Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1976 17 mikla athygli á bókasýningunni í Frankfurt nýlega þegar kynnt var bók hans Die wunderbaren Jahre, gefin út af S. Fischer Verlag í Frankfurt. I bókinni eru stuttir prósaþættir, en áður hafa einungis komið út ljóð eftir Kunze. Þeir sem hafa áhuga á að lesa ljóð hans í íslenskri þýðingu skal bent á Þrep á sjóndeildar- hring, safn ljóðaþýðinga sem Helgafell hefur nýlega gefið út. Þar eru ellefu ljóð eftir Kunze, sum þeirra hafa áður birst í Les- bók Morgunblaðsins og I blaðinu sjálfu hefur oft verið sagt frá skáldinu. Frétst hefur að Kunze hafi nú verið vikið úr Rithöunda- sambandi Austur-Þýskalands og eru það slæm tíðindi vegna þess að hann hefur fengið að vera óáreittur um sinn. En félagar hans í Rithöfundasambandinu sem sumir hverjir ery háðir valdamönnum hafa löngum haft horn i siðu Kunzes. Fyrir fimm árum fór hið kunna skáld og fyrrum ritstjóri Sinn und Form, Peter Huchel (1903—) frá Austur-Þýskalandi. Kunze orti þá ljóðið Menntuð þjóð: Peter Huchel hefur yfirgefið Þýska aiþýðulýðveldid (frétt frá Frakklandi) Hann fór Blöðin gátu ekki um neinn missi Vinur Wolfs Biermanns, Robert Havemann prófessor, hefur kallað aðgerðirnar gegn Biermann pólitlskt veikleika- merki og ómannúðlegar. Have- mann er félagi i austur-þýska kommúnistaflokknum, en hefur oft verið harðorður i garð landa sinna i viðtölum v.ið blaðamenn vestan múrs og án þess að hann hafi verið látinn gjalda þess. Fleiri austur-þýsk skáld og menntamenn hafa fordæmt ákvörðunina um brottvísun Bier- manns sem eins og kunnugt er var tekin eftir ljóða- og söngdag- skrá hans I Köln fyrir nokkru. Ég býst við að ungt fólk sem dáir Biermann mjög, hann er þeirra Bob Dylan, muni sist af öllu sætta sig við að missa hann úr félags- skap sinum. Heima bíða lika kona og ungur sonur. En Neues Deutchland hefur lýst hann svik- ara og ég veit ekki hvort nokkur mannleg rödd getur hnekkt þeim dómi, jafnvel ekki þó hún komi úr munni manns eins og Heinrichs Böll. 1 söng sem Biermann söng I Köln og lýsir tveimur manneskjum í bát á kyrrum sumardegi á einu vatninu i Reiner Kunze Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON nágrenni Berlínar segir hann sögu sina einföldum orðum. Þetta ljóð hlýtur að vekja til um- hugsunar: Hvad verður um drauma okkar (þessu sundraða landi? Sárin gróa ekki undir óhreinum umbúðum. Og hvað verður um vini okkar? Og hvað verður um þig og mig? Helst vildi ég vera f jarri en þó helst af öllu hér. Það er freistandi á láta sér detta í hug að Biermann hafi gerst of djarfur i Köln þegar þess er gætt að hann hefur ekki fengið að syngja opinberiega i Austur- Þýskalandi siðan 1965. Arangur þess að hann fékk leyfi til söng- ieikahalds í Vestur-Þýskalandi er svipting ríkisborgararéttar i landi þar sem hann vildi þó helst dveljast i. Og nú má búast við enn meiri ofsóknum, réttarhöldum, fangelsunum. En hann hefur vakið fólk til umhugsunar um stöðu listamannsins austan við múrinn. Það eru engin ný tíðindi. Framhald á bls. 31 Litið inn hjá Steinunni í Hulduhólum Veggskjöldur úr keramik, gerSur fyr- ir kertaljós. Steinunn viS leirkerasmíSi i vinnu- stofu sinni. Geróu kröfur og pú velur Philishave Nýja Hleðsluvél með stillanlegri rakdýpt. Á einni hleðslu tryggir þessi Philishave 90- Super 12,þér rakstur í tvær vikur. Níu dýptarstillingar og ein þeirra hentar þér örugglega.Teljari sýnir hve oft vélin hefur verið notuð frá síðustu hleðslu. Bart- skeri og gormasnúra og i fallegri gjafaöskju (HP 1308) Philishave 90-Super' 12. Hraður og mjúkur rakstur, árangur 36 hnífa kerfisins. Rennileg vél sem fer vel i hendi. Bartskeri og gormasnúra og i fallegri gjafaöskj (HP 1126). Rafhlöðuvél. Tilvalin í ferðalög, í bátinn, bílnum, og hjólhýsinu. Viðurkenndir rakstrareiginleikar. Fórar rafhlöður, tryggja fjölmarga hraða og þægilega rakstra. í þægilegri ferðaöskju (HP 1207). Philishave — nafnið táknar heimsfrægt rakhnífakerfi. Þrjá hringlaga,fljótandi rakhausa. Þrisvar sinnum tólf fljótvirka hnífa.sem tryggja fljótan, þægilegan og snyrtilegan rakstur. Þrisvar sinnu nlutíu raufar, sem grípa bæði löngogstutt 1 í sömu stroku. Er ekki kominn tími til,aðþú tryggir þérsvo frábæra rakvél? Philishave 90-Super 12,hefur stillanlega rakdýpt, sem hentar hverri skeggrót. Vegnahinna nýju 36 hnifa, rakar hún hraðar og þægi- legar. Níu dýptarstillingar auka enn á þægindin. Bartskerinn er til snyrtingar á skeggtoppum og börtum. Þægilegur rofi og auðvitað gormasnúra. Vönduð gjafaaskja (HP1121). Nýja Philishave 90 -Super 12 Fhiiíps kann 3x 12 hnífa kerfið. tökin á tækninni. Fullkomin þjónusta tryggir yðar hag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.