Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1976 15 Hamranesmálið síðari grein Nr. pgl Irom r Rey'iiiavíi.ur Y ^ .MENNÁR TRYGGINGAR^F.' *| PÓSIHÚSSTI14TI PÓSTHÓlf 1435. RtTKJAVÍK ,' AtTRYGGlNG ÚAS/ms. SKIPASKÍRTEINI Nr. 163313 I Almcnnar Tn RRinBar h.f. t.y^i. «.e» of.irfnran.H skilyrðum, fyrir lötg.fél. Valur sf., c/o Ilaralóur Ilafsteinn Julíusson, Kirkjuhvoll, uj I Krónur 15.000.660.oo skrifa krónur - fimmtán milljónir - á skipsskrokk M/S skipsins HAMRANES GK-21 iByggingarár 1947 Bríittó tonn 610 I Verðmæti skipsins er krónur I5 •000 • 000•00 frá 1. janúir 1972. »« 31' desembcr 1972’ báðir tlagar nieðtaldir Iðgjaldiðer 4,433%....................................Kr’ 665.000.00 Skirteinisgjal.l — 0 Stitnpilgjald — __________ . Samtals kr. 665.000.00 SKILíMALAR: iSjálfsábyrgð kr. 250.000.00 |Sjá meðfylgjandi vátryggingarskilmála. Reykjavik, 1. janúar 1972. almennak tuyggingar ii.f. K.l.-H - ■'J Tryggingaskírteini Hamraness. Eigendurnir fóru í mál við Almennar tryggingar og kröfðust skaðabóta fyrir skipið, en tryggingafélagið var sýknað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. 1 Hreiðar fer. Ég veit það.“ Skipstj.: „Já, en ef hann kemur ekki, biddu hann þá að skreppa út með bátn- um og tala við mig. því að ég þarf að koma stráknum suður ef að hann fer suður aftur.“ Samtalið snerist um- aðal damprörið segja eigendur Þeir Bjarni skipstjóri og Haraldur voru rækilega spurðir um samtöl þessi, og bar þeim saman í öllum aðalatriðum. Sögðu þeir að samtalið hefði aðallega snúizt um aðaldamprörið við spilið, sem var bilað. Reynt hefði verið að gera við það en ekki tekizt og hefði þá verið ákveðið að sigla til lands. Hefði komið til mála að landa fiskinum, sem í skipinu var, einhvers staðar á Vestfjörðum og byrja síðan nýja veiðiverð. Með orðun- um „afskrifa þetta drasl", hafi verið átt við fiskinn í skipinu. Þar sem sagt var „viltu ekki bara drífa í þessu helvíti", hafi verið átt við að skipið sigldi í ein- hverja höfn á Vestfjörðum, landaði þar fiskinum, tæki olíu og hæfi veiðiferð að nýju. Farið hefði verið inn til Þingeyrar, en ekki hefði þó orðið úr að fiskinum hefði verið landað þar né olía tekin, heldur hefði verið gert við rörið og síðan haldið á veiðar aftur. Þar sem segir „En þið verðið þá bara að ganga frá þessu í dag, þannig, að hægt sé að ganga í þetta á morgun, ef að til kernur", hefði verið átt við, að ætlunin var að senda víra- klippur og tvö miðnet, sem vanhagaði um í skipinu. Hefði átt að senda þessa hluti ásamt mönnum, sem til stóð að bæta við áhöfnina. Hins vegar hefðu engir menn fengizt, þrátt fyrir auglýs- ingar í útvarpi, og hefðu því engir menn né hlutir komið um borð t togarann á Þingeyri. Hvað var í hvíta pokanum Þeir bræður Hreiðar og Haraldur ákváðu það eftir hádegi 16. júni, þegar sýnt var að aílar vonir með að fá mann- skap á togarann brygðust, að Hreiðar færi um borð í togarann. Fór Hreiðar til Ólafsvíkur og kom Hamranesið þangað inn og sótti hann. Hreiðar hafði meðferð- is hvítan léreftspoka, sem rannsóknar- dómarinn hafði mikinn hug á að vita hvað hefði haft að geyma. Voru allmörg vitni yfirheyrð í því skyni að reyna að fá glögga vitneskju um það hvað pokinn geymdi. Haraldur bróðir Hreiðars kvaðst ekki vita hvað í pokanum var, en sagðist hafa ímyndað sér að það væri sængurver og fatnaður. 2. stýrimaður á Hamranesi var við borðstokkinn þegar Hreiðar kom um borð. Sagðist hann hafa tekið eftir því að Hreiðar var með hvítan léreftspoka og hefði hann látið pokann falla á undan sér niður á þilfarið og hefði þá heyrzt dynkur eins og einhver harður hlutur hefði verið í pokanum. Kvaðst stýrimað- ur hafa haldið, að í pokanum væri áfengisflaska. Hann sagðist hafa beðið bátsmanriínn að skila þessu til loft- skeytamannsins. sem hefði verið timbraður eftir splradrykkju á Þingeyri. Bátsmaðurinn fór með poka Hreiðars aftur I borðsal og kfkti bátsmaðurinn i pokann. Stýrimaðurinn kvaðst ekki vita néitt um það sem í pokanum var nema hvað sér hefði sýnzt vera eitthvað dökkt efst i pokanum eitthvert snúru- eða vira- drasl. Stýrimaðurinn kvaðst hafá fengið bak- þanka um það, hvað i pokanum hefði verið og hefði hann spurt 2. vélstjóra og hefði hann sagt, að i pokanum hefði verið ljóshundur og eitthvað fleira fyrir vél eða í lest. Nú var Hreiðar Júlíusson kallaður fyr- ir og spurður um hvita pokann. Sagðist hann hafa verið með fatnað og fleira í hvítu sængurveri. Einnig hefði hann verið með Geniverflösku vafða í lopa- peysu og rafmagnsrakvél, og hefði hún verið efst i pokanum. Ekki minntist hann þess að hafa verið með ljóshund eða neitt annað fyrir vélstjórana, en þó gæti það hafa verið, þvi alltaf hefði vantað eitthvað um borð. 2. vélstjóri var kallaður fyrir, og kvaðst hann vita það eitt um umræddan poka, að i honum hefði verið 30 metra löng tvöföld rafmagnssnúra, sem pöntuð hefði verið fyrir vélstjórana.Bátsmaður- inn kom fyrir réttinn, og sagðist ekki muna eftir að hafa heyrt dynk, þegar Hreiðar lagði pokann frá sér á þilfarið. Hann sagðist hafa kíkt I pokann og ekki annað séð en fatnað, sængurföt og litla snúru, sem virtist úr rafmagnsrakvél. Rökstuðningur málsaðila Nú verður vikið að rökstuðningi máls- aðila fyrir sjó- og verzlunardómi Reykja- víkur, þegar bótamál útgerðar Hamra- ness á hendur Almennum tryggingum h.f. var tekið fyrir. Eigendur togarans gerðu þá kröfu að tryggingarfélagið borgaði allan skaða, þar sem verðmæt- in hefðu farizt. Tryggingafélagið hefði átt að greiða allar tryggingar, þar á meðal afla- og veiðarfæratryggingar, þar sem þær hefðu enn verið í gildi þegar skipið fórst, jafnvel þótt ekki hefði verið staðið I skilum með iðgjöld. Enda hefði ekki verið tiltekið af hálfu tryggingar- félagsins, að greiða ætti þessar trygg- ingar fyrirfram. Almennar tryggingar hf. byggðu sýknukröfu sina á eftirfarandi atriðum: Fljótlega hafi vaknað grunur um það, að ekki væri allt með felldu um afdrif skipsins. Tveir af þremur eigendum skipsins hafi verið meðal áhafnar þess, þ.e. skipstjórinn, Bjarni R. Guðmunds- son og Hreiðar Júlíusson. Hinn síðar- nefndi hafi komið um borð röskum sólar- hring áður en sprengingin varð og strax verið gerður að lestarmanni, en þeir sem áður störfuðu þar settir i önnur störf, en sprengingin hafi einmitt átt sér stað i forlestinni. Strax og yfirheyrslur byrjuðu hafi komið ljós að skipstjórinn reyndi i leiðarbókarskýrslu sinni að gera mun meira úr sprengingu þeirri, sem varð, heldur en ásæða var til, þvi að hún hafi ekki verið meiri en svo, að sumir skip- verjar, sem sváfu, hafi ekki vaknað, en aðrir vaknað við skruðning og dynk, sem þeir hafi ekki sett í samband við neina sprengingu. Ahöfnin hafi borið samhljóða að dýna- mit eða púðurstybba hafi borist úr lest- inni og mikill reykur því samfara. Sprengingin hafi því eigi getað stafað af gasi eða olíu, enda engar slíkar leiðslur í lestinni. Sprenging af tundurdufli hafi verið útilokuð, enda hafi skipið haldist á floti i næstum 5 klst. eftir sprenginguna. Sprengingin hljóti því að hafa orðið inn- an i skipinu, annað hvort af púðri eða dýnamíti. Vitað sé og viðurkennt af hálfu fram- kvæmdastjóra útgerðarinnar, að rekst- urinn hafi gengið mjög illa. Eigendur haldi því fram, að skipið hafi rekist á rundurdufl og geri aðalkröfu til bóta samkvæmt striðstryggingu. Tryggingarfélagið telur fullsannað með vætti framangreindra sprengisérfræð- inga, áliti Auðuns Auðunssonar, skip- stjóra, og áliti Siglingamálastofnunar, að um tundurdufl hafi ekki getað verið að ræða. Það sé fullsannað, að sprengingin hafi verið inni í skipinu framan til i forlest bakborðsmegin. Sprengingin hljóti að vera af mannavöldum, þar sem engar oliu- eða gasleiðslur séu i forlest- inni. Þótt opinberar rannsóknir og tilheyr- andi gæsluvarðhaldsvist stefnenda hafi ekki leitt til játningar á því, að skipinu hafi verið sökkt, þá megi ljóst vera að grunur um tryggingsvik sé svo mikill, að eigendur skipsins verði að færa sönnur á, hvað hafi valdið því, að skipið sökk og þá jafnframt, að því hafi ekki verið sökkt af ásettu ráði. Auðvelt hefði verið að bjarga skipinu, ef skipstjórinn (einn af eigendum) hefði viljað. Björgunar- skip með sterkar dælur hefði getað siglt á móti þvi, ef strax hefði verið brugðið við. Skipstjórinn hafi hins vegar dregið allt á langinn, greinilega til að hindra björgun sbr. álit Siglingamálastofnunar. Héraðsdómur sýknar tryggingafélagið I niðurstöóum héraðsdómsins, þ.e. Sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur, segir m.a: Samkvæmt framburðum framan- greindra sprengjusérfræðinga, svo og Auðuns Auðunssonar, skipstjóra telur rétturinn það með öllu ósannað, að skip- ið hafi farist af völdum tundurdufls eðá annarra vitisvéla frá striðsrekstri, enda hefur það likurnar gegn sér, þar sem skipið hélst á floti á fimmta klukkutíma, eftir að sprengingin varð. Stríðstrygg- ingin á því ekki við i þessu máli. Eigendur hafa ekki gefið neina senni- lega eða viðhlitandi skýringu á orsökum sprengingarinnar. I lestinni þar sem sprengingin varð, eru hvorki oliuleiðsl- ur eða gasleiðslur eða neitt annað, sem vitað er, að sprungið geti. Allar líkur virðast því benda til, að þarna hafi orðið sprenging af mannavöldum. Margt í máli þessu vekur grunsemdir gagnvart eigendum Hamraness enda átti útgerðin í miklum fjárhagserfiðleikum eins og fyrr var rakið. í leiðarbók b.v. Hamraness RE—165, daginn, sem skipið fórst, gerir skip- stjórinn mjög mikið úr sprengingu þess- ari. Þrátt fyrir þetta sendir hann ekki út neyðarkall og ekki siglir hann skipinu tafarlaust til hafnar. Þvert á móti fer hann að láta draga inn botnvörpuna, sem sennilega hefur tekið um það bil hálf? klukkustund, I stað þess að höggva ^ vírana. Ekki lætur skipstjórinn heldur vekja fyrsta stýrimann eða fyrsta vél- stjóra, þegar sprengingin varð, til að ráðgast við þá um björgunaraðgerðir. Skipstjórinn gerir enga tilraun til þess áð kalla skip með öflugar dælur til að- stoðar. Eftir sprenginguna benda við- brögð skipstjórans eindregið til þess, að hann hafi haft litinn áhuga á að bjarga skipinu, og telur rétturinn, að hann hafi með aðgerðarleysi sinu komið í veg fyrir björgun skipsins. Þá vekur það og grun- semdir, að um kl. 19.00 voru allir komnir i bátana, nema skipstjórinn og loft- skeytamaðurinn. Samkvæmt framburði skipverja, er skipið þá ekki mjög mikið sigið. Skipstjórinn fór siðastur frá borði. Eftir það tekur skipið að siga hraðar, og undarlegt er, að afturendinn sekkur fyrst, enda þótt sjórinn hafi aðallega verið í lestum, þegar skipið var yfirgefið, og ekki meiri i vélarrúmi en oft áður, sbr. framburði vélstjóranna um þetta atriði. Samkvæmt öllu því, sem nú hefur verið rakið telur dómurinn, að vátrygg- ingaratburðurinn hafi gerst vegna þess, að skipstjórinn, Bjarni Rafn Guðmunds- son, hafi sýnt af sér stórkostlega vangá við að bjarga skipinu eftir að sprenging- in varð. Mað tilvísun til 18. gr. laga nr. 20 frá 8. marz 1954 um vátryggingar- samninga sbr. 52. gr. þykja aðalstefnend- ur því ekki eiga rétt að fá greiddar húftryggingarbætur og ber að sýkna aðalstefndan af öllum kröfum aðal- stefnanda i máli þessu.“ Dóminn kváðu upp þeir Magiíus Thor- oddsen borgardómari og meðdómend- urnir Andrés Guðjónsson og Hrafnkell Guðjónsson. Einnig sýkna í Hæstarétti Eigendur Hamraness vildu ékki una þessum málalokum i héraði og skutu málinu til úrskurðar Hæstaréttar. Var málið flutt i réttinum I október s.l. og dómur féll miðvikudaginn 10. nóvember s.l. Fyrir Hæstarétti höfðu eigendur Hamraness hækkað kröfugerðir sínar og gerðu þá aðalkröfu að tryggingafélagið greiddi þeim krónur 18 milljónir og 500 þúsund, auk vaxta og kostnaðar. Ýmsar varakröfur voru gerðar, svo sem þær að Almennar tryggingar greiddu hlut bræðranna Haralds og Hreiðars i skip- inu (H hluta togarans), ef rétturinn kæmist að þeirri niðurstöðu að skip- stjóri, Bjarni R. Guðmundsson, hefði sýnt svo mikla vanrækslu við björgun skipsins, að hann ætti ekki rétt á bótum. 1 dómsorðum Hæstaréttar segir m.a: Aðalkröfu sina byggja áfrýjendur á því, að skipið hafi farist af völdum tundurdufls eða annarra hernaðartækja, og beri stefnda því að greiða þeim 18.500.000 krónur I vátryggingarbætur samkvæmt striðstryggingunni. í bréfi Siglingamálastofnunar rikisins til saksóknara ríkisins 1. júni 1973 segir, að útilokað megi telja, „að skipið hafi sokkið af völdum tundurdufls". Þá segir svo i bréfi þessu: „Reykur sá, sem mynd- aðist í forlest skipsins, bendir eindregið til að sprengingin hafi átt sér stað i lestinni og að sprengjan hafi ekki verið stór, þar sem gatið, sem kom á skipið, var ekki stærra en svo, að það hélst á floti nálega 5 klukkustundir, enda þótt dæl- ing hæfist ekki fyrr en um þremur stundarfjórðungum eftir sprenginguna. Að þessu athuguðu er vart hægt að hugsa sér annað en að sprengju hafi verið komið fyrir i lest skipsins.“ Samkvæmt þessu og að öðru leyti með Franihald á bls. 46

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.