Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1976 Langur og kaldur vet- ur framundan í Póllandi ÁSTANDIÐ í Póllandi í kjölfar mótmælaað- geröa verkamanna þar í landi í sumar vegna tilkynningar stjórnarinnar um stórhækkað verð á matvælum er nú orðið mjög alvarlegt og loft lævi blandið að því er fregnir þaðan herma. Bilið milli pólsku þjóðarinnar og leið- toga hennar breikkar stöðugt og efnahagsmál landsins eru nánast í rúst. Edward Gierek, leiðtogi pólska kommúnistaflokksins, er nýkom- inn úr þriggja daga opinberri heimsókn til Sovétríkjanna, þar sem hann bað um og fékk að öllum likindum loforð um veru- lega efnahagsaðstoð. Hugsanlegt er talið, að sú aðstoð ásamt póli- tískum hæfileikum Giereks kunni að nægja til þess að koma honum og stjórn hans gegnum erfiðleik- ana, en hins vegar er á það bent, að hvergi séu efnahagsleg mistök eins hættuleg stjórnmálalega séð í kommúnistaríkjunum eins og í Póllandi og segja menn að ekki geti farið hjá þvi, að pólskir leið- togar séu verulega áhyggjufullir. 1 óeiðrum verkamannanna í Póllandi í júní sl. var það í þriðja sinn á tveimur áratugum, sem verkamenn grípa til ólöglegra mótmælaaðgerða gegn óvinsælum ráðstöfunum yfirvaldanna og neyða þau til þess að hverfa frá fyrirætlunum sínum. Fyrstu óeirðirnar urðu 1956 er verka- menn i Poznan gripu til mótmæla- aðgerða sem urðu harðlínumönn- um í flokknum að falli og kom Vladislaw Gómúlka til valda. Urðu Pólverjar þá fyrsta þjóðin austan járntjalds til að losa sig við stalíníska stjórnarlínu. 14 árum síðar urðu aðrir verkamenn til þess að hrekja Gómúlka frá völd- um vegna þess að honum hafði ekki tekizt að bæta lifskjör fólks- ins. Þá kom Gierek til valda, því að hann var talinn vinur verka- fólksins og varð honum vissulega ágengt á fyrstu árum stjórnartíð- ar sinnar. 1 sag eru verkamenn í landinu hræddir við að sá lífs- kjarabati, sem þeir hafa fengið á undanförnum árum verði tekinn af þeim aftur og því eru þeir órólegir og jafnvel herskáir, eins og glöggt kom fram í júní sl. Til viðbótar þessu hafa verkamenn í æ auknum mæli fengið stuðning menntamanna í landinu og kaþólsku kirkjunnar, sem skv. hefð hefur verið talin „andleg samvizka" þjóðarinnar. Afleiðing- in er sú að verkamenn telja víst að þeir geti haldið uppi andófi gegn stefnu Giereks eins vel og fyrrirrennarar þeirra. Enginn arftaki Það vandamál, sem Pólverjar eiga við að etja nú, er, að jafnvel þótt Gierek yrði steypt úr stóli er enginn arftaki hans í sjónmáli innan kommúnistaflokksins. Brezki sagnfræðingurinn Norman Davies segir að kommúnistaflokk- urinn i Póllandi sé sameinaður af ótta við íbúana í heild og því sé staða Giereks ákaflega viðkvæm. Hann sé kominn í sömu aðstöðu og Gómúlka var, en geti ekki einu sinni huggað sig við að eiga keppinauta innan flokksins, sem gætu losað hann við óþægindin. Fæstir af menntamönnum Pól- lands hafa samúð með Gierek, en hins vegar hafa þeir miklar áhyggjur af því að soðið geti upp úr án minnsta fyrirvara. Wladyslaw Bienkowski fyrrum menntamálaráðherra Póllands sagði fyrir skömmu við frétta- mann Time Magazine, að ástandið í landinu væci eins og dýmamit. Bienkowski var rekinn úr kommúnistaflokknum 1969 fyrir að hafa of sjálfstæðar skoðanir, en hann er enn harður gagnrýn- andi stjórnarinnar, kominn á :'tt- ræðisaldur. Hann segir að stjórn- völd geri sér grein fyrir því, að gömlu kúgunaraðferðirnar séu úreltar og segist vona, að leiðtog- arnir geri sér grein fyrir að eina leiðin til að komast frá rikjandi vanda sé að koma fram með um- bótatillögur, sem miði i átt til meira lýðræðis. Ekki von um lýðræðislegar umbætur Sú von virðist ekki eiga mikið að byggja á. Talið er ólíklegt að Gierek, sem er fyrrverandi náma- verkamaður, sé maður til að gera umbótatilraunir innan þess hugsjónalega ramma, sem Sovét- ríkip hafa þröngvað upp á Pól- verja. Hann talar sjaldan um hug- sjónafræði og hefur að öllum lík- indum litla bóklega þekkingu á marxisma og leninisma. Hann hefur ekki áhuga á menningu og þykir lítið til menntamanna koma. Það kann að vera nokkuð kaldhæðnislegt miðað við þá að- stöðu, sem hann er kominn í, að Biðröð í pólskri matvöruverzlun. Brezhnev fagnar Gierek við komuna til Moskvu á dögunum. Rithöfundurinn Jerzy Andrezejewski er f fremstu röð andófsmanna. hann gat sér orðstír sem baráttu- maður fyrir bættum kjörum verkamanna, málefni, sem þróað- ist með honum, er hann var náma- verkamaður í Frakklandi og Belgíu. Það voru þessir hæfileik- ar hans, sem urðu til þess, að hann var sem flokksleiðtogi í námahéraðinu Katowice kallaður til að taka við leiðtogastarfinu eft- ir fall Gómúlkas 1970. Hvar var það þá, sem honum mistókst? Svo virðist, sem hann hafi orðið fórnardýr eigin vel- gengni og að nokkru leyti verið óheppinn. Þegar hann tók við af Gómúlka var það takmark hans að vinna hylli verkamannanna með því að bæta lífskjör þeirra og um tíma virtist honum verða vel ágengt. Á fyrstu árum 5 ára áætl- unarinnar 1971—75 var hagvöxt- urinn í Póllandi einn sá mesti í heiminum. Þjóðartekjur hækk- uðu um 60% (urðu 65 milljarðar dollara 1975) og iðnaðarfram- leiðsla jókst um 70%>. Sumar iðn- greinar voru algerlega endur- skipulagðar þannig að nú er um helmingur allra iðnaðarvéla landsins yngri en 5 ára og flestar keyptar frá Vesturlöndum. Hann gætti þess á sama tíma að bæta lífskjörin. Raunveruleg laun verkafólks hækkuðu um 7.1% á ári og framleiðsla neyzluvarnings jókst um 79%. Innflutningur frá Vesturlöndum jókst verulega að magni og fjölbreytni. Eftirlaun voru hækkuð, fæðingarorlof lengt og 6.5 milljónir manna úti á lands- byggðinni fengu ókeypis læknis- hjálp i fyrsta skipti. Hallar úndan fæti 1974 fór hins vegar að halla undan fæti, einkum vegna þess að aukin samskipti Póllands við Vesturlönd gerðu efnahagslíf þess háðari hagsveiflum kapítal- simans. verðbólgualdan á Vestur- löndum hækkaði verð i innfluttri vöru til Póllands og kreppan á árunum 1974—75 minnkaði eftir- spurn eftir vörum frá Póllandi. Rússar bættu olíu á eldinn í orðs- ins fyllstu merkingu er þeir hækkuðu verðið á olíu í kjölfar olíukreppunnar, en austantjalds- löndin höfðu fengið hana á sér- lega hagstæðu verði. Hefur oliu- verðið nú hækkað um 150%. Lé- legir markaðir á Vesturlöndum og hærra verð innflutnings varð til þess að vöruskiptahalli Pólverja óx gífurlega, varð 3 milljarðar dollara á sl. ári og gert er ráð fyrir að hann verði 2 milljarðar á þessu ári. Urðu Pólverjar að taka mikil lán erlendis, einkum á Vestur- löndum, til að láta enda ná saman. Vestrænir fjármálamenn segja að erlendar skuldir Póllaus séu nú Hafliði Guðmundsson, Akureyri: Gærumálið „Gærumálið“, er svo mætti nefna, er gott dæmi um það, hvernig óvönduð umræða getur snúið einföldum staðreyndum upp í andstæðu þess, sem kunn- ugir vita sannast og réttast. Ekki mun um það deilt, að Iðnaðar- deild Sambandsins hefur unnið merkt brautryðjendastarf á sviði fullvinnslu ullar- og skinna- afurða. Þegar skinnaverksmiðjan Iðunn eyðilagðist í eldi fyrir nokkrum árum, báru forráða- menn Sambandsins gæfu til þess að láta reisa stærri verksmiðju og betri á rústum hinnar fyrri. Með framtaki þessu var stefnt að full- vinnslu innanlands á öllum til- tækum gærum. Nú er svo að sjá sem þessu marki sé náð. Er það vonum fyrr og kannski ekki fyrir það að synja, að fleiri hafi viljað taka þátt f endasprettinum en rúmast gátu ábrautinni. A.m.k. er nú í fullri alvöru talað um skort á hráefni til handa islenskum sútunarverksmiðjum. En það er gömul saga, að margir vilja feta I slóð þeirra brautryðjenda, sem í upphafi báru gæfu til þess að velja sér rétta leið og rétt verk- efni. Þá er að víkja að Pólverjum, sem löngum hafa verið stórtækir f kaupum á íslenskum gærum. I ár höfðu þeir sett það skilyrði fyrir umfangsmiklum viðskiptum f sútuðum gærum, að þeir fengju einnig keypt 100.000 stk. af ósút- uðum gærum. Þegar þetta skil- yrði var fram sett mun enginn hafa séð fyrir þann hráefnaskort hjá innlendum sútunarverk- smiðjum, sem nú er talað um. Þótti því sjálfsagt að selja Pól- verjum þessar 100.000 ósútuðu gærur. Eins og ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytis hefur séð sig knúinn til þess að taka fram opin- berlega, var gengið frá málinu f fullu samráði við ráðuneyti hans, og kom það f hlut Búvörudeildar Sambandsins að annast afgreiðslu til Pólverja á hinu tilgreinda magni. Hér eru þá komnir frumdrættir „fréttarinnar" og „fréttin" verður eitthvað á þessa leið: Hinn voldugi auðhringur SÍS vill heldur selja Pólverjum óunnar gærur en selja þessar sömu gærur til sútunarverksmiðju á Sauðár- króki, sem á f samkeppni við sútunarverksmiðju auðhringsins á Akureyri. Sá aðili, sem lengst og með bestum árangri hefur unnið að fullvinnslu islenskra skinna- afurða, er þannig stimplaður frammi fyrir alþjóð sem sér- stakur fjandmaður fslensks iðnaðar. Ekki er að efa, að þeim, er settu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.