Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 44
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1976
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1976
25
HANNA LÁRA OG LOVÍSA HÉLDU
UPPI MERKINU í LANDSKEPPNINNI
STRAX að loknu Norðurlanda-
meistaramótinu I badminton I
Laugardalshöllinni á sunnudag-
inn fór fram landsleikur milli
lslendinga og Finna. Fyrirfram
var vitað að Finnar myndu eiga
nokkuð öruggan sigur vísan, en
menn gerðu sér þó vonir um að
vinnast myndi leikur I keppninni,
og var þá einkum búizt við að þeir
Sænsku heimsmeistararnir vörðu Norðurlandameistaratitil sinn f
tvfliðaleik og sýndu mikið öryggi og hæfni f leikjum sfnum.
Lene Köppen — hlaut prjár Norðurlandameistaratitla á mótinu um helgina
og var yfirburðarsigurvegari I einliðaleik kvenna.
Jóhann Kjartansson og Sigurður
Haraldsson kræktu f sigurinn f
tvfliðaleik karla, en þeir höfðu
háð mjög harða báráttu við Finn-
ana daginn áður.
Einn sigur vannst I landskeppn-
inni, en ekki í tvfliðaleik karla,
heldur í tvíliðaleik kvenna þar
sem þær Lovísa Sigurðardóttir og
Hanna Lára Pálsdóttir kepptu við
Pri óánægður
og óvinsæll
DANSKI badmintonmeistar-
inn Svend Pri, sem er fyrrver-
andi heimsmeistari f þessari
fþróttagrein, virtist láta mót-
lætið á Norðurlandameistara-
mótinu um helgina fara ákaf-
lega f taugarnar á sér og fram-
koma hans f leikjum og utan
vallar varð örugglega ekki til
þess að afla honum vinsældu
meðal fslenzkra badminton-
áhugamanna. Hafði Pri það á
orði eftir keppnina að Islend-
ingar kynnu ekki að leika bad-
minton og ekki einu sinni að
horfa á það. Taldi hann áhorf-
endur alltof nálægt völlunum,
og auk þess væru þeir með
stöðugan hávaða og læti.
„Haldið þið kjafti“, kallaði Pri
nokkrum sinnum til áhorf-
enda meðan á leikjum hans
stóð og þegar hann var að leika
úrslitaleik sinn við Delfs
ætlaði hann að æraSt er áhorf-
andi nokkur vogaði sér að færa
sig um set á pöllunum og eins
þegar lftið barn sem þarna var
viðstatt fór að gráta.
Vissulega getur það verið
hvimleitt fyrir badminton-
menn, sem þurfa á geysilega
mikilli einbeitingu að halda f
leikjum sfnum, ef mikill utan-
aðkomandi hávaði er meðan á
leikjum þeirra stendur, en
kappar eins og Svend Pri,
hljóta samt að gera sér grein
fyrir þvf, að það þarf meira en
að vera frægur og hafa náð
góðum árangri til þess að
öðlast vinsældir áhorfenda og
virðingu þeirra.
Þegar blaðamaður Morgun-
blaðsins óskaði eftir viðtali við
Pri eftir að hann hafði lokið
keppni sinni, fékk hann sömu
hreyturnar og áhorfendurnir.
— Ég tala ekki við fslenzka
blaðamenn, sagði Pri.
W. Renholm og R. Koivisto. Kom
þessi sigur verulega á óvart, þar
sem talið var að kvennabadmin-
ton hérlendis væri tæpast á því
stigi að búast mætti við sigri í
landskeppni. En þær Hanna Lára
og Lovísa léku þennan leik mjög
skynsamlega og vel. Þær töpuðu
fyrstu hrinunni 9—15, en börðust
sfðan af mikilli hörku í annarri
hrinunni allt frá upphafi. Komust
þær í 9—0 og sigruðu örugglega
15—3. 1 oddahrinunni var svo
mikil barátta. Hanna Lára og
Lovísa höfðu þó alltaf betur, kom-
ust fljótlega í 8—5 og sigruðu
síðan 15—9. Léku þær af miklu
öryggi og voru áberandi betri en
finnsku stúlkurnar, sem þó gerðu
margt laglegt í leiknum.
Jóhann Kjartansson og Sigurð-
ur Haraldsson unnu fyrstu hrin-
una í tvíliðaleik sínum við Ny-
bergh og Suokari nokkuð örugg-
lega 15—11, en töpuðu næstu
6—15. 1 oddahrinunni voru þeir
undir lengst af, en náðu siðan að
jafna á 12—12, eftir mikla bar-
áttu. En á úrslitastundu leiksins
virtust þeir ætla sér um of — tóku
áhættu í sendingum sínum og þau
þrjú stig sem Finnarnir þurftu til
sigurs fengu þeir fyrirhafnarlítið.
Jóhann og Sigfús Ægir Árnason
léku einliðaleik í landskeppninni,
og töpuðu þeir báðir fyrir. and-
stæðingum sinum. Sigfús Ægir
stóð þó vel í Suokari, sem var
greinilega slakari Finninn —
örugglega lítið betri en okkar
beztu menn, en keppnisvanari og
ákveðnari en Sigfús og það gerði
gæfumuninn.
Þegar á heildina er litið eftir
landskeppnina, verður ekki ann-
að sagt, en að munurinn á íslend-
ingum og Finnum í fþrótt þessari
sé ekki mikill, — minni en tölurn-
ar segja til um. Tækni Finnanna
og einkum þó Nybergs, sem vann
þrjá leiki í keppninni, er þó nokk-
uð betri, en umfram allt virtust
Finnarnir reynslu meiri og klók-
ari á afdrifaríkum stundum f
leikjunum.
Verður íþróttínni til
framdráttar hérlendis
- sagði Karl Maack um Norðurlandameistaramótið
ÉG er ekki í nokkrum vafa
um það að þetta mót verður bad-
mintonfþróttinni hérlendis til
framdráttar, sagði Karl Maack,
formaður Badmintonsambands
lslands, f viðtali við Morgun-
blaðið, er Norðurlandamótinu var
að ljúka í Laugardalshöllinni á
sunnudaginn. — Allt það umtal
sem mót þetta hefur vakið á eftir
að verða fþróttinni til góðs og
hvetja til þátttöku í henni auk
þess sem íslenzku badmintoná-
ghugafólki hefur hér gefizt
kostur að sjá margt af bezta bad-
mintonfólki heims í keppni, og
jafnvel keppa við það. Það var
okkur ákaflega mikils virði að allt
bezta badmintonfólk Norður-
landa kom hingað til þessa móts,
— það sýnir svo ekki verður um
villzt að hugur fylgir máli hjá
hinum Norðurlandaþjóðunum,
þegar þær óska eftir þvf að hafa
Islendinga með f badmintonsam-
starfinu, og eftir þetta mót ætti
það að verða að reglu að Islend-
ingar haldi Norðurlandamótið á
fimm ára fresti.
Karl Maack sagði, að erlendu
þátttakendurnir hefðu lýst yfir
ánægju sinni með framkvæmd
mótsins og engar meiri háttar
kvartanir hefðu borizt frá þeim
um aðstöðuna.
Um frammistöðu íslenzku
keppendanna sagði Karl, að hún
væri að vonum að sínu mati. —
Það bjóst enginn við því að okkar
fólk sækti gull f greipar þessara
snillinga, — við erum auðvitað
nokkuð langt á eftir. Það sem
fyrst og fremst háir okkur er
hversu fáir stunda þessa íþrótt af
alvöru. Urtakið hjá okkur er mjög
lftið, andstætt því sem er t.d. hjá
Dönum, en þar er talið að um 200
þúsund manns iðki badminton,
þ.e. lftið færri en íslenzkaþjóðin.
Flemming Delfs f úrslitaleiknum I einliðaleik. Hann sýndi stórkostlega hæfni og árangurinn var Ifka eftir þvf.
Snillingarnir sýndu að badminton er
önnur íþrótt en við höfum þekkt til þessa
Á SUNNUDAGINN var nýr NorSurlandameistari i badminton krýndur i Laugardals-
höllinni. Sá var Daninn Flemming Delfs. sem vann verðskuldaðan sigur i
úrslitaleik keppninnar við landa sinn, fyrrverandi heimsmeistara i þessari iþrótta-
grein, Svend Pri. í undanúrslitum hafði Delfs einnig lagt Norðurlandameistara
fyrra árs. Sture Johansson frá SviþjóS, að velli i mjög skemmtilegum leik. Sýndi
Delfs stórkostlega hæfni i úrslitaleiknum við Pri, — lék hann bókstaflega sundur
og saman og sigraði 15:4 og 15:0. Er sennilega langt siðan að Pri hefur fengið
aðra eins útreið i badmintonleik, en hann hefur nú verið i fremstu röð badminton-
manna i nærfellt tiu ár. Var auðséð að Pri tók þennan ósigur ákaflega nærri sér og
reyndi að kenna öllu öðru en sjálfum sér um að svo illa tókst til hjá honum.
Mjög grunnt hefur verið á þvi góða milli Delfs og Pri undanfarna mánuði, og
hafa þeir t.d. hætt að æfa saman. Er þvi þessi sigur vafalaust mikið ánægjuefni
fyrir Delfs, en óhætt er að spá honum miklum frama og jafnvel heimsmeistaratitli
í komandi heimsmeistarakeppni, sem fram fer i Sviþjóð i mai næsta vor.
Badmintontonmeistaramót Norðurlanda sem fram fór i Laugardalshöllinni um
helgina heppnaðist mjög vel, og virtist almenn ánægja rikjandi hjá öltum
keppendum sem hingað komu, nema Svend Pri, með framkvæmd keppninnar og
aðstöðu keppenda. Eina óánægjan sem kom fram var um niðurröðun leikja i fyrstu
umferð mótsins, en þær öldur voru lægðar áður en keppnin hófst.
Segja má að islenzkir áhorfendur hafi séð inn i nýjan heim þessarar iþrótta-
greinar með komu hinna erlendu keppenda á mót þetta. Margir þeirra sýndu
framúrskarandi hæfni i leikjum sinum — hæfni sem skipað hefur þeim á bekk
meðal bezta badmintonfólki heims. Tækni sumra þessara keppenda var með
ólikindum og gerði okkur Ijósa grein fyrir því hversu mikil gjá er á milli getu
Íslendinga i þessari grein og t.d. Svia og Dana. Hún er i raun og veru mun meiri en
tölur úr leikjum islendinganna við þetta fólk segir til um, þar sem það lagði sig
augljóslega ekki fram um að vinna leiki sina við okkar fólk á núlli. Hins vegar er
greinilegt að Norðmenn eru ekki nema skrefinu á undan okkur í iþróttagreininni
og Finnar ekki nema fetinu. Það sem jslendingum skortir til þess að ná Finnum er
örlitið meiri tækni og keppnisreynsla en okkur skortir hins vegar allt til þess að
nálgast Dani og Svía.
EINLIÐALEIKUR KARLA
Fyrsti islendingurinn sem var i sviðsljósinu í einliðaleik karla var hinn ungi og
efnilegi Jóhann Kjartansson sem lék við Norðmanninn Knut Engebretsen. Kom
strax i Ijós að Norðmaðurinn var honum mun fremri, enda vann hann báða leikina
næsta auðveldlega. Jóhann Kjartansson lék engan veginn eins vel og hann á að
geta, enda nýstaðinn upp úr innflúensu, en slikt tekur venjulega sinn toll af þreki
manna og snerpu.
Ottó Guðjónsson fékk fyrirhafnarlitinn vinning i leik sem hann átti að leika við
Thomas Kihlström frá Sviþjóð, þar sem Sviinn mætti ekki til leiks. Mun þetta
þriðja Norðurlandamótið i röð sem hann lætur skrá sig til keppni i einliðaleik, en
mætir siðan ekki til leiks.
Friðleifur Stefánsson keppti við hlnn fræga danska kappa Elo Hansen. Vann
Hansen fyrri lotuna 15:2, en i seinni lotunni sótti Friðleifur sig verulega. jafnframt
þvi sem Hansen tók lifinu með meiri ró en áður og lét sér nægja 1 5:9 sigur.
Sigurður Haraldsson hlaut vinning { keppni sinni við Martti Suokari frá
Finnlandi og varð þar með þriðji Islendingurinn sem vinnur leik i Norðurlanda-
móti. 17:14 og 15:12 urðu úrslit leiksins, og var sá sigur engan veginn
nægjanlega stór fyrir Sigurð, þar sem hann virtist keppinaut sínum fremri í flestu.
en sýndi óþarflega mikið kæruleysi á köflum i leiknum og gaf andstæðingnum
þannig kost á fyrirhafnarlitlum stigum.
Reynir Þorsteinsson keppti við Sviann Thomas Angarth og eins og svo oft áður
sýndi Reynir mikla seiglu og þolinmæði i ieik sinum. Gerði hann Svianum oft erfitt
fyrir, sérstaklega i fyrri hrinunni, sem Sviinn vann 15:8. í seinni hrinunni setti
Svíinn á fulla ferð og vann 1 5:4.
Sigfús Ægir Árnason tapaði fyrir Svianum Stefan Karlsson 15:6 og 15:2. Var
leikur þessi fremur tilþrifalitill og tók fljótt af. Sama má segja um leik Harðar
Ragnarssonar við Morten Frost Hansen sem Daninn vahn 15:4 15:3
Jóhann Möller fékk Flemming Delfs sem andstæðing i fyrstu umferðinni, og
vakti leikur Danans mikla aðdáun þeirra sem fylgdust með. Allt sem hann gerði
virtist honum algjörlega fyrirhafnarlaust, og tæknin var eins fullkomin og maður
getur imyndað sér að hún geti orðið i þessari iþrótt. Úrslitin urðu auðvitað eftir þvi
15:2 og 15:2
Jóhannes Guðjónsson frá Akranesi mætti norðmanninum Petter Thoresen I
fyrstu umferð. Höfðu margir vonað að Jóhannes gæti veitt Norðmanninum
keppni, en hann var hins vegar áberandi betri og sigraði 15:1 og 15:8. Er
greinilegt að Thoresen hefur farið mikið fram frá þvi að hann keppti síðast
hérlendis.
í annarri umferð var fyrsti leikurinn milli Svend Pri og hins unga og efnilega
Sigurðar Kolbeinssonar. Urðu margir til þess að fylgjast með þeim leik, enda Pri
frægur maður. Pri virtist ekki taka ýkja mikið á i leiknum og lét sér vel lika þótt
Sigurður skoraði 7 og 3 stig. Því er hins vegar ekki að neita að Sigurður gerði
margt fallega i þessum leik, og má örugglega mikils af honum vænta i framtiðinni,
fái hann nauðsynleg tækifæri til þess að æfa þessa iþróttagrein eins og með þarf.
Sigurður Haraldsson fékk svo Elo Hansen sem andstæðing i annarri umferð. Lék
Sigurður oft vel I þessum leik, en úrslitin urðu vitanlega öruggur sigur Danans
15:6 og 1 5:6. Var þar með lokið þátttöku íslendinganna í einliðaleiknum.
Varla fer milli mála að úrslitaleikurinn varð áhorfendum vonbrigði, en flestir
áttu von á harðri og jafnri keppni þeirra Delfs og Pri. En um slíkt var aldrei að
ræða. í fyrri hrinunni var reyndar jafnt á tölunni 2—2. en eftir það tók Delfs
leikinn algjörlega i sinar hendur, og í seinni hrinunni voru yfirburðir hans slikir, að
það var aðeins sára sjaldan sem Pri vann boltann.
TVÍ LIÐALEIKUR
Sigurður Haraldsson og Jóhann Kjartansson unnu öruggan sigur i fyrstu
hrinunni i leik sinum við Finnana Nyberg og Suokari. Virtust jslendingarnir það
mun betri að það kom á óvart þegar þeir töpuðu annarri hrinunni 15:5 í
oddahrinunni áttu þeir Sigurður og Jóhann aldrei glætu og töpuðu á núlli. Léku
þeir leik þennan, einhverra orsaka vegna, langt undir getu og gáfu Finnunum of
mörg auðfengin stig.
Haraldur Korneliusson og Steinar Petersen veittu hins vegar Norðmönnunum
Nettli og Engebretsen mikla og skemmtilega keppni. Var samvinna þeirra Steinars
og Haralds mjög góð á vellinum og bar þess vitni að þeir eru vanir að leika saman.
Það sem fyrst og fremst skildi þarna á milli var að Norðmennimir voru i betri
æfingu. Sigur þeirra var 1 5:10 og 15:10.
Auk áðurnefndra kepptu þeir Hörður Ragnarsson/ Jóhannes Guðjónsson, Sigfús
Ægir Árnason/Ottó Guðjónsson og Sigurður Kolbeinsson/Friðrik Arngrimsson i
tviliðaleiknum. Áttu þeir enga möguleika i leikjum við sterka andstæðinga.
Til úrslita i tvíliðaleiknum léku Sviarnir Kihlström og Fröman gegn Dönunum
Pri og Skovgaard. Fyrri hrina þeirrar viðureignar var mjög skemmtileg og lengst af
tvisýn, en Sviarnir sigruðu að lokum 15:10. Þeir náðu svo strax undirtökunum i
seinni hrinunni, og þegar þeir voru komnir I sjö stiga forystu virtist Pri hreinlega
gefast upp. og gerði hver mistökin af öðrum. þannig að Norðurlandameistaratitill-
inn var auðfenginn fyrir Svíana, sem léku þennan leik af gifurlegum hraða og
öryggi. Kom sigur þeirra reyndar ekki á óvart, þar sem þeir eru heimsmeistarar i
tviliðaleik og urðu einnig Norðurlandameistarar i fyrra.
EINLIÐALEIKUR KVENNA
Eins og i einliðaleik karla voru það Danir sem voru framúrskarandi i þessari
grein, og þó sérstaklega sigurvegarinn Lene Köppen. Vann hún alla leiki sina i
mótinu með miklum yfirburðum og sýndi ótrúlega hæfni og úthald. Væri
örugglega margur karlmaðurinn stoltur af slikri tækni og höggkrafti sem þessi
danska stúlka hefur yfir að ráða.
Þrjár islenzkar konur kepptu i einliðaleiknum, og áttu þær þar enga möguleika.
Lovisa Sigurðardóttir sýndi þó mikla keppnishörku í leik sinum við sænsku
stúlkuna Karin Lindqvist, en tapaði 3:11 og 4:11.
TVÍLIÐALEIKUR KVENNA
Úrslitaleikurinn i tviliðaleik kvenna var skemmtilegasti úrslitaleikur mótsins og
sá eini sem þurfti oddaleik til að útkljá. Keppendurnir i úrslitaleik einliðaleiksins,
Lena Köppen og Pia Nielsen, kepptu til úrslita við löndur sinar I. Borgström og P.
Kaagaard og unnu eftir tvisýna baráttu 10:1 5 1 5:9 og 18:16.
TVENNDARLEIKUR
j tvenndarleiknum bætti Lene Köppen þriðja Norðurlandameistaratitlinum I
safn sitt, en hún lék með Skovgaard til úrslita við Elo Hansen og P. Kaagaard.
Sigruðu Köppen og Skovgaard fyrri hrinuna á núlli, en i þeirri seinni fengu þau
hins vegar meiri keppni, en unnu 15:6. Þau Skovgaard og Köppen fengu öllu
meiri keppni i fyrsta leik sinum i mótinu gegn þeim Haraldi og Hönnu Láru, en
úrslit i þeim leik urðu 15:7 og 15:7 fyrir Danina. Vel má vera að þau hafi ekki
tjaldað þvi sem til var i þessum leik, en þvi verður samt ekki á móti mælt að þau
Haraldur og Hanna léku þennan leik vel og virtust ekkert feimin við hina frægu
andstæðinga sina.
Valt er veraldargengið. Danski meistarinn Svend Pri fékk slæman skell
i keppninni um helgina.
Úrsírt í Norðurlandamótinu
Einliðaleikur karla:
1. umferð
Steen Fladberg (Danmörku) vann Har-
ald Nettli, (Noregi ) 18:16, 3:15 og 15:4
Knut Engebretsen (Noregi) vann Jóhann
Kjartansson (fslandi) 15:3 og 15:6
Thomas Kihlström (Svfþjöð) gaf leik sinn
við Ottó Guð jónsson
Kurt Johnsson (Svfþjóð) vann Lars-
Henrik Nyberg (Finnlandi) 15:2 og 15:7
Elo Hansen (Danmörku) vann Friðleif
Stefánsson (fslandi) 15:2 og 15:9
Sigurður Haraldsson (tslandi) vann
Martti Suokari (Finnlandi) 17:14 og 15:12
Thomas Angarth (Svfþjóð) vann Reyni
Þorsteinsson (fslandi) 15:8 og 15:4
Stefan Karlsson (Svfþjóð) vann Sigfús
Ægi Árnason (fslandi) 15:6 og 15:2
Morten Frost 4lansen (Danmörku) vanr
Hörð Ragnarsson, (tslandi) 15:4 og 15:3
Flemming Delfs (Danmörku) vann
Jóhann Möller (fslandi) 15:2 og 15:2
Petter Thóresen (Noregi) vann Jóhannes
Guðjónsson (fslandi) 15:1 og 15:8
2. uniferð:
Svend Pri (Danmörku) vann Sigurð Kol-
beinsson, (fslandi) 15:7 og 15:3
Steen Fladberg (Danmörku) vann Knut
Engebretsen (Noregi) 15:6 og 15:12
Kurt Johnsson (Svfþjóð) vann Ottó
Guðjónsson (fslandi) 15:0og 15:8
Elo Hansen (Danmörku) vann Sigurð
Haraldsson, (fslandi) 15:6 og 15:6
Stefan Karlsson (Svfþjóð) vann Thomas
Angarth (Svíþjóð) 15:4 og 15:3
Flemming Delfs (Danmörku) vann
Morten Frost Hansen (Danmörku) 9:15,
15:13 og 15:9
Petter Thoresen (Noregi) vann Eystein
Björnsson (tslandi) 15:6 og 15:5
Sture Johnsson (Svfþjóð) — Haakon
Ringedahl (Noregi) 15:5 og 15:1
3. umferð
Svend Pri (Danmörku) vann Steen Flad-
berg (Danmörku) 15:12 og 15:12
Elo Hansen (Danmörku) vann Kurt
Johnsson (Svfþjóð) 15:8 og 17:16
Flemming Delfs (Danmörku) vann
Stefan Karlsson (Svfþjóð) 15:6 og 15:3
Sture Johnsson (Svfþjóð) vann Petter
Thoresen (Noregi) 15:1 og 15:4
Undanúrslit:
Svend Pri (Danmörku) vann EIo Hansen
(Danmörku) 15:3 og 15:13
Flemming Delfs (Danmörku) vann Sture
Johnsson (Svfþjóð) 11:15,15:3 og 15:12.
Úrslit
Flemming Delfs (Danmörku) vann Svend
Pri (Danmörku) 15:4 og 15:0
Tvíliðaleikur karla:
L. H. Nybergh/ M. Suokari (Finnlandi)
unnu Sigurð Haraldsson og Jóhann Kjart-
ansson (fslandi) 10:15, 15:5 og 15:0.
Flemming Delfs og Elo Hansen (Dan-
mörku) unnu Hörð Ragnarsson og
Jóhannes Guðjónsson (tslandi) 15:0 og
15:9
Petter Thoresen og Haakon Ringdahl
(Noregi) unnu S. Johnsson og K. Johns-
son (Svíþjóð) 11:15,15:12 og 15:8.
S. Fladberg og M. F. Hansen (Danmörku) *
unnu Sigfús Ægi Árnason og Ottó
Guðjónsson (fslandi) 15:2 og 15:3.
S. Karlsson og G. Perneklo (Svíþjóð)
unnu Sigurð Kolbeinsson og Friðrik Arn-
grfmsson (íslandi) 15:0 og 15:2
H. Nettli og K. Engelbretsen (Noregi)
unnu Harald Korneliusson og Steinar
Petersen (tslandi) 15:10 og 15:10
2. umferð:
B. Fröman og Kihlström (Svíþjóð) unnu
Nyberg og Suokari (Finnlandi) 15:2 og
15:2
Delfs og Hansen (Danmörku) unnu
Thoresen og Ringdahl, (Noregi) 15:7 og
15:6
S. Karlsson og G. Pernekol (Svfþjóð)
unnu Hansen og Fladberg (Danmörku)
15:7 og 15:7
Pri og Skovgaard unnu Engebretsen og
Nettli (Noregi) 15:10 og 15:6
Undanúrslit:
Frömann og Kihlström (Svfþjóð) unnu
Hansen og Delfs (Danmörku) 15:3, 12:15
og 15:8
Pri og Skovgaard (Danmörku) unnu
Karlsson og Perneklo (Svíþjóð) 15:10 og
15:4
Crslit
Kihlström og Fröman (Svfþjóð) unnu Pri
og Skovgaard (Danmörku) 15:10 og 15:1
Einliðaleikur kvenna
I. umferð
Karin Lindqvist (Svfþjóð) vann Lovfsu
Sigurðardóttur 11:3 og 11:4
Pia Nielsen (Danmörku) vann Wiola Ren-
holm (Finnlandi) 11:3 og 11:0
2. umferð:
Anette Börjesson (Svfþjóð) vann Kari
Histöl (Noregi) 11:0 og 11:3
Susanne Berg (Danmörku) vann Britt-
MarieLarsson (Svfþjóð) 11:5 og 12:11
Lonny Bostofte (Danmörku) vann
Kristfnu B. Kristjánsdóttur (fslandi) 11:1
og 11:0
Pia Nielsen (Danmörku) vann Larin
Lindqvist (Svfþjóð) 11:2 og 12:9 Else
Thoresen (Noregi) vann Aghetha Lindh
(Svfþjóð) 3:11, 11:5 og 11:9
Inge Borgström (Danmörku) vann Hönnu
Láru Pálsdóttur (fslandi) 11:0 og 11:0
Carina Anderson (Svfþjóð) vann Anna
Svarstad (Noregi) 11:5 og 11:2
Lene Köppen (Danmörku) vann Raija
Koivisto (Finnlandi) 11:4 og 11:0
3. umferð
Pia Nielsen (Danmörku) vann Lonny
Bostofte (Danmörku) 12:9 og 11:6
Annette Börjesson (Svfþjóð) vann
SusanneBerg (Danmörku) 11:7 og 11:6
fnge Borgström (Danmörku) vann Else
Thoresen (Noregi) 11:2 og 11:1
Lene Köppen (Danmörku) vann Carina
Andersson (Svfþjóð) 11:4 og 11:6
Undanúrslit
Pia Nielsen (Danmörku) vann Anette
Börjesson (Svfþjóð ) 11:4 og 11:5
Lene Köppen (Danmörku) vann Inge
Borgström (Danmörku) 11:2 og 11:6
(Jrslit:
Lene Köppen (Danmörku) vann Pia
Nielsen (Danmörku) 11:1 og 11:4
Tvíliðaleikur kvenna
1. umferð:
L. Bostefte og S. Berg (Danmörku) unnu
Lovfsu Sigurðardóttur og Hönnu Láru
Pálsdóttur (fslandi) 15:4 og 15:6
2. umferð:
I. Borgström og P. Kaagaard (Danmörku)
unnu W. Renholm og R. Koivsto (Finn-
landi) 15:0 og 15:2
K. Lindqvist og C. Andersson (Svfþjóð)
unnu Lonny Bostofte og S. Berg (Dan-
mörku) 18:15 og 15:9.
A. Lundh og B. M. Larsson (Svfþjóð)
unnu K. Histöl og A. Svartstad (Noregi)
15:1 og 15:1
L. Köppen og P. Nielsen (Danmörku)
unnu Svanbjörgu Pálsdóttur og Ernu
Franklín (lslandi) 15:1 og 15:5
Undanúrslit:
1. Borgström og P. Kaagaard (Danmörku)
unnu C. Andersson og K. Lindqvíst (Svf-
þjóð) 15:2 og 15:0
L. Köppen og P. Nielsen (Danmörku)
unnu A. Lundh og B.M. Larsson (Svfþjóð)
15:7, 8:15 og 15:5.
Orslit:
Lene Köppen og Pia Nielsen (Danmörku)
unnu 1. Borgström og P. Kaagaard (Dan-
mörku) 10:15, og 15:9 og 18:16.
Tvenndarleikur:
1. umferð:
H. Ringdahl og K. Histöl (Noregi) unnu
Steinar Petersen og Lovfsu Sigurðardótt-
ur (fslandi) 15:7 og 15:9.
T. Angarth og A. Börjesson (Svfþjóð)
unnu Nybergh og Koivisto (Finnlandi)
18:15 og 15:9.
B. Frömann og K. Lindqvist (Svfþjóð)
unnu Sigfús Ægi Árnason og Vildfsi
Kristmannsdóttur (fslandi) 15:6 og 15:5
H. Nettli og E. Thoresen (Noregi) unnu
M. Suokari og W. Renholm (Finnlandi)
15:4, 7:15 og 18:17
G. Perneklo og C. Anderson ( Svfþjóð)
unnu Reyni Þorsteinsson og Svanbjörgu
Pálsdóttur (fslandi) án keppni.
2. umferð:
E. Hansen og P. Kaagaard (Danmörku)
unnu H. Ringdahl og K. Histöl (Noregi)
15:4 og 15:11
B. Fröman og K. Lindqvist (Svfþjóð)
unnu T. Angarth og A. Börgesson
(Svfþjóð) 15:8 og 18:15
G. Perneklo og C. Andersson (Svfþjóð)
unnu 11. Nettli og E. Thoresen (Noregi)
15:11 og 15:8
S. Skovgaard og Lene Köppen (Dan-
mörku) unnu Harald Kornelfusson og
Hönnu Láru Pálsdóttur (íslandi) 15:7 og
15:7
Undanúrslit:
E. Hansen og P. Kaagaard (Danmörku)
unnu B. Fröman og K. Lindqvist (Svf-
þjóð) 9:15, 18:16 og 15:9.
S. Skovgaard og Lene Köppen unnu G.
Perneklo og C. Andersson (Svfþjóð) 15:8
og 15:7
Urslit:
S. Skovgaard og L. Köppen (Danmörku)
unnu E. Hansen og P. Kaagaard (Dan-
mörku) 15:0 og 15:6.
LANDSKEPPNIN
I. IÆIKUR
Lars Henrik Nyberg vann Jóhann
Kjartansson 15—4 og 15—5.
2. LEIKUR:
Raija Koivisto vann Lovfsu Sigurðar-
dóttur 11—3 og 11—5
3. LEIKUR:
Matti Suokari vann Sigfús Ægi Arnason
15—7 og 15—11
4. LEIKUR:
L.H. Nyberg og W. Renholm unnu Lovfsu
Sigurðardóttur og Steinar Petersen
15—11 og 15—6
5. LEIKUR:
L.H. Nyberg og M. Suokari unnu Sigurd
Haraldsson og Jóhann Kjartansson 11—5,
6—15 og 12—15.
6. LEIKUR:
Hanna Lára Pálsdóttir og Lovfsa
Sigurðardóttir unnu W. Renholm og R.
Koivisto9—15, 15—3 og 15—9.