Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. NÖVEMBER 1976 11 í UMRÆÐUM um skyldur og réttindi nútimafólks, meðal annars þegar talað er um skattamál og ótal mörg efni önnur, er ekki lengi talað unz að því er komið, að sjálfsagt sé að stefna að því markmiði að fólk — og þá er í flestum tilvikum átt við konur — geti valið, hvort það vill vinna heima hjá sér eða vinna utan heimilis Það gleymist svo yfirleitt, og er sárgrætilegt til þess að vita, að geta um þann þjóðfélashóp, sem ekki getur valið, þ.e einstæða foreldra, þar sem þeir hafa aðeins á sjálfa sig að treysta sem fyrirvinnu heimilis og hið opinbera sem skammtar barna- lífeyri og foreldralaun virðist sannar- lega ekki á þeim buxunum að nálgast það hugarfar að þetta fólk geti valið, hvort það vill vera heima hjá sér eða vera úti á vinnumarkaði Af þessu leiðir að einstæðir for- eldrar verða að kaupa gæzlu fyrir börn sín og eins og rakið hefur verið er ástandið l þeim málum þannig að ekki komast einu sinni öll þau börn einstæðra foreldra sem um það sækja á dagheimili og verður þð að koma til einkafóstrun sem getur verið ágæt svo langt sem hún nær en er til muna ótryggari en dag- heimili, þar sem konur sem taka börn heim til sín geta fyrirvaralaust hætt því og sagt börnunum upp og þá tekur við leitin að nýrri pössun og svo koll af kolli En vandinn er ekki aðeins leystur með dagheimilum, þar sem þau ná aðeins til þess er barnið verður sex ára. Og ekki getur foreldrið hætt að vinna og hver heilvita maður sér að sex ára barn er ekki þess umkomið að annast sjalft sig að undanteknum þeim eina og hálfa klukkutíma sem það er í skóla Því foreldri sem veit barn sitt flækjast um án umhirðu og öruggs skjóls líður naumast vel í starfi slnu. þegar þarf að hafa sifelldar áhyggjur KYNNING Á DAGVISTUNARMÁLUM Jóhanna Kristjóns- dóttir: af barni eða börnum, sem svo er ástatt fyrir. Mjög fljótlega eftir að Félag ein- stæðra foreldra var stofnað fyrir sjö árum, komu því upp þær raddir að nauðsynlegt væri að koma á fót skóladagheimili fyrir börn eftir sex ára aldur, þ.e. fyrir allan barnaskóla- aldurinn Einhverjar tilraunir höfðu verið gerðar með slík heimili, en þær runnið út i sandmn og enda var róðurinn býsna þungur, þegar Skóladagheimilin haf a sannað ágæti sitt félagið reyndi að hefjast handa og gera viðkomandi yfirvöldum Ijóst hversu brýnt hagsmunamál hér væri á ferðinni fyrir börn og foreldra. Málið var kynnt eftir föngum og Albert Guðmundsson, alþm., lét það þá snöfurmannlega til sín taka. Hann lánaði félaginu húseign sem hann átti í Skipasundi og FEF endur- lánaði húsið síðan borginni. Var þetta heimili gert vel úr garði og starfsemi hófst þar upp úr áramót- 1 um 1971 Á skóladagheimili koma börn straxá morgnan^fá þar morgunverð og þaðan eru þau send í skóla og fylgzt með að þau sæki sína auka- tíma. Þau borða þar í hádegi og drekka þar síðdegiskaffi og viss tími fer síðan í að búa sig undir skólann næsta dag. Þvi er barnið undirbúið þegar heim kemur og þarf því for- eldri ekki að hafa af því stöðugar áhyggjur eða að minna á skóla námið Reynslan af heimilinu i Skipasundi. sem frá upphafi hefur verið undir stjórn Hólmfriðar Jóns- dóttur varð svo jákvæð að borgin ákvað að beita sér fyrir uppbygg- ingu þessara heimila og stefnt var að því að eitt tæki til starfa á ári, unz fimm væri náð og síðan yrði áfram haldið Það vó þungt á metunum er skólastjórar viðkomandi skóla sem börnin sóttu gáfu þeim þann vitnis- burð að bæði hegðan þeirra og frammistaðá hefði i flestum tilvikum tekið miklum framförum. þau komust i öruggt skjól heimilisins. Næsta heimili var siðan sett á stofn i Heiðargerði, hið þriðja i Skála við Kaplaskjólsveg og í haust tók svo hið fimmta til starfa i Auðarstræti. Borgin hefur og hug á að koma upp að minnsta kosti tveimur heimilum i Breiðholti hið fyrsta enda þörfin þar brýn. Enda þótt áætlun borgarinnar um fimm skóladagheimili á fimm árum hafi ekki staðizt ber þó að fagna þvi sem tekizt hefur og að viðurkenning hefur fengizt fyrir þvi að þessi heimili séu nauðsynleg. Sú hefur orðið reyndin að aldur barna á þessum heimilum er yfirleitt 6— 1 0 ára og eftir þann tíma sækja börn ekki skóladagheimili, enda þótt heimilt sé að veita allt upp i 1 2 ára börnum dvöl þar. Segja má og að tíu ára séu börnin orðin allvel sjálf- bjarga, svo að allt öðru máli gegnir um áðstöðu þess eða hinna yngri barnanna Hið sama gildir með skóladag- heimili og aðrar dagvistarstofnanir að ég lít svo á að þau séu ekki ill nauðsyn heldur mjög jákvæð lausn á málum barnanna Og sömuleiðis teldi ég æskilegt að þar væru ekki aðeins hinir margumræddu for- gangshópar, þ.e börn einstæðra foreldra og námsmanna. heldur ættu þar öll börn að eiga aðgang ef þau vildu og þyrftu á að halda Öll þessi heimili eru til húsa í gömlum húsum, sem ekki hafa verið byggð sérstaklega. heldur eru bara ósköp venjuleg íbúðarhús og hvergi er ..stofnanabragur" innan veggja. Þá hefur verið farin sú leið að takmarka barnafjölda á heimilunum bæði með tilliti til plássins á hverjum stað og svo til að hverju barni verði sinnt betur og nákvæmar en ella væri unnt Skóladagheimili hafa sem bet ur fer sannað tilverurétt sinn eins og að hefur verið vikið og reynslan hefur sýnt að foreldrar og börn kunna vel að meta þau því er óskandi að borgaryfirvöld sjái hag sinn og sóma I því að láta ekki deigan síga og vinni að framgangi skóladagheimilismála til jafns við aðra uppbyggingu í dagvistunarmál- um almennt ORÐ í EYRA Prjónaskapur Þar kom að þvl að svoköll- uðu starfsfólki sjónvarpsins tókst að skemmta þjóðinni svo um munaði. — Að vísu hefur dálaglegur hluti þess hóps verið til þess ráðinn undanfar- inn áratug. Gott ef ein deild þessarar eðla stofnunar ber ekki nafnið lista- og skemmti- deild eða eitthvað I þá veru. — Menn minnast þess samt ekki að því fólki tækist að vekja mönnum annað en leiða og munu kjallaraþættir nýjasta dæmið um slíkt — En Lén- harður fóviti það dýrasta. — Nú brá hinsvegar svo við að grínið tókst. Sjónvarps- stjórnur af öllum gráðum, allfrá verðlaunuðum málrófs- mönnum uppí smfnkara og hárgreiðsluséní, settust sumsé niður og prjónuðu I stað þess að sinna öðrum og tilgángs- minni verkefnum. Og það voru blaðaviðtöl við prjónafólkið. Og það birtust myndir af huggulegheitunum. Fólkið vildi hærra kaup. Fæstum þótti það tíðindum sæta. Á tslandi mun vandfund- inn sá maður sem ekki telur sig þurfa og eiga skilið hærra kaup. Það eru bara misjafnar aðferðir sem menn nota tilað vekja athygli á þessu áhuga- máli sínu. — Sjálfsagt var það yfirsjón af okkur að rísa ekki upp og heimta sjónvarpsfólkið frá prjónunum á skerminn. — Kannski var það dónaskapur að lýsa ekki samstöðu með hinum þjáðu einsog gerðu flugmenn og stjórn starfs- mannafélags Tryggfngastofn- unar ríkisins? — Eftilvill var það skortur á kurteisi að fara ekki í fýlu og bölva stjórninni fyrst hún borgaði Eiði ekki nóg til þess að hann mætti opinberast landslýðnum á skjánum einsog fyrridaginn? En þjóðinni láðist þetta allt. Margir voru meiraðsegja guðslifandi fegnir og flestir skemmtu sér prýðilega. Nú er skemmtuninni þvímiður lokið og Kólumbó leysir prjónaskapinn af hólmi. Og sjónvarpsmenn hóta okkur þvf jafnvel að vinna á fimmtu- dögum — hvurju Guðs misk- unn forði. Væri ekki nær að lofa þeim að prjóna? Plúpp fer til íslands Ný myndabók fyrir börn frá AB PLUPP fer til Islands nefnist nýútkomin myndabók fyrir börn eftir senska teiknarann og barna- bókahöfundinn Ingu Borg. Utgef- andi er Almenna bókafélagið. Efni bókarinnar er ævintýri um lftinn huldusvein f Norður- Svíþjóð, sem er ósýnilegur mönnum en ekki dýrum og getur talað við hvaða dýr sem er. Huldu- sveinninn tekur sér langferð á hendur og lendir á Islandi. Þar kemst hann f kynni við mörg dýr, sel, veiðibjöllu, sauðkind, hest, krumma o.fl. og með hjálp þeirra skoðar hann landið, einkum það sem sérkennilegast er hér að sjá svo sem Surtsey, jökla, hveri, hraun, Mývatn o.s.frv. Bókin er þvf ævintýri samið f fræðslutil- gangi, kynning á landinu og sér- kennum þess. Myndirnar eru ýmist f titum eða svarthvítar og allar gerðar af höfundi. Plúpp litli og ferðalög hans eru fræg f barnaheimi Svíþjóðar. Er Plúpp þar bæði aðalpersóna I mörgum bókum og sjónvarps- stjarna. Bjoðið gestunum í Blómasalinn ! Paö er skemmtilegt og stundum Is nauösynlegt aö taka vel á móti fólki — án sérstakrar fyrirhafnar. Hvort sem um vináttu- eöa l§ viðskiptatengsl er aö rseöa er þægi- legt og stundum ómetanlegt aö geta setið og spjallað saman í ró og næöi yfir góðri máltíö. HÓTEL LOFTLEIÐIR I Blómasalnum á Hótel Loftleiðum er glæsilegt kalt borö í hádeginu. Þar aö auki fjölbreyttur matseðill. Og notalegur bar. Opið 12-14.30 og 19-22.30. Sími 22322

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.