuna. Var því ekki um að efast, að hverju stefndi. Samvinnufélag ísfirðinga var um þessar mundir langstærsti at- vinnurekandinn I bænum. Hafði félagið alla Neðsta- kaupstaðareignina á leigu og var þar á annað hundrað manns í vinnu. Hafði ég loforð margra vaskra manna á þessum vinnu- stað fyrir því, að hart skyldi við brugðið, ef til tíðinda drægi, og ég teldi liðsafla þörf, hvernig sem á stæði. Enda brást það ekki. Skömmu eftir að dyr vöruhúss- ins höfðu verið opnaðar, birtist maður í dyrunum með allstóran kassa á hjólbörum. Reyndist það vera rótarkassi (kaffibætir, sem þá var mikið notaður). Maður þessi, sem var úr Bolungarvik og i för með Jóni Fannberg, tók nú stefnu fram bæjarbryggjuna. Gekk ég þá i veg fyrir hann og spurði, hvert förinni væri heitið. Dró hann enga dul á, að kassinn ætti að fara til Bolungarvikur, og hefði sér verið falið að koma honum i bát, sem þar lægi við bryggjuna. Að fengnum þessum upplýsingum gerði ég manninum skiljanlegt, að afgreiðslubann væri á vörum til Bolungarvíkur, og væri hann að fremja verkfalls- brot með þessum starfa sínum. Bað ég hann þvi að snúa við og skila kassanum aftur þar, sem hann tók hann. Ekki lét hann að orðum mínum, en mun til ábyrgð- ar hafa vísað til sinna húsbænda. Hindraði ég þá för hans með því að standa fyrir börunum. Kom þá „prósessían" fagurbúna, þeir Fannberg, Óskar Borg og Axel- son, fljótt á vettvang, og kvaðst Óskar Borg hafa kveðið upp fógetaúrskurð í pakkhúsinu um afhendingu þessarar vöru, og væri þvi öllum óheimilt að hindra för þessa manns. Ef einhver gerð- ist til slíks, væri það mótþrói við lögregluna, og yrði hart á slíku tekið. Ut af þessu urðu allhvöss orðaskipti milli mín og hins til- komumikla og hátíðlega fógeta, en flutningurinn á rótarkassan- um gekk hægt og með töfum fram bryggjuna, þar til komið var á móts við bát þeirra Bolvíkinga. Aður en þóf þetta byrjaði, hafði ég sent hraðboða á Neðsta- kaupstaðarreiti, og vissi þvi ör- ugga liðsvon þaðan. Einnig hafði ég gert Jóni Brynjólfssyni, settum bæjarstjóra, orð um hvað fram færi á bæjarbryggjunni. Kom hann fljótt á vettvang, hafði með- ferðis samning bæjarstjórnar við Nathan & Olsen um einkarétt til vöruafgreiðslu um Bæjarbryggj- una, vitnaði til hans og beindi orðum sínum til Axelsons verzl- unarstjóra. Kvað hann bæjar- stjóra síst af öllu hafa framselt Nathan & Olsen rétt sinn til vöru- afgreiðslu um bryggjuna, til þess að hann yrði misnotaður til þátt- töku í grófu verkfallsbroti sem þessu. Væru þetta samningsrof og myndi varða uppsögn samnings, ef slikt endurtæki sig. Man ég ekki eftir andsvörum af áformun sinum að koma rótarkassanum I bátinn, þvi að nú laut sjálf fógeta- tignin að kassanum til að eiga að þvi hlut með eigin hendi að koma kassanum út af bryggjukantinum i bátinn. Við, Jón Brynjólfsson, og einhverjir fleiri, sem að höfðu safnast, stóðum þá framan við „þrætueplið" og töfðum útskipun. Skipti þá líka engum togum, að liðsveit vaskra verkamanna kom askvaðandi fram bryggjuna, vatt sér að kassanum, ýtti yfirvöldum og aðstoðarfólki þeirra mjúklega til hliðar, en hóf rótarkassanum hátt á loft og strunsaði syngjandi með hann upp í vörugeymsluhús við bryggjusporð. Var hann settur þar á sinn stað og slagbrandar reknir fyrir hurðir. — Eftir stóðu borðalögð yfirvöld, og bátur fór slyppur frá bryggju. — Og vist er, að það voru hljóðir og hógværir menn, sem héldu til bústaða sinna að rótarkassaævintýrinu af- stöðnu. Minnist ég þess ekki að oftar væri reynt að beita lögreglu- valdi I Bolungarvikurdeildinni. Þetta reyndist eftirminnileg lexía. Enda var alltaf eins og olíu væri hellt á eld ef reynt var að beita lögregluvaldi í vinnudeilum á þessum árum. Því fer fjarri, að þetta væru einustu afskipti Jóns Brynjólfs- sonar af verkalýðsmálum, árin, sem hann var á Isafirði. Hann fylgdist af lífi og sál með verka- lýðsbaráttunni i bliðu og stríðu, enda gekk þá á ýmsu, eins og eldra fólki, sem þá tima man, mun minnisstætt. Jón var verkamanns- sonur úr Reykjavik og gerðist strax á unglingaárum virkur Dagsbrúnarmaður. Hafði hann margs að minnast frá þeim árum. T.d. var hann í fremstu röð fylgis- manna Ólafs Friðrikssonar i þeirri ofstækisfullu pólitisku að- för, sem að honum var gerð árið 1921 út af rússneska drengnum, Nathan Friedmann. „Þetta var föðurlandsdrengur, sonur þekkts verkalýðsforingja, sem hvitliða- hersveitir höfðu liflátið." Og var það ætlun Ólafs að taka drenginn að sér og ala hann upp. En út af því urðu þau eftirmál, sem svo er lýst meðal annars í bókinni: Öldin okkar 1901—1930. Þar segir: „Hernaðarástand í Reykjavik út af rússneskum dreng. — Ólafur Friðriksson og fylgismenn hans sigra lögregluna eftir snarpan bardaga. — Fimmhundruð manna vopnuð varalögregla kvödd til starfa. „Dregið hefur til mikilla tíð- inda í Reykjavik út af dreng ein- um rússneskum, er þar var á veg- um Ólafs Friðrikssonar. Var piltinum visað úr landi sökum aughsjúkdóms, sem hann hefur. Ólafur vildi hins vegar ekki láta drenginn af hendi, og urðu marg- ir til að veita honum lið. Kom þar, að fylgismenn Ólafs börðust við lögregluna og höfðu sigur. Var þá boðið út fimmhundruð manna vopnaðri varalögreglu, sérstakur lögreglustjóri skipaður, og vopnaður lögregluvörður hafður dag og nótt um ýmsar þýðingar- miklar byggingar. Hinn setti lögreglustjóri stefndi sfðan miklu, vopnuðu liði, heim til Ólafs Friðrikssonar, lét hand- taka Ólaf og allmarga aðra og setja I varðhald." Þannig er upp- haf frásagnarinnar I '„Öldinni okkar,“ af þessum sögulegu at- burðum. Alls voru 28 verkamenn fangelsaðir, vegna stuðnings sfns við verkalýðsforingjann Ólaf Friðriksson I þessu máli. Meðal þeirra var Jón Brynjólfs- son. Kvað hann sig aldrei iðra þess að hafa tekið afstöðu með Ólafi I þessu viðkvæma tilffnn- ingamáli, sem hann var sannfærð- ur um, að rekið var af slíkri ein- dæma hörku og blindu ofstæki af stjórnarvöldum, af þvl einn af harðskeyttasti og áhrifarfkasti foringi verkamanna átti hlut að máli. Þannig var Jón Brynjólfsson, eins og ég kynntist honum. Hann var hversdagslega hæglátur og prúður maður og janframt einarð- ur. Þegar hann hafði sannfærst Moskva 17. nóv. AP: FERÐAMÁLARÁÐU- NEYTI Sovétríkjanna gaf út skýrslu um ferðir út- lendinga til landsins á ár- unum 1971—75 og segir þar, að 15 milljónir út- lendinga hafi komið til landsins á þessum árum og ellefu milljónir Sovéta hafi fariö í ferðalög til útlanda á sama tíma. Árið 1975 komu 1.6 milljónir TÍKKNESKI andófsmaðurinn Milan Huebl, sem átti meðal ann- ars sæti I miðstjórn kommúnista- flokksins á tfmum Dubceks, hætti hungurverkfalli sfnu I Ostrava- fangelsinu I dag að þvf er kona um, að málstaður hans væri rétt- lætisins megin, kenndi hjá honum engrar hálfvelgju, þó að nokkur áhætta fylgdi. Slikum liðsmönn- um er gott að treysta, þegar I harðbakka slær. Jón var samvizkusamur i öllum störfum sínum og mjög fær skrif- stofumaður. Mörg seinustu árin rak hann endurskoðunarskrif- stofu I Reykjavfk og annaðist bók- hald fyrir ýmsa einstaklinga, félög og fyrirtæki. Var það allt, að dómi fagmanna, vel og samvizku- samlega af hendi leyst. Meðal þeirra, sem hann hafði bókhalds umsjón fyrir langa hríð, var Alþýðusamband Islands. Þrátt fyrir mikinn pólitískan hita á stundum I þeim herbúðum, minn- ist ég þess aldrei, að nokkurrar tortryggni gætti varðandi bók- hald sambandsins, eða að nokkur legði til, að það starf yrði öðrum falið. Allir vissu, að því, sem Jón Brynjólfsson lagði nafn sitt við, mátti fulltreysta. Er mér tjáð, að daginn, sem Jón lézt, hafi hann komið á skrifstofu Alþýðusambandsins og skilað þar af sér endurskoðuðum reikning- um þess. Síðar mun leið hans hafa legið, niður I miðbæinn, og fáum klukkustundum slðar var hann örendur. Fór vel á því, að seinasta verk hans væri I þjónustu verka- lýðssamtakanna, því að þótt eyrarvinnan yrði ekki hans aðal- starf, heldur skrifstofuvinna, þá var hann samt að erfð og upplagi öllu, til hins síðasta, einlægur verkalýðssinni. Frá samstarfsárum okkar Jóns Brynjólfssonar á Isafirði á ég fjölda góðra minninga, og sama er að segja af samskiptum okkar öll- um eftir að til Reykjavlkur kom, þó að þá bæri fundum sjaldnar saman. Eftirlifandi konu Jóns, börnum hans og öðrum ástvinum, færi ég alúðarfyllstu samúðarkveðjur. ferðamanna frá „héimsvaldaríkj- um“ eins og það er orðað I skýrsl- unni og 2.1 milljón frá sósíalista- ríkjum. Tekið er fram, að 58 þús. ferðamenn hafí komið frá Bret- landi til Sovétríkjanna á síðasta ári og 30.500 Sovétar hafi brugðið sér þangað. Rösklega 117 þús. Vestur-Þjóðverjar heimsóttu Sovétrikin á árinu síðasta og 57.600 Sovétar fóru þangað. Spáð er 15% ferðamanna- aukningu I Sovétríkjunum á yfir- standandi ári. hans skýrði vestrænum frétta- mönnum frá f dag. Hungurverk- fallið stóð í sex daga og mun hann hafa orðið að láta af þvf af heilsu- farsástæðum. Hann var dæmdur i 6 og hálfs árs fangelsi árið 1972 fyrir aðild að mótmælaaðgerðum gegn al- mennum kosningum. En I hungurverkfallið fór hann vegna þess að tveimur börnum hans hef- ur hvað eftir annað verið neitað um leyfi til háskólanáms og þeim hefur einnig verið neitað um að fara til Vestur-Þýzkalands til að nema þar. t SIGURLÍNA TOBÍASDÓTTIR, frá Vegamótum, Akranesi, sem andaðist þriðjudaginn 16 nóvember verður jarðsett frá Akraneskirkju, laugardaginn 20 nóv. kl. 13. Fyrir hönd vandamanna, Þorbergur E. ÞórSarson. t Hjartkær eigmmaður minn ÞORLÁKUR SIGJÓNSSON Hverfisgötu 104 C andaðist að morgni 17 nóvember Fyrir hönd vina og vandamanna Ingibjorg Stefánsdóttir. t Útför móður okkar ÞÓRFINNU FINNSDÓTTUR, frá Bakka, Vestmannaeyjum, fer fram frá kirkju Fíladelfíusafnaðarins laugardaginn 20 nóv kl. 1 0.30 f h Jóhanna Helgadóttir, GuSrún Helgadóttir. Ástvaldur Helgason. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall mannsins mins og föður okkar GUNNARS PÉTURSSONAR. Olga Ásgeirsdóttir, Gunnar B. Gunnarsson, Ólafur Gunnarsson. Þökkum innilega móður okkar. t auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ODDNÝJAR HJARTARDÓTTUR, frá Teigi, Börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÁSTVALDARJÓNSSONAR Hvassaleiti 6. Vandamenn. Hannibal Valdimarsson. 15 millj. útlendinga til Sovét sl. 4 ár Huebl lýkur hungurverkfalli Prag 17. nóv. Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.