Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1976 23 ÞAÐ VAR um algjöra einstefnu að ræða þegar Valur lék við Breiðablik nú um helgina og voru yfirburðir Valsmanna svo miklir að þeir hefðu sennilega getað far- ið langt yfir 100 stig ef þeir hefðu kært sig um, en leiknum lauk með yfirburðasigri Vals, 94—57. Það er annars lftið um leikinn að segja, Breiðabliksmenn gátu nán- ast ekki neitt og eftir 10 mfnútna leik höfðu þeir aðeins skorað 4 stig, en í hálfleik var staðan 51—18 Val 1 vi). 1 seinni hálfleik slökuðu Valsmenn talsvert á og tókst Breiðabliksmönnum að skora 39 stig gegn 43 Valsmanna f seinni hálfleik og bjarga sér þannig frá gffurlegu tapi. Leikur Valsmanna var nokkuó skemmtilegur á köflum og bar þar hæst góðan leik þeirra Þóris Magnússonar og Rikharðs Hrafn- kelssonar og var gaman að sjá hvernig þeir léku á slaka Breiða- blikavörnina og margar af körf- um þeirra voru mjög fallegar, en það verður vissulega að hafa það i huga að mótstaðan var nánast engin og er því þessi stóri sigur Valsmanna ekki neinn raunveru- legur mælikvarði á getu þeirra. Flest stig Vals skoruðu þeir Þórir, 31, og Rikharður, 24. Það er alveg greinilegt hvað lið Breiðabliks verður i röðinni þeg- ar upp verður staðið að loknu keppnistímabili og það virðist ekkert geta komið í veg fyrir fall þeirra og þeir vinna tæplega nokkurn einasta leik. Frammi- staðan í þessum leik var mjög slök og lið sem ekki skorar nema 18 stig 1 hálfleik getur ekki náð langt. Skástu menn Breiðabliks í þessum leik voru þeir Óskar Bragason, Rafn Thoroddsen og Guttormur Ólafsson, en Rafn varð þeirra stigahæstur með 15 stig Guttormur skoraði 14 og Óskar 12. H.G. Jón Sigurðsson skorar f leik Ármanns og KR, en hann bar algjörlega óstöðvandi og mega Armenningar þakka honum sigurinn eins og svo oft áður. ÍR-INGAR LÁTA EKKIAD SÉR HÆÐA OG SÚHU TVÖ STIG í NJARÐVÍK var rúmlega hálfnaður og var þá staðan orðin 56—46 IR í vil. Njarðvíkingar sóttu sig svo tals- vert i lokin og lauk leiknum með tveggja stiga mun, 67—65 IR í vil. Leikurinn einkenndist af sterk- um varnarleik beggja liða eins og úrslitatölur sýna, Njarðvíkingar léku stífa pressuvörn allan leik- inn, en iR-ingar léku hins vegar svæðisvörn og kom hún nokkuð vel út hjá þeim. Pressuvörn Njarðvíkinganna gaf hins vegar þeim Kolbeini Kristinssyni og Kristni Jörundssyni fullmikla möguleika á gegnumbrotum og hraðaupphlaupum og skoruðu IR- ingar flest stig sín á þann hátt. Beztu menn iR-inga voru Þeir Kristinn Jörundsson sem stjórn- aði öllu spili liðsins og Kolbeinn Kristinsson sem skoraði mikið af stigum eftir vel útfærð hraðaupp- hlaup. Einnig átti Agnar Friðriks- son góðan leik og skoraði hann góð stig á réttum augnablikum. Kolbeinn varð stigahæstur IR- inga með 25 stig, en Agnar skor- aði 13 og Kristinn 11. Njarðvíkingar áttu allir fremur jafnan leik en þeir Stefán Bjarka- son og Geir Þorsteinsson voru þó einna beztir þeirra. Flest stig skoruðu þeir Geir og Stefán, 11 hvor, Gunnar Þorvarðarson og Brynjar Sigmundsson skoruðu 10 stig hvor og Jónas Jóhannesson skoraði 9 stig. H.G. ingar náðu frumkvæðinu alltaf aftur, til dæmis var tvfvegis jafnt í fyrri hálfleik, 20—20 og 26—26, en fyrri hálfleik lauk svo með 31—29 IR í vil. Njarðvikingar jafna svo tvívegis aftur í byrjun seinni hálfleiks, svo kom góður kafli hjá IR og þeir náðu 10 stiga forystu þegar seinni hálfleikur Kristinn Jörundsson fyrirliði IR leiddi menn sfna til sigurs gegn Njarðvfkingum f „Ijónagryfj- unni“ um helgina og hlaut þannig góðan sigur I brúökaupsgjöf, en hann gifti sig strax að leik lokn- um og Morgunblaðið óskar hon- um til hamingju með hvort tveggja. Þórir Magnússon f baráttu við blikana og augnabliki sfðar lagði hann knöttinn f körfuna, en hann skoraði alls 31 stig f leiknum og flest á fallegan hátt ýmist með langskotum eðagegnum brotum. ÍR-INGAR komu nokkuð á ðvart með öruggum sigri yfir UMFN á laugardag- inn, en leikur liðanna var leikinn á heimavelli Njarðvíkinga og fyrir fram var reiknað með því að þeir töpuðu ekki leik þar, en svo virðist sem Njarð- víkingar séu ekki eins sterkir og við var búizt, enda voru 2 fyrstu leikir þeirra enginn mælikvarði á stöðu þeirra þó að þeim tækist að vinna Val og UBK með miklum mun. En gangur leiksins var annars sá að iR-ingar náðu forystu strax i leiknum og héldu þeir 4—6 stiga forystu út mest allan leikinn, en Njarðvíkingum tókst reyndar að jafna nokkrum sinnum, en IR- STAÐAN STAÐAN f körfuknattleiknum er nú þannig að Ármann er eina taplausa liðið en Fram og Breiða- blik hafa enn ekki unnið leik. L U T skoruð st. st. Ármann 3 3 0 257—226 6 UMFN 3 2 1 233—164 4 lR 3 2 1 231—212 4 is 2 1 1 176—162 2 KR 2 1 1 156—169 2 Valur 3 1 2 218—210 2 Fram 2 0 2 139—178 0 Breiðablik 2 0 2 101—188 0 Miklir yfirburðir Vals yfir slöku Breiðabliksliði KR-INGAR REÐU EKKI VIÐ JON SIGURÐSSON OG ÁRMANN SIGRAÐI LEIKUR KR og Ármanns var ekki jafn spennandi og skemmtilegur eins og við hafði verið búizt og kom öruggur sigur Ármanns, 88—74, nokkuð á óvart, en þeír voru einfaldlega betri og verðskulduðu fyllilega sigur í þessum leik og var það stórleikur Jóns Sig- urðssonar sem bar hæst og réðu KR-ingar ekkert við hann. En gangur leiksins var annars sá, að Ármenningar tóku foryst- una strax 1 upphafi og skoruðu þeir hverja körfuna á fætur ann- arri úr góðum hraðaupphlaupum, sem KR-vörnin réð ekkert við og hefur hún liklega sjaldan verið jafn slök og í þessum !eik. Þegar fyrri hálfleikur var rétt rúmlega hálínaður var kominn 10 stiga munur og staðan orðin 33—23 Ár- manni í vil, em KR-ingar sóttu sig nokkuð í lok hálfleiksins og náðu að minnka muninn niður i 4 stig, 46—42, en í hálfleik var staðan 48—42 Ármanni i vil. I seinni hálfleik höfðu Ármenn- ingar svo alltaf nokkra forystu, mest 14 stig á 16. mínútu og lauk leiknum með þeim mun eða 88—74. Ármenningar léku þennan leik mjög vel, voru sterkir i vörninni og ákveðnir í sóknaraðgerðum slnum og það var greinilegt að þ'eir ætluðu sér að vinna leikinn. Beztu menn Ármanns í þessum leik foru tvímælalaust Jón Sig- urðsson, sem átti stórleik og réðu KR-ingar ekkert við hann og Jimmy Rogers, sem skoraði mikið af stigum og hirti auk þess öll fráköst sem hann reyndi við. Einnig áttu þeir Jón Björgvinsson og Björn Christenssen góóan leik. Flest stig Ármanns skoruðu þeir Jón Sigurðsson 27, Jimmy Rogers 21, Björn Christenssen 15 og Jón Björgvinsson 12. KR-ingar áttu fremur slakan leik að þessu sinni og var baráttu- leysi þeirra með einsdæmum ög var eins og þeir sættu sig viö tap strax i upphafi leiksins. Það er heldur varla hægt að segja að þeir hafi náð einu einasta frákasti í leiknum og auðvitað munar mikið um það en þegar baráttuna vantar vinnst leikurinn ekki og það var ljótt að sjá hve einstaka menn létu tapið fara i skapið i sér. Beztu menn liðsins i þessum leik voru þeir Kolbeinn Pálsson og Einar Bollason, Kolbeinn skor- aði 21 stig og Einar 15. ÍIG.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.