Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1976 3 Samþykki borgaryfirvöld skipulag háskólalóðarinnar, mun aðalbyggingin halda áfram að vera miðkjarninn. Alvar Aalto teiknaði nýja skipulagið á háskólalóðinni: Sami mið- k j arni og áður Stefán Sörenson, t.v., Guðlaugur Þorvaldsson rektor og Maggi Kjartansson arkitekt eru að sögn mjög hressir yfir nýja skipu- laginu. TILLÖGUR um skipulag háskólalððarinnar hafa nú litið dagsins Ijðs. Af því tilefni boð- aði rektor Háskóla tslands til blaðamannafundar, þar sem skýrt var frá hugmyndum skipulagsins bæði á teikning- um og á lfkani. Tillögur þessar voru einnig að sögn rektors, lagðar formlega fyrir skipu- lagsnefnd Reykjavíkurborgar á fundi I gær. Auk Guðlaugs Þor- valdssonar háskólarektors voru viðstaddir kynningu hins nýja skipulags þeir Maggi Kjartans- son arkitekt, ráðgjafi Hí I byggingarmálum, Halldór Guðjónsson, kennslustjóri háskólans, og Stefán Sörensen háskólaritari. Það er finnski arkitektinn Alvar Aalto, sem á heiðurinn af hinu nýja skipulagi, en Aalto lést sem kunnugt er síðastliðið vor. Alvar Aalto var, að sögn rektors, mjög kunnugur aðstæðum á háskólalóðinni, en hann teiknaði Norræna húsið á slnum tíma. Sagði rektor, að skipulagið miðaði allt að þvi að sami miðkjarninn héldist. Það er frumkjarni Háskólans, sem er aðalbyggingin, héldi áfram að vera það og við það væri framtíðarskipulagið miðað. I núverandi skipulagi er fullmik- ið ónotað svæði á milli bygginga á háskólalóðinni. Er þar helzt um að ræða, hina svo- kölluðu skeifu, sem er gras- svæðið fyrir framan aðal- bygginguna, og er hún alger- lega ónothæft útirými, opin fyr- ir veðri og vindum. I skipulagi Alvars Aalto, sem skýrir sig bezt á meðfylgjandi myndum, er gert fyrir að á áðurnefndri skeifu verði byggt við aðal- bygginguna — og verði I þeim byggingum kennslustofur fyrir húmanistisk fræði. Þessar byggingar koma til með að af- marka háskólalóðina frá um- ferðinni á Hringbraut. Hins vegar kemur fram á teikning- um að svæðið milli núverandi bygginga á háskólalóðinni, nægir ekki fyrir framtíðar- skipulagið, þannig að reynt verður að fullnýta svæðið norð- ur af aðalbyggingunni — mýrarnar, sem I framtiðinni verða aðalbyggingarsvæðið. Verður núverandi aðalgata um háskólalóðina færð niður að Umferðarmiðstöðinni. Þróunin miðar sem sé að þvi, að aðalbygging háskólans verði áfram i nánum tengslum við akademískar deildir sínar, rannsóknarstofur og nemend- ur. Þótt ekki sé gert ráð fyrir öllum deildum háskólans á háskólalóðinni. Til dæmis mun læknadeildin koma til með að verða á Landspítalalóðinni þeg- ar timar líða, að þvi er rektor sagði. Að frátöldu skipulagi háskólalóðarinnar, sem ekki kemur til með að nægja, er gert ráð fyrir byggingum vestan Suðurgötu, fáist leyfi borgar- yfirvalda. Sagði Maggi Kjartansson arkitekt, að með þvi að mynda áframhaldandi miðkjarna, væru öll umhverfissjónarmið höfð i heiðri og það hefði Aalto haft í huga. I teikningum Aalt- os kemur miðhverfið út sem einskonar öxull milli Háskólans og Norræna hússins. Gert er ráð fyrir fyrirlestrahúsi fyrir allt háskólahverfið á milli Nýja garðs og Norræna hússins. Einnig hugsanlega Náttúru- gripasafni, hægra megin við fyrirlestrahúsið. Aðalinn- keyrsla inn á háskólalóðina verður á milli trjáganga með- fram Félagsstofnuninni og Þjóðminjasafnsins. Við Suður- götu er gert ráð fyrir bilastæði Háskólans. I skipulaginu eru umhverfissjönarmið höfð i huga, t.d. með því að gangandi umferð er ekki gleymt og gert er ráð fyrir auðum svæðum með göngugötum einnig svæð- um fyrir trjárækt og útilista- verk. Þróunarskipulagið miðar að því að halda gamla miðkjarnan- um á sínum stað næstu áratug- ina. Fyrstu drög að skipulagi háskólalóðarinnar komu fram 1962, en stækkuð háskólalóð varð til fyrir gjafabréf Reykjavíkurborgar, árið 1961 Sagði rektor að mikil óvissa hefði ríkt um framtíðar- byggingar á háskólalóðinni og hvort leyfi féngist fyrir þeim. Af þvi tilefni hefði hann kynnt sér skipulag háskóla annars staðar á Norðurlöndum og rætt við marga frammámenn i þeim efnum, er hann heimsótti háskólana 1974. „Alvar Aalto var arkitekt á heimsmælikvarða," sagði rektor. „Með þessu skipulagi hefur hann undirstrikað hinn gamla, vinsæla miðkjarna. Það er brýn nauðsyn að stjórnsýsla háskólans sé i nánum tengslum við kennslu og rannsóknir. Verði þetta skipulag háskóla- lóðarinnar samþykkt, vonumst við til að fá færustu islenzka arkitekta og skipulagsfræðinga í lið með okkur, til að hrinda áætlununum I framkvæmd,“ sagði Guðlaugur Þorvaldsson háskólarektor að lokum. — HÞ Líkan af háskólalóðinni, eins og hún kemur til með að lfta út. MEÐ FERÐAMIÐSTÖÐINIMI Aðalstræti 9, símar 12940 og 11255 Seljum einnig farseöla meö öllum flugfélögum um allan heim á sérstaklega hagkvæmum fargjöldum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.