Morgunblaðið - 02.12.1976, Side 15

Morgunblaðið - 02.12.1976, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976 meira i anda rómantíska skeiðsins á nitjándu öld og minntu á löngu horfna snillinga eins og Morphy og Andersen. Oft var eins og frumkvöðlar varnartaflmennsk- unnar, Steinizt og Lasker, hefðu aldrei komið við sögu í skáklist- inni, þegar Tal stýrði liði sínu til vinnings, með því að fórna hverj- um manninum á.fætur öðrum. Skákmeistarar nútimans stóðu uppi ráðþrota gegn þessum ósköp- um.“ Tal segir ljómandi skemmti- lega frá hvernig hann undirbjó sig fyrir sjálft einvígið og siðan hugrenningar sínar meðan á þvf stóð og undirbúningi sínum fyrir hverja einstaka skák. Bókin er í einu orði sagt, stórskemmtileg, og jafnframt fróðleg hverjum áhuga- manni í skák. SKÁKVERIÐ, EFTIR JtJRt AVERBAK OG MIKAEL BEILIN. Þetta er nýútkomin kennslubók fyrir byrjendur, en þýðendur eru þeir Bragi Kristjánsson, Bragi Halldórsson og Ragnar Ragnars- son. Bókin er tilkomin vegna skorts á kennslubók í skák, en hálfur annar áratugur er nú síðan bók Friðriks og Ingvars kom síð- ast út (1958). Guðmundur Arn- lausson ritar formála og segir svo: „Ég held að hver meðalgreindur unglingur geti lært að tefla af henni án annarrar tilsagnar, og mér sýnist hún þannig úr garði gerð, að ýmsir myndu eiga örðugt með að slíta sig frá henni fyrr en lokið er.“ Undir þetta má taka, en bókin er jafnframt ákaflega hent- ug fyrir leiðbeinendur í skák og þá um leið alla þá sem kynnast vilja nauðsynlegustu þekkingar- atriðum skáklistarinnar. skAldskapur A SKÁLBORGÐIEFTIR GUÐMUND ARN- LAUGSSON Þetta er bók, sem unnin er upp úr greinum (greinaflokki) um skákdæmi og tafllok, sem birtust i tímaritinu Samtfðin á árunum Framhald á bls. 31 Lausn á tafllokum: •jjed ja jnjJBAS 8o jbqxq f, ‘zpm — ia8M S iXMa •uindnifsiq jnuiiaAj paui jbjjui jnjjAq 8o jBxg -f. ubqjs 8o ;a8M C ‘QI« — ‘iM Z '£MM — +E3*a I Þakkað fyrir áheit og gjafir LÖNGUM hefur Islendingum ver- ið hugleikað að heita á helgar stofnanir sér til heilla. Þessa virðist Neskirkja njóta í siaukn- um mæli. Þótt ekki hafi verið f hámælum haft hafa áheit og gjaf- ir borizt vfðs vegar að af landinu að undanförnu. Nýverið kom t.d. trúfastur kirkjugestur, kona, sem ekki vill láta nafns sfns getið, með áheit að upphæð eitt hundrað þúsund krónur, og nú fyrir fáeinum dög- um kom ungur maður og færði málefni drottins tiund sína og móður sinnar. Fýrir hönd safnaðarins færi ég gefendum alúðarþakkir fyrir rausnarlegar gjafir sem og til allra hinna mörgu, sem hafa sýnt Neskirkju hlýhug og vinsemd á undanförnum árum bæða með peninga- og blómagjöfum jafnt stórum sem smáum. Guð blessi glaða gjafara. Frank M. Halldórsson. AUGLYSINGASIMINN ER: 22480 2M«r0wnblabiti 15 íslensk tónlist inniheldur að vísu áhrif víða aðkomin, en samt bland- ast engum hugur um að tónlist sú sem flutt er á þessum fjórum hljóm- plötum er íslensk tónlist. Að reyna að flokka þessar hljómplötur undir eitthvert ákveðið tónlistarform er lífsins ómögulegt, því tónlistin sem þær innihalda er mun fjölbreyttari en hvað þær eru margar. Diabolus In Musica: Hanastél á Jónsmessunótt ,,Hanastél“er öðru- vísi. Léttdjössuð kammer músík með ramm íslensku ívafi. í sjálfu sér skiptir ekki máli hverju nafni tónlist Dia- bolus in Musica er nefnd, öllu máli skiptir hvað eyrað nemur. Enginn skyldi láta Hanastél fara fram hjá sér, því Hanastél á við öll tækifæri. Spilverk Þjóðanna: Götuskór. Óhætt er að fyllyrða að með „Götuskóm“ er stigið eitt stærsta skref sem tekið hefur verið af íslensku tónlistarfólki um áraraðir. Götuskórersúhljómplata sem hvað mest á eftir að gleðja alla unnendur ís- lenskrar tónlistar því Götuskór er frumleg en umfram allt einstaklega skemmtileg. Áætlaður útgáfudagur 2. des. ’76. Stuðmenn: Tívolí. Allir landsmenn þekkja Stínu Stuð, Kalla, Bimbó, Frímann Flug- kappa, Ólínu' og Hveiti- björn. Allir landsmenn þekkja Stuðmenn. Tívolí er frábær hljómplata sem nú þegar hefur selst í 5000 eintökum, tala sem talar sínu máli. Jakob Magnússon: Horft í Roðann. Lengi hefur verið beð- ið eftir þessari hljómplötu Jakobs Magnússonar og við miklu búist, enda ástæða til. „Horft í Roð- ann“ fer fram úr villt- ustu vonum og er án efa eitt merkasta framlag einstaklings til íslenskrar pop/rokk/jass tónlistar fyrr og síðar. Aætlaður útgáfudagur 8. des.’76. itðÍAQf hf Hljómplötuútgáfan Laugavegí66

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.