Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 40
At/antica&' lceland Revlew Látiö gjafaáskrift 1977 fylgja jóla- og nýárskveöjum til vina og viöskipta- manna erlendis. Gjof, sem endist í heilt ár og allir kunna vel að meta. Simi 815 90, Pósthólf 93, Reykjavik. ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1976 Krafla: Er borhola 5 ónýt? Sveigja komin á árs gamla fóðringu holunnar sem er ófullgerð ÞEGAR verið var að undirbúa áframhaldandi borun á holu 5 við Kröflu f gær kom í ljós að sveigja er komin á rörið sem holan var fóðruð með og er talið lfklegt að ekki verði unnt að bora þá holu áfram, en úr því verður skorið f dag. Hola 5 er nú um 1300 metra djúp og var unnið við borun henn- ar fyrir liðlega ári síðan eða áður en Leirhnjúksgosið kom til. Stóri gufuborinn átti að taka til við áframhaldandi borun niður á 1800 metra dýpi en við undir- Framhald á bls. 46 Hæstiréttur staðfesti gæzluvarðhaldið: Borið á manninn að hann hafi átt þátt í dauða Geirfinns HÆSTIRÉTTUR staðfesti á laug- fram, að ungmenni þau, sem nú ardaginn 20 daga gæzluvarðhalds- úrskurð þann, sem kveðinn var upp f sakadómi Reykjavfkur um fyrri helgi vegna Geirfinnsmáls- ins. t dómi Hæstaréttar kemur Mjög góð loðnuveiði: 6 skip með 2560 lestir MJÖG góð loðnuveiði var f fyrrinótt um 55 NvN af Gelti. Þar voru sex skip að veiðum og fengu öll fullfermi, eða samtals 2560 lestir, sem skipin fóru með til ýmissa staða, á Norður- og Suðvesturlandi. Loðnan, sem þarna fékkst, var stór og feit. Talið er vfst að loðnuskipum fjölgi á næstu dögum, og vitað var um tvö skip, sem komu á loðnumiðin f gærkvöldi, en hafa ekki stundað þessar veiðar að undanförnu. Sveinn Svein- björnsson leiðangursstjóri á rannsóknaskipinu Skarðsvfk, sagði f samtali við Morgunblaðið f gær, að all- góðar torfur hefðu fundist á veiðisvæðinu f fyrrinótt, og sum skipanna fengið mjög góð köst. Framhald á bls. 46 sitja inni vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna, hafi borið á umræddan mann að hanu hafi ásamt fleiri mönnum veitt Geir- finni Einarssyni áverka, svo að leitt hafi til bana. Morgunblaðinu er kunnugt, að rannsóknarlög- reglan leggur nú ekki höfuð- áherzlu á að rannsaka þennan Framhald á bls. 46 Féll út af Karlsefni og drukknaði GUÐMUNDUR Elf Guðmundsson liðlega þrftugur sjómaður á togaranum Karlsefni, drukknaði er skipið var á heimleið úr rannsóknaleiðangri á vegum Haf- rannsóknastofnunarinnar hinn 19. nóv. s.l. Mannsins var saknað um borð þegar ræst var út á vakt kl. 4 um nóttina og þegar Ijóst var að maðurinn var ekki um borð, var skipinu strax snúið við og leit hafin. Bar hún engan árangur. Guðmundur Eif var ókvæntur. Hann var ættaður frá Súganda- firði en hafði búið f Reykjavfk um árabil. Tveir galvaskir hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur að flytja til trollvírahönk. Ljósmynd Mbl. RAX. Þrír togarar í smíðum í Póllandi: Alvarlegur galli í aðalvél Klakks VE — Verður skipt um vélar 1 skipunum þremur? SKÖMMU áður en koma átti aðal- vél Vestmannaevjatogarans Klakks fyrir f skipinu, en það er f smfðum f Póllandi, kom f Ijós mikill galli á vélinni, þar sem hún var reynslukeyrð f landi og er nú óvfst að vélin verði nokkurn tfma sett f skipið. Þrfr skuttogar- ar af minni gerð eru nú f smfðum fyrir Islendinga f Póllandi og svo getur farið eð eigendur þeirra kjósi að skipta um vélargerð og neiti að taka við aðalvélunum, sem eru pólskar Sulzer-vélar. Togararnir, sem hér um ræðir, eru Ólafur Jónsson, sem er eign Miðness í Sandgerði, Klakkur sem er í eigu fyrirtækja í Vest- mannaeyjum og Bjarni Herjólfs- son sem er í eigu hlutafélags í Árnessýlu. Fulltrúar frá út- gerðarfyrirtækjunum eru nú í Póllandi til að kynna sér málið, og ætluðu að skila skýrslu um það í gærkvöldi. Stefán Runólfsson, fram- kvæmdastjóri hjá Vinnslustöð- inni f Vestmannaeyjum, sagði að í siðustu viku hefði aðalvél Klakks verið reynslukeyrð i landi og þá komið fram alvarlegur galli í henni; brotnað hefði út úr legum Framhald á bls. 46 Aðvörunar- skilti á Mýr- dalssandi ALMANNAVARNARÁÐ stóð fyrir fundi í Vfk f Mýrdal s.l. laugardag með heimamönnum til þess að fara yfir áætlanir um að- gerðir ef til Kötlugoss kæmi. Samkvæmt upplýsingum Guðjóns Petersens hjá Almannavörnum var þessi fundur haldinn til þess að rifja upp framkvæmd aðgerða og var fundurinn m.a. haldinn f tilefni af hinum hörðu jarð- skjálftahrinum sem fundust á Mýrdalsjökulssvæðinu s.l. laugar- Framhald á bls. 31 Jökulhrannir yfir Kötlugjá, en talið er að fsinn sé um 300 metrar á þykkt þarna yfir þar sem sfðasta Kötlugos var. Ljósmynd Mbl. ÓI.K.M. Loðnumjöl: Nordursjórinn: Síld seld fyrir 930 mill j. kr óna SlLDVEIÐUM f Norðursjó fer nú senn að ljúka, þar sem sfld- veiðiskipin eru svo til búin að fá það magn, sem Islendingar höfðu heimild til að taka á þessu ári. Frá þvf að sfldarsölur hófust f Danmörku f vor er búið að selja 12.560 lestir af sfld fyrir 931.2 millj. króna og er meðalverð á kfló kr. 74.14. Á sama tfma í fyrra var búið að selja 19.825 lestir fyrir 867.4 millj kr., en þá var meðalverð á kfló kr. 43.75. í síðustu viku seldu síldar- skipin 690 lestir af sfld fyrir 49.2 millj. kr. og var meðalverð kr. 80.81 Hæstu heildarsöluna átti Börkur NK, seldi 101.4 lest- ir fyrir 8.2 millj. kr. og var meðalverð kr. 81.24. Hæsta meðalverð fékk hins vegar Al- bert GK kr. 86.82, en Albert seldi 47.4 lestir fyrir 4.1 millj. kr. Þrjú síldveiðiskip seldu afla í Danmörku i gær. Sveinn Svein- björnsson seldi 43.3 lestir fyrir 3.3. millj. kr., meðalverð var kr. 77.25, Reykjaborg RE seldi 80.1 lest fyir 6.3 millj. kr., meðal- verð kr. 79.69. og Guðmundur RE seldi 132 lestir fyrir 11 millj. kr. meðalverð var kr. 83.99. 10 þúsund lestir seldar af komandi vertíðarframleiðslu ALLGOTT ástand er nú á mjöl- og lýsismörkuðum erlendis, þótt lít- ið hafi verið selt frá Islandi s.I. mánuð. Alls mun nú vera búið að selja kringum 10 þús. lestir fyrir- fram af mjöli framleiddu á næstu loðnuvertfð, og fást 6,80 til 6,90 dollarar fyrir proteineininguna. Þá mun vera hægt að fá 415 doll- ara raunverð fyrir lýsi sem selt er fyrirfram. Guðmundur Gunnlaugsson hjá Ólafi Gíslasyni h.f. sagði í samtali við Morgunblaðið f gær, að frekar dauft hefði verið yfir mjölmörk- uðunum að undanförnu, en svo væri oft kringum ársfund fisk- mjölsframleiðenda heimsins, en fundinum lauk fyrir nokkrum dögum í S-Afríku. Reynt hefði verið að selja mjöl á verðinu 6,80 til 6,90 dollara proteineininguna, en ekki tekizt. Það þarf ekki að kvarta yfir því verði, sem fengizt hefur i sumar og haust, sem hefur komist i allt að 7 dollara proteineiningin, en á sama tíma i fyrra var verið að selja mjölið á 4,35 dollara protein- eininguna. Þá má benda á það, að Bretar hafa lítið keypt af mjöli undanfarið, fyrst og fremst vegna óhagstæðrar stöðu pundsins, en nú er pundið eitthvað að styrkjast aftur, þannig að jafnvel má búast við að þeir hefji senn kaup á mjöli. Þá fékk Morgunblaðið þær upp- lýsingar hjá Sveini Björnssyni að búið væri að selja um 10 þús. lestir af mjöli fyrirfram af fram- Framhald á bls. 46

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.