Morgunblaðið - 23.11.1976, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1976
Samdóma álit í héradi og fyrir Hæstarétti:
Sterkar líkur á
því að skipinu
hafi verið sökkt
Rif jaðir upp málavextir og úrslit fyrir dómstólum
SAMANTEKT SS.
Leitað var umsagnar Siglingamála-
stofnunar ríkisins vegna sprengingar-
innar i Hamranesinu 18. júní 1972 og
kom álít stofnunarinnar fram í eftirfar-
andi bréfi til saksóknara ríkisins:
Með bréfi dagsettu 4. maí 1973 óskið
þér herra saksóknari, að athuguð verði
endurrit dómsrannsóknar ásamt fylgi-
skjölum, svo og rekstrar- og efnahags-
reikningar, dags. 4. desember s.l., allt
varðandi rannsókn á því er b/v Hamra-
nes sökk um 50 sm, suðvestur af Malar-
rifi hinn 18. júní s.l. og umsögn látin í té
um málið í heild og tillögur um frekari
meðferð þess.
Útilokað má telja, að skipið hafi sokkið
af völdum tundurdufls. Ræð ég þetta
einkum af framburði sprengjusérfræð-
inganna Helga Hallvarðssonar og
Rudólfs Axelssonar, ennfremur af lýs-
ingu Auðuns Auðunssonar skipstjóra, er
skip hans M/S Fylkir fórst sennilega af
völdum tundurdufls árið 1956.
1 dagbókarskýrslu skipstjórans á
Hamranesinu kemur greinilega fram til-
raun til að láta svo líta út, að um mikla
kröftugri sprenginu hafi verið að ræða
en raun ber vitni: „Kvað við mikil
sprenging svo að skipið hristist stafna á
milli. Gaus upp vatnssúla stjórnborðs-
megin við svelg. Var aflið svo mikið að
menn hentust til í kojum.“
Við nánari rannsókn kom í ljós, að
sprengingin var ekki kröftugri en svo, að
sumir skipverja, sem voru í kojum,
rumskuðu ekki, aðrir heyrðu skruðning
eða dynk, sem þeir ekki settu í samband
við neina sprengingu.
Reykur sá, sem myndaðirt i forlest
skipsins, bendir eindregið til að spreng-
ingin hafi átt sér stað í lestinni og að
sprengjan hafi ekki verið stór, þar sem
gatið, sm kom á skipið, var ekki stærra
en svo, að það hélzt á floti nálega 5
klukkustundir, enda þótt dæling hæfist
ekki fyrr en um þrem stundarfjórðung-
um eftir sprenginguna.
Að þessu athuguðu er vart hægt að
hugsa sér annað en að sprengju hafi
verið komið fyrir í iest skipsins.
Varla gat sprengingin komið fyrir á
hentugri stað eða tíma, miðað við það, að
því hafi verið sökkt viljandi.
Hamranesið var einskipa 50 sm frá
landi, á miklu dýpi og aðeins einn maður
á þilfari og enginn í lest og bezta veður.
Hitt er svo annað mál, að ekki verður
ráðið af rannsókninni með vissu, hver
eða hverjir hafa komið fyrir sprengju í
skipinu. Mögulegt er að þaó hafi skeð
áður en veiðiferðin hófst og þannig að
hún væri tilbúin til sprengingar, þegar
hentugt tækifæri gæfist.
Sé gengið út frá því að skipinu hafi
verið sökkt er vart hægt að hugsa sér að
það hafi verið gert i öðrum tilgangi en að
hagnast á því.
Nú skortir mig nauðsynlega þekkingu
á bókhaldi að ég treysti mér til að fjalla
um reksturs- og efnahagsreikninga þá,
sem fram koma í málinu, en vera má að
þeir geti gefið vísbendingu um það, hver
eða hverjir mættu hagnast á tapi skips-
ins og ef slikum aðilum væri til að
dreifa, sýnist mér að tilefni væri til að
rannsaka, hvort þeir gætu átt þátt í
málinu.
Viðbrögðbrögð skipstjóra
vart skiljanleg
Viðbrögð skipstjóra við atburðinn eru
vart skiljanleg hafi hann haft hug á að
skipinu yrði bjargað. Þrátt fyrir það, að
hann sér 3—4 feta sjó í forlestinni, þeg-
ar hann lítur ofan i hana rétt eftir
sprenginguna, er það hans fyrsta verk að
láta hífa inn trollið. Að þvi loknu, eða
um þrem stundarfjórðungum síðar, dett-
ur honum í hug að ræsa 1. vélstjóra og
fara að lensa og siðan hafa samband við
önnur skip.
Alvarlegasta yfirsjón hans tel ég vera
þá, að hann vanrækir að beiðast allrar
tiltækrar aðstoðar strax og honum var
ljóst hvilíkur leki var kominn að skip-
inu. Eðlilegast hefði verið að slík
hjálparbeiðni hefði verið send út á
neyðarbylgju, þannig að hún hefði
á svipstundu náð til flestra skipa inn-
lendra sem útlendra i nágrenninu auk
næstu strandstöðva.
Hugsanlegt er að hann hafi gerst brot-
legur við 42. gr. siglingalaganna með
hegðan sinni, tel ég þvi rétt að mál hans
verði látið ganga til dóms.
Einnig virðist hann hafa vanrækt að
láta skipshöfnina ganga i að bjarga per-
sónulegum eignum sinum, þar sem tími
virðist hafa verið nógur til þess og báta-
kostur nógur.
I. vélstjóri skýrir svo frá að honum
hafi verið ljóst í mörg ár, að sjór gat
runnið úr lestum í vélarúm. Nú á slikt
ekki að geta átt sér stað, þar sem þil milli
lestar og vélar á að vera vatnsþétt sam-
kvæmt reglum. Ef vitað hefði verið um
þennan óþéttleika, hefði skipið ekki
fengið haffærisskírteini.
Vélstjóri virðist hafa gerst brotlegur
við 47. gr. sjómannalaganna með því að
vanrækja að tilkynna skipstjóra um
þennan galla á skipinu, sýnist mér því
einnig að dómur ætti að fjalla um þetta
atriði.
Fylgisskjölin endursendast hér með og
skal tekió fram að dskj. nr 14 barst
okkur ekki, en það mun vera segulband.
F.h.siglingamálast jóra
Páll Ragnarsson (sign)
Ekki höfðað
opinbert refsimál
Ennfremur ritaði saksOknaraembættið
samgönguráðuneytinu bréf og óskaði
álits ráðuneytisins á málinu. Svarbréf
ráðuneytisins er dagsett 9. júli 1973 og
segir þar:
„Ráðuneytinu hefur borizt bréf yðar,
herra saksóknari, dagsett 15. júni s.I„
þar sem óskað er umsagnar ráðuneytis-
ins um dómsrannsókn á því, er bv.
Hamranes sökk um 50 sjómílur suðvest-
ur af Malarrifi, sunnudagskvöldið 18.
júní 1972.
Ráðuneytið telur ástæðu til, að mál
þetta verði lagt til úrlausnar dómstóla.
Fylgiskjölin endursendast.
F.h.r. e.u.
Kristinn Gunnarsson (sign).
Þrátt fyrir þá skoðun þessara tveggja
aðila, sem saksóknari leitar til, um að
rétt sé að málið verði lagt í dóm, tók
saksóknaraembættið þá ákvörðun að
ekki væri af ákæruvaldsins hálfu krafizt
frekari aðgerða, þ.e. ekki ætti að höfða
opinbert refsimál á hendur eiganda
skipsins. 1 bréfi til bæjarfógetaembætt-
isins i Hafnarfirði 27. nóvember 1973
segir saksóknaraembættið:
Eftir viðtöku bréfa yðar, herra bæjar-
fógeti, dagsettra 29. nóvember og 19.
desember s.l„ sem með fylgdi endurrit
dómsrannsókna, ásamt fylgiskjölum, út
af því er togarinn Hamranes RE 165
sökk um 50 sjómílur suðvestur af Hala-
rifi sunnudagskvöldið 18. júni 1972, og
að fengnum umsögnum siglingamála-
stjóra og samgönguráðuneytisins, dag-
settum 1. júni og 9. júli s.l., skal yður
tjáð, að af ákæruvaldsins hálfu er eigi,
að svo stöddu, krafist frekari aðgerða I
máli þessu, en komi hins vegar eitthvað
það fram, er teldist geta orðið til frekari
upplýsinga um afdrif skipsins og önnur
atvik i því sambandi er fyrir liggur nú í
málinu, ber að halda rannsókninni
áfram svo sem tilefni þætti þá gefast til.
F.h.s.
Bragi Steinarsson (sign).
Grunsamleg
samtöl
Eins og áður hefur verið rakið, voru
við réttarhöldin lagðar fram segulbands-
spólur af fjarskiptum milli Hamraness
og lands. Birtur hefur verið útdráttur úr
samtölum milli loftskeytamanns Hamra-
ness og loftskeytamanns i Gufunesi, eft-
ir að sprengingin varð í skipinu. Hér á
eftir verður birtur útdráttur ú samtölum
skipstjóra Hamraness og aðila í
landi, dagana fyrir atburðinn, en fram
kemur í dómsskjölum, að samtölin þóttu
æði grunsamleg. Fyrst birtist útdráttur
úr samtali Bjarna skipstjóra við Harald
Júliusson í landi:
Þriðjudagur 13/6 1972 kl. 12.03.
Skipstj. Hamraness við Harald í sima
92-6571.
„... ef að þið kæmuð um borð... og
afskrifa þetta drasl sko“
Haraldur: „Ha“.
Skipstj.: „Afskrifa bara þetta.“
Skipstj.: „Ef að þetta (damprörið við
spilið ) kemst ekki í lag i dag, þá held ég
bara áfram."
Haraldur: „Heyrðu, viltu þá nokkuð
vera að spá í þetta meira Bjarni og bara
drífa í þessu.“
Skipstj.: „Ha.“
Haraldur: „Viltu þá ekki bara drífa i
þessu helvíti?"
Skipstj.: „Ég sé til sko — ég er á
leíðinni hérna f áttina. En þið verðið þá
bara að ganga frá þessu i dag, þannig, að
það sé hægt að ganga í þetta á morgun,
ef að til kemur.“
Haraldur: „Það er nefnilegaþað."
Skipstj.: „Þannig að ég fái oliuna og
þið komið.“
Skipstj.: „Ef hann kemur ekki rörinu
saman — þá held ég bara áfram."
Haraldur: „Já, það er nefnilega það.“
Skipstj.: „Það gerir ekkert til þó að þið
gangið frá þessu, þó að verði ekkert úr
þvi — þú athugar það.“
Haraldur: „Nei, nei, þetta vantar
hvort eð er, — ég bara næ í þetta.“
Skipstj.: „Þá getur þú, ef að til kemur
komið með þetta vestur."
Föstudagur 16. júni ki. 17.37.
Skipstj. Hamranes reynir að ná til
Haralds, fyrst í sima 92-6572, en siðan
hjá H„ forráðamanni Vesturhúsa hf.
Skipstj. telur að Haraldur komi i sim-
ann, en það er H.
Skipstj. byrjar samtalið: „Halló
Haddi?“ „Er þetta ekki ákveðið?"
H. „Þetta er H.“
Skipstj.: „Nú“ — (virðist koma á
hann) „heyrðu sæll“. „Hefurðu nokkuð
talað við hann Hadda?“
H.: „Nei, hann hefur ekki komið siðan
í morgun. Hann var að búa sig vestur.“
Skipstj.: „Þetta er þá sem sagt ákveð-
ið?“
H.: ,Já.“
Skipstj.: „Jæja.“...
Skipstj.: „Hann kemur ekki um borð
er það?“
H.: „Ja — hann var búinn að útvega —
o ; ctí
Of BOMMJS s
iteatiL
FSMROOM
to X) 30 % 40 . 00 10 ao
Þverskurður af Ilamranesinu. Stóri krossinn sýnir lestina, þar sem sprengingin varð. Mestur reykur gaus upp um miðlúguna, sem merkt er á teikningunni með litlum krossi.