Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER 1976 + Eiginkona mín, JONBJORG BJÖRNSDÓTTIR andaðist í Landspitalanum föstudaginn 1 9 nóv. Fyrir hönd vandamanna, Magnús Magnússon. + Sonur minn og bróðir okkar, GUÐMUNDUR ELÍ GUÐMUNDSSON Súgandafirði Stigahlfð 34, lést af slysförum 1 9 þessa mánaðar Guðmundur Jón Markússon og systkini hins látna. + Maðurinn minn, JÓN S. PÁLMASON Þingeyrum, andaðist að Héraðshælinu Blönduósi 1 9 nóv Hulda Á. Stefánsdóttir. + Hjartkær maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og bróðir, EINAR ÁSGRÍMSSON, logregluvarðstjóri, Breiðagerði 6, er látinn Sigrfður Gísladóttir Gfsli Einarsson Sigrún Benediktsdóttir Björn Ásgrfmsson. + Maðurinn minn SIGMUNDUR LÚÐVÍKSSON, Sléttahrauni 24, Hafnarfirði, andaðist á heimili sínu 2 1 nóvember Reynheiður Runólfsdóttir + Útför mannsins míns. föður okkar, tengdaföður og afa, RAGNARSJÓHANNESSONAR, fyrrverandi skólastjóra, Skjólbraut 1 0. Kópavogi. verður gerð frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 24. nóvember kl. 3 e h Ragna Jónsdóttir Ingibjorg Ragnarsdóttir Ragnar Ragnarsson Guðrún Ragnarsdóttir Árni Björn Jónsson Ragna Árnadóttir Páll Árnason. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR PÁLSSON skrifstofustjóri, frá Hrfsey, Lynghaga 1 3, verður jaðsunginn frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 24 nóvember kl 13.30 Ingileif Bryndfs Hallgrímsdóttir Hallgrfmur Gunnarsson Páll Gunnarsson Steinunn Helga Jónsdóttir Gunnar Snorri Gunnarsson Ingileif Bryndfs Hallgrfmsdóttir Áslaug Gunnarsdóttir + Útför MARGRÉTAR JÓNU SIGUROARDÓTTUR. frá Hamraendum, Sæunnargotu 1. Borgarnesi fer fram frá Borgarneskirkju, miðvikudaginn 24. nóvember kl. 14 Blóm vinsamlegast afþökkuð, þeim sem vildu minnast hinnar látnu. er bentá Krabbameinsfélagið Sigurþór Helgason Margrét Sigurþórsdóttir Kristján Albertsson Vignir Sigurþórsson Ingibjórg Ringsted og barnabörn. Þorkell Erlendur Jónsson - Minning F. 8. júlf 1917 D. 15. nóv. 1976. Þann 15. nóvember s.l. lést á Landspítalanum Þorkell Erlend- ur Jónsson, sérleyfishafi og bif- reiðastjóri frá Bolungarvfk, eftir samfellda ársdvöl á sjúkrahúsi, þar sem hann háði hetjulega bar- áttu við banvænan sjúkdóm, þar sem dauðinn hlaut að sigra að lokum. Þorkell var þekktur maður í sinu heimahéraði og víðar. Ekki einungis vegna mannkosta sinna og drengilegrar framkomu, held- ur einnig vegna þess að s.l. 15—20 ár stundaði hann sem aðalatvinnu akstur sérleyfis og hópferða bif- reiða, sem hann átti sjálfur. Þá átti hann líka oftast nær minni bifreið til leiguaksturs, sem hann greip til þegar honum buðust verkefni við hæfi. Hann var vökull og atorkusam- ur í starfi, ósérhlífinn og bóngóð- ur greiðamaður, sem hvers manns vandræði vildi leysa og tókst oft að koma ótrúlega miklu í verk, enda lagði hann jafnvel nótt við dag, svo að oft voru hvíldarstund- ir hans með ólfkindum fáar og stuttar. Þeir munu vera nokkuð margir sem hafa beðið hann að gera sér greiða eða útrétta fyrir sig í ferð- um hans til Isafjarðar og jafnvel fjarlægari staða. Flestir Bolvíkingar munu tvf- mælalaust einhvern tímann hafa verið f hópi farþega Þorkels á Öshlíðinni, eða einhverri annarri leið á hinum misjafnlega skemmtilegu heiðum á Vestfjörð- um. Þegar hann sat við stýrið voru allir öruggir og kvíðalausir um vegferð sfna. Þorkell Erlendur Jónsson var fæddur í Bolungarvík 8. júlí 1917, og bjó þar til æviloka. Foreldrar hans voru Anna Skarphéðinsdótt- ir Elíassonar frá Garðstöðum og Jón Ólafur Jónsson sjómaður Jóhannessonar frá Blámýrum í ögurhreppi. Bæði af sterkum stofnum frá Isafjarðardjúpi. Sex ára gamall missti hann föð- ur sinn, sem drukknaði 11. sept. 1923. Móðir hans stóð þá ein uppi með sex börn á framfæri sínu. Elsti sonurinn, Hrólfur, var tæp»- lega þrettán ára, en það yngsta, Guðrún, 5 mánaða. Það segir sig sjálft að á þeim tíma var ógjörningur fyrir eigna- lausa, einstæða móður, sem ekki átti þak yfir barnahópinn sinn, að ala ein önn fyrir svo stórri fjöl- skyldu, þó að hún væri kjarkmikil og ötul dugnaðarkona. Hún varð því að láta börnin frá sér um lengri eða skemmri tíma til þess að geta sjálf unnið utan heimilis- ins. Hvernig sem þvf hefur verið háttað, þá höguðu atvikin því þannig, að Þorkell fylgdi alltaf móður sinni til fullorðins ára og hélt með henni heimili þangað til hann kvæntist 27 ára gamall. Enda var hann henni góður og ástríkur sonur. Hann var bráðger og viljugur til verka og fór snemma að vinna og létta móður sinni róðurinn. Þau fóru saman í kaupavinnu, hún sem kaupakona, harin sem léttadrengur eða smali, þar til hann fór að stunda önnur störf er hann óx að aldri og þroska. I Bolungarvík var þá vart um önnur störf að ræða en sjósókn eða aðra atvinnu henni tengda. Það kom snemma f ljós að sjó- mennska hentaði Þorkeli ekki vegna meðfæddrar sjóveiki, ann- ars hygg ég, að svo hafi verið samið með þeim mæðginum að hann legði ekki fyrir sig sjó- mennsku, svo að hún þyrfti ekki að sjá á eftir þessum syni sinum í sjóinn eins og föður hans. Um árabil stundaði hann þó störf sem tengd voru sjósókn og útgerð á meðan lfnuútgerð var svo til einvörðungu stunduð úr verstöðvum við Isafjarðardjúp. Þorkell var þá landmaður við + Eiginkona mín og móðir okkar ! GUÐLAUG OTTESEN. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju dag, þriðjudag, 23. nóvember kl. 13 30 Þorkell Gunnarsson, Karl Ottesen, Auður Þorkelsdóttir, Gunnar Þorkelsson, Bryndls Þorkelsdóttir. + Faðir okkar. JÓHANN FERDÍNAND JÓHANNSSON. fyrrverandi stórkaupmaður andaðist 21 nóvember s I Egill Ferdfnandsson. Freyja Jóhannsdóttir, Ólafur Jóhannsson. + Konan min, móðir, tengdamóðir og amma, MARGRÉT GUÐLAUGSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 25 nóv- ember kl 3 e.h. Pjetur Jóhannsson, Sigrfður Pétursdóttir, Kjartan Georgsson. Pétur, Margrét. Georg. + Faðir minn og fósturfaðir, ÞÓRARINN HALLGRÍMSSON, kennari. Laugateig 39. andaðist I Landspitalanum, laugardaginn 20 nóvember Hrafnhildur Þórarinsdðttir Sigríður Eiiasdóttir. báta, sem gerðir voru út frá Bolungarvík og oft seinni árin landformaður. Við að beita línuna náði hann þeirri leikni, að orð var á gert og heyrt hef ég að fáir menn eða engir hafi verið jafnok- ar hans við þau störf, meðan hann var á besta skeiði ævi sinnar. Enda stundaði hann þessi störf i hjáverkum fram á sfðustu ár og þá f ákvæðisvinnu. Þorkell naut litillar menntunar í æsku svo sem tftt var um fátæk ungmenni á þeim árum. Auk barnaskólanáms, sem þá mun hafa verið fjórir vetur, var hann einn vetur f unglingaskóla, ann- arrar skólagöngu naut hann ekki nema hvað hann fór á nokkurra vikna námskeið til að öðlast meirapróf bifreiðastjóra. Það duldist þó engum, sem til þekktu, að hann hefði verið vel fallinn til langskólagöngu. Hefði raunar sómt sér vel hvar í sveit sem hann hefði haslað sér völl. Hann var meðeigandi í fyrstu fólksbifreiðinni, sem kom til Bolungarvíkur. Bifreiðastjórapróf tók hann 1942 og meirapróf bifreiðastjóra 1948. Árið 1944 hóf hann akstur vöru- bifreiðar, sjálfur eignaðist hann fyrstu vörubifreiðina 1946 og eft- ir það átti hann oftastnær bifreið og oftar en ekki fleiri en eina. Það má raunar segja að frá þessum tima væri bifreiðastjórn hans aðalstarf til æviloka. Um hinn. umtalaða og hættu- lega Óshlfðarveg milli Bolungar- vikur og Hnífsdals hafa vfst fáir farið oftar en hann á bifreið og mest ók hann eftir þessum hættu- lega vegi fyrr á árum, meðan veg- urinn var nýlagður og ekki búið að sníða af honum þá vankanta, sem á honum voru i upphafi, en nú sjást lítil merki um. Það er til marks um hæfni Þor- kels sem bifreiðastjóra og þá giftu, sem fylgdi honum f starfi, að aldrei hlekktist honum á svo heitið gæti á þessari leið eða öðr- um, hvort heldur sem var í vest- firskum hrfðabyljum á vetrardegi né I sfðsumarsrigningum og nátt- myrkri. Þorkell var hár maður vexti og + Frænka min, INGILEIF GUÐMUNDSDÓTTIR. Barmahllð 55, andaðist í Landspltalanum 21 nóvember Guðmundur R. Brynjólfsson S. Holgason hf. STEINIÐJA ílnholtl 4 Slmar 24471 og 14254

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.