Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1976 Björgunarsveit varnarlidsjns: Hef ur b jargað 112 mannsllfum BJÖRGUNARSVEIT Varnarliðs- ins f Keflavfk hefur bjargað 112 mannsllfum frá þvl að hún tók til starfa fyrir fimm árum, eða þ. 16. nóvember 1971. í fréttatilkynningu Upplýsinga- þjónustu Bandaríkjanna og ameríska sendiráðsins segir, að flest útköll björgunarsveitarinnar hafi verið fyrir tilmæli og f sam- vinnu við Slysavarnafélag Is- lands. Á fyrsta starfsári sínu, árið 1972, bjargaði sveitin lífi 11 manna. Á þessu ári er skemmst að minnast björgunar 3 félaga Flug- björgunarsveitarinnar af Eyja- fjallajökli í nóvember. Fyrr á ár- inu, eða í apríl, var 13 skipverjum norska selveiðiskipsins Fortuna bjargað með aðstoð björgunar- sveitarinnar, og í ágúst var 3 skip- verjum Ms. Tjalds bjargað, er skipið sökk. Það sem af er þessu ári, hefur Björgunarsveit Varnar- liðsins í Keflavík bjargað að með- altali 2.6 mannslífum í mánuði. Aukin löggæzla í Garðabæ strand- ar á fjárveitingu „VIÐ HÖFUM heitið þvf að beita okkur fyrir þvf, að unnið verði að bettri löggæzlu á þessu svæði, en hins vegar strandar það fyrst og fremst á heimild til þess f f járlög- um.“ Þannig fórust Ólafi W. Stefánssyni f dómsmálaráðuneyt- inu orð, þegar Mbl. hafði sam- band við hann f framhaldi af um- mælum bæjarfulltrúa Garðabæj- ar um að bæjarstjórnin hefði ftrekað sent beiðni um aukna lög- gæzlu án þess að nokkuð hefði verið aðhafzt, bæði til dómsmála- ráðuneytisins og bæjarfógetans f Hafnarfirði. „Það er rétt, að bæjarstjórnin hefur beðið um aukna löggæzlu hélt Ölafur áfram, „og ýmislegt hefur verið gert í þessu máli. Á sfðasta vetri voru t.d ráðnir sér- stakir umferðarverðir við Hafnar- fjarðarveginn á skólatíma og á þessu ári var keypt bifhjól, sem meiningin var að beita við lög- gæslu á þessu svæði m.a. Það er mikili vilji fyrir að bæta löggæzlu á Hafnarfjarðar- og Vífilstaðaveg- inum og annars staðar þar sem þörf er og við höfum óskað eftir fjárveitingu til að efla löggæzl- una, en eins og allir vita er hún ekki gripin úr lausu lofti.“ Einnig sagði Ölafur að bæjar- stjórn Garðabæjar hefði farið fram á að fá sérstaka varðstofu í bæinn en það mundi kosta a.m.k. átta löggæzlumenn, því hafa þyrfti vakt allan sólarhringinn, og menn inni á stöðinni, auk þeirra sem væru úti við störf. Sagði hann að ekki hefði verið talin ástæða til að verða við þessari beiðni. Á bæjarstjórnarfundinum á fimmtudag kom einnig fram að af hálfu bæjarstjórnarinnar væri vilji fyrir að koma upp lýsingu við efri hluta Vífilsstaðavegar, þar Framhald á bls. 22 Lokunartími verzlana í Hveragerði SAMKVÆMT UPPLÝSINGUM VERZLANAEIGENDA I Hvera- gerði verða verzlanir opnar sem hér segir i desember: Mánudaga til föstudaga kl. 18.00, Laugardaganna 4. og 11. des. til kl. 18.00. Laugardaginn 18. des. til kl. 22.00. Á Þorláksmessu til kl. 23.00. Blómaskálarnir verða að venju opnir til kl. 22 og 23 frá 11. desember ot til jóla. Steinn Sigurðsson með Rafsa, rafmagnsbllinn sinn. Yfirbyggingin, sem hann hannaði, hlaut fyrstu verðlaun I Bandarlkjunum. Svo sem sjá má er þetta lítill tveggja manna bíll, sem gengur fyrir rafmagni. Gluggarnir eru stórir og gott útsýni út um þá, og viftan gengur I hring. Ljós. Rax. Fyrsti rafmagns- billinn kominn á götur Reykjavíkur — með verðlaunayfirbyggingu ungs Lslendings FYRSTI rafmagnsbillinn er kominn á götur Reykjavikur. Þetta er Iitill tveggja manna bíll með yfirbyggingu úr áli, prófílstéli og gleri, gerðri eftir verðlaunateikningu eigandans Steins Sigurðssonar I sam- keppni Popular Mecanics i Bandarfkjunum I fyrra. Verð- launin voru undirvagn rafmagnsbílsins, sem sendur var til Islands, og hefur Sveinn verið að vinna að því að smiða á hann húsið eftir teikningu sinni undanfarna fjóra mánuði. í gær ók hann svo bilnum út á götuna og vakti athygli, enda skemmtilegur og allóvenjuleg- ur í útliti. 1 bílnum eru 9 raf- geymar með 12 volta spennu. Enn notar Steinn venjulega Sunnak geyma, en er að fá að utan sérstaka geyma I þennan bll frá sama fyrirtæki. Þar sem hann var ekki búinn að aka bflnum nema 20 km I allt, kvaðst Steinn ekki þora að segja hve lengi geymarnir entust áður en þyrfti að hlaða þá aftur, en það væri á bilinu 50 til 100 km. Ekki kvaðst Steinn heldur þora að gefa upp hve dýrt eldsneytið væri á km, en rafmagnið væri gð sjálf- sögðu' mun ódýrara en bensín. Geymana má hlaða á venju- legan hátt með rafmagni, og hefur hann hleðslutæki til þess heima hjá sér. Bíllinn vegur 500 kg., lengdin er 2,50 m og breidd 1,36. Rúður eru stórar og gott útsýni úr honum og vinnukonan á framrúðunni gengur I hring. Steinn sagði, að áhugi sinn beindist mest að útlitinu, hann hefði verið að reyna að koma þarna fram með eitthvað nýtt. En það voru hug- myndir hans og hönnun á yfir- byggingu, sem valin var til fyrstu verðlauna úr 599 innsendum teikningum af dóm- nefnd, sem skipuð var þekktustu mönnum vestan hafs á þessu sviði, svo sem Jan Doblin, skólastjóra hönnunar og iðnaðardeildar Tækni- skólans I Illenois, og Harry Bradley frá listaskólanum i Los Angeles, sem hefur fræga sér- deild fyrir bflahönnun, o.fl. Bíllinn, sem ber skrásetningarnúmerið R 51515 og nafnið Rafsi, er mjög lipur og svipað að aka honum og stýra sem öðrum bílum. Gírarnir eru þrfr og skipting- in byggist á mismunandi volt- um inn á mótorinn. Hraðinn er gefinn upp 40 km. á klst, en Steinn kvaðst hafa ekið honum Framhald á bls. 22 Fasteignamat 5-6 faldað á næstunni Ekki gert ráð fyrir hækkun fast- eignaskatts eða annarra gjalda FASTEIGNAMAT verður 5 — 6 faldað á næstunni og hefur Yfir- fasteignamat rlkisins lokið undir- búningi þar að lútandi. Sam- kvæmt upplýsingum Gauks Jörundssonar prófessors, for- manns Yfirfasteingamatsins, mun málið nú sent Fasteignamati rfkisins sem mun gefa út nýjar reglur þar að lútandi um hækk- unina. Fasteignamat hefur verið notað I ýmsum tilvikum, t.d. til viðmiðunar sem gjaldstofn fyrir fasteignaskatt og varðandi ýmsar aukatekjur rfkissjððs svo sem vegna þinglýsingar. Gaukur kvað ástæðuna fyrir þessari hækkun vera breytinguna að verðgildi krónunnar frá 1970 er síðasta fasteignamat gekk I gildi, en einnig kæmu til aðrar ástæður. Morgunblaðið hafði einnig sam- band við Magnús E. Guðjónsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenzkra sveitarfélaga, og spurði hann hver áhrif þessi hækkun hefði í fjármálum sveitarfél- aganna. Magnús sagði að gerð væri ráð fyrir því, að þessi hækkun á fast- eignamatinu hefði engin áhrif fyrir sveitarfélögin, því ekki væri vitað annað en von væri á laga- breytingum til þess að fyrir- byggja hækkanir á gjöldum þótt fasteingamatið sjálft yrði marg- faldað. Nefndi Magnús væntan- legar lagabreytingar, t.d. vegna tekjustofnslaga, fasteignaskatts, erfðaf járlaga og laga um tekju- og eignaskatt. Þá gat Magnús þess, að ef þess- ar lagabreytingar kæmu ekki til myndu fasteignaskattar I Reykja- vík hækka sjálfkrafa um 40% eða um 500 millj. kr. á næsta ári. Nýr forstöðumað- ur póstgíróstofu SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur skipað Birgi S. Hermannsson, vió- skiptafræðing, I stöðu forstöðu- manns póstgfróstofunnar, frá 1. des. að telja. Birgir er fæddur á Akureyri 8. desember 1940. Hann lauk stú- dentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1960 og prófi I við- skiptafræðum frá Háskóla Islands 1968. Hann hóf að námi loknu starf hjá pósti og sima og hefur starfað þar sfðan. Kona Birgis er Elva Ólafsdóttir. Alvarlegt umferð- arslys KONA og barn hennar slösuðust I umferðarslysi I Reykjavík I gær- dag. Umferðarslys þetta varð á mót- um Vlðimels og Furumels, þar sem rákust saman jeppi og Tra- bant. Áreksturinn var svo harður að bæði konan, sem Trabant- bifreiðinni ók, og barnið köstuð- ust I götuna. Konan hlaut ekki alvarleg meiðsli en barnið aftur á móti meiri, þó að þau væru ekki talin lífshættuleg. Töluvert var um árekstra I Reykjavík I gærdag og voru þeir orðnir um 13 um sexleytið i gær en fæstir verulegir. Vinnuslys við Álafoss SKOZKUR maður slasaðist I gær- morgun I litunarverksmiðju Ála- foss. Éenti hann milli tannhjóla I verksmiðjunni og hlaut mikið sár á lærvöðva. Var hann fyrst fluttur I Reykjalund en síðan á slysa- deildina I Reykjavík, þar sem hann liggur nú. Kvörtun vegna breyttrar möskva- stærðar ÞEGAR samningamenn Sölu- samlags fslenzkra fiskfram- leiðenda hafa staðið I samn- ingaviðræðum út af saltfiski til Portúgal hafa viðsemj- endur þeirra m.a. minnzt á það, að reglugerðarbreyting á möskvastærð neta, úr 120 mm I 135 mm, hafi orðið þess vald- andi, að talsvert af portúgölsk- um netum hafi reynzt óseljan- legt fi tslandi. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, mun ákvörðun um stækkun möskv- ans hafa verið tekin þannig, að innflytjendur og framleiðend- ur netanna fengu 2ja ára um- þóttunartima áður en nýja möskvastærðin gekk i gildi. Hins vegar mun það hafa brunnið við í þessu sambandi að einhverjir útgerðarmenn og skipstjórar hafi stækkað möskvann áður en reglugerð- arbreytingin gekk I gildi. Eins og áður hefur verið get- ið i Morgunblaðinu eru við- skipti Islendinga og Portúgala þannig að Islendingar kaupa mjög Htið af Portúgölum, en hins vegar kaupa þeir mikinn saltfisk af Islendingum. Þessi Framhald á bls. 22 T anksprengingin: Niðurstöður rannsókna eftir helgi RANNSÓKNARNEFND þeirri, sem falið var að kanna orsakir tanksprengingarinnar I fbúðar- húsi á Akranesi, hefur nú kannað aðstæður á staðnum. Að sögn Sig- urðar Þórarinssonar hjá öryggis- eftirlitinu hafa menn frá Rag- magnseftirlitinu einnig gert at- huganir I rústum hússins en hann kvað niðurstaðna um orsakir sprengingarinnar ekki að vænta fyrr en báðir þessir aðilar hefðu borið saman bækur sinar, sem yrði naumast fyrr en eftir helg- ina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.