Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1976 FRA LEIBBEININGASTOfl HUSMÆflRA Niðurskorið kjöt- álegg í lofttæmdum umbúðum Það hefur tíðkast i nokkur ár að selja niður skorið álegg f lofttæmdum umbúðum. Um- búðirnar eru gerðar úr plast- þynnum og er 90-95% af loftinu sem í umbúðunum er, numið burt. Litið er þvi eftir af súrefni og dafna ýmsir gerlategundir því ekki verulega innan í slíkum umbúðum. Myglusveppir virð- ast ekki heldur dafna, enda hef- ur reynslan leitt i ljós að áiegg i lofttæmdum umbúðum myglar ekki nema ef gat hefur komist á umbúðirnar. Fitan þránar sið- ur, þar sem súrefni loftsins hef- ur ekki nema að litlu ieyti að- gang að henni. Plasþynnan kemur ennfrem- ur i veg fyrir, að áleggið þorni eða óhreinkist, einnig kemur hún að mestu ieyti i veg fyrir að það taki í sig bragð- og lyktar- efni frá öðrum matvælum. Neytendur verða hinsvegar að gera sér grein fyrir að vörur i lofttæmdum umbúðum eru ekki rottryggðar eins og niður- soðnar vörur og geta þær þvi ekki geymst, þar sem mörg mis- munandi atriði hafa áhrif á geymsluþolið. Óhætt er þó að gera ráð fyrir að álegg í loft- tæmdum umbúðum geymist helmingi lengur en f venjuleg- um umbúðum, svo framarlega sem umbúðirnar eru heilar og áleggið geymt þar sem hitastig- ið er ekki nema 5°C eða lægra. Hitastigið er það sem mestu máli skiptir varðandi geymslu- þol áleggsins. En gerlar marg- faldast þegar hitasitgið hækk- ar. Geymsluþolið eykst þegar salt er í álegginu þar sem salt bindur vatnið, en gerlar þurfa vatn til þess að geta dafnað. Einnig eykst geymsluþolið hafi áleggið verið reykt. Að fyllsta hreinlætis sé gætt við fram- leiðsiu og við pökkun áleggsins skiptir að sjálfsögðu einnig mikiu máli. Það óhapp getur viljað til að framleiðandi beri sýkla í fram- leiðsluna, þó að það eigi ekki að koma fyrir. I kjötálegg í loft- tæmdum umbúðum er það helst staphylococcus aureus sem dafnað getur i álegginu og þar með valdið matareitrun. En slik hætta er einungis fyrir hendi ef áleggið er geymt við of hátt hitastig. Það er þvi mjög áríð- andi að geyma áleggið á köldum stað. I verslunum ætti ekki að vera meira en 5“C þar sem áleggið er geymt og ætti hitamælir að hanga þar, til að sanna að hita- stigið sé ekki of hátt. Að sjáifsögðu verða neytend- ur ætið að geyma álegg heima hjá sér í kæliskáp, en láta það ekki liggja klukkutímum sam- an á eldhúsborðinu. Neytendum skal einnig á það bent, að nú er skylda að merkja allar unnar kjötvörur I neyt- endaumbúðum. Reglugerð þar að lútandi gekk i gildi 1. júlí s.l. A umbúðunum skulu vera greinilegar upplýsingar m.a. um heiti vörunnar, nettóþyngd innihalds, einingarvérð og sölu- verð vörunnar og um pökkunar- dag o.fl. Framhald á bls. 31 Björn Magnússon: Að lokinni svartolíuráðstefnu LAUGARDAGINN 13. nóv. 1976 var haldin ráðstefna um svart- olíunotkun á vegum sjávarútvegs- ráðuneytisins. Ellefu erindi voru flutt, og á eftir voru umræður. En hver er niðurstaðan eftir allt þetta tal? Ég efast um að nokkur af þeim útgerðarmönnum, sem þarna voru mættir, til þess að fá endan- lega úr þvi skorið hvort þeir eigi að taka svartoliu eða ekki, séu nokkru nær. SON (svartolíunefnd) er ennþá jafnsannfærð um eigið ágæti og efasemdarmenn eru ennþá með sömu efasemdirnar. Einhvernveginn finnst mér að rannsókn þessa máls sé ekki framkvæmd á réttan hátt. Hefði ekki verið réttara að taka nokkur skip með samá vélabúnað, og með svipaða aðstöðu — setja svartolíu í helminginn og halda áfram með gasoliu í hinum helmingnum og bera svo saman niðurstöður? Togarinn Narfi hefur notað svartoliu í fjögur ár. Illar tungur segja hroðalegt slit og óeðlilegt í vél togarans, á meðan aðstand- endur b.v. Narfa neita öllu slíku og segja aðeins eðlilegt slit. Meðan við sitjum ráðstefnuna heyrast sögur um að einn japanskur skuttogari — með svartolíubrennslu — hafi verið dreginn til Reykjavíkur með vélarbilun vegna svartolíu. I lok ráðstefnunnar kom fram maður og sagði okkur sorglega sögu um einn nýjasta skuttogar- ann okkar, sem stráx er hættur að brenna svartoliu, vegna skemmda af hennar völdum, þrátt fyrir full- kominn útbúnað. Og SON segir „ekki hannað af okkur“. Ég átti minn þátt i að Akraborg- in brennir núna svartolíu. A ráðstefnunni var ókkur sagt fká góðri reynslu af svartolíunotk- un í Akraborginni. Ég mótmæli því að hægt sé að tala um reynslu þótt búið sé að keyra vélar Akraborgar í 8 mán- uði með svartoliu án þess að gera nema mjög takmarkaðar athug- anir á vélum eftir 2—3 mánaða notkun í maí/júnf. Næsta athug- un á ekki að fara fram fyrr en eftir áramót. Að visu hefur ekk- ert skeð — sem betur fer — sem stöðvað hefur skipið, en „reynslu" er alls ekki hægt að tala um. Vonandi hefur SON rett fyrir sér i öllu og vonandi getum við sparað milljarða i olíukaupum í framtiðinni með því að oll okkar skip brenni svartoliu. En alltaf læðist að mér þessi spurning: Hversvegna brenna þjóðverjar ekki svartoliu i sínum togurum? Við höfum beztu svartolíu I heimi — það vitum við — en gætu þjóðverjar ekki gert sína svart- olíu jafngóða og okkar með því að blanda hana með gasoiiu og spar- að þannig hluta af kostnaði? Svona halda áfram að ásækja mig ýmsar spurningar. Til dæmis: Hvernig stendur á því að verð svartolíu er lægra hér en annars- staðar meðan aðrar olíutegundir eru dýrarj? Er eitthvað undarlegt við verðlagningu á olíu hér? Verður svartolía jafndýr og gas- olía þegar allir eru búnir að breyta skipum sínum? Og margar fleiri. Reykjavik, 14. nóvember 1976. Björn Magriusson WOLF BIERMANN hefur ort ljóð sem heitir Snemma. Það er stutt og er svona I morgun þegar ég naut þess að flatmaga f rúminu var ég skyndilega vakinn med harkalegri hringingu. (Jrillur og berfaettur stökk ég fram úr og opnaði dyrnar fyrir syni mfnum, sem hafði farið snemma eftir mjðlkinni vegna þess að það var sunnudagur. Þeir sem koma snemma eru sjaldan velkomnir. En svo drekkum við mjólkina þeirra. Ég birti þessa þýðingu í safni ljóðaþýðinga sem komu út hjá Helgafelli 1971 og nefnast Hillingar á ströndinni. I upplýsingum um höfundinn aftast í bókinni stendur þetta: „Wolf Biermann (1936 —) fæddist i Hamborg en fluttist til Austur-Þýzkalands 1953 og starf- aði lengi við leikhús Brechts: Berliner Ensemble. Hann er nútíma-Villon eða Bellman, visna- skáld, sem syngur ljóð sín sjálfur. Hann yrkir oftast pólitísk ljóð og lítur á sig sem marxista, en er fordæmdur sem „óvinur rikisins" austan megin við múrinn og verk hans bannfærð. Meðal ljóðabóka Biermanns er Die Drahtharfe (1965).“ Snemma er ef til vill ekki einkennandi ljóð fyrir skáldskap Wolfs Biermanns . Hann yrkir létta söngva og langar ballöður eins og til dæmis Vænstu ekki betri tima þar sem sagt er að þeir sem sviki hugsjón sósialismans Sárin gróa ekki eru þeir sem ákafast hrópi: BYGGIÐ UPP!!! Byggið upp! Allir vita við hverja hann á. Satt að segja hef ég alltaf átt erfitt með að skilja útlegð Bier- manns frá Vestur-Þýzkalandi og útlegð hans frá Austur- Þýskalandi kemur mér þess vegna ekki á óvart nú. Hann hefur eins og fleiri austur-þýsk skáld orðið að sætta sig við stranga ritskoðun og eftirlit, stundum svo persónulegt að friðhelgi heimilis hans hefur verið rofin. Bækur hans hafa komið út vestan múrsins, einnig plötur. Manni hefur skilist að hann hafi ætlað sér að siðbæta kommúnismann I Austur- Þýskalandi, að tilgangur hans hafi verið að hafa vit fyrir ráða- mönnum þar. Af þeim sökum teldi hann sig eiga heima i Austur-Þýskalandi. En nú er hann lika svo gagnrýninn á margt í fari landa sinna vestan megin, hina svokölluðu velferð tækni- veldisins Vestur-Þýskalands og sjálfumgleði að varla verður honum vært þar, enda leggur hann áherslu á að komast heim aftur. Hann hefur ort gegn stríðs- rekstri og afskiptum Bandaríkja- manna í fjarlægum löndum (Víet- nam, Suður-Ameriku) og það hefur gefið honum vissað byr fyrir austan, en nú vandast málið þegar spjótin beinast að þeim kommúnisma sem ræður í Austur-Þýskalandi. Það er einkennileg reynsla að hitta austur-þýska rithöfunda á alþjóðlegum rithöfundamótum. Þeir eru varir um sig og venju- lega er að minnsta kosti einn með í ferðinni sem fylgist með þvi að ekki sé of mikið sagt. Þetta eru hinir geðfelldustu menn, prúðir og glaðir i samkvæmum og vinna að skáldskap sínum af alvöru. Að undanförnu hafa þeir fengið meira frjálsræði en áður það hefur verið hægt að skrifast á við þá án þess að eiga á hættu að pósturinn týndist einhvers staðar í' kerfinu. Biermann hefur að nokkru horfið i skugga annars skálds, Reiners Kunze, sem menn eru nú óðum að gera sér ljóst að er eitt mesta skáld þýskumælandi þjóða. Kunze (1933—) vakti , > ^ J f * > * * * ~ > Þ * é I ‘ • *Í I ) I | •fl1 • ? m m ,'**’»* „Hnodad, kreist Steinunn Marteinsdóttir Ljósmyndir Mbl. — á.j. Steinunn við nokkra af hlutunum sínum. ..Nokkur námskeið á næstunni?" ..Nei, engin í bili a.m.k Ég nota allan minn tíma í að vinna hluti sjálf og býð gestum og gangandi að skoða það sem ég er að vinna Þetta er góður skottúr fyrir fólk að koma hingað upp í Mosfellssveit. Hér er ekki neitt klippt, rifið eða tætt, heldur hnoðað, kreist og mótað Þetta er verkstæðið mitt, vinnu- stofan og ég hef því hlutina sem ég er að vinna í kring um mig og að sjálf- sögðu sem einnig þá sem ég er búin með Það er talsvert gestkvæmt hjá mér síðan ég fór að hafa vinnustofuna opna og líklega hafa t d. komið um 100 manns s I. sunnudag Og það er nóg að skoða, sem lista- konan hefur búið til, nytjahlutir og skraut; kertastjakar, Ijós, veggmyndir, teikningar, staup, blómapottar, vasar, skálar og sitthvað fleira stórt og smátt ..Nýjungar? Helzt þá að ég er að fara að búa til hluti úr eldföstum leir, potta Margs konar Ijóskúpla gerir Stein- unn og þarna er hluti af einum sem er með fleiri göt en tesia og mótað” VIÐ LITUM inn hjá Steinunni leir- kerasmið í Hulduhólum einn daginn þvi þar er alltaf eitthvað við að vera. Steinunn vinnur margs konar hluti I leir, bæði til gagns og gamans, og nýlega breytti hún vinnustofu sinni nokkuð og býður fólki að líta inn. „Þetta er nú engin ^tórbreyting," sagði Steinunn, „nema að ég er farin að hafa verkstæðið opið á ákveðnum timum fyrir fólk sem vill kíkka inn. Ég hef opið á laugardögum, sunnu dögum, mánudögum og miðvikudög- um milli kl. 1 og 6 og hlutina mina hef ég til sýnis og sölu." og sitthvað fleira til að halda heitu og það má líka Sjóða í þessum kirnum á plötum, en hins vegar geri ég það þá stundina, sem dettur i mig og eftir áramótin ætla ég að fara meira út í leirmyndir og teikningar. hvíla smá- hlutina " í sumar leið tók Steinunn m a þátt í listsýningum erlendis og á viðamikilli sýningu i Frakklandi fékk hún heiðurs- verðlaun fyrir muni sína, m.a. stóra gólfvasa og skálar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.