Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER 1976 Fundur NA-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar: Reyna A-Evrópuríkin að spoma við 200 mílna fiskveiðilögsögu EBE? Takmarkið: Engin slysaalda 1 ár Ekkert lát á óhöppum í umferðinni en slys eru fá SlÐASTLIÐNA helgi bárust samtals 52 tilkynningar um . árekstra til lögreglunnar í Reykjavík, en það hefur aðeins einu sinni átt sér stað fyrr að útköll vegna árekstra voru yfir 50, en það var helgina á undan. Að vísu voru 20 þessa árekstra mjög smávægilegir, en meðal hinna urðu 3 minni háttar slys. Þessa sömu helgi í fyrra urðu útköllin 26 og þótti okkur samt nóg um. Þá slösuðust líka 3, en einn þeirra alvarlega. Ef þetta ástand verður áfram næstu helgar má vart búast við góðu þegar færð á vegum fer að spillast fyrir alvöru þegar snjórinn og hálkan koma, ef ekki er hægt að gera betur þegar skyggni og færð eru jafn- góð og undanfarið. Ég er líka á þeirri skoðun að í jólamánuðin- um er hægt að verja tíma og fjármunum á betri veg en að þurfa að láta gera við bifreiðina eða greiða sjálfsábyrgð, eftir að hafa verið -valdur að umferðaróhappi, eða það sem mun verra er að liggja á sjúkra- húsi eða vera óvinnufær vegna meiðsla, sem væru afleiðing augnabliks óaðgæzlu þinnar. (FGG — slysadeild lögregl- unnar). Raforkuverð hækkar um 25% vegna Sigöldu STJÖRN Landsvirkjunar hefur undanfarið fjallað um rekstrar- áætlun fyrirtækisins fyrir árið 1977 með tilliti til aukins kostn- aðar vegna verðbólgu og gengis- sigs á þessu ári og aukinna út- gjalda á næsta ári við að Sigöldu- virkjun verður þá tekin í rekstur. Áætlanir Landsvirkjunar sýna að, að til þess að standa straum af þessum viðbótarútgjöldum næsta árs, þurfi að hækka rafmagnsverð Landsvirkjunar til almennings- rafveitna um minnst 25% frá og með 1. janúar 1977. Til rökstuðnings þessu, sendi Landsvirkjun frá sér fréttatil- kynningu með yfirliti um þann viðbótarkostnað, sem hér um ræð- ir, en auk þess er dregin saman áætluð tekjuaukning til mótvæg- is. Aukning útgjalda í rekstri 1977 miðað við 1970 áætlast alls 1.661 milljón krónur, sem sundur- liðast þannig, að aukning vegna núverandi kerfis án Sigöldu, þ.e. rekstrar- og viðhaldskostnaður, afskriftir og frádregnir vextir nema 69 milljónum króna. Aukn- Kjarvalsstaðir: „Líflegt að líta inn” til Veturliða Sýningu hans lýkur í kvöld MALVERKASYNING Vetur- liða Gunnarssonar listmálara lýkur á Kjarvalsstöðum i kvöld, en Vesturliði sýnir tals- vert á annað hundrað myndir í Framhald á bls. 31 ing vegna Sigölduvirkjunar, sem kemur í rekstur 1977, rejcstrar- og viðhaldskostnaður, vextir og afskriftir nema 1.592 milljónum eða samtals 1.661 milljón. Af þessu er ljóst, að 96% af kostnaðaraukningu Landsvirkj- unarkerfisins á næsta ári stafar af því, að Sigölduvirkjun er tekin i rekstur á árinu, en aðeins 4% stafa af kostnaðaraukningu nú- verandi kerfis. Þessari miklu út- gjaldaaukningu getur Landsvirkj- un mætt með fernu móti. I fyrsta lagi með fé úr eigin rekstri að óbreyttu verði og rafmagnssölu, í öðru lagi koma til auknar tekjur vegna aukinnar raforkusölu til al- menningsrafveitna og stóriðju á næsta ári, í þriðja lagi koma til auknar tekjur vegna endurskoð- unar samninga við ÍSAL og Áburðarverksmiðju ríkisins og í fjórða lagi auknar tekjur vegna áhrifa frá 25% hækkun á verði til Framhald á bls. 31 FUNDUR Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndarinn- ar hófst I London I gærmorgun og eitt helzta mál fyrstu daga fund- arins verður framtfð nefndarinn- ar og þá hlutverk hennar eftir að Efnahagsbandalagslöndin hafa fært fiskveiðilögsögu sfna I 200 mflur 1. janúar n.k. Þá verður einnig mikið rætt um framtfð sfldveiðanna f Norðursjó, en lagt hefur verið til að þær verði bann- aðar með öllu á næsta ári, sem reyndar hefur verið gert áður. Morgunblaðið hafði samband við Þórð Ásgeirsson, formann ís- lenzku sendinefndarinnar i Lond- on í gærkvöldi. Sagði hann að lítið hefði gerzt á fundinum í gær, nema hvað fulltrúar EBE-rikja hefðu verið á sérfundum og rætt Bildudalur: 200 bíl- hlöss af aur- skridu Bíldudal, 22. nóv. AURSKRIÐAN sem féll hér í roki og rigningu s.l. föstudags- kvöld stórskemmdi tvær lóðir húsa i bænum, en þegar skrið- an kom niður fjallshlíðina rann hún fyrst yfir lóð Dal- brautar 18, siðan yfir götuna og á lóð hússins handan við götuna, Dalbrautar 17. Tjónið af völdum aurskriðunnar nem- ur hundruðum þúsunda króna. Búið er að hreinsa helming aurleðjunnar, eða tæplega 100 bílhlöss og annað eins er eftir. Páll. SAMVINNUNEFND banka og sparisjóða auglýsti um helgina að frá og með 20. nóvember gengju f gildi nýjar reglur er varða hlaupareikninga. Nú er hætt að senda ávfsanir á hlaupareikninga til innheimtu hjá Seðlabanka Is- lands, en f stað þess annast við- komandi viðskiptabanki sjálfur sín vandamál og fundarmenn rætt síðan framtíð nefndarinnar Framhald á bls. 31 72% kjörsókn í Laug- arnesprestakalli: Metkjörsókn í Reykjavík um árabil 72% kjörsókn var i prests- kosningunni í Laugarnespresta- kalli um helgina, en þar voru i kjöri séra Jón Dalbú Hróbjarts- son og Pjétur Þ. Maack. Kjörsókn- in er með því mesta sem hefur verið í Reykjavik um langt árabil, en alls kusu 2155 manns af 3018 sem voru á kjörskrá. Fólk beið við kjörstaði þegar þeir voru opnaðir á sunnudagsmorgun og var jöfn kjörsókn allan daginn að sögn séra Ólafs Skúlasonar dómprófasts. Kvað hann mjög ánægjulegt hve kjörsókn hefði verið mikil. Kosningin er lögmæt, en atkvæði verða talin á skrifstofu biskups n.k. fimmtu- dag. Allt í lagi hjá Fær- eyingunum LANDHELGISGÆZLAN kannaði í fyrradag veiðarfæri færeyskra togara við landið og reyndust þau vera í stakasta lagi og samkvæmt settum reglum. AIls eru um 5 Færeyingar við landið á veiðum um þessar mundir. innheimtu innstæðulausra tékka og tekur 2,5% dráttarvexti á mánuði og fyrir hvern byrjaðan mánuð af upphæðinni. Um leið og yfirdráttur verður á hlaupareikningi fram yfir það, sem viðskiptavinur hefur skrif- legan samning um, verður reikningnum lokað og hann ekki opnaður aftur fyrr en viðkomandi hefur gert grein fyrir kröfum bankans. Við ítrekuð brot verður reikningi lokað fyrir fullt og allt. Hafi viðskiptavinur t.d. gefið út 25 þúsund króna ávísun á 20 þúsund króna innstæðu, greiðir hann aðeins vexti af þeim 5 Framhald á bls. 46 Vængir komnir af stað aftur FLUGFÉLAGIÐ Vængir hóf aftur áætlunarflug s.l. sunnudag með 9 sæta Ilander vél sinni, en samkvæmt upplýsingum Ómars Ólafssonar flugmanhs er ómögu- legt að sinna eðlilegu áætlunar- flugi og þjónustu með litlu vél- inni einni. Ómar kvaðst vonast til þess að stærri vélarnar kæmust í gagnið innan tíðar jafnvel um næstu helgi og þá ætti að fara að rætast úr málunum, enda ekki seinna vænna fyrir jóla- umferðina. „Ódýrara að kasta skít i lögregl- una en að gleyma stöðumæli” Lögreglumenn óánægdir med lágar sektir eftir ólætin á Hótel íslandsplaninu ekki við þetta eina mál heldur Morgunblaðinu tókst ekki að „Það er ódýrara að kasta skft I lögregluna heldur en að gleyma að setja pening I stöðu- mæli,“ sagði einn af varðstjór- um lögreglunnar í samtali við Morgunblaðið I gær, en tölu- verðrar óánægju gætur nú með- al lögreglumanna vegna af- greiðslu sakadóms á málum ungmenna þeirra sem gerðu að- súg að þremur lögreglumönn- um á föstudag á Hótel tslands- planinu eða Hallærisplaninu, eins og það er einnig nefnt. Munu ungmennin flest hafa hlotið um 1000 króna sekt fyrir þátttöku f þessum ólátum. Fyrrgreindur varðstjóri á miðbæjarstöð lögreglunnar sagði ennfremur í viðtali við Morgunblaðið, að óánægja lög- gæzlumanna einskorðaðist þó væri það mjög algeng skoðun innan lögregluliðsins, að dóms- valdið styddi ekki nægilega við bakið á lögreglumönnum með háum sektargreiðslum f þeim tilfellum, er þeir yrðu fyrir að- kasti í eða vegna starfa síns. Lögreglustjórinn í Reykjavík, Sigurjón Sigurðsson staðfesti i samtali við Morgunblaðið að honum hefði borizt til eyrna óánægja lögreglumanna vegna þessa máls og væri nú verið að kanna það nánar af hálfu em- bættisins, þannig að hann kvaðst ekki vilja fjölyrða um það frekar á þessu stigi. ná tali af sakadómsfulltrúa þeim, sem fékk mál ungmenn- anna til meðferðar eftir atburð- inn á Hótel íslandsplaninu. Hins vegar ræddi Mbl. við Gísla Guðmundsson, rannsóknarlög- reglumann og formann Lög- reglufélags Reykjavíkur. Hann kvað - formlegar kvartanir vegna þessa máls ekki hafa bor- izt félaginu, en hann hefði óneitanlega frétt af því og leit- að nánari upplýsinga hjá full- trúanum sem afgreiddi þessi mál. Hefði hann gefið þær skýr- ingar, að honum væri ekki Breytt meðferð inn- stæðulausra hlaupa- reikningstékka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.