Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1976 Frá pólskum svínabúgarði. hinar hæstu á hvern íbúa í öllum austantjaldslöndunum, eða sam- tals um 9 milljarðar dollara og fara stöðugt hækkandi. Þurfa Pól- verjar nú að nota 20% af útflutn- ingstekjum sínum til þess aðeins að greiða vextina af lánunum. Mest var ólán Giereks þó í land- búnaði, þar sem óhagstæð veðr- átta varð til þess að uppskeru- brestur hefur orðið þrjú sl. ár. Stefna stjórnvalda í landbúnaðar- og verðlagsmálum á einnig sinn þátt í lélegri uppskeru. Ákvörðun- Giereks 1971 um að frysta verð á matvælum eins og það var 1966, varð til þess að draga mjög úr pólskum bændum, en 80% þeirra eiga jarðir sínar sjálfir. Eftir því sem verðlag á matvælum í heim- inum hækkaði varð ástandið i landbúnaðarmálum Póllands slíkt, að kilóið af svínakjöti kost- aði minna út úr búð en þau 7 kg af fóðri, sem svínið þurfti að borða til þess að bæta 1 kg við þunga sinn. Um þetta sagði Bienkowski, að það væri ein af mótsögnum kommúnismans, að kerfið eyddi milljörðum slotys til að byggja nýjar verksmiðjur, en gæti ekki alið upp svín. Verðhækkun tilkynnt Ljóst var, að nayðsyn bar til að hækka verð á matvælum, en ríkis- stjórnin ákvað að fara varlega, minnug viðbragða þjóðarinnar. Gierek skýrði frá því á flokks- þingi seint á sl. ári, að nú yrði ekki lengur beðið og lét ríkis- stjórnin þá gera skoðanakannanir til að reyna að gera sé grein fyrir viðbrögðum almennings. Ráðgað- ist hún við flokksleiðtoga í hinum ýmsu héruðum og komst að þeirri niðurstöðu að fólkið væri tilbúið til að sætta sig við hækkun. Vest- rænn diplómat segir að stjórnin hafi undirbúið þetta allt saman, en láðst að láta þess getið hve hækkanirnar yrðu miklar. Flestir bjuggust við 15—25% hækkun. Þess í stað var tilkynnt að verð á kjúklingum og unnu grænmeti myndi hækka um 30%, verð á smjöri um 50%, sykri um 54% og það sem gerði Pólverja æfa, með- alhækkun á kjöti átti að verða 69% þar af 100% hækkun á svína- kjöti, sem er vinsælasta kjötteg- undin í landinu. Viðbrögð almennings urðu öll- um heimi kunn og stjórnin flýtti sér að afnema hækkanir og lýsti því yfir að nefndir hefðu verið skipaðar til að endurskoða málið i eitt ár. Mótmælaaðgerðirnar settu stjórnina mjög úr jafnvægi og hún bætti ekki úr skák með því að láta handtaka hundruð verka- manna og saka þá um að hafa hagað sér eins og óþjóðalýður við mótmælaaðgerðirnar. Tilgangur- inn með handtökunum var að tryggja stjórninni völd á ný, en þær og réttarhöldin yfir 150 verkamönnum urðu hins vegar til þess að sameina verkamenn, menntamenn og stúdenta ásamt hinni valdamiklu kaþólsku kirkju gegn stjórninni. Stefán Wyszynski kardínáli, yfirmaður kirkjunnar í Póllandi, gekk svo langt að segja í stólræðu: „Það er hart þegar verkamenn verða að berjast fyrir réttindum sínum undir ríkisstjórn verkamanna." Orð hans höfðu mikil áhrif þegar í stað og daginn eftir fyrirskipaði hæstiréttur Póllands, að 7 verka- mönnum, sem hlotið höfðu fang- elsisdóma, skyldi sleppt þegar í stað og réttarhöldum yfir öðrum var aflýst. 74 verkamenn eru nú í fangelsum og baráttan fyrir frelsi þeirra heldur áfram. Margir helztu menntamenn Póllands hafa tekið upp hanzkann fyrir verkamennina og hefur varnar- nefnd skipuð m.a. sagnfræðing- unum Jacek Kuron og Jan Josef Lipski og rithöfundinum Jerzy Andrzejewski t.d. safnað alls um 20 þúsund dollurum til styrktar fjölskyldum fanga, sem þykir feikna há upphæð er á það er litið, að aðgerðir þeirra eru ólög- legar. Auk slíkrar aðstoðar hafa menntamennirnir ráðizt beint á ríkisstjórnina. Kuron ritaði Enrico Berlinguer leiðtoga ítalska kommúnistaflokksins bréf, þar sem kvartað var yfir hörkulegum „kúgunaraðgerðum" gegn þeim, sem tóku þátt í mótmælaaðgerð- unum. Var bréfið birt í blaði italska kommúnistaflokksins L’Unita ásamt kröfu frá Berlinguer um að allir verka- menn i haldi verði náðaðir. Stjórnvöld hrædd Bienkowski ritaði stjórnvöldum opið bréf í síðasta mánuði, þar sem hann mótmælti ruddaskap lögreglunnar í garð verkafólksins og sagði: „Þær stofnanir, sem eiga að halda uppi lögum og regl- um, nota aðferðir, sem ekki ein- asta eru ólöglegar heldur vekja andúð og viðbjóð allra borgara. Slíkar aðferðir eru æpandi dæmu um hnignun stjórnarkerfis okkar. Þær sanna að sumir hafa horfið frá því markmiði sínu að þjóna fólkinu og eru orðnir að drepi, sem breiðir rotnunina yfir í aðra þætti opinbers lífs". Það, sem vekur athygli, er að svo hörkulegt andóf hefur enn ekki haft neinar afleiðingar í för með sér og er ljóst, að stjórnvöld eru hrædd við að handtaka svo kunnra manna myndi eklfi aðeins leiða til mót- mælaaðgerða meðal stúdenta í landinu heldur einnig vekja reiði vestrænna kommúnista. Hægt hefði verið að komst hjá þeim fjandskap, sem nú ríkir milli Giereks og menntamanna og kirkjunnar. Þegar Gierek tók við völdum bjóst enginn við meiri- háttar breytingum í átt til aukins frjálsræðis, en margir Pólverjar vonuðu að samfara raunhæfum aðgerðum 'efnahagsmálum myndi áhrifanna gæta á menningarsvið- inu. Raunin varð sú að veikt vopnahlé var samið milli þessara aðila, þar sem svolítill skoðana- ágreiningur var-^leyfður. Þetta breyttist hins vegar með auknum efnahagserfiðleikum og óánægju fólksins. Gierek lét af umburðar- lyndi sínu og reyndi að yfirstiga vandamálin með pólistískum að- gerðum. Áróður fyrir hugsjóna- legri einingu var hertur og út úr þvi kom alger vítahringur. Eftir þvi sem áróðurinn var hertur jókst óánægjan og þannig gekk það koll af kolli unz upp úr sauð. „Örjúfanleg bræðralagstengsl“ Gierek lét stöðugt leggja meiri áherzlu á tengsl Póllands og Sovétríkjanna til þess að drepa niður vonir hinna sjálfstæðu landsmanna sinna um að detente- stefnan myndi draga úr þeim tengslum og afleiðingin var sú að Gierek beið verulegan álits- hnekki meðal pólsku þjóðarinnar. Hann reyndi á sl. ári að knýja gegnum þing landsins stjórnar- skrárbreytingu, sem myndi hafa lögfest „órjúfanleg bræðralags- tengsl Pólverja við Sovétríkin". I eyrum marga Pólverja hljómaði þetta sem tilraun til að innlima Pólland inn i Sovétrikin. Þetta varð til þess að 59 helztu mennta- menn landsins undir forystu hins virta og aldna hagfræðings Edwards Lipinskis rituðu undir bænarskjal til stjórnarinnar um að endurreisa fremur lýðræðis- reglur i stjórnarskránni og á end- anum var orðið „órjúfanlegt" fellt niður og aðrar minni háttar breytingar gerðar, en þær væru gerðar af' dræmum hug og urðu ekki til þess að minnka spennuna. Nú er allt útlit fyrir að þessi vetur verði einhver erfiðasti, sem landsmenn hafa orðið að þola á þessum áratug. Ekki nóg með að nær engar birgðir séu til af góðu kjöti heldur hefur sykurskömmt- un verið tekin upp svo og orku- skömmtun. 1 sumum borgum loga engin götuljós á síðkvöldum. Þeir Pólverjar, sem eiga peninga í banka, hafa fátt við þá að gera, því að lítið er af vörum í verzlun- um og 3—5 ára biðtími er t.d. eftir pólskum Fiat fyrir lands- menn og það getur tekið allt upp í 10 ár að eignast nýja íbúð. Ríkisstjórnin er nú að reyna að gera ráðstafanir í efnahagsmálum til að hafa verkamennina góða og Gierek tilkynnti í sl. mánuði að stjórnin myndi flytja inn mikið af kjöti á næsta ári og hefur þegar hafið mikla birgðasöfnun til að tryggja að nægilegt kjöt verði til um jólin, sem er mikil hátíðatími í landinu. Þá hefur einnig verið lofað, að meira af neytendavarn- ingi verði á boðstólum á næsta ári og hefur ýmsum meiriháttar iðn- aðaráætlunum verið frestað um óákveðinn tíma til að gera þetta kleift. Ekkert af þesSu mun leysa vanda Giereks, sem er jafnmikill stjórnmálalega og hann er efna- hagslega. Sovézkir ráðamenn hafa þrátt fyrir áhyggjur sínar af ástandinu ekki lagt hart að Gierek að brjóta andófið á bak aftur. Enginn vafi er á því að Sovétmenn vilja fyrir alla muni komast hjá vopnaðri ihlutun. Pólskir menntamenn eru einnig hræddir við að ögra ráðamönnum í Kreml of mikið því að eins og einn kunnur andófsmaður sagði i samtali við fréttamann Time: „Við erum alltaf hræddir við einn hlut. Við viljum ekki upplifa aðra Tékkóslóvakíu, það yrði hreint stríð." Wvszvnski kardfnáli. vfirmaður kaþólsku kirkjunnar f Póllandi. „fréttina" saman, hafi þótt dags- verkið gott. Þeim, sem fylgst hafa með starfsemi Iðnaðardeildar Sambandsins, mun kunnugt, að forráðamenn deildarinnar hafa jafnan lagt stund á góð samskipti við önnur iðnfyrirtæki. Munu’ þess dæmi, að leitað hafi veriö til deildarinriar um tækniaðstoð til handa iðnfyrirtækjum einkaaðila, sem áttu í erfiðleikum og sú tækniaðstoð þá að sjálfsögðu látin I té. Efalitið mundi það gleðja alla, sem bera hag íslensks iðnaðar fyrir brjósti, og þá ekki hvað síst forráðamenn Sambands- ins, ef hægt væri að koma málum svo fyrir, að Sútunarverksmiðjan á Sauðárkróki yfirtæki þessar 100.000 gærur af Pólverjum. En þeir, sem vilja líta á málið af sanngirni, verða að skilja, að hér er ekki lengur við að eiga Búvöru- deild Sambandsins. Eina lausnin er að fá Pólverja til þess að falla frá því skilyrði, sem þeir settu f upphafi. Eðlilegir forgöngumenn I sliku máli eru að sjálfsögðu þeir, sem telja sig þurfa á þessum gær- um að halda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.