Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1976 47 w ERLENT Karin Söder utanrfkisráðherra Svfþjóðar hefur verið f opinberum erindagerðum f Kaupmannahöfn að undanförnu. Hér er hún ásamt starfsbróður sfnum K.B. Andersen í Kristjánsborgarhöll. Þetta er fyrsta utanlandsferð Söder eftir að hún varð utanrfkisráðherra. Aukakosningar í Frakklandi: Giscard-sinn- Patricia fagnar ar vinna á Paris, 22. nóvember. Reuter. STUÐNINGSMENN Giscard d’Estaings forseta sigruðu I þrennum auka- kosningum í Frakklandi um helgina, en í fjórða kjördæminu sigraði fram- bjóðandi sósíalista. Kjörsókn f þeim aukakosning- um, sem fram fóru um þessa helgi var mun meiri en var um sfðustu helgi, þegar Jacques Chirac, fyrr- verandi forsætisráðherra, og ann- ar Gaullisti báru sigurorð af fram- bjóðendum vinstri manna. Sigurvegararnir í þeim auka- kosningum, sem haldnar hafa ver- ið að undanförnu, eru allir nema einn fyrrverandi ráðherrar. Á sin- um tíma urðu þeir að láta af þing- mennsku er þeir tóku við ráð- herraembættum, en sækjast nú PATRICIA Hearst sagði f blaða- viðtali í gær, að nú þegar hún væri frjáls ferða sinna langaði sig til að fara að sækja skemmtistaði og leikhús. og tefla við föður sinn. Þegar Patricia var f slagtogi með „þéttbýlisskæruliðunum" f Symbionesfska frelsishernum á sfnum tíma lýsti hún þvf meðal annars yfir, að faðir hennar væri svfn. I viðtalinu kom m.a. fram, að hún hefði hug á að verða sér úti um varðhund, helzt af þýzku varð- hundakyni. Stúlkan var látin laus úr fangelsi gegn 1,5 milljón dala tryggingu s.l. föstudag. Sovétmanna væru andsnúin aðild- inni. Aðildin var síðan samþykkt með lófataki, en að henni lokinni mótmælti fulltrúi Austur- Þýzkalands fyrir hönd Austur- Epu, hvorki af landfræðilegum ástæðum, menningarlegum né öðrum. eftir þingsætum sínum á ný eftir að verulegar breytingar urðu á stjórninni fyrir skömmu. Eini fyrrverandi ráðherrann, sem fallið hefur í þessum auka- kosningum, er Gerard Ducray, sem var ferðamálaráðherra í stjórn Chiracs, en hann féll nú fyrir sósíalistanum André Poutissou I vinræktarhéraðinu Beaujolais. Israel fær að- ild að Unesco Nairobi, 22. nóvember. AP. ísraelsmenn fengu í dag fulla aðild að Unesco, menningar- og vísinda- stofnun Sameinuðu þjóð- anna, og munu þeir verða þar í hópi Evrópuríkja, Bandaríkjanna og Kanada. Arið 1974 var lýst yfir aðild ísraels, sem þá skipaði sér einnig á bekk með vestrænum ríkjum, en Sovétríkin og fylgirfki þeirra í Un^sco komu f veg fyrir aðildina á þeirri forsendu að Israelsmenn ættu ekki heima i hópi Evrópu- ríkja á þessum vettvangi þar sem heimkynni þeirra væru í Mið- austurlöndum. Þessi atburðarás leiddi síðan til mikillar mótmæla- öldu á Vesturlöndum og í fram- haldi af því hættu Bandarikja- menn að láta fé af hendi rakna til starfsemi stofnunarinnar. Fram- lag Bandarikjanna hafði fram að þvi numið fjórðungi alls fjár, sem Unesco hafði til ráðstöfunar, og hefur stofnunin orðið af um 40 milljónum dala á síðustu tveimur árum af þessum orsökum. A fundi Unesco i Nairobi lýstu fulltrúar Iraks, Jórdaníu, Sýr- lands og Egyptalands yfir að þessi riki hefðu fallizt á málamiðlunar- tillögu um samstöðu Israels með vestrænum rikjum til þess eins að leggja sitt af mörkum í þágu þess anda, sem ríkjandi væri á fundin- um í Nairobi. Opinber atkvæðagreiðsla um aðild Israels að Unesco fór ekki fram á Nairobi-fundinum, heldur lýsti forseti ráðstefnunnar því að- eins yfir, að meirihluti væri fyrir henni. Hann skýrði ekki frá þvi hversu mikill sá meirihluti væri eða hvort ríki utan áhrifasvæðis Mynd þessi var tekin af Patriciu Hearst eftir að hún var látin laus úr fangelsinu. LIÐSMENN úr Rhodesfu-her með hergögn, sem þeir náðu f 12 klukkustunda orrustu við skæruliða I siðustu viku. V erkf allaalda í Danmörku 13 ár frá morðinu á John F. Kennedy Kaupmannhöfn. 22. nóv. NTB. Verkfallaaldan f Danmörku hefur valdið alvarlegum vand- kvæðum um allt land. Meðal ann- ars eru bifreiðastjórar á olfu- og bensínflutningabflum f verkfalli, þannig að eldsneytisskortur er farinn að gera vart við sig. Stjórnmálamenn og verkalýðs- leiðtogar hafa lýst áhyggjum sfn- um vegna ástandsins og bendir nú ýmislegt til þess að samkomu- lag rfkisstjórnarinnar og laun- þega frá þvf f ágúst s.l. sé f þann veginn að bresta. Bifreiðastjórar, sem sjá um flutninga á eldsneyti, fara fram á 10 króna hækkun á tímakaupi, en aðrir starfshópar hafa ekki sett fram launakröfur heldur er vinnustöðvun þeirra í samúðar- skyni við bifreiðarstjórana. Einstakir hópar i mjólkuriðnaði eru í verkfalli, og fari fram sem nú horfir er sýnt að mjólkurskort- ur er óumflýjanlegur. Aðfarar- nótt sunnudagsins fóru mjólkur- flutningar á Sjálandi fram undir lögregluvernd þar sem hótað hafði verið að flutningabílar yrðu stöðvaðir. Kennedy Bandarfkjaforseti féll þar fyrir hendi morðingja. Um leið og undirbúningur minn- ingarathafnarinnar fór fram vann lögreglan f Dallas að gagna- söfnun vegna rannsóknar morðs- ins, sem fram fer á vegum fulltrúadeildar Bandarfkjaþings. Henry B. Gonzales, þingmaður demókrata fyrir Texas, lýsti því yfir i dag, að hann tryði ekki lengur á niðurstöður Warren- nefndarinnar, sem á sínum tíma rannsakaði málið, en nefndin hélt þvf fram, að augljóslega hefði Lee Harvey Oswald verið einn að verki er hann skaut banaskotinu úr launsátri. Gonzales var f fylgdarliði forsetans þennan ör- lagaríka dag fyrir 13 árum. Dallas, 22. nóvember. AP. 1 DAG var þess minnzt I Dallas að 13 ár voru liðin frá þvf að John F. John F. Kennedy Biermann veldur úlfaþyt í menningarlífi í A-Þýzkalandi Austur-Berlín, 22. nóvember. NTB. KLOFNINGUR ríkir nú í hópi austur-þýzkra listamanna vegna að- gerða yfirvalda þar gegn skáldinu og söngvaran- um Rolf Biermann að því er félagar hans hafa skýrt frá. Annars vegar eru þeir iistamenn, sem fylgjandi eru frelsi í list- um, en hins vegar þeir sem styðja stefnu austur- þýzkra stjórnvalda f menningarmálum. Biermann var sviptur rikis- borgararétti sfnum i A- Þýzkalandi s.l. þriðjudag, og er ástæðan talin vera sú, að hann hélt nýlega tónleika f Köln, sem yfirvöld tóku sem tilræði við rfkið. Hann hefur ekki fengið leyfi til að koma fram opinber- lega í Austur-Þýzkalandi frá þvf á árinu 1965, en þangað fluttist hann frá V-Þýzkalandi árið 1953. 33 þekktir rithöfundar hafa undirritað yfirlýsingu þar sem mótmælt er meðferð yfirvalda á Biermann, og hefur þessi yfir- lýsing orðið til þess að komm- únistaflokkur A-Þýzkalands reynir nú ákaft að afla sér stuðnings meirihluta lista- manna f landinu vegna Bier- mann-málsins. Um helgina birti málgagn kommúnistaflokksins, Neues Dautschland, lista yfir lista- menn, sem styðja stefnu aust- ur-þýzkra yfirvalda i þessu máli, en gat hins vegar ekki um hina 33 rithöfunda, sem hafa mótmælt meðferðinni á Bier- mann. (Sjá grein um Rolf Biermann ábls. 16.) Njósnari gripinn í Svíþjód SVÍI hefur verið handtekinn og ákærður fyrir njósnir í þágu er- lends ríkis, að því er Erik Kron- mark, varnarmálaráðhérra í Sví- þjóð, skýrði frá um helgina. Ráð- herrann vildi ekkert segja neitt nánar um mál þetta, en Svenska dagbladet heldur því fraiti, að njósnarinn hafi verið að leita upp- lýsinga um Kalix víggirðinguna við landamæri Sviþjóðar og Finn- lands, en hún er um 400 kíló- metra löng. Fyrir 25 árum komst upp um njósnahring, sem hafði gefið Sovétríkjunum upplýsingar um þennan varnarútbúnað meðal annars, að sögn stjórnvalda. frelsi San Francisco, 22. nóvember. Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.