Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1976 35. Fiskiþing hófst í gær: Hlutdeild Islendinga í botnlægum fisktegundum hefur aukizt úr 52% í 69% á fjórum árum Frá Fiskiþingi I gær. Ljósm. Mbl.: Friðþjófur Aflatryggingasjóður — almennar deildir. 226.6 59.1 18.0 Utfl.gjald sjávarafurða Mótframlag rikisSjóðs Vaxtatekjur ______________ Samtals tekjur 303.7 Greiðslur vegna aflabrests hin sömu ár voru þessar: Almenn deild bátaflotans 189.4 Almenn deild togaraflotans 51.3 Samtals bætur 1973 1974 1975 millj.kr. millj.kr. millj.kr. 280.7 72.7 28.9 382.3 347.6 60.5 240.7 408.1 419.9 105.0 34.2 559.1 459.1 43.3 502.4 Samkvæmt framangreindu hafa tekjur þessi þrjú ár numið 93.9 millj. króna umfram greiðslur vegna aflabrests, en samsvarandi tala fyrir árin 1972/1974 var 17.7 millj. króna bótagreiðslur umfram tekjur. Ráðstöfunarfé sjóðsins þessi ár hefir verið sem hér segir: 1973 1974 1975 millj.kr. millj.kr. millj.kr. 576.2 699.3 907.7 Staða sjóðsins hinn 31. október s.l. var þessi: Inneign hjá ríkissj. og í banka 1/1 ’76 Tekjur af útfl.gj. og mótframl. 1/1—31/10 '76 (áætl) + bótagreiðslur 1/1—31/10 '76 Ráðstöfunarfé 1/11 1976 samtals millj.kr, 449.4 671.0 475.3 645.1 FISKIÞING hófst I húsakynn- um Fiskifélags tslands f gær- morgun, og er hið þrftugastaog- fimmta I röðinni. Mættir voru til þings allir þingfulltrúar, en þeir eru 31 að tölu. Már Elfsson fiskimálastjóri setti þingið og minntist látinna þingfulltrúa. Forseti þingsins var kjörinn Hilmar Björnsson frá Eski- firði, varaforseti Marfas Þ. Guð- mundsson, Isafirði og ritari Jón Páll Halldórsson tsafirði. Már Elfsson fiskimálastjóri flutti skýrslu stjórnar félagsins í upphafi fundarins f gærmorg- un. Gat hann þess f upphafi að f febrúarmáluði s.l. voru liðin 65 ár frá stofnun félagsins. Þá sagðí fiskimálastjóri að enn væri ekki búið að ganga frá reglugerð um sjóvinnunám, þannig að enn væri með sam- þykki menntamálaráðuneytis- ins unnið eftir námsskrá, sem samin hefði verið af starfs- mönnum Fiskifélagsins á þessu sviði. Á s.l. sumri hafði verið haldið námskeið fyrir kennara í. sjóvinnu, hið þriðja í röðinni. Hefðu 19 kennarar og kennara- efni sótt það. Alls væri nú kennd sjónvinna í 35 skólum á landinu og kennsla hæfist í um 40 skólum i haust. Væri fjöldi nemenda áætlaður um 1500. Nú er í athugun gerð ýmissa kennslugagna til að auðvelda sjóvinnukennsluna, svo og út- gerð skólaskips. Hefur Jón Magnússon útgerðarmaður boð- ið fram skip í þessu skyni með sérstökum kjörum, að þvi er fiskimálastjóri sagði. Þessu næst vék Már Elísson að aflatryggingarsjóði og sagði: Eins og kunnugt er voru sett ný lög um útflutningsgjöld á ár- inu. Ákvæði hinna nýju laga höfðu litlar sem engar breyt- ingar í för með sér á tekjustofn- um sjóðsins, hvorki hinna al- mennu dcilda eða áhafnadeild- ar. Samkvæmt reikningum hinna almennu deilda, svo og jöfnunardeildar, hafa tekjur og greiðslur vegna aflabrests verið sem hér segir undangengin þrjú ár. Af ofangreindri bótaupphæð eru 135.7 millj. króna vegna ársins 1975. Ekki er gerlegt að nefna ná- kvæmar tölur um heildarbóta- greiðslu ársins og tekjur, þó má áætla að tekjur nemi 795—820 millj. króna og heildarbóta- greiðslur gætu numið 550—570 millj. króna. Hagur þessara deilda hefur því samkvæmt framansögðu vænkast nokkuð borið saman við næstu ár á undan Stafar það fyrst og fremst af hagstæð- ara verðlagi útflutningsafurða. Lögð verður fyrir þingið skýrsla um bótagreiðslur úr sjóðnum eftir svæðum. Segja má, að þriðja árið í röð hafi verið um miklar bóta- greiðslur að ræða til báta á vetrarvertíðarsvæðinu S og V lands, sökum aflabrests. Sökum mikils fjölda báta á þessu svæði verða greiðslur hlutfallslega miklar, þegar jafn alvarlegan aflabrest ber að höndum og raun hefur borið vitni. Slíkur langvarandi aflabrestur er sem betur fer einsdæmi. Flest árin á undan hefur einmitt stærsti hluti tekna sjóðsins komið frá umræddu svæði. Sýnir þetta, svo að ekki verður um villzt gildi slíks jöfnunarsjóðs. Þá er komið að áhafnadeild sjóðsins. Tekjur undanfarin þrjú ár hafa verið sem hér segir: 1973 1974 1975 millj.kr. millj.kr. millj.kr. Tekjur af útfl.gjöldum 268.5 331.4 509.8 Vaxtatekjur 3.8 4.9 . 33 Samtals 272.3 336.3 513.1 Greiðslur úrdeildinni sömu ár: Til bóta 198.4 3527 552.0 Til togara 34.1 38.0 57.5 Samtals 232.5 390.7 579.5 Staða áhafnadeildar 31. okt. sl. var þessi: millj.kr. Inneign hjá ríkissj. og í banka 1/1 ’76 53.3 Tekjur af útfl.gj. 1/1—31/10 ’76 (áætl.) 567.1 + greiðslur 1/1—31/10 76 564,9 Ráðstöfunarfé 1/11 76 samtals 145.5 Gera má ráð fyrir því, að tekj- ur áhafnadeildar á þessu ári muni vera 758—782 millj. króna og greiðslur gætu numið 735—745 millj. króna. Elins og kunnugt er náðist samkomulag milli Fiskifélags- ins með samþykki stjórnar Aflatryggingasjóðs, og lífeyris- sjóða sjómanna, að félagið ann- aðist innheimtur iðgjalda fyrir sjóðinn. Eru þessi störf unnin af þeim starfsmönnum félags- ins, er annast daglegan rekstur sjóðsins. Fer innheimtan fram í sambandi við greiðslur áhafna- deildar. Innheimtur hafa verið sem hér segir: millj.kr. 1973 77.7 1974 113.3 1975 170.8 (31/10) 1976 201.8 Þá hefur Fiskifélagið fyrir hönd ríkissjóðs annast greiðslur verðuppbóta á fisk, sem veiddur er á línu: 1973 1974 1975 millj.kr. millj.kr. millj.kr. 18.4 15.7 17.2 Ennfremur hefur Fiskifélagið séð um greiðslur til togaranna fyrir hönd ríkissjóðs. 1975 1976 1. Rekstrarstyrkir til síðutogara 2. Til skuttogara af gengishagnaði áranna 1972 og 1974: Minni skuttogarar Stærri skuttogarar Samtals millj.kr. millj.kr. 20.0 42.8 16.6 0 7,7 0 44.3 42.8 I skýrslunni til 34. Fiskiþings var getið um bréf dags. 28. ágúst 1975 frá sjávarútvegsráð- herra varðandi greiðslur til stóru skuttogaranna fyrir tíma- bilið 1/5 75 til 31/12 1976. Með bréfinu frá 28. ágúst 1975 var ákveðið að greiða kr. 22.000,- á hvern úthaldsdag, en með bréfi dags. 24. ágúst 1976 var til- kynnt að frá 1/7. 75 til 31/12. 75 ætti að greiða kr. 8.500.- til viðbótar á hvern úthaldsdag og með bréfi dags. 25/10. s.l. var tilkynnt að á tímabilinu 1/1. til 8/6. 1976 ætti að greiða kr. 23.300.- á hvern úthaldsdag til viðbótar við fyrri ákvörðun ym kr. 22.000.- á úthaldsdag. Þessar greiðslur hafa verið Framhald á bls. 46 Frá kirkjuþingi: Kjörmenn kjósi til prestsembætta Á FUNDI kirkjuþings í gær voru þrjú mál á dagskrá. Var það tillaga um frumvarp, sem biskup flytur, um veitingu prestakalla, tillaga um kirkju- eignir, sem biskup flytur einn- ig og tillaga um breytta skipan kirkjuþings og kirkjuráðs hinnar (slenzku þjóðkirkju. 1 frumvarpi til laga um veit- ingu prestakalla er gert ráð fyr- ir að kjörmenn viðkomandi prestakalls ásamt prófasti kjósi prest úr hópi umsækjenda. Hljóða önnur og þriðja grein lagafrumvarpsins þannig: „Að liðnum umsóknarfresti sendir biskup prófasti hlutað- eigandi prófastsdæmis, sé hann eigi umsækjandi, svo og sóknar- nefndum prestakallsins, skrá yfir þá, er sótt hafa fsamt skýrslu um aldur þeirra, náms- og embættisferil og störf. Jafn- frámt sendir hann prófasti nægilega marga atkvæðaseðla með nöfnum umsækjenda og felur honum að boða kjörmenn prestakallsins á sameiginlegan kjörfund innan tiltekins tima. Kjörmenn eru: Sóknar- nefndarmenn og safrlaðarfull- trúar prestakallsins (aðal- menn). Fyrsti varamaður tekur sæti aðalmanns, ef forfallaður er. Ef safnaðarfulltrúi er jafn- framt sóknarnefndarmaður tekur varamaður sæti hans i sóknarnefnd. Sé prófastur héraðsins um- sækjandi um kallið, nefnir biskup annan prófast til í hans stað. 3. gr. Á kjörmannafundi skulu umsóknir ásamt umsögn- um biskups liggja frammi til athugunar. Fundurinn er lok- aður og stýrir prófastur honum. Ef meirihluti kjörmanna sam- þykkir, að kjör skuli fram fara, skal það framkvæmt með þeim hætti sem segir i 4. gr. Að öðr- um kosti ráðstafar kirkjumála- Fulltrúar á kirkjuþingi 1976. ráðherra embættinu að feng- inni tillögu biskups.” I 4. gr. er gert ráð fyrir að eftir kjörmannafund fari fram leynileg kosning til embættis- ins. Kjörstjórn verði skipuð biskupi og tveim mönnum er kirkjumálaráðuneytið skipi, til 5 ára í senn, og skal hún fella úrskurð ef til ágreinings kem- ur. Biskup styður þann um- sækjanda sem hlotið hefur 2/3 hluta atkvæða kjörmanna, en nái umsækjandi ekki 2/3 hlut- um atkvæða telst kosningin ólögmæt og mælir biskup þá með tveim umsækjendum er hann telur standa næst þvi að hljóta embættið og veiti ráð- herra öðrum þeirra það. Þá var til meðferðar á kirkju- þingi tillaga um að allar jarð- eignir kirkjunnar verði skráðar og núverandi verðgildi þeirra, með það fyrir augum að ríkinu verði gert tilboð með að leysa þær til sin með árlegu gjaldi, er miðist við mat eignanna á þeim tíma þegar samningur um þetta gengi í gildi. Einnig var fjallað um tillögur um lagabreytingar á lögum um Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.