Morgunblaðið - 19.11.1976, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1976
39
Sjúkraliðafélag tslands heldur
hátfðlegt tfu ára afmæli sitt að
Hótel Sögu f kvöld, en félagið
var stofnað 21. nðvember 1966.
t tilefni þessa ræddi Morgun-
blaðið stuttlega við Ragnheiði
Guðmundsdóttur, lækni og
Ingibjörgu Agnars, núverandi
formann Sjúkraliðafélags
tslands.
Starf-
semi
Ingibjörg Agnars, formaSur Sjúkraliðafélags íslands, og
Ragnheiður Guðmundsdóttir læknir. Ijósm. Mbl. Rax.
sjúkrahúsa óhugs-
andi án sjúkraliða
Það var Ragnheiður
Guðmundsdóttir, sem upphaf-
lega kynnti starfsemi sjúkra-
liða hér á landi, en hún hafði
kynnzt starfsemi þeirra, er hún
var við nám I Bandaríkjunum
1962. Það sama ár skrifaði hún
grein í Morgunblaðið, nánar til-
tekið 28. október 1962. Bar sú
grein fyrirsögnina: Er þetta
leiðin til að ráða bót á
hjúkrunarkvennaskortinum?
„Ég held að alveg óhætt sé að
fullyrða nú tfu árum síðar, að
svo sé“, sagði Ragnheiður. Ingi-
björg Agnars, formaður félags-
ins, bætti því við, að það væri
samdóma álit allra er til
þekkja, að starfsemi sjúkra-
húsa væri óhugsandi án sjúkra-
liða. Svo veigamikið væri hlut-
verk þeirra innan hjúkrunar-
stéttarinnar. I fyrrnefndri
grein kynnti Ragnheiður
Guðmundsdóttir starf og nám
sjúkraliða. Sagði hún að þá
hefði á tslandi sem vfðar verið
gífurlegur skortur á hjúkrunar-
konum eða hjúkrunar-
fræðingum, eins og sú stétt
kallast nú. „Til að ráða bót á
þessum skorti f Bandaríkjun-’m
höfðu verið farnar ýmsar
leiðir," sagði Ragnheiður. „Ein
leiðin var sú að þjálfa fólk í
almennum hjúkrunarfræðum,
með þó styttri námstfma en
nám í venjulegum hjúkrunar-
skólum tekur og er þessi starfs-
grein í Bandaríkjunum köiluð
„practical nurses“, sem hér á
tslandi hlaut svo nafnið sjúkra-
liðar.“ Ragnheiður lagði jafn-
framt til í grein sinni um
sjúkraliða að slík stétt
hjúkrunarfólks yrði menntuð á
tslandi. „Um þetta leyti var
Borgarspftalinn f smfðum og
verið var að byggja við bæði
Landakots- og Landspftalann
— segir formað-
ur Sjúkraliða-
félags Islands
og svo og voru sjúkrahús í
smíðum víðsvegar um landið,"
heldur Ragnheiður áfram. „Af
þessu var augljóst að skortur
hjúkrunarkvenna yrði enn til-
finnanlegri og því bráðnauð-
synlegt að finna einhverja
lausn á vandanum og fannst
mér þessi liggja beinust við.
Taldi ég Rauða kross tslands
þann aðila er lfklegastur væri
til að hrinda þessu f fram-
kvæmd.“ Á stjórnarfundi
Rauða krossins í október, 1962
kynnti hún starf sjúkraliðanna
og í febrúar 1963 kom Ragn-
heiður siðan með ákveðnar til-
lögur um að menntun sjúkra-
liða yrði sett á laggirnar.
A vegum Rauða krossins
hafði einu sinni verið rekinn
forskóli fyrir hjúkrunarkonur.
Árið 1964 var lagt fram
stjórnarfrumvarp um nám og
störf sjúkraliða. Frumvarpi til
hjúkrunarlaga var sfðan breytt
1965 og kom starf sjúkraliða þá
inn f áttundu grein fyrrnefndra
laga. Sjúkraliðafélag Islands
var sfðan stofnað f nóvember
1966 eins og fyrr var getið.
„Landakotsspítalinn varð
fyrstur til að sækja um að fá að
mennta sjúkraliða á sfnum
vegum og hófst kennsla þar 1.
október 1965,“ sagði Ragn-
heiður. Ásamt príorinnunni á
Landakoti, systur Hildegardis,
og Guðrúnu Margeirsdóttur sá
Ragnheiður um alla skipu-
lagningu sjúkraliðanámsins
þar. „Á Landakotsspítala
kenndi ég allar almennar
kennslugreinar f samfellt sjö ár
og hafði mikla ánægju af því,“
sagði Ragnheiður ennfremur.
„Kennslan var að mestu leyti
byggð upp á bandarísku fyrir-
myndinni. Námstími var átta
mánuðir og inntökuskilyrðin
skyldunám."
Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri hóf kennslu fyrir
sjúkraliða í septembermánuði
1965. Ingibjörg R. Magnús-
dóttir, þáverandi forstöðukona
sjúkrahússins, sá um alla skipu-
lagningu námsins þar, en hún
kynntist starfsemi sjúkraliða,
þegar hún var við nám í Dan-
mörku. I grein, sem Ingibjörg
R. Magnúsdótir hefur ritað
fyrir Sjúkraliðafélag Islands,
segir hún að það hafi verið eitt
af sfnum fyrstu verkum, þegar
hún hóf störf sem deildarstjóri
í heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu, að endurskoða
reglugerðina um nám sjúkra-
liða. 1 desemberlok 1971 leit
svo ný reglugerð þvf
viðvíkjandi dagsins ljós. Aðal-
breytingarnar frá þeirri fyrri
voru þær, að námið var lengt
um fjóra mánuði og skyldi
stundum fjölgað upp i 208.
„Haustið 1975 var Sjúkraliða-
skóli Islands stofnaður," sagði
Ingibjörg Agnars, formaður
félagsins. „Voru þá samfara
nýrri reglugerð um nám og
störf sjúkraliða sett ný inntöku-
skilyrði, en flestum höfðu þótt
hin fyrri ófullnægjandi. I stað
skyldunámsins áður var nú
krafizt 5. bekkjar gagnfræða-
skóla á hjúkrunarkjörsviði eða
1. bekkjar fjölbrautaskóla. Það
má geta þess,“ sagði Ingibjörg,
að þegar störf sjúkraliða voru
kynnt upphaflega, var sagt að
þau væru aðallega fólgin i því
að létta störf lækna og
hjúkrunarkvenna og vinna
undir þeirra eftirliti, sem er
rétt. En þróunin, sem sýnir f
sjálfu sér mikilvægi sjúkraliða,
hefur leitt til sífellt meira og
nánara samstarfs milli allra
þessara aðila. Á þeim tíu árum,
sem nú eru liðin frá stofnun
Sjúkraliðafélags tslands, hafa
sjúkrahús hér á landi braut-
skráð samtals 939 sjúkraliða og
af þeim eru um sex hundruð f
starfi. Auk þess hefur heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neytið veitt átján sjúkraliðum
sem stundað hafa nám erlendis,
leyfi til þessa starfs hér.
Þær Ingibjörg og Ragnheiður
voru báðar sammála um það f
lokin, að fjöldi starfandi
sjúkraliða á Islandi sýndi
glögglega mikilvægi stéttar-
innar meðal hjúkrunarfólks.
Og sú staðreynd, að starfsemi
sjúkrahúsanna væri óhugsandi
án framlags sjúkraliða, bæri
þess bezt vitni að hafizt var
handa um menntun þeirra f
tæka tfð.
Grein Ragnheiðar Guömundsdóttur I MorgunblaSinu 28.
nóv. 1962.
Prentarar mótmæla frum-
varpi um nýja vinnulöggjöf
FUNDUR f fulltrúaráði Hins fsl.
prentarafélags mótmælir frum-
varpi til laga um nýja vinnulög-
gjöf sem stjórnvöld áforma að
leiða f lög, segir f frétt frá félag-
inu.
Síðan segir: Frumvarpið er
samið samkvæmt einhliða óskum
og samþykktum Vinnuveitenda-
sambands Islands á tveimur sfð-
ustu ársfundum þess, og miðar að
þvi að skipa innri málum verka-
lýðshreyfingarinnar þannig að
frelsi þeirra verði skert á þann
veg sem einungis þekkist f lönd-
um þar sem verkalýðshreyfing er
leyfð aðeins að nafninu til.
Þá lýsir félagið sig fylgjandi
þeirri stefnu ASI að mótmæla öll-
um breytingum á vinnulöggjöf-
inni sem gerðar væru án vilja og
samþykkis verkalýðshreyfingar-
innar.
STAPI
Allir í Stapa
Munið nafnskirteinin.
Sætaferðir frá B.S.Í.
Stapi
STRIMLAGLUGGA TJÖLD
LUXAFLEX ERU:
Vönduðustu strimlagluggatjöldin.
Kynnið yður verð og gæði.
Gerum verðtilboð
yður að kostnaðariausu.
ÓLAFUR KR.SIGURÐSSON &Co.
SUÐURLANDSBRAUT 6 s: 83215