Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1976 37 'a ^ 2V VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI iwi/Mjrxoi'ajMn „Mahler (aðalframkvæmda- stjóri WHO) var spurður um árangur af starfi Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar og nefndi hann sem dæmi að eftir nokkrar vikur yrði sennilega hægt að lýsa því yfir að sjúk- dómurinn kúabóla væri úr sög- unni.“ Þetta mun vera rangþýtt og rangskilið. Framkvæmdastjóri WHO, sem er danskur, hefur hlot- ið að nefna „Kopper", en það er danska orðið yfir bólusótt, annars heitir hún á latinu Variola, á ensku „Small-pox“ og á sænsku „Smittkoppor" en kúabólusetn- ing er skyddskoppympning á því máli. Ég hefi oft undrast það að okk- ar ágætu læknar skuli geta lesið eð'a hlustað á það ámælislaust í mörgum fjölmiðlum, að bólusótt- inn illræmda sem — auk annarra hörmunga — drap þriðja hvern íslending fyrir hálfri þriðju öld, sé talin vera kúabóla. (Þetta kem- ur meira að segja fyrir i jafn merkri bók sem Æfisögu Níelsar Finsen, þýddri úr dönsku.) Svona misskilning má að mín- um dómi telja óvirðingu við vel- gjörðamann mannkynsins, enska læknirinn Edward Jenner, sem varð fyrstur til að finna upp bólu- efni. Og sem — árið 1798 — gaf út skýrslu um tilraunir er sönnuðu, að með því að flytja kúabólu yfir í heilbrigðan mann væri hægt að fyrirbyggja bólusótt. Þetta upp- götvaði hann með athygli og hug- kvæmni einni saman, löngu áður en menn höfðu hugmynd um bólusóttarvírusinn. (Ágúst H. Bjarnason segir raunar i bók sinni „Saga Mannsandans" að indverskir læknar hafi verið bún- ir að finna upp kúabólusetningu 550 fyrir Krist. Kannske það sanni, að ekkert sé nýtt undir sólunni.) Hvað um þetta, íslendingum til mikils sóma var tekið fyrir bólu- sóttarfaraldrana hér með kúa- bólusetningu, sem hafin var 1802 og lögboðin 1810. Margrét Jóhannesdóttir, fv. heilsuverndarhjúkrunarkona. DANSKIR RUGGU- STÓLAR ÚR MASSÍVRI EIK ☆ VELKOMIN í VALHÚSGÖGN Þessir hringdu . . . % Jólalögog jólastemmning Útvarpshlustandi: — Mér finnst það nú alveg óþarfi að fara að spila jólalögin strax þó það sé komin desember- mánuður. Stundum hefur útvarp- ið verið nokkuð seint á sér með jólalögin, jafnvel of seint, en þetta er einum of snemmt að gera það nú i byrjun mánaðarins, um miðjan mánuð væri alveg hæfi- legt. Jólaskapið á að koma yfir menn svona hægt og sígandi og því er það alveg nóg að útvarpið byrji að ýta undir það um miðjan desember. En svo hafa sjálfsagt sumir aðra skoðun á þvi máli. Þetta er að sjálfsögðu álitamál hversu snemma á að fara að „spila jólastemmningu inn i fólk" og kannski vilja fleiri tjá sig um það mál hér og þá er það vel- komið. SKÁK / UMSJÁ MAR- GE/RS PÉTURSSONAR Á nýafstöðnu unglinga- meistaramóti Þýzkalands kom þessi staða upp i skák þeirra Manfred Heidrich sem hafði hvítt og átti leik og Peter Grtin. 8. Rdb5<! axb5 9. Rxb5 I)a5+ 10. b4 Rxb4 11. axb4 Dxb4 12. c3 Hxal 13. Dxal Db3 14. Rd6+ Kd8 15. Da5+ b6 16. Dxb6+ Dxb6 17. Bxb6 Mát. Annars er það skoðun Velvak- anda að það sé ekki útvarpið sem sé fyrst til þess að minna á nálægð jólanna, það eru miklu fremur verslanir. Þær fara að koma sínum jólaskreytingum fyrir i nóvember og kannski veitir sumum ekki af timanum til að kaupa jólagjafirnar og geta sent þær út í heim. En nú eru ekki nema 20 dagar til jóla og það líður sennilega fljótar en menn grunar, nema hjá þeim sem yngri eru, litlu börnunum, nú eru þau upp- tekin af að telja dagana og reyna að imynda sér hvað þau fái i jóla- gjöf. HÖGNI HREKKVÍSI ll-xS „1976 McNaught Synd., Inc. Hann er að halda uppá Dag dýranna. DRÁTTHAGI BLÝANTURINN VALHUSGOGN, Ármúla 4. slml 82275. OPIÐ TIL KL. 6 DÖNSKU GÓLFLAMPARNIR KOMNIR AFTUR SENDUM í PÖSTKRÖFU LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Suðurlandsbraut 12 sími 84488

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.