Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 31
grannur, kvikur ( hreyfingum og allar stundir lifandi af atorku, dulur um sína hagi, prúður í framgöngu og stilltur vel. Allir báru ósjálfrátt traust til hans. Skapmaður mun hann hafa verið, það sýnir dugnaður hans og harð- fengi við öll störf. En skapsmun- irnir voru svo vel tamdir að ég hygg að enginn, hvorki skyldur né vandalaus, hafi séð hann skipta skapi. Hann gat verið fast- ur fyrir og lét þá ekki hlut sinn þó að eftir væri leitað. Þorkell var hlédrægur að eðlis- fari, fámáll hversdagslega og þag- mælskur, en gamansamur gat hann verið og alltaf hlýr í við- móti. I vinahópi var hann glaðastur allra, enda gæddur sérstæðu og persónulegu skopskyni, hnyttinn í svörum og spaugsamur. Á sínum yngri árum iðkaði hann taflmennsku nokkuð og var vel liðtækur á þvf sviði, hefði vafalaust getað náð langt á þeirri braut, ef hann hefði lagt meiri rækt við þá íþrótt. Þorkell tók ekki mikinn þátt i félagsmálum, enda áttu þau störf, sem hann stundaði, oftastnær óskipta atorku hans. Hann var þó á yngri árum virkur félagi I Ung- mannafélagi Bolungarvikur og starfaði mikið í því félagi um skeið. Samborgarar hans höfðu þó auga fyrir starfshæfni hans og kvöddu hann til starfa i almenn- ingsþágu og þá stóð ekki á honum að svara kallinu, þegar til hans var leitað. Hann var kosinn i hreppsnefnd Hólshrepps á lista Sjálfstæðis- flokksins árið 1958 og sat i hreppsnefnd til ársins 1966. 1 einkalifi sfnu var Þorkell hamingjumaður, hann kvæntist 24. desember 1944 Margréti í>or- gilsdóttur ættaðri úr Bolungar- vik. Hún bjó honum einkar hlý- legt og smekklegt heimili á Skóla- stig 7 í Bolungarvik og þar hafa þau búið lengst af sfnum búskap. Hjónaband þeirra hefur verið ástúðlegt og farsælt, enda hefur hún staðið ótrauð við hlið hans f nærfellt þriðjung aldar. 1 lang- vinnum veikindum hans hefur hún best sýnt, hve mikilhæf hún er og hvað í henni býr, með sfnum óbifanlega kjarki og dugnaði. Margrét lifir mann sinn ásamt 5 börnum þeirra, en þau eru þessi: Guðlaug Málfríður, gift Guð- brandi Benediktssyni rafvirkja- meistara, Helga Jóna, kennari, gift Stefáni Þórarinssyni lækni á Egilsstöðum, Katrfn, lögreglu- kona, gift Berki Skúlasyni lög- reglumanni, Bjarni Jón, 19 ára, í menntaskóla, og Anna Sigríður, 12 ára, I foreldrahúsum. Dóttursynirnir eru orðnir þrir og tveir þeirra heita nöfnum afa sins. Þeir voru honum mjög kærir og ég hygg að þeir hafi verið skærustu sólargeislarnir, sem skinu á sjúkrabeð afa sins. Þorkell var mikill heimilisfaðir, góður faðir barna sinna og heimil- ið var honum allt. Þar vildi hann helst vera f faðmi fjölskyldunnar, þær stopulu stundir, sem hann Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á i mið- vikudagsblaði, að berast ( sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1976 39 Guðlaug Ottesen — Minningarorð átti frá umsvifamiklum og eril- sömum störfum. Þorkeli frænda mfnum á ég skuld að gjalda, sem héðan af verður ekki goldin til fulls. Ég átti þvf láni að fagna að búa á barns- og unglingsaldri f þrjá vet- ur á heimili móður hans og þeirra systkina, ekki þarf að orðlengja það, að mér hefði ekki liðið betur f foreldrahúsum. Mest hændist ég samt að þess- um stóra og hlýja frænda mfnum sem alltaf var heima og var mér svo góður, að mér fannst hann vera stóri bróðir minn, hann tók mér lfka eins og að ég væri litli bróðir hans. Allt þetta og ótalmargt annað þakka ég og fjölskylda min nú að leiðarlokum. Við biðjum honu*n allrar bless- unar handan við móðuna miklu. Margréti, börnum hennar og barnabörnum, systkinum hans og öðru venslafólki sendum við inni- legustu samúðarkveðjur og biðj- um hinn hæsta höfuðsmið að styðja þau og styrkja I raunum þeirra og sorg. Guð blessi frænda minn. JAn Ólafur Bjarnason. Fædd 27. september 1932 Dáin 11. nóvember 1976. „Mætari er silfri f sjóði sólfögur minning." Þessi vfsuorð rifjuðust upp fyrir mér, er ég nú með trega f huga festi á blað fáein kveðjuorð um vinkonu mina Guðlaugu Ottesen. Minningarnar leita á hugann, enda margs að minnast frá 26 ára órofa vináttu. — Gulla eins og hún var ætfð kölluð, var af mætu og góðu fólki komin i báðar ættir og bar þess rækileg merki. Hún var sérstæður og ógleyman- legur persónuleiki öllum þeim, sem kynntust henni. Leiftrandi kimni, orðheppni og frjálsleg framkoma voru heillandi eigin- leikar f fari hennar. Við nánari kynni duldist engum að hún var vel greind og hjartalagið einstak- lega viðkvæmt og hlýtt. Er áhyggjuleysi æskuáranna lauk, tóku við alvara og ábyrgð lffs- starfsins. Gulla var farsæl gæfu- manneskja i Iffi sinu og starfi. Hún giftist eftirlifandi eigin- manni sfnum, Þorkeli Gunnars- syni deildarstjóra, árið 1956. Börn þeirra fjögur bera vott góðs og kærleiksrfks uppeldis foreldranna beggja. Nú eiga þau á bak að sjá mætri og góðri móður. — Og mikill er missir yngri dótturinnar, sem er aðeins sex mánaða gömul. Með kjarki og reisn mætti Gulla örlögum sfnum f strangri bana- legu. Hún er harmdauði öllum þeim, er hana þekktu, en minningin um hana er vafin heiðríkju góðvildar í hugum okkar vina hennar og vanda- manna. Mannúð f orðsins bezta skilningi var rauði þráðurinn i gegnum líf hennar allt. Með þakklæti í huga kveð ég kæra vinkonu. Ég bið börnum hennar, eiginmanni og fjölskyldu styrks f þungum raunum og blessunar Guðs alla ókomna daga. Blessuð sé minning góðrar konu. Gyða Jónsdóttir. PHILCO ÞVOTTAVÉLAR frábærgæoi 1. Heitt og kalt vatn inn — sparar tíma og rafmagnskostnað. 2. Vinduhraði allt að 850 snún/mín — flýtir þurrkun ótrúlega. 3. 4 hitastig (32/45/60/90°C) — hentar öll- um þvotti. 4. 2 stillingar fyrir vatnsmagn — orkusparnaður. 5. Viðurkennt ullarkerfi. 6. Stór þvottabelgur — þvær betur fulla vél. 7. 3 mismunandi hraðar í þvotti og tveir í vindu —tryggir rétta meðferð alls þvottar. 8. Stór hurð — auðveldar hleðslu. 9. 3 hólf fyrir sápu og mýkingarefni. 10. Fjöldi kerfa — hentar þörfum og þoli alls þvottar. 11. Nýtt stjórnborð skýrir með táknum hvert þvottakerfi. 12. Fullkomin viðgerðarþjónusta — yðar hagur. Sparið rými: Þurrkarinr. ofan á þvottavél- inni og handhægt útdregið vinnuborð á milli. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 SÆTÚNI 8 —15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.