Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. NÖVEMBER 1976 29 >níu- ikar Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON sem gerir þörf hans sterka og sérstæða, annars verða þær að- eins orð. I túlkun á verki eins og píanókonsertinum eftir Schu- mann er ekki nóg að kuna að leika verkið, heldur þarf hljómur þess að vera gæddur þeirri reynslu sem gerir ástarjátninguna sterka og volduga. Cristina Ortiz er frá- bær píanóleikari og lék konsert- inn af miklum glæsileik og æsku- þokka, en undirritaður fann ekki þann öldunið og þá hafsjói tilfinn- inga sem oft áður við hlustun þessa undurfagra verks. Tónleik- unum lauk með verki eftir Carl Nielsen. Fjórða sinfónian er mjög sérstæð að formi, samfeld eins og óslökkvanlegur eldur. Með flutn- ingi þessa verks gerði Andersen hreint fyrir sínum dyrum. Það er ekki hans sök að strengirnir eru svo fáliðaðir, að vonlaust er að þeir geti haldið sínu fyrir svo stóru liði blásara. Það væri freist- andi að ræða um ýmsa þætti verksins, en læt nægja að minnast aðeins á kaflaskiptin, sem bera yfirskriftina Poco adagio quasi andante, sem er einn stórkostleg- asti kafli sinfóníunnar og sérstak- lega áhrifarikt á hvern hátt hann notar pákuna með cellóunum og kontrabössunum. Hljómsveitin stóð sig vel og tónleikarnir voru í heild mjög skemmtilegir. Þrumuveður í nánd? Bókmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Baldur Óskarsson: LEIKVANGUR. Helgafell 1976. MEÐ þessari nýju ljóðabók sinni held ég að Baldur Óskarsson hafi skorið úr um hvar hann stendur í ljóðagerðinni. Þetta er efnismesta og um leið athyglisverðasta ljóða- bók Baldurs Óskarssonar til þessa, en Baldur er reyndar eng- inn nýgræðingur, heldur skáld sem náð hefur þroska og er vax- andi í list sinni. Það er engan veginn auðvelt að skýra ljóð Baldurs Óskarssonar, að minnsta kosti ekki sum þeirra, en við skulum huga að þeirri stefnu sem hann hefur tileinkað sér. Ljóð atómskáldakynslóðarinnar voru oft torræð, byggðu á mynd- um og líkingum, létu ekki allt uppi við fyrstu kynni. Þannig er einnig um ljóð Baldurs Oskars- sonar. Lesendur verða að láta þau orka á sig eins og mynd og hljóm, lesa þau aftur og aftur og heimta ekki ráðningu i fljótu bragði. Þessi tegund ljóðagerðar hefur farið halloka í seinni tið vegna þess að aðrar tjáningarleiðir hafa opnast fyrir ljóðið, en ekki er þar með sagt að hún eigi ekki fullan rétt á sér. Það er einmitt gaman að bera ljóð Baldurs saman við ljóð nýrrar skáldakynslóðar og þá kemur ef til vill i Ijós að þrumu- veður geti verið I nánd hjá Baldri Baldur Óskarsson svo minnt sé á undirtitil ljóðsins sem er samnefnt bókinni. Það er margt í Leikvangi sem bendir á innilegra samband skálds og lesanda. Manstu? hefst til dæmis á þessum orðum: Manstu litlu sóleyjarnar sem sprungu út í maf — manstu litlu hlandholurnar f fönninni? t landsuðri hölluðu Fjósakonurnar undir flatt og við renndum okkur á sieða vestur á Gnfpu. I þessu ljóði ávarpar skáldið lesandann: kæri lesari. Eg nefni Drekavísu sem dæmi um hina torráðnu ljóðagerð sem vikið var að i upphafi þessarar umsagnar: Handan um djúpið?... eða raki, dimman í holu tré ... Hráki stjömunnar klingir lágt. Baldri er tamt að yrkja um hluti og innbyrðis líf þeirra, minnir þá á málara eins og Steinn Steinarr í Timanum og vatninu. En eins og hjá Steini er mannlegt lif í tengsl- um við hlutina, mannlegur sárs- auki, mannleg gleði. Ljóð er eitt þeirra ljóða þar sem Baldri tekst að koma til skila heimsskoðun sem er að visu ekki ný, en for- vitnilega sett fram. Sýndur er staður við hafið, stund árla morg- uns. Á strönd er maður og fugl á flugi yfir brimgarði. Fuglinn læt- ur vindinn bera sig með ósýnilegu átaki í kyrrstöðu og maðurinn horfir yfir hafið á sjálfan sig horfa yfir hafið. Þetta bróðerni fugls og manns, samruni náttúr- unnar er áberandi einkenni í Leikvangi og tekst viða með minnisstæðum hætti þótt sumar stakar myndir ljóðanna séu sterk- ari en ljóðin i heild. Hljóðan orð- anna (samanber Svo kvað Orð- grimur) er Baldri ástriða og vafa- laust mun hann ekki snúa baki við henni í bráð. En „hvað er hreint orð, hver mundi vilja/heyra slíkt orð og varðveita það?“ Orð voru ekki fundin „einungis til þess að dyljast". Orð- ið er aftur á móti verkfæri skálds- ins, glima þess við sjálft sig og umhverfi sitt. „Og hrak var tíðin“ stendur I ljóðinu Svipur Ezra Pound. „ölvið ykkur" kvað Baudelaire. Baldur lætur fylgja athuga- semdir aftast í bókinni þar sem hann m.a. fræðir okkur um trúar- legt tákngildi þrihyrnings. Það er vel til fundið að beina lesandan- um inn á brautir til skilnings. En þó er enn meira um það vert aðT Leikvangi virðist Baldur Óskars- son á leið sem færir lesandann nær honum og auðgar um leið skáldskap hans sjálfs. Jóhannes úr kötlum þessari bók Hún var ekki það framhald Óljóða sem við væntum. Jóhannes tók því með þolinmæði og sagðist trúa mati ungs fólks. Það sem hafði gerst var að hann hafði haldið til fundar við sfn ..elífðar smáblóm' , rifjað upp tón- inn sem hann kunni best. En Trega- slagur var bók margra sjónarhorna Þar var var eitthvað fyrir alla Og þar eru Ijóð sem segja okkur mikið um skáldið, mikið um heiminn: Maður hver er mold hljóðiega flýgur nú hrafn yf ir skóga sáran þýtur í sefi Að þora Jóhannes úr Kotlum LJÓÐASAFN VII—VIII. Heimskringla 1976. ÉG veit ekki hvort allir gera sér grein fyrir því hve það var mikil hátið þegar Sjödægra (1955) Jóhannesar úr Kötl- um kom út. Að minnsta kosti ung skáld sem voru ekki orðin nógu gömul til að teljast til hinnar miðaldra atóm- skáldakynslóðar fögnuðu þessari bók eins og sendingu af himnum ofan. Samt var hún svo jarðbundin eins og allt sem Jóhannes úr Kötlum orti. Hann gat ekið undir með Pablo Neruda sem kallaði eina bók sína Staddur á jörðinni. Jóhannes var hið mikl afl Ijóðlistarinnar og persónan var ef til vill enn öflugri en skáldið sem mest fann til i stormum samtiðarinnar Að hitta hann var lexia i heimsbókmenntum. skóli sem enginn gat gleymt. Ég man að við Ari Jósefsson rædd- um einu sinni saman um Jóhannes úr Kötlum. Ari hafði hitt hann á flokks- hátið á Hótel Borg. Hvernig var Jó- hann.es, spurði ég Hann var beiskur, sagði Ari. Þá var Jóhannes að yrkja Óljóð (1962) svar sitt við hinni rím- lausu skeggöld Jóhannes efaðist um sósíalismann, allt. Eina von hans var þessi nagandi efi. Og þessum efa varð hann að breyta i Ijóð Hann gat ekki þagað og látið sem ekkert hefði gerst. Ungverjalandsuppreisnin 1956 Var unnt að leiða hana hjá sér? Margur sósíalistinn varð felmtri sleginn. Einn þeirra var Jóhannes Og hann sagði auðvaldskommunum til syndanna í Ijóðunum, veislufólkinu sem hélt að ekkert hefði breyst. Óljóð eru mögnuð bók, brennandi svar skálds sem finnur til Hvernig var hægt að yppta öxlum yfir henni og segja að nú væri Jó- hannes að yrkja fyrir listina eina, taka þátt í byltingu Ijóðsins, gæla við form Það er auðvitað lygi. Óljóð er að vísu bók sem erfitt er að átta sig á, en hefur nokkurt íslenzkt skáld á þessari öld glímt af jafn mikilli dirfsku við vanda- mál sjálfs sín og samtiðarinnar ég verð að þora að horfast í augu við sjálfan mig ég verð að þora að horfast í augu við lífið ég verð að þora að horfast I augu við dauðann Svo kom Tregaslagur (1964) og við grunnhyggin ung skáld fundum að Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON hnígur senn vort hold maðkarnir nálgast á báða bóga eina vonin er efi. Skáld er skammlíft mjög orð þess sem gári á öreyðu þagnar tærist og deyr af trega leysast upp vor lög reynt er á þol hverrar einustu agnar ferst hið forgengilega. Og að lokum Ný og nið (1 970), löng og efnismikil bók þar sem Jóhannes sannaði enn hve ungur hann var, mað- ur helskjúkur orðinn Fyrir þessa bók fékk hann viðurkenningu gagnrýnenda blaðanna, Silfurhestinn, og honum þótti vænt um það Hann fann að hinir ungu voru nú farnir að skilja hann og vildu láta það i Ijós með einhverjum hætti. Kristinn E Andrésson var í veisl- unni og við Matthias Johannessen buðum honum upp á drykk Jóhannes talaði af sinu eðlislæga litillæti við blaðamenn Honum datt ekki 1 hug að hann væri að breyta islenskri Ijóðlist með þessari bók Það hafði hann gert með Sjödægru. En hann Ijómaði og það var sól yfir deginum, sól skáld- skaparins sem skín þrátt fyrir allt, allar skoðanir, allar kenningar um Ijóðið og heiminn. Hann kemur til móts við islenska náttúru i lokaljóðinu Í Ný og nið, til uppruna síns: Þá verða öll orð tilgangslaus — þá er nóg að anda og finna til og undrast. Maðurinn í landinu landið i manninum — það er friður guðs. Framhald á bls. 31 er tívolí Pétur Gunnarsson: PUNKTUR PUNKTUR KOMMA STRIK. Skáldsaga. Gylfi Gislason teiknaði myndirn- ar. Iðunn 1976. Pétur Gunnarsson vakti athygli með ljóðabok sinni Splunkunýr dagur (1973). Hann er í hópi Listaskáldanna vondu og hefur nú sent frá sér skáldsögu: Punkt- ur punktur komma strik. Þessi skáldsaga er eiginlega svipmyndasafn frá timabili sem nær frá siðari heimsstyrjöld til þessa dags. Styrkleiki Péturs eru fyndnar athugasemdir um lífið og tilveruna, næmi ljóðskálds fyrir þvi smáa sem oft skiptir miklu máli og stjórnar örlögum fólks. Þeir sem sakna fyndni og gaman- semi í verkum ungra höfunda fá hér bók við hæfi, en undir niðri er alvara eins og öllu gamni þarf að fylgja. Ef tala á um veikleika Péturs Gunnarssonar I sagnagerð er það helst að hann lætur skoðanir sin- ar of opinskátt uppi. Honum virð- ist í mun að skrifa fyrir ákveðinn hóp manna (sina kynslóð liklega) og þessi hópur vill fá'eitthvað krassandi um þá ógæfusömu menn sem veljast til að stjórna þessu landi okkar. Einnig þarf að gera sem mest úr valdinu sem angrar hina frjálsbornu kynslóð sem nú býr við hvað mesta vel- Bðkmennllr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Pétur Gunnarsson. ferð sem þekkist. En þessar at- hugasemdir verða sjálfsagt létt- vægar fundnar og veiða Pétri Gunnarssyni vonandi hvöt til að herða róðurinn. Þessi orð lenda i dagblaðamöppunni i Landsbóka- safninu sem Pétri Gunnarssyni er svo tiðrætt um, en enn betra væri ef fisksalarnir notuðu blaðið til að pakka inn fiski. Ég veltist ekki um af hlátri þegar ég las Punktur punktur komma strik, en ég brosti stund- um af litsterkum lýsingum höf- undarins á bíóferðum, Tívóli, sambúð fólks. I frásögnum af hinu harmræna i lífinu kemur fram undarleg kaldhæðni. Höf- undurinn er hræddur við að gráta i sögunni, stendur I eins konar fjarlægð frá þvi sm honum sjálf- um er nákomið. Kannski er þetta nýr tónn, kannski er hér lærdóm- ur frá Guðbergi sem er þó mun eldri en Pétur? Kannski erþetta bara undirstrikun þess að lifið er bara tívólí þrátt fyrir að afar deyi og stúlkur drukkni i sundlaugum og þrátt fyrir allt? En fyrir alla muni lesið Pétur Gunnarsson. Það er ósvikinn rit- höfundur sem skrifar til dæmis svona: „Leikskólarnir buðu upp á ónýta strætisvagna og kellingar sem spiluðu á gitara. I Litludeild- inni voru börnin upp á eigin spýt- ur, sambandslaus eins og mikil- menni. I Miðdeildinni minntu þau á lítil vélmenni, vélbarn kom labbandi, hrifsaði af fóstrunni munnhörpu og rak upp í hana kubb. önnur kvakaði „Komdu hingað krummaskinn", þangað til hún var lamin i hausinn með hjól- hestapumpu. I Stórudeildinni gerðu strákarnir ekki annað en mæla á sér typpið og pissa í kross, harðneituðu hinsvegar að kúka, af ótta við að verða teknir fyrir stelpu að pissa." Þannig mætti tína mörg brot út úr Punktur punktur komma strik. Gylfi Gislason hefur teiknað snjallar myndir í bókina eins og hans var von og visa. Ég nefni sem dæmi forsiðumyndina af gamalli komu með vindil, tvifara Winstons Churchills.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.