Morgunblaðið - 02.12.1976, Síða 36

Morgunblaðið - 02.12.1976, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1976 VlW MORÖ-dN-SÍ? KATFINO \\ I Ég kem með matinn eftir Verður leiknum haldið áfram augnahlik! dómari? Eini svalardrykkurinn sem ég á nú er kalt vatn og asperín. Ef þér einhvern tíma ákveðið að hætta í þessu starfi, þá getið þér strax fengið starf í pökk- unardeildinni okkar. Tveir lögfræðingar hittast. „Ég er alveg uppgefinn," seg- ir annar þeirra. „Eg var að enda við þriggja stunda varnar- ræðu.“ „Jæja, ég er enn þreyttari en þú,“ segir hinn og nuddar augun. „Hvernig stendur á því?“ „£g hlustaði á ræðuna þína.“ — Hvernig stendur á því, Lárus minn, að nú gerirðu ekki annað en betla. Áður vannstu þó stundum. — Já, herra prestur, maður vitkast með aldrinum. BRIDGE í UMSJA PÁLS BERGSSONAR Oft virðist ákveðin leið liggja beint við í upphafi spils, en ekki er allt sem sýnist. Norður gefur, hættur skipta ekki máli. Norður Suður S. 962 S. ÁK3 H. Á74 H. K95 T. KG952 T. D74 L. 85 L. ÁK102 Vestur spilar út spaðadrottn- ingu gegn 3 gröndum suðurs. Hvernig á að spila spilið? Við verðum að klifra inn aftur. — Það er bannað að ganga á grasinu, maður! Alltof margt er bannað „Ég er búin að búa á Snæfells- nesi í 36 ár og áleit að ég fylgdist sæmilega með almennum málum, en ég verð að viðurkenna að ég er æði fávís i skemmtana- og ungl- ingavandamálum nútímans. Ég fór nýlega á árshátið hesta- manna að Breiðabliki, þar sem skemmtiatriðin voru skugga- myndir af hestum frá fjórðungs- móti, félagsvist og dans. Ég vissi ekki hvað kynslóðabilið er orðið geigvænlegt, fyrr en ég sá með eigin augum að fermdir unglingar i fylgd með foreldrum sínum voru reknir út þegar byrjað var að dansa, (aðallega gömlu dansarn- ir) eftir að þeir voru búnir að borga fullan aðgangseyri, þó þeir væru bláedrú og höguðu sér óað- finnanlega, og látnir norpa fyrir utan það sem eftir var af skemmtuninni. Löggæslumenn og húsverðir vitna í lög, unglingar mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 12. Þeir fullorðnu haga sér þannig á skemmtunum að ekki er hægt að hafa unglingana með. Það hefur alltaf verið siður i minni sveit, að foreldrar taka unglingana með sér á þessar fáu skemmtanir sem þeir fara á, bændahátiðir, árshátíðir, félags- vistir og leiksýningar. En ég hef aldrei vitað það fyrr, að þeir mættu ekki láta sjá sig á mannamótum í fylgd með full- orðnum. Foreldrar sækja lítið venjuleg böll síðan farið var að sortéra fólk svona eftir aldri. En hvernig er það með lög og reglur, er hægt að fara eftir lag- anna bókstaf á böllunum eins og þau eru nú til dags? Þangað kem- ur aðallega fólk frá 16 ára aldri til rúmlega tvítugs. Og hvernig er áfengislöggjöf lslendinga? Er ekki erfitt að neyta víns á opin- berum og lögvernduðum böilum án þess að brjóta lög? Og eru ekki flestir samkomugestir á þeim aldri að þeir mega hvorki kaupa né drekka vin? En kannski væri erfiður rekstrargrundvöllur fyrir sam- komuhúsin ef löggæslumenn og húsverðir lokuðu ekki augunum, enda hefur löngum verið annað hér á landi að vera Jón en séra Jón. Ég veit að margir foreldrar fögnuðu því þegar farið var að banna unglingum aðgang að skemmtunum og fannst ágætt að geta forðað þeim frá solli og freistingum í lagann nafni, og trúa því sjálfsagt að þeir verði Varla er ráðlegt að gefa drottn- inguna því hann gæti skapt í hjarta, en það viljum við ekki. Hvað svo? Eðlilega spilum við tígli til að fría litinn I blindum. Við getum spilað lágu á gosann og siðan aftur á drottningu. Þá tryggjum við okkur gegn, og ráð- um við, Á-10 fjórðu í vestur. Eigi austur aðeins eitt smáspil náum við tíunni með svíningu. Þetta er allt gott og blessað en hvað gerum við ef austur á Á-10 fjórðu i tíglinum. Hann gefur þá tvo fyrstu slagina og við náum ekki að fríspila litinn þar sem við eigum aðeins eina innkomu á hjartaás. Við töldum auðvitað slagina í upphafi og sáum þá, að a.m.k. þrír tígulslagir voru nauð- synlegir, til að vinna spilið. Já, það er greinilegt, að tíglin- um þarf að spila á annan hátt. Eftir að við höfum tekið á spaða- kóng spilum við tfguldrottningu, sem sennilega fór slaginn. Aftur spilum við tígli. Sé vestur ekki með látum við iágt frá blindum. Austur má jú fá tvo slagi á litinn ef við fáum hina þrjá. Skipti aust- ur nú í spaða, látum við lágt frá hendinni og verðum svo inni heima I næsta slag. Nú eru allir samgangserfiðleikar yfirstignir þvi enn eigum við eftir tígul heima. Á þennan hátt höfum við gert okkar besta tíl að vinna spilið og eina legan, sem banar því núna er, að austur hafi 'átt 5 spaða I upphafi. Maigretog þrjózka stúlkan Framhaldssaga eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 24 hatt. Og allt maukið sem hún hafði makað framan í sig. Var það til að hylja hruflurnar. Ékki vissi hann það, enda stúlk- an kynleg í meira lagi. Að minnsta kosti var andlit hennar náfölt og makað hvítu kremi þar sem hún sat i lestinni til Parísar eins og myndastytta. IIún starir fram fyrir sig með starandi og tómu augnaráði og hann fann að hún vildi að við- staddir hugsuðu með sér: — 0, guð minn almáttugur, hvað þessi stúlka þjáist... Og hvað hún hefur aðdáanlega mikla stjórn á sér... Hún er svo sannarlega sorgin og þjáningin uppmáluð... En Maigret brosir ekki. beg- ar þau koma til Rue du Faubourg Saint Honoré og hún vill endilega fara inn í ávaxta- búð segir hann stillilega: — Eg held ekki hann hafi lyst á neinu sem stendur, Felicie litla. Skildi hann þá ekki nokkurn skapaðan hlut? Jú, vlst skyldi hann og hann iét eftír henni það sem hana langaði til að gera. Enda hlustaði hún ekki á hann. Lét sem vind um eyru þjóða hvað hann sagði og keypti bæði vfnber, appelsínur og kampavfnsflöksu. Hún vildi einnig fá blóm og keypti risa- stóran blómvönd og bar þetta allt án þess að missa hinn tregafulla virðuleika sinn. Maigret fylgdi henni eins og góður og umburðarlyndur fað- ir. Hann var feginn að sjá að ekki var heimsóknartfmi á sjúkrahúsinu þvf að Felicie hefði vakið meira en iitla at- hygli þar. Honum tókst þó að fá leyfi til þess hjá lækninum sem var á vakt að Felicie mætti að- eins reka nefið inn f herbergið þar sem Jacques lá einn. Það var fyrir endanum á löngum , köldum og hvítmáluðum gangi. Þau urðu að bfða býsna lengí. Állan tfmann stóð hún teinrétt með alla bögglana og blómin. Loks kom hjúkrunarkona til þeirra og þegar hún sá útgang- inn á Feiicie var sem hún hiykki við. — Látið mig fá þetta... Sjálf- sagt hefur einhver annar gam- an af þvf og getur notið þess... svona þér megið ekki gera minnsta hávaða... Hún opnaði dyrnar aðeins f hálfa gátt og leyfði Felicie að- eins að gægjast ínft f hálfrökkr- ið þar sem Petillon lá hreyfing- arlaus eins og dauður. Þegar dyrunum hafði verið lokað aftur gat Felicie ekki stillt sig um að segja: — Þið bjargið honum er það ekki?... Ó, ég grátbið yður að gera allt sem hægt er til að bjarga Iffi hans... — Já, en góða fröken... — Hugsið ekkert um hvað það kostar. Ekkert skal verða til sparað... gerið þér svo veL-. Maigret hló ekki, brosti ekki einu sinni, þegar hún tók þús- und franka seðil upp úr vesk- inu sfnu og rétti að hjúkrunar- konunni. — Ef það kostar meira, þá látið mig vita. Peningar skipta engu máli... En Maigret hafði ekki lengur skemmtan af þessu, enda þótt hefði sennilega aldrei verið jafn spaugileg. Þegar þau gengu aftur fram ganginn og sorgarslörið sveiflaðist til og frá kom Iftið barn f slopp gang- andi á móti þeim og Felicie beygði sig niður til aö kyssa sjúklinginn litla og andvarp- aði: —Elsku litli kúturinn.... Er maður ekki næmari á þjáningar annarra þegar maður pfnist sjálfur? Skammt frá stóð ung og þekkileg hjúkrunarkona og Maigret sá ekki betur en hún mættí hafa sig alla við til að reka ekki upp hlátur og hún kallaði á kollega sinn til að sýna honum þessa sérstæðu sjón sem þarna fór um ganga. —Þér eruð heimsk og bjálfa- leg, kæra fröken. sagði Maigret. Og hann gekk með henni áfram, grafalvarlegur á svipinn eins og hún væri nákominn ætt- ingi. Hún hafði heyrt hvað hann sagði og vírtist ánægð með það. Þegar þau voru komin út og stóðu f sólskininu fyrir utan fann Maigret að hún var aðeins farin að slaka á og hennl virtist finnast einkar eðlilegt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.