Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJÚDAGUR 23. NÓVEMBER 1976 27 mamma var ein heima. Þarna stóð ég í dyrunum hjá henni með æfingablússuna á öxlunum. Hún kallaði á mig inn i eldhúsið. — Franz, er það búið að vera? spurði hún. — Hvað? — Með stúlkuna? — Það held ég, já. Barnið fæddist, það var drengur sem skirður var Thomas. Eftir að hann fæddist fannst mér ég miklu öruggari en áður. Ég fór út á völlinn og lék mér að knetti í hálfan dag. Það var sem ekkert hefði skeð. Og i kjölfar þessa var ég tekinn aftur í aðalliðið. Rudi Weiss var ekki ánægður með árangur þess. Meðan ég var fjar- verandi frá þvi hafði það skorað færri mörk og tapað fleiri leikj- um. En ég var settur á vinstri kantinn, eins og forðum daga. — Ég vona að þú getir leikið þá stöðu, sagði Weiss, — þú lærir alla vega mikið á því að leika hana. Eg kinkaði kolli. Það var mér mest virði að komast aftur í liðið. Og lifið fór að ganga aftur sinn vanagang, að öðru leyti en því að Ingrid hætti í vinnunni, og brátt kom einnig að þvi að við hættum algjörlega að hittast. ing mín fyrir vinnunni var hir. sama og áður. Það var aðeins ein persóna sem ég tók eftir. Það var svarthærð stúlka sem ég vissi að hét Ingrid. Þegar hún gekk fram- hjá mér starði ég á hana, en þorði ekki að tala til hennar. Ég hafði aldrei komist í kynni við kven- mann og vissi að auki að hún var þremur árum eldri. Hún virtist mjög sjálfsörugg og það kom mér virkilega á óvart þegar hún kom til min einu sinni og kynnti sig. — Ég heiti Ingrid, sagði hún, og ein- hvern veginn stamaði ég upp að það hefði ég vitað fyrir löngu. Um kvöldið fórum við saman í bíó og horfðum á stríðsmynd. Ég valdi þessa mynd vegna þess að hún var þá mjög umtöluð. Ég man nákvæmlega ekkert eftir mynd- inni, skynjaði aðeins nærvist stúlkunnar. Ingrid hafði mikla hæfileika og var fljót að ná af mér feimninni. Fyrsta reynsla min i ástamálum varð til þess að mér fannst ég vera orðinn stór karl og varð viss- ari um það eftir en áður að ég myndi græða peninga á knatt- spyrnunni. Ég þurfti aðeins að ná samningum við Bayern. — Þú ert mesta efni sem fram hefur komið í fjölda ára, segja allir, sagði Ingrid við mig, og auð- vitað trúði ég þessu. Og það kom að því að ég komst ti) Bayern. Þá fannst mér heimur- inn brosa við mér, en eitthvað var samt öðru visi en það átti að vera og dag einn kom Rudi Weiss, þjálfari liðsins, til min og sagði: — Hvað er að þér? Það er eitt- hvað að, þú stendur þig ekki eins og þú átt að gera. Og þar með var mér refsað með því að vera settur i varalið félags- ins. Og það var mér svo sannar- lega refsing. Unglingaliðið hjá Bayern fékk á þessum tíma skemmtilegar ferðir til Júgóslavíu, til Riverunnar og til Monte Carlo, en ég varð að ferðast með varaliðinu til Neubiberg, Erding og Freilassing í staðinn. Mér leiddist ákaflega. Meir að segja hafði ég ekki gaman af bió- ferðum með Ingrid lengur. Þegar hún kyssti mig leið mér eins og manni sem búinn er að vera kvæntur í fimmtíu ár. Á nóttunni dreymdi mig knattspyrnu og á daginn hugsaði ég tæpast um annað. Átti ég að yfirgefa Bayern og fara í „Sextíu“ eða bíða eftir því að Weiss gæfi sig. Ingrid hafði hins vegar minni áhyggjur af hlutunum. — Ég þarf að segja þér svolitið, sagði hún eitt sinn við mig. — Ég er ólétt. Á sliku átti ég alls ekki von. Mér datt í hug að stökkva út um gluggann, svo ráðþrota varð ég. En það var Ingrid ekki, — Jæja, sagði hún, — hvenær eigum við að gifta okkur? Ég hristi bara höfuðið. Fyrir átján ára ungling er það ekkert skemmtileg tilhugsun að þurfa allt í einu að fara að hlaupa um með smekki og pela, vera með konu upp á arminn og organdi krakka. — Slíkt var fjarlægt mér þá. — Nei, sagði ég, — ég ætla ekki að kvænast nándar nærri strax. -— En við verðum að gera það, annars sit ég ein uppi með barnið, sagði hún. Við skildum að skiptum og ég fór heim til foreldra minna. Ég gætti mín á að koma heim þegar Franz Beckenbauer með Thomasi syni sfnum Fjölbreytt starf UIA - gerð kort af gönguleiðum eystra — ÁÆTLAÐUR fjöldi iðkenda íþrótta á sambandssvæði Ung- menna- og fþróttasambands Austulands er nú um 2.500 manns sögðu þeir Sigurjón Bjarnason formaður sambandsins, og Her- mann Nfelsson, framkvæmda- stjóri þess, á fundi sem þeir efndu til með fréttamönnum fyrir skömmu, þar sem þeir kynntu starfsemi UlA. Félög inn- an sambandsins eru nú rúmlega 20 talsins, og á vegum þeirra er unnið alhliða að fþrótta-, æsku- lýðs- og félagsmálum á Austur- landi. Alls eru félagar f UlA nú um 1200 talsins. Það kom fram á fundinum, að nú eru ýmsar nýjungar á döfinni hjá sambandinu. Má þar fyrst nefna að sambandið hefur beitt sér fyrir útgáfu á kortum yfir skemmtilegar gönguleiðir á Austurlandi. Sögðu þeir Sigurjón og Hermann að aðaltilgangurinn með þessari útgáfustarfsemi væri að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar, jafnframt þvi sem það kynntisMandi sínu og hinni fjölbreyttu náttúru þess. Hvert kört tekur yfir afmarkað svæði og eru gönguleiðirnar skýrt merktar auk þess sem stutt lýsing á leiðinni fylgir og upplýsingar um hversu erfiðar þær eru. Þann- ig má nefna að á korti því er þeir félagar sýndu á fundinum og tek- ur yfir svæðið við Hallormsstað og Þingmúla, eru merktar 15 leiðir, mismunandi erfiðar. Það var Hjörleifur Guttormsson sem sá um val göhguleiðanna og skrif- aði texta þann er fylgir með kort- inu. :—Það var töluvert átak að gefa þessi kort út, sögðu þeir Sigurjón og Hermann, — og sambandið bindur mikið fjármagn í þeim. — Hins vegar vonumst við til að Forsfða fþróttablaðsins. undirtektir Austfirðinga og ann- arra sem ferðast á þessum slóðum verði það góðar að við sleppum taplausir frá fyrirtækinu. Auk gönguleiðakortanna má nefna að UlA hefur nú mikinn áhuga á því að koma upp aðstöðu fyrir „orieteringshlaup", en þar er um að ræða eins konar viða- vangshlaup. Nýtur íþróttagrein þessi mikilla vinsælda erlendis. og þá ekki hvað sízt á Norðurlönd- um. Hafa Norðmenn boðið UlA faglega aðstoð við að velja leiðir og merkja fyrir slik hlaup. Þá hefur UlA tekið upp grunn- skóla ISl. Eru nú i gangi þrjú námskeið á sambandssvæðinu: A vegum íþróttafélagsins Hattar á Egilsstöðum, Ungmenna félags Eiðaskóla og eitt námskeiðið er haldið á vegum sambandsins sjálfs. Leiðbeinendur á nám- skeiðum þessum eru þeir Emil B. Björnsson á Egilsstöðum og Her- mann Níelsson á Eiðum. Með þessu stefnir sambandið að því að koma upp eigin íþróttaþjálfur- unum, en þeir félagar sögðu að hinir aðkeyptu þjálfarar er mörg félög hefðu fengið til sin va-ru nokkuð dýrir, auk þess sem reynálan af þeim hefði verið nokkuð misjöfn. Auk þessa hafa svo verið haldin sex námskeið i Félagsmálaskóla UMFl, og er ætlunin að halda tíu slík námskeið í vetur. Sögðu þeir Hermann og Sigurjón, að nauðsyn bæri til að setja kraft i félags- málafræðsluna til að efla starf einstakra aðildarfélaga UlA. Þeir gátu einnig um að samb- andið legði áherzlu á góða og mikla samvinnu við skólana á sambandssvæðinu. Hefði UlA skipulagt nokkur mót sem ætluð væru nemendum skólanna og hefði þátttaka í þeim verið nokkuð góð. Þau mót sem fram hefðu farið væru: Skólahlaup, fyrst keppt úr fjarlægð, þ.e. i hverjum skóla i fjórum aldurs- flokkum, síðan færi fram úrslita- hlaup. Hefðu þátttakendur skipt hundruðum. Skólamót í knatt- leikjum og loks frjálsíþróttamöt úr fjarlægð. I því kepptu siðan sigurvegarar til úrslita og va>ri það jafnframt meistaramót UlA. Sigurjón og Hermann sögðu að fjármál sambandsins væri erfið- asti hjallinn í starfsemini. Aðal- tekjur sínar hefði sambandið af sumarhátið sem það gengst fyrir að Hallormsstað. Einnig styrktu sveitarfélög á sambandssvæðinu starfið, og hefði verið reynt að fá ákveðið framlag frá öllum þeirra. Sögðu þeir að mörg sveitarfélag- anna hefðu brugðizt vel við þeirri ósk, en önnur, einkutn þau statrri, hefðu reynzt tregari til. Iþróttablaðið komið út IÞRÓTTABLAÐIÐ, málgagn ISl, 5. töiublað árgangsins 1976 er nú komið út. Er blaðið 84 siður að stærð og að venju er forsíða þess litprentuð. Forsfðumyndin eru úr ensku knattspyrnunni, en Iþrótta- blaðið kynnir að þessu sinni þau lið sem leika f 1. deildinnf ensku og fjallar einnig lftilsháttar um lið þau sem leika f 2. deild. Verulegur hluti blaðsins er helgaður ungu fólki og heimsótti Iþróttablaðið æfingar hjá nokkr- um félögum á Reykjavíkursvæð- inu og spjallaði við ungmennin. Þannig heimsótti blaðið sundæf- ingu hjá Ægi, handknattleiksæf- ingu hjá FH, körfuknattleiksæf- ingu hjá Ármanni og frjáls- íþróttaæfingu hjá ÍR. Fyrirsögn greinar þessarar segir töluvert um unglingaíþróttirnar en hún er: Unga fólkið býr oftast við þröngan kost, en áhuginn er mik- ill I blaðinu er einnig sagt frá fimmtarþrautareinvigi milli kunnra knattspyrnu- og hand- knattleikskappa er fram fór á Melavellinum í haust og greinar eru eftir Olaf Unnsteinsson íþröttaþjálfara um afrek ís- lenzkra fjölþrautarmanna fyrr og siðar og einnig fjallar Olafur um þjálfun tugþrautarmanna. Þá er sagt frá lþröttaþingi ISI á Akranesi og nokkrir þirigfull- trúar eru teknir tali. Grein er um hina frægu tennis- leikkonu Chris Evert, sem er framúrskarandi i iþróttagrein sinni og á litríkan feril að baki Jón Asgeirsson, fréttamaður, skrifar um golf i nýstárlegum tón Kallar hann grein sína: Kollhnis kylfinganna. Margt fleira efni er í blaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.