Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 24
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1976 VIÐSKIPTI Umsión: Pétur J. Eiríksson Oil World: Hækkandi verð á lýsi og mjöli Ölafur Haraldsson viðskiplafræðingur, Úlfur Sigurmundsson, fram- kvæmdastjóri Útflulningsmiðstöðvarinnar, og Even Kjersner frá Bella Center. Ljósm. Mbl. Rax. Scandinavian Fashion Week: NOKKUÐ hagstæð þróun hefur verið á undanförnum mánuðum á heimsmarkaðsverði fiskimjöls og lýsis. Hefur verðið farið stöðugt hækkandi frá því f febrúar eða mars, þar til f ágúst, þegar nokk- ur afturkippur kom. Hólt verðið sfðan áfram að hækka í sptember og október. Samkvæmt Oil World, er búist við að verð á mjöli og lýsi fari áfram hækkandi á næsta ári. Litlar breytingar urðu á eftir- spurn eftir fiskmjöli á tólf mán- aða tímabilinu fram til 1. október sl. Er gert ráð fyrir að aðeins óverulegar breytingar verði á eftirspurn á næstu 12 mánuðum, þrátt fyrir nokkra framleiðslu- aukningu. Það eru veiðar Perú- manna, sem nú eru komnar í gang eftir langt verkfall, sem aðallega hafa áhrif á aukninguna. Hins vegar er talið ólíklegt að veiðar þjóða eins og Bandaríkjamanna og Norðmanna 1976/77 verði eins miklar og í fyrra. Má búast við að birgðir aukist um 100 þúsund tonn en eftirspurn um 50 þúsund tonn. Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir að verð á fiskmjöli muni hækka á næsta ári. Soyamjöl mun verða í efsta sæti hvað verð snert- ir, en verðhækkanir á þvf hafa ekki orðið eins miklar og búist mátti við ef veruleg minnkun uppskeru soyabauna á liðnu ári er höfð í huga. Stafar það einkum af því hve miklar birgðir voru til frá fyrra uppskerutímabili auk þess sem verðlag á keppivörunni korni var lágt. Oil World spáir því að á árinu 1977 verði verðhækkun soyamjöls óhjákvæmileg og því örari sem hún verði seinna. Ef hækkunin verður fljótlega ætti hún að verða 12 til 15%, en spákaupmennska getur valdið enn meiri hækkun tímabundið. Aðrar mjöltegundir, þar á meðal fiskmjöl, munu koma á eftir. Ef verðþróunin verður á þenn- an hátt mun lýsisverð einnig hækka, en þó minna að meðaltali en mjölverð. Er það einkum vegna mikilla birgða, sem nú eru til af soyjamjöli. Á fimmtudagskvöldið var verð á fiskmjöli á Hamborgarmarkaði 448 dollarar hvert tonn en meðal- verð í október var 446 dollarar. Hafði það hækkað næstum stöð- ugt frá því í marz þegar tonnið kostaði 302 dollara. OECD: Nýr efnahagssam- dráttur næsta ár 6 iðnfyrirtæki sam- einast um stórt sýningarsvæði SEX íslenzk iðnfyrirtæki hafa sameinast um eitt stórt sýningar- svæði á alþjóðlegu fatasýning- unni „Scandinavian Fashion Week“ í Bella Center I Kaup- mannahöfn. tslenzk fyrirtæki hafa tekið þátt f þessari sýningu sfðan 1969 og kynnt þar aðallega ullar og skinnavörur, en fyrirtæk- in sex tóku síðast þátt f henni síðastliðinn vetur og þá hvert með sinn sýningarbás. Það eru Álafoss, Iðnaðardeild Sambandsins, Hilda, Prjónastofa Borgarness, Gráfeldur, Steinar Júlíussön og Alís, sem sameinast um stórt sýningarsvæði á Fashion Week 17. til 20. mars næstkom- andi. Hefur verið gerður samn- ingur um 300 fermetra sýningar- svæði með aðstöðu fyrir tízku- sýningu, en íslendingar hafa ekki haft svo stórt svæði á vöru- sýningu erlendis áður. Til þess að ganga frá samning- um og ræða við sýnendur kom framkvæmdastjóri tízkuvöru- sýninga sýningamiðstöðvarinnar Bella Center, Even Kjersner, hingað í síðustu viku. Sagði hann á blaðamannafundi, sem Ut- flutningsmiðstöð iðnaðarins hélt, að Seandinavian Fashion Week, sem haldin er fjórum sinnum á ári, væri stærsta og mikilvægasta tízkuvörusýning á Norðurlöndum. Kvað hann hana einkar mikil- væga flóðgátt að mörkuðum utan Norðurlandanna. Bella Center er í nýjum húsakynnum á Amager' nærri flugvellinum og aðstaða þar til vörusýninga og markaðsstarf- semi mjög góð. Er sýningarsvæðið um 75 þúsund fermetrar en að auki eru ráðstefnusalir, matsalir, söluskrifstofur og fleira, sem lýt- ur að „mart“ starfsemi. Ulfur Sigurmundsson, fram- kvæmdastjóri Utflutningsmið- stöðvarinnar, sagði að vöru- sýningar í Bella Center hefðu ver- ið mjög mikilvægar til að kynna og skapa markað fyrir íslenzkar iðnaðarvörur erlendis, enda hefðu Islendíngar hvergi kynnt sínar vörur jafn oft og jafn mikið og í Bella Center. Á þessu ári hafa íslendingar þegar tekið þátt í fimm sýningum þar, en í des- ember verður sjötta og síðasta sýningin haldin, en hún nefnist International Contract Furnish- ing. Taka þar þátt Utflutnings- samtök húsgagnaframleiðenda og Gefjun á Akureyri, sem sýnir áklæði. ísland áfram með verðbólguforystu FRÁ því 1 september 1975 þar til í september í ár hækkaði fram- færslukostnaður í aðildarlöndum OECD um 8,1% miðað við 11,2% allt árið 1975. Minnst var hækkunin á 12 mánaða tímabil- inu í Sviss 0,9%, en mest á Is- landi, 31,8%. 1 nokkrum stærri löndum samtakanna var hækkun- in: 4% í Vestur-Þýzkalandi, 5,5% i Bandaríkjunum, 6,5% í Kanada, 9,7% í Frakklandi og Japan, 14,3 % í Bretlandi og 17 % á Italíu. Embættismenn OECD, Efna- hagssamvinnu- og þróunarstofn- unarinnar, sem 24 lönd eiga aðild að, spá þvl að nýr samdráttur i efnahagsmálum eigi sér stað á seinni helmingi næsta árs. Spáin er enn til bráðabirgða, en endan- leg spá verður birt 20. desember. Háttsettir embættismenn sem fást við alþjóðleg efnahagsmál nota nú þessa bráðabirgðaspá til að reyna eftir diplómatfskum leiðum að hafa áhrif til að draga úr samdráttarhættu. Beinist við- leitni þeirra aðallega að tvennu. I fyrsta lagi að *fá nýja ríkis- stjórn Jimmy Carters til að beita efnahag Bandarfkjanna veruleg- um þensluaðgerðum. I öðru lagi að fá samtök oliuút- flutningsríkja, OPEC, til að sam- þykkja aðeins litlar hækkanir á verði olíu á fundi samtakanna i Qatar 5. desember. OECD hefur breytt spá sinni um aukningu brúttó innanlands- framleiðslu aðildarrfkja sinna á seinni hluta þessa árs úr 5% i 3,5% á ársgrundvelli. Á fyrri helmingi næsta árs spáir OECD aðeins 4,3% aukningu borið sam- an við 5,25%, sem gert var ráð fyrir í síðustu spá i julí. En það sem að ætti að valda mestum áhyggjum eru tölur um framieiðsluvöxtinn á seinni hluta næsta árs, en búist er við að hann verði verulega undir 4%, en ekki 5% eins og áður hafði verið spáð. Er það þeim mun alvarlegra fyrir þá sök að búist er við að fram- leiðslugeta heimsins muni vaxa um 4 til 5%. Ef framleiðsla eykst minna en framleiðslugetan verð- ur árangurinn nýr samdráttur og vaxandi atvinnuleysi. En þessar tölur OECD eru um- deildar, og ýmsir, eins og vestur- þýzki Bundesbank og fráfarandi stjórn Fords i Bandarikjunum, telja sig ekki geta fallist á þær. Auk þess spyrja menn sig hvort heimurinn hafi ráð á frekari eftir- spurnarhvata þegar verðbólga er að meðaltali 8% eða meiri. Sumir sérfræðingar álíta að þessi veiki afturbati endurspegli veikleika i efnahagsuppbyggingu, sem ekki verður lagfærður með meiri fjárlagahalla eða hraðari aukningu peningamagns. Embættismenn OECD svara með þvi að benda á vaxandi bil á milli ríkja, sem notið hafa velgengni, eins og Bandaríkjanna, Vestur- Þýzkalands og Japan, og rikja, sem verr hefur gengið að eiga við vandamál veiks gjaldmiðils að stríða eins og Italíu, Bretlands og að einhverju leyti Frakklands. Þeir halda fram að vaxandi bil geti leitt til að pólitfskum stöðug- leik vesturlanda sé hætt og því sé það alþjóðlegt hagsmunamál að sterkari ríkin auki þenslu í sinum fjármálum, jafnvel þó að þau teldu af innanríkispólitiskum ástæðum nauðsynlegra að draga úr verðbólgunni. OECD-ríkin ákváðu á sinum tíma að halda hagvexti sinum inn- an við 5,5% á þessu ári i þeirri von að komast mætti hjá umfram- eftirspurn og nýrri uppspreng- ingu hráefnaverðs, sem varð til þess að binda snöggan endi á þensluna 1972—73. Ein ástæða fyrir hægum vexti núna er sú að sparnaður einstakl- inga er meiri en gert var ráð fyrir. Hvatinn, sem stafaði af uppbygg- ingu birgða hefur nú að mestu fjarað út og lítil merki eru um að aukin útflutningur eða nýjar fjár- festingar muni leiða af sér vöxt. Um það er ekkert vafamál að afturbatinn í fjármálum heimsins hefur verið hægari en menn áttu von á. Menn greinir hins vegar á um ástæðurnar fyrir því og um leiðir til að koma fjármálunum aftur á réttan kjöl. OECD-spáin mun vafalaust styrkja málstað þeirra OPEC- landa, undir forystu Saudi Ara- biu, sem vilja halda verðhækkun- um á olíu innan við 10%, en undirstrikar jafnframt þá hættu, sem heiminum stafar af allt að 15% hækkun eins og mörg olíu- riki beita sér fyrir. Hvenær skal brunnur byrgður? Merkileg bréfaskipti FII og viðskiptaráðuneytisins MERKILEG bréfaskipti hafa farið fram á milli Félags íslenzkra iðnrekenda og viðskiptaráðuneytisins um aðlögunartima iðnaðarins vegna samninga við EFTA og EBE. í bréfi FÍI til viðskiptaráðuneytisins dagsettu 28. október 1976 eru itrekaðar óskir um framlengingu aðlögunartima framleiðsluiðnaðarins almennt vegna aðildar íslands að EFTA og samninga við Efnahags- bandalagið. Bendir félagið máli sínu til stuðnings á að grundvöllur nauðsynlegrar uppbyggingar framleiðslu- iðnaðarins á aðlögunartimabilinu hafi ekki verið fyrir hendi enda hefði iðnaður og þar með útflutningur iðnaðarvara ekki þróast og vaxið sem skyldi. Þá segir það að siðustu tölur sýni að afkoma framleiðslu- iðnaðarins sé verri árið 1975 en árin 1973 og 74. Siðan er vísað til eldri röksemda félagsins, sem sendar voru ríkisstjórninni. Leggur félagið áherslu á að allar grein- ar iðnaðarins fái framlengdan aðlögunartima. Svar viðskiptaráðuneytisins er einkar athyglisvert og segir þar meðal annars að vafalaust sé hægt að fá samþykki að minnsta kosti EFTA fyrir þvi að framlengja aðlög- unartíma fyrir ákveðnar vörutegundir, „ef sýnt er framá með skýrum rökum og upplýsingum, að tolla- lækkanir hefðu valdið miklum samdrætti, atvinnu- leysi eða gjaidþroti í viðkomandi iðngrein, sem við teldum æskilegt að vernda“. í I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.