Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER 1976 19 Efling kirkju og kristni: Biskup heim að Hólum Stjórnarfrumvarp um biskupsem- bætti. Kirkjumálaráðherra óskar þess að málið verði borið undir kirkjuþing það er nú situr STUTTIR fundir voru í báðum deildum Alþingis í gær, raunar örstuttur í neðri deild, u.þ.b. fimm mfnútur. Tvö mál voru þar á dagskrá: frumvarp til laga um Iðntækni- stofnun tslands, sem var tekin út af dagskrá (vegna fjarveru flutningsmanns) og frumvarp til laga um op- inberar fjársafnanir, sem afgreitt var til nefndar og annarrar umræðu. Fjögur mál voru á dagskrá f efri deild, þar af tvö tekin út af dagskrá. Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um biskups- embætti, og verða umræður um það mál raktar hér á eftir, efnislega. Þá var frumvarp um dagvistunarheimili afgreitt til neðri deildar. SÖGULEGAROG MENNINGARLEGAR FORSENDUR Olafur Jóhannesson kirkju- málaráðherra mælti i gær fyrir stjórnarfrumvarpi um biskups- embætti hinnar Islenzku þjóð- kirkju, i efri deild Alþingis. Frumvarpið gerir ráð fyrir að biskupsdæmi hinnar islenzku þjóðkirkju skuli vera tvö: Hóla- biskupsdæmi (fyrir Norðurland og Austurland) og Skálholts- biskupsdæmi (fyrir Suðurland Vesturland og Vestfirði). Gert er ráð fyrir þvi að endurreisa biskupsstól heima að Hólum í Hjaltadal. Kirkjumálaráðherra færði söguleg, kirkjuleg og menn- ingarleg rök fyrir þessari skipan, um leið og hann rakti að nokkru bakgrunn málsins, m.a. fyrri frumvarpsflutning og umsögn kirkjunnar manna, sem verið hefði jákvæð. Ráðherra sagði efl- ingu kirkju og kristilegrar sið- fræði nauðsynlegt mótvægi við lausung og upplausn i þjóðlifinu. Minnti hann á þá menningar- strauma, frá hinum fornu biskupsstólum, út I þjóðlífið. Ráðherra bað nefnd þá, sem fengju málið til umsagnar, að leita samráðs við kirkjuþing það, er nú situr, i þessu máli. SIÐFERÐI 1 NÁND OG FJARLÆGÐ BISKUPS Stefán Jónsson (Abl) tjáði sig andvigan fruipvarpinu. Aðrar þarfir væru brýnni á Norðurlandi en sveitfesti biskups. Upplausn I mannlifi nyrðra væri síður en svo meiri en hér syðra, í nánd biskupsstóls, eða siðferði verra norðan heiða en hér tíðkaðist. Hann vildi a.m.k. fyrst sjá hlut- læga rannsókn á kristindómi norðan heiða og sunnan. Á sinni tíð hefði mikið gengið á að koma biskupi til Skálholts á ný, félags- stofnun og fleira af þvi tagi. Þeg- ar til kom hafi biskup heldur kos- ið að sitja i Reykjavik en í Skál- Jholti. Stefán sagði frumvarp þetta ótímabært, yfirborðskennt og al- vörulítið. Og eitthvað myndi breytingin kosta. YFIRSTÆÐ OG UNDIR- STÆÐ BISKUPSEMBÆTTI Bragi Sigurjónsson (A) sagðist IéÉ*# Á Stef&n Jónsson. Ólafur Jóhannesson. Bragi Sigurjónsson. Halldór Blöndal. Séð heim að Hólum f H jaltadal, hinu forna biskupssetri. persónulega andvígur frumvarp- inu. Hann sagðist enga þörf sjá á því að tveir biskupar sætu á Is- landi. Þar að auki væri hlutur norðanbiskups í frumvarpinu gerður lakari á ýmsan veg en sunnanbiskups. I stað hliðstæðna um biskupsembætti, væri annað hugsað yfirstætt, hitt undirstætt. Nefndi hann þar til fjármálalega yfirstjórn og það, hvor biskupinn ætti að koma fram út á við fyrir hönd kirkjunnar. Enn sagði Bragi að Hjaltadalur væri afdalur, sem litt hentaði sem stjórnarsetur, en öðru máli gegndi um Akureyri. Bragi sagði kostnað óhjákvæmi- lega samfara nýjum biskupsstól, og væri hann betur kominn í launabætur til presta. GAGNMERKTFRUMVARP SEM ALÞINGI VERÐUR AÐ TAKA AFSTÖÐU TIL Halldór Blöndal (S) þakkaði kirkjumálaráðherra gagnmerkt mál og góðan rökstuðning með því. Bæði söguleg og nútimaleg rök hnfga að þvi, að biskup sitji á Norðurlandi."Í(anna má nánar um dvalarstað hans nyrðra, en ég hygg þó, að vel fari á biskupssetri heima að Hólum, með menningar- leg og söguleg fortiðartengsl. Alþingi hefur verið alltof hik- andi að taka afstöðu í málefnum kirkjunnar. Má þar nefna til frumvarp um prestakjör. Ég legg áherzlu á að Alþingi taki form- lega afstöðu til þessa máls, láti það ekki daga uppi, heldur sam- þykki það eða felli, eftir því sem sannfæring þingmanna segir til um. Efnisatriði, sem færa má á betri veg, er sjálfsagt að skoða, t.d. varðandi jafnrétti biskupa. Vel gæti t.d. farið á því að sá biskupinn, sem hverju sinni er eldri í starfi, komi fram fyrir kirkjuna út á við. En aðalatriðið er þó að efla veg kirkjunnar og kristnihalds i landinu, sem ekki getur haft nema góð áhrif I þjóð- félaginu og þjóðlifinu. Afstaða Stefáns Jónssonar kemur mér hins vegar ekki á óvart í málefn- um kirkjunnar. En ég tel að ræða hans hafi verið ótímabær, óheppi- leg og alvörulítil, svo notuð séu hans eigin orð. Þingfréttir í stuttu máli Iðntæknistofnun tslands Magnús Kjartansson (Abl) endurflytur frumvarp til laga um Iðntæknistofnun íslands. Frumvarp þetta var áður flutt á 94. löggjafarþingi af iðnaðar- nefnd, skv. beiðni þáverandi iðnaðarráðherra, sem nú flytur það sem þingmaður, segir í greinargerð. Samkvæmt frum- varpinu skal ITSI vinna að tækniþróun íslenzks iðnaðar með þvi að veita iðnaðinum sem heild, einstökum greinum hans, sem og iðnfyrirtækjum, sérhæfða þjónustu á sviði tækni- og stjórnunarmála og stuðla að> hagkvæmri nýtingu íslenzkra auðlinda til iðnaðar. Stofnunin má einnig veita öðr- um aðilum þjónustu á sérsviði sinu. Til þess að gegna hlut- verki sinu skal stofnunin m.a. vinna að ráðgjöf og fræðslu, öflun og dreifingu upplýsinga, hagnýtum rannsóknum, til- raunum og prófunum, tækni- legu eftirliti og stöðlun. Frum- varp þetta er allviðamikið og i 21. grein. Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra hafði áður kunngjört, að frumvarp um svipað eða sama efni væri fullbúið í iðnað- arráðuneytinu. Kosningaaldur 18 ár Þingmenn Alþýðuflokksins hafa flutt tillögu til þingsálykt- unar um 18 ára kosningaaldur. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar, að gerð sé athugun á því, hvort ekki sé tímabært óg æskilegt að taa upp 18 ára kosningaaldur á Is- landi, og að jafnframt verði endurskoðað til samræmis við það aðrar aldurstakmarkanir laga á réttindum ungs fólks. Athuganir þessar skal gera 9 manna nefnd, kosin af Alþingi. Nefndinv kýs sér sjálf for- mann.“ Réttindi og skyldur hjóna Halldór Biöndal (S) hefur flutt frumvarp til laga um rétt- indi og skyldur hjóna, erfðir og hjúskapareign. I greinargerð segir: Frumvarp þetta var lagt fram á siðasta þingi, en hlaut ekki afgreiðslu. Fyrir þá sök, að Framhald á bls. 31 Þingmenn Alþýðuflokks: Eignarrád yfir landinu, gögnum þess og gæðum Frumvarp um nýja skipan eignarréttar á landi Bragi Sigurjónsson (A) og Jón A. Héðinsson (A) hafa flutt frum- varp til laga um eignarráð yfir landinu, gögnum þess og gæðum, svohljóðandi: 1. gr.— Landið allt með gögnum þess og gæðum og miðin umhverf- is það, svo sem viðtekin efnahags- og fiskveiðilögsaga hverju sinni greinir, er sameign þjóðar allrar, að svo miklu leyti sem ekki er öðruvisi ákveðið i lögum þessum (sbr. 3. gr. og 11. gr.) 2. gr.— Umráðaréttur eigna þessara er I höndum Alþingis, en það getur með sérstökum lögum veitt sveitarfélögum, félagssam- tökum og einstaklingum tiltekinn rétt til gagna og gæða lands og miða, enda fari það ekki I bága við hag almennings. 3. gr.— Þrátt fyrir 1. gr. laga þessara skal bændum frjálst, ef og meðan þeir svo kjósa, að eiga jarðir til eigin búrekstrar. Bú- jörðum skulu fylgja þau hlunn- indi, sem þeim hafa fylgt, ef ein- hver eru, og bændur hafa nýtt til bútekna, svo sem dúntekja, eggja- taka, selver og reki, þó ekki veiði- réttur í ám né vötnum, sbr. 5. gr. 4. gr.— Ríkinu skal skylt að kaupa bújarðir af bændum, ef þeir óska, og miðist kaupverð við gildandi gangverð jarða til bú- rekstrar milli bænda hverju sinni. Sömuleiðis skal ríkinu skylt að kaupa af bændum hús og ræktun á jörðum, sem fara úr byggð vegna óbyggis eða afbýlis, og skal i reglugerð setja nákvæm fyrir- mæli um það, hvernig slikar eign- ir skuli meta til verðs. 5. gr.— Ár og vötn eru sameign þjóðarinnar, svo sem önnur gögn og gæði landsins, þar með talinn virkjunarréttur og veiðiréttur. Frjálst er þó jarðeiganda að virkja fallvatn fyrir landi sinu til eigin nota, ef það brýtur ekki i bága við almannaþarfir. Við gildistöku laga þessara skal rikið láta kanna, hver veiðihagur hefur verið talinn fram af hverri veiðijörð s.l. 20 ár, og greiða eig- anda hennar bætur samkvæmt því fyrir veiðiréttinn. Frjálst skal þó veiðiréttareiganda, þegar lög þessi öðlast gildi, að velja á milli framangreindra bóta eða halda veiðiréttinum i allt að 20 ár eða uns sala viðkomandi veiðijarðar eða jarðhluta fer fram, ef fyrr verður, og lækkar þá bótaskylda ríkisins um 1/20 við hvert ár sem líður og fellur niður eftir 20 ár. 6. gr.— Alþingi getur falið við- komandi sveitarfélögum eftir nánar settum reglum umráðarétt veiði og fiskræktar I ám og vötn- um gegn sérstöku gjaldi, er gangi til aukinnar fiskræktar, sömuleið- is samtökum ábúenda aðliggjandi jarða áa og vatna, einnig sérstök- um fiskræktarfélögum. Sama rétt má veita einstaklingum, sem ein- stæðan áhuga og árangur hafa sýnt í fiskræktarmálum. Skylt skal ábúendum jarða að veiðiám og veiðivötnum að leyfa veiðileyfishöfum nauðsynlegan aðgang að veiðistöðum og umferð milli veiðisvæða, enda sýni veiði- leyfishafar fyllstu nærfærni í um- gengni sinni, svo að hvergi valdi spjöllum. 7. gr.— Enginn getur átt né eignast óbyggðir né afréttir utan heimalanda nema rikið sjálft. Geti einhver við gildistöku laga þessara sannað eign sina á slíku landi, skal það eigi að síður verða ríkiseign, en gjalda ber eiganda þess verð fyrir samkvæmt gildi þeirra nota, sem hann hefur af þvi talið fram s.l. 20 ár. Viðkomandi sveitarfélög og/eða upprekstrarfélög skulu halda hefðbundnum afréttarnot- um sinum án endurgjalds, enda sinni þau og hefðbundnum skyld- um við afréttina, en skylt skal þeim að hlíta settum reglum hverju sinni um itölu sem og gróður- og náttúruvernd, einnig reglum um umferð og ferðafrelsi innan settra marka. 8. gr.— Skylt er rikinu að anna eftirspurn þéttbýlisbúa eftir leigulóðum undir sumarbústaði og láta skipuleggja slik bústaða- hverfi, en falið getur það sveitar- félögum þeim, þar sem slík hverfi rísa, þessi verkefni, ef betur þyk- ir henta. Þurfi að taka bújörð eignar- námi vegna sumarbústaðahverfis, eða hluta bújarðar, skal bæta eig- anda hennar samkvæmt mati með hliðsjón af þeim búnotum, sem af eignarnámslandinu hafa verið. 9. gr.— Allur jarðhiti er eign ríkisins, nema á eignarjörð sé, þá er sá jarðhiti, sem er ofan 200 m dýpis, eign viðkomandi jarðeig- anda. Megi ætla, að borun rikisins eftir jarðvarma og virkjun hans valdi notatjóni á viðkomandi bú- jörð eða aðliggjandi bújörðum, svo sem á matjurtarækt eða upp- hitun húsa, ber ríkinu að bæta slikt samkvæmt mati. 10. gr.— öll verðrmæti i jörðu, á landi og landgrunni, sem finn- ast fyrir atbeina ríkisins og leyfis þess þarf til að leita eftir og vinna, eru eign ríkisins og háð valdi Alþingis. 11. gr.— Allar lóðir og lendur undir húsum og öðrum mann- virkjum skulu eign viðkomandi sveitarfélags, nema rikisins sé áð- ur, en þá skal Alþingi fela sveitar- félaginu umráðarétt slíkra eigna. Sveitarfélög skulu bótaskyld til eigenda lóða og lendna þeirra, sem i einkaeign eru, þegar lög þessi öðlast gildi, en við ákvörðun bóta skal draga frá að 3/4 hlutum þá verðmætaaukningu, sem dóm- kvaddir matsmenn ætla að við- komandi þéttbýlissköpun eða aðr- ar aðgerðir samfélagsins hafi valdið. Ekki er sveitarfélagi skylt að inna slíkar bætur af hendi til eig- enda nema við missi vinnu vegna aldurs eða örorku, dauðsfall eða burtflutning, og þá eigi fyrr en 2 árum síðar. Framangreind ákvæði skulu einnig gilda um lóðir og lendur undir hús og mannvirki í sveitum, önnur en lúta að búrekstri, þar með taldar lóðir undir sumarbú- staði. 12. gr— Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1978.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.