Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. NÖVEMBER 1976 Fíkniefnamálið: Einum sleppt um helgina EINUM manni var sleppt úr gæzluvarðhaldi á laugardaginn, en hann hafði setið inni rúma viku vegna rannsóknar fíkniefna- málsins mikla. Sitja þá inni tveir ungir menn vegna rannsóknar málsins. — Krafla Framhald af hls. 48 búningsvinnu í gær kom í ljós að fóðringin hefur bognað líklega af völdum jarðhræringa eða jarð- skjálfta. Þegar borsköftum var rennt niður i fóðringuna, sem er 9 tommur að innanmáli strandaði allt á um 75 metra dýpi, en fóðringin nær niður á 650 metra dýpi. Borsköftin eru um 7 tommur á þykkt. Hins vegar gekk ágætlega að koma niður hitamæli- tækjum, sem eru aðeins l‘A tomma á þykkt og um 1 ‘A metri á lengd og voru látin síga niður á 110 m dýpi. Ef aflögunin á rörinu er einhver að ráði er mikil hætta á þvi að borinn bori sig út úr rörinu ef borun verður reynd og þá er holan ónýt. Um þessar mundir er verið að flytja Jötunn aftur á borstæði holu nr. 9, en þar var borun hætt 12. okt. sl., er leirhver opnaðist í námunda við holuna. — Rúmenar Framhald af bls. 1. sovézki leiðtoginn hafi hrifist mjög af móttökunum. Eftir virðulega móttökuathöfn á Scinteiatorgi í Búkarest, þar sem Brezhnev hélt stutta ræðu og þeir Ceausescu tóku þátt í þjóð- dansi, áttu leiðtogarnir fyrsta viðræðufund sinn og ræddust við í tæpar tvær klukkustundir. I fréttatilkynningu var sagt að þeir hefðu fjallað um mörg sameigin- leg hagsmunamá! ríkjanna og viðræðurnar hefðu verið mjög vinsamlegar og opnar. Bendir þetta til að vel hafi farið á með þeim, því ef um stirðar viðræður er að ræða er yfirleitt komist þannig að orði í tilkynningum að viðræðurnar hafi verið hrein- skilnar. Á sama tíma og Rúmenar fögnuðu Brezhnev gáfu þeir einnig til kynna að þeir vildu auka tengsl við Vesturlönd því að í gærkvöldi undirrituðu þeir Ceausescu og Elliot Richardson, viðskiptaráðherra Bandaríkj- anna, sem verið hefur í heimsókn í Rúmeníu, 10 ára samning um samvinnu i efnahagsmálum og ræddi forsetinn við Richardson í 90 mínútur áður en hann fór út á flugvöll í dag til að fagna Brezhnev. — Mansfield Framhald af bls. 1. haft alvarlegar afleiðingar fyrir framtíðarstefnu Bandaríkjanna á Kyrrahafssvæðinu, þar sem það gæti orðið til að styrkja þau öfl í Kína, sem vilja vinna að nánari samskiptum Kína og Sovétríkj- anna.“ Hann bætir þvf við að Kína sé gífurlega stórt og auðugt land, sem fjölmenn og iðjusöm þjóð byggi, og ljóst sé að áhrif Kina á heimsmálin eigi eftir að stórauk- ast á næstu áratugum. Mansfield hefur áður hvatt Bandarfkja- stjórn til þess að hætta að skipta við Taiwanstjórn sem stjórn alls Kfna. Hann sendi eintak af skýrslu sinni til Fords forseta og Carters, kjörins forseta. — Líbanon Framhald af bls. 1. og varaði stjórn landsins Sýrlend- inga við því að koma of nálægt landamærunum. Talsmaður stjórnarinnar sagði að ekki mætti túlka liðsaukann sem sóknarað- gerðir af hálfu tsraela, aðgerðirn- ar miðuðu aðeins að þvi að koma í veg fyrir að Sýrlendingar breyttu einhliða herstöðunni og til þess að hamla gegn aukinni starfsemi hryðjuverkamanna á landamær- unum. Sem kunnugt er skutu skæruliðar Palestinumanna eld- flaugum að baðstrandarbæ f ís- rael og israelskir hermenn skipt- ust á skotum við skæruliða yfir landamærin. Ekkert hefur verið sagt um mannfall í þessum átök- um. Peres, varnarmálaráðherra ísraels, sagði að stjórn sín liti þessar árásir mjög alvarlegum augum og myndi gera ráðstafanir til að tryggja öryggi byggðanna við norðurlandamærin. — Spánn Framhald af bls. 1. teknir ætti stjórnin yfir höfði sér ásakanir um ólýðræðislegt fram- ferði. Vinstrimenn í stjórnarand- stöðunni í landinu hafa hótað að taka ekki þátt í þjóðaratkvæða- greiðslunni ef öllum stjórnmála- flokkum, þ.á.m. kommúnistum, verði ekki leyft að starfa í land- inu. — Loðnumjöl Framhald af bls. 48 leiðslu næstu loðnuvertfðar, en það er meira.en 1/5 af heildar- mjölframleiðslunni á s.l. vertíð. Þegar byrjað var að selja fyrir- fram munu hafa fengist um 6.50 dollarar fyrir proteineininguna, en mest var selt á verðinu 6.85 dollarar. Pétur Pétursson hjá Lýsi h.f. sagði, að lítið lýsi væri nú til í landinu og þvf lítið selt, en þeir væru nýbúnir að selja smá- magn á 420 dollara tonnið. Sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem hann hafði fengið erlendis væri ekki hægt að fá meira en 415 dollara fyrir lýsistonnið, sem selt væri fyrirfram. En hann hefði á tilfinningunni að markaðurinn væi nokkuð stöðugur um þessar mundir. — Loðnuveiði Framhald af bls. 48 Sagði Sveinn, , að loðnan hefði dýpkað á sér undir morguninn, en bátur sem þá kom á miðin ekki náð að gera neitt. Hann sagði, að í fyrradag hefði ís rekið yfir svæðið, þar sem skipin voru að veiðum nóttina áður, en f gær hefði hann rekið burt á ný. Þeir á Skarðsvík hefðu leitað á þessu svæði og lftið fundið, en norðan við það svæði hefðu fundist sæmilegar torfur i gær. Skipin, sem tilkynntu um afla til loðnunefndar í gær, voru þessi: Gísli Arni RE 550 lestir, sem skipið fór með til Reykjavikur, Eldborg GK 550 lestir, fór til Hafnarfjarðar, Ásberg RE 350 lestir, fór tii Reykjavíkur, Helga 2, 360 Iest- ir, fór til Reykjavikur, Hrafn GK 400 lestir, fór til Grinda- víkur, og Kap 2 350 lestir, fór til Siglurfjarðar. — Hæstiréttur Framhald af bls. 48 þátt f framburði ungmennanna, m.a. vegna fyrri framburða þeirra, sem leiddi til þess að 4 menn sátu vikum saman f gæzlu- varðhaldi, en var síðan sleppt. Aftur á móti mun rannsóknarlög- reglan leggja mesta áherzlu á að kanna samband umrædds manns við ungmennin og telur hún að hann búi ef til vill yfir vitneskju, sem gæti reynzt mikilvæg við lausn málsins. Yfirheyrslur fóru fram um helgina og einnig leit- uðu flokkar manna á Álftanesi á laugardaginn f sambandi við rannsókn Geirfinnsmálsins, en sú leit mun ekki hafa borið árangur. Að venju mun Mbl. ekki birta nafn mannsins nema frekari ástæður liggi til. .Dómur Hæstaréttar var þannig i heild: Ár 1976, laugardaginn 20. nóv- ember, var í Hæstarétti i málinu nr. 218/1976: Ákæruvaldið gegn Varnaraðila uppkveðinn svohljóðandi dómur: Með kæru 13. nóvember 1976, sem barst Hæstarétti 17. s.m., hef- ur varnaraðili samkvæml heimild í 3. tölulið 172. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála skotið máli þessu til Hæsta- réttar og krafist þess, að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Verjandi hans krefst máls- varnarlauna úr rfkissjóði. Rfkissaksóknari krefst þess, að úrskurðurinn verði staðfestur. Geirfinnur Einarsson hvarf að kveldi 15. nóvember 1974. Svo sem greinir í hinum kærða úr- skurði, hafa nafngreindir menn borið á varnaraðilja, að hann hafi ásamt fleiri mönnum veitt Geir- finni Einarssyni áverka þetta kvöld, svo að leitt hafi til bana. Var nægilegt tilefni til að hneppa varnaraðilja í gæzluvarðhald sam- kvæmt 1. tölulið 67. gr. laga nr. 74/1974. Samkvæmt þessu ber að staðfesta hinn kærða úrskurð. Skiptir í því efni eigi máli, hvort lögreglumenn handtóku varnar- aðilja að morgni 12. nóvember 1976 að skipun dómara sam- kvæmt 1. mgr. 59. gr. laga nr. 74/1974 eða ekki, svo sem verj- andi telur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur i kærumáli þessu. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera óraskaður. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, hefur það aðeins einu sinni gerst, að Hæstiréttur hafi ógilt gæzluvarð- haldsúrskurð, sem til hans var skotið. — Þrír togarar Framhald af bls. 48 og sveifarásinn eyðilagst. Áður hefði verið búið að setja vélina niður í Ólaf Jónsson, en ekkert óeðlilegt komið fram. Sagði Stefán að Guðmundur Karlsson, Olafur B. Olafsson og Ásgrfmur Pálsson væru nú staddir í Pól- landi til að kynna sér málið. Þá sagði hann, að ef hætt yrði við að taka við vélinni í Klakk, yrði að likindum skipt um vélar í hinum togurunum tveim. Þó svo yrði þyrfti það ekki að þýða að mikil seinkun yrði á afhendingar- tíma þeirra. Nohab-Polar verk- smiðjurnar f Svíþjóð framleiddu aðalvélar sem pössuðu við gfrinn í togurunum Hægt yrði að fá fyrstu vélina frá þeirri verk- smiðju eftir þrjár vikur, og hinar tvær með tveggja vikna millibili. — Breytt meðferð Framhald af bls. 2 þúsund krónum, sem eru umfram innstæðuna. Samkvæmt upp- lýsingum, sem Mbl. fékk í gær hjá Guðmundi Guðmundssyni, deildarstjóra f ávísana- og hlaupa- reikningsdeild Landsbankans, hafa bankar yfirleitt ekki tilkynnt viðskptavinum, þótt þeir fari yfir ákveðna yfirdráttar- heimild eða yfirdragi reikninga, sem ekki er heimilt að yfirdraga. Þó kvað hann þetta stundum gert við fyrsta brot, en kæmi þetta fyrir æ ofan f æ, þá væri reikningnum einfaldlega lokað. Nú verða ávfsanir á hlaupa- reikninga ekki lengur sendar f Seðlabankann til innheimtu, heldur munu bankarnir sjálfir innheimta innstæðulausar ávísan- ir hjá viðskiþtamönnum sfnum. Innleysi t.d. Landsbankinn ávís- un á Iðnaðarbankann, sem ekki reynist innstæða fyrir og Iðnaðar- bankanum tekst ekki að inn- heimta hana, myndi hann senni- lega senda hana til baka f Lands- bankann með þeim ummælum að reikningnum hafi verið lokað. Þegar þannig er komið og ekki hefur tekizt að innheimta ávfsun- ina, sendir Landsbankinn ávisun- ina til Seðlabankans. Iðnaðar- bankinn eða sá banki, sem f hlut á, má ekki endursenda slfka ávfs- un nema loka reikningnum um leið. Breytingin frá þvf kerfi, sem áður gilti er f raun sú, að ekki verða lengur bókfærðir tékkar, sem ekki er til innstæða fyrir. Tékkar, sem koma og bókast ekki á reikningana, verða sendir í pósti til útgefanda ásamt sérstök- um tilkynningum til viðtakanda um að koma og greiða þá ásamt dráttarvöxtum og innheimtu- kostnaði. Ofangreint nær enn aðeins til hlaupareikninga, en fyrirhugað er að þetta kerfi nái einnig til ávísanareikninga. Enn hefur þó ekki verið ákveðið, hvenær sú skipan verður tekin upp við ávísanareikninga. Reglur um ávisanareikninga verða áfram eins og þær voru og eru allir innstæðulausir tékkar sendir til Seðlabankans til innheimtu. — 35. fiskiþing Framhald af bls. 18 sem hér segir undangengin tvö ár: Millj.kr. Greitt vegna 1975 94.1 Greitt vegna 1976 101.3 Greiðslum vegna ársins 1976 er ekki lokið. Verði þessi skip bótaskyld hjá Aflatryggingasjóði koma bætur til frádráttar greiðslum þessum. Már Elísson vék síðar í skýrslu sinni að nýtingu fiski- miðanna við landið og sagði m.a. að markmið okkar um sam- hæfingu afrakstursgetu mið- anna og afkastagetu flotans væri enn langt undan. Þá lét fiskimálastjóri fundarmönnum í té eftirfarandi töflu um afla botnlægra tegunda á Islands- miðum 1971—1975. Sagði fiski- málastjóri að glögglega sæist á töflunni hvernig íslendingar hefðu aukið hlutdeild sína í veiðum þessara tegunda undan- farin ár — úr 52% 1971 í 69% 1975. En einnig kæmi í ljós, að heildarafli okkar hefði aukist lítið á timabilinu, þrátt fyrir mikla sóknaraukningu. 1971 1972 1973 1974 1975 þús.lestir þús. Iestir þús. lestir þú s.lestir Belgía 14.3 10.5 7.7 7.9 7.3 Bretland 210.0 Í84.5 154.6 142.1 116.5 V-Þýzkaland 124.7 94.1 91.7 68.1 54.9 Sovétrikin 7.3 1.2 1.1 12.6 Noregur 3.6 2.6 1.6 1.6 2.2 Pólland 1.3 0.4 0.5 Færeyjar 15.1 16.2 21.5 19.5 15.6 Frakkland 7.3 X 0.6 0.2 A-Þýzkaland 7.0 4.5 0.3 0.4 Alls erl. þj. 383.6 314.0 279.0 252.9 196.5 ísland 417.4 377.2 390.5 415.6 341.9 — Hamranes Framhald af bls. 15 skírskotun til forsendna héraðsdóms verður eigi talið, að orsakirnar að skips- tapanum verði raktar til hernaðarað- gerða eða annars þess, sem stríðstrygg- ingin tekur til. Ber því að staðfesta lausn héraðsdóms um þessa kröfu. Með vátryggingarskírteini 1. janúar 1972 tók stefndi að sér að vátryggja húf b/v Hamraness. Var vátryggingarfjár- hæð ákveðin 15.000.000 krónur, en eigin áhætta 250,000 krónur. Þá vátryggði stefndi sama dag veiðarfæri skipsins fyr- ir 800.000 krónur og afla fyrir 1.500.000 krónur. Sterkar líkur eru að þvi leiddar, að b/v Hamranes hafi farist vegna spreng- ingar, sem orðið hafi í fiskilest þess af manna völdum. Einnig benda sakargögn sterklega til þess, áð áfrýjendurnir Bjarni, Haraldur og Hreiðar hafi, áður en skipið fórst, haft samráð um, að þvi skyldi sökkt til að vátryggingarfé þess fengist greitt. En þótt eigi yrði talið, að skipið hafi farist af völdum sprengingar, sem þessir áfrýjendur hafi af ásettu ráði átt hlut að, verða athafnir áfrýjandans Bjarna, eftir að leki kom að skipinu, ekki skýrðar á annan veg en þann, að hann hafi visvitandi haldið að sér hönd- um um björgun þess. Að mati sjó- og verslunardóms kom hann með aðgerðar- leysi sínu í veg fyrir björgun skipsins. Verður að leggja þetta til grundvallar dómi i málinu. Af framansögðu leiðir, að áfrýjandinn Bjarni getur eigi krafið stefnda um vátryggingarbætur sér til handa vegna ákvæða 52. gr. laga nr. 20/1954. Þegar litið er til þess, að Har- aldur og Hreiðar voru hvor um sig eig- andi að þriðjungi skipsins með honum, hagsmuna þeirra af þvl, að skipið bjarg- aðist ekki, og þeirra likinda, sem á því eru, að áfrýjandinn Bjarni hafi mátt ætla, að vilji þeirra stæði til þess, að skipið færist, þykir nefnt lagaákvæði leiða til þess, að þeir geti eigi heldur krafið stefnda um vátryggingarbætur að tiltölu við eignarhlutdeild sína i skipinu. Verður héraósdómur því staðfestur að því er varðar áfrýjandann Bjarna og þrotabú Haralds og Hreiðars, en rétt er, að þeir greiði stefnda 300.000 krónur i málskostnað fyrir Hæstarétti. Veðhafar fengu sitt Tvö fyrirtæki í Hafnarfirði, Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar og Vélsmiðja Hafnarfjarðar hf, höfðuðu meðalgöngu- sök I máli þessu. Bæði fyrirtækin áttu veð i Hamranesi og kröfðust þau þess, að Almennar tryggingar greiddu það tap sem þau höfðu orðið fyrir þegar skipið fórst. I héraðsdómi var tryggingafélagið sýknað af kröfum þeirra, en i Hæstarétti var það álit fjögurra dómara af fimm, að tryggingafélaginu bæri að greiða veðhöf- unum bætur. Niðurstaða Hæstaréttar varð þessi í málinu: DómsoTð: Stefndi, Almennar tryggirigar h/f, skal í máli þessu vera sýkn af kröfum áfrýjendanna Bjarna R. Guðmundsson- ar, þrotabús Haralds H. Júliussonar og þrotabús Hreiðars Júlíussonar. Þessir áfrýjendur greiði stefnda 300.000 krón- ur f málskostnað fyrir Hæstarétti. Stefndi greiði áfrýjandanum Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar 3.387.000 krónur með 8% ársvöxtum frá 20. júlí 1972 til 16. maí 1973, 10% ársvöxtum frá þeim degi til 15. júli 1974, 15% ársvöxtum frá þeim degi til 28. apríl 1976 og 15%% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags svo og 350.000 krónur í málskostnað i héraði og fyrir Hæstarétti. . Stefndi greiði áfrýjandanum Vél- smiðju Hafnarfjarðar h/f 1.040.000 krónur með 10% ársvöxtum frá 27. sept- ember 1973 til 15. júlí 1974, 15% ársvöxt- um frá þeim degi til 28. apríl 1976 og 15%% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags svo og 150.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómi þessum ber að fullnægja að við- lagðri aðför að lögum. Dóminn kváði upp hæstaréttardómar- arnir Magnús Torfason, Armann Snævarr, Logi Einarsson, Þór Vilhjálms* son og Benedikt Sigurjónsson. Sá siðast- nefndi skilaði sératkvæði um meðal- göngusökina og vildi sýkna tryggingafé- lagið af kröfum Bæjarútgerðarinnar og Vélsmiðju Hafnarfjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.