Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 4. DESEMBER 1976 23 Deilt á forseta þingsins: Tvö ár í fulla flutn- ingsgetu byggðalínu Stjórnarflokkar og Alþýðubandalag í fóstbræðralagi þagnarinnar um Kröflu — segja Alþýðuflokksmenn FUNDUR var i sameinuðu þingi í gær, föstudag, sem fátítt er á þeim degi, og 18 mál á dag- skrá. Ekkert þeirra var þó fyrir tekið, heldur fram haldið um- ræðum um Kröfluvirkjun (utan dagskrár). Umræður urðu all- heitar og verða hér á eftir laus- lega raktar, efnislega. Ófyrirséðar afleiðingar I fyrri hluta umræðna um Kröflu, utan dagskrár. 30. nóvember sl., vitn- aði framsögumaður, Eyjólfur Sigurðs- son (A). til Axels Björnssonar, jarð- eðlisfræðings. eða viðtals við hann í dagblaðinu Vísi. Þar eð frásögn af þessari tilvitnun á þingsíðu Mbl. dag- inn eftir hefur valdið misskilningi, þyk- ir rétt að birta ummæli Eyjólfs orðrétt: „Ástand á Kröflusvæðinu hefur oft á undanförnum mánuðum verið talið ískyggilegt og virðist nú vera enn alvarlegra en áður, ekki sizt jarðfræði- lega. — Axel Bjornsson. eðlisfræðing- ur, en hann stjórnar jarðskjálftarann- sóknum við Kröflu. segir í viðtali við eitt af dagblöðum borgarinnar i gær með leyfi forseta: „Ef land heldur áfram að risa við Kröflu má búast við skjáltavirkni nálægt áramótum, skv fyrri reynslu. Skjálfti þarf þó ekki að boða eldgos, þótt hætta á því aukist. en i raun og veru geta skjálftarnir haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á jarðhita- svæðinu við Kröflu." (tilvitnun lýkur). Síðan sagði Eyjólfur: „Ég bendi á, að hér er um að ræða eðlisfræðing. sem stjórnar jarðskjálftarannsóknum við Kröflu." Fundið að viS Alþingisforseta Bragi Sigurjónsson (A) hóf umræð- urnar í gær (föstudag). Hann vakti athygli á þvi, að Alþýðuflokkurinn hefði fengið leyfi þingforseta og við- komandi ráðherra til að hefja umræður um Kröflu. Frummælandi (Eyjólfur Sig- urðsson) hefði búið sig vel undir mál- flutning sinn, til að allar staðreyndir málsins mættu kom þar fram. En þegar til kom hafi þingforseti skammtað hon- um einar fimm mínútur til að koma máli sinu á framfæri sem hvergi nærri hafi nægt til. Siðan hafi ráðherra feng- ið 10 mínútur til andsvara. Þá hafi komið 20 mínútna kaffihlé Síðan hafi annað mál verið tekið fyrir utan dag- skrár. Þar hafi framsögumaður notið 42 minútna f málflutning, án þess að í bjöllu forseta heyrðist. (Lúðvík Jóseps- son um könnunarviðræður við EBE). Gaf Bragi í skyn að hér hefði aðrir leitt forseta úrskeiðis en hann væri annars vandur að virðingu sinni. Staðreyndin væri sú að stjórnarflokkarnir og Al- þýðubandalagið vildu ekki umræður um Kröflumál Siðan vék Bragi að Kröflumálum. Sagði hann að þegar hefðu verið bor- aðar 1 1 holur, fyrir hvorki meira né minna en 1300 m. kr., eða rúnlega 100 milljónir króna á holu að meðal- tali. Ekki væri þó tiltæk gufa nema sem varaði 8 til 10 MW virkjunar (í stað 70 MW-virkjunar). Með sömu gufugjöf á holu þyrfti 55 til 60 holur í viðbót til að ná settu framleiðslumarki, sem kosta myndu 6 milljarði, ef fyrri kostn- aður væri hafður til hliðsjónar Bragi sagði Alþýðuflokkinn hafa lagt til þegar fyrir nokkru að beðið yrði með fram- kvæmdir við Kröflu unz jörð kyrrðist. Á hann hefði ekki verið hlustað, heldur anað áfram. Þjóðin ætti heimtingu á þvi að fá að vita, hvað væri að gerast i sandkassanum við Hlíðardal Að lokum sagði Bragi að nú væri svo komið að enginn vildi Kröflu-Lilju kveðið hafa Landhelgismálið hefur for- gang. Ásgeir Bjarnason, forseti samein- aðs þings, mótmælti ásökunum Braga. Sagði hann forseta hafa vald til að leyfa eða hafna hvort mál væru tekin fyrir „utan dagskrár' Ennfremur, hve lengi talað væri, ef slík umræða væri leyfð Það væri þingvenja að leyfa 5 mínútur í fyrirspurnir og 1 0 mínútur í svar ráðherra. Þessum fyrirmælum sín- um hefði verið hlítt. Á engan var því hallað í þessu máli. Ef menn blaða í þingtíðindum sjá þeir dæmi þessa Á það skal og bent að umræðu var ekki lokið, og er fram haldið nú og þing- menn geta komið þvi á framfæri. sem þeir vilja. Krafla hefur og verið títt á dagskrá hér, bæði í vetur og fyrravet- ur, og sizt fengið minni tima en önnur mál hér í þinginu. Þá er enn að geta, að fyrir liggur fyrirspurn frá háttvirtum þingmanni (Br. Sig) til iðnaðarráð- herra. i mörgum liðum, um Kröflumál, svo enn á málið eftir að fá umræðu. — Hins vegar hafi ég sem forseti metið landhelgismálið á annan veg. Ég hefi ekki takmarkað umræður um utanríkis- mál eða landhelgismál utan dagskrár. sagði forseti að lokum. Fóstbræðralag þagnarinnar Sighvatur Björgvinsson (A) sagði Lúðvík Jósepsson hafa fengið tilmæli um að tala ekki lengra mál en 5 minútur. Hann hefði hins vegar ekki virt þau tilmæli Þingmenn Alþýðu- flokksins hefðu alltaf virt tilmæli for- seta um lengd ræðuflutnings. Þing- flokkur Alþýðuflokksins allur setti fram óskir um, að Kröflumál yrðu rædd Umfang þess máls væri einnig stórt. Áætlaður kostnaður virkjunarinnar væri um 10 milljarðir króna, eða sem svaraði 200 þús. króna skuldabagga í erlendum gjaldeyri á hverja meðalfjöl- skyldu í landinu Hins vegar hefðu þrír þingflokkar, stjórnarflokkarnir og Al- þýðubandalagið. svarizt í fóstbræðra- lag þagnarinnar um Kröflumál. en for- maður Alþýðubandalagsins væri einn Kröflustjórnenda. Sighvatur sagði 4 höfuð á þessu máli: ráðuneytið, Kröflunefnd. Rarik, Orkustofnun, auk hugsanlegs rekstrar- aðila, en samvinnan væri ekki meiri en svo. að ekkert þeirra virtist af hinu vita Þá sagði Sighvatur að líkur bentu til að raforka frá Kröflu yrði margfalt dýrari en innflutt olía frá Arabalöndum Þriðji þingmaður Alþýðuflokksins. Eyjólfur Sigurðsson, tók einnig til máls, en ræða hans verður ekki rakin hér, enda efnislega svipuð hinum fyrri. Hvað vill Alþýðuflokkurinn? Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráð- herra, mótmælti ásökunum í garð forseta. Hvorki hann né ríkisstjórnin hefðu borið fram nokkrar óskir um að takmarka ræðutimann Alþingi samþykkti lög um Kröflu- virkjun vorið 1974, sagði ráðherra. Þáverandi iðnaðarráðherra ákvað að nýta heimildarlögin um þessa virkjun og skipaði Kröflunefnd, sem enn er óbreytt að skipan, utan það, að nýr formaður er fyrir nefndinni. Kröflu- nefnd sér um byggingu stöðvarhúss. kaup á vélum og búnaði Rafmagns- veitur ríkisins sjá um háskpennulinu- lögn frá Kröflu til Akureyrar. Orku- stofnun annast undirbúningsrannsókn- ir, gufuöflun. þar með taldar boranir MÞinGI og gufuveitu. Álits Orkustofnunar er leitað reglubundið á þeim verkþáttum, sem undir hana heyra. Þessir aðilar skipa síðan allir fulltrúa i samstarfs- nefnd. sem í eiga sæti ráðuneytisstjóri, formaður Kröflunefndar, orkumála stjóri og forstjóri RARIK, svo rangt er að halda þvi fram, að á milli þeirra sé ekkert samband Ráðherra sagði verðútreikning Sig- hvatar út i hött Hann væri miðaður við það að greiða virkjunina niður á 7 árum og að rafmagnssala stæði i stað á Norðurlandi. Jafnvel þó slikar forsend- ur væru lagðar til grundvallar væri dæmið rangt reiknað. Hvað er það sem Alþýðuflokkurinn stefnir að, spurði ráðherra. i orkumálum Norðlendinga Talsmenn hans nefna Laxárvirkjun. eins og gleymt sé samkomulag stjórn- valda og landeigenda nyrðra í því efni frá 1973. Þeir tali einnig um byggða- linu, þó Ijóst sé. að hún getur ekki flutt umtalsvert rafmagn norður fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár (þegar ný há- spennulína er komin frá Geithálsi i Borgarfjörð) Þangað til flytur hún að- eins um 4 MW sem segir litið í orku- skortinn nyrðra. Þá ræddi ráðherra um Blönduvirkjun og Bessastaðaárvirkjun og taldi óhjá- kvæmilegt að byggja stórvirkjun utan hins eldvirka svæðið þó ekki væri nema af öryggisástæðum Þá spurði ráðherra, vill Alþýðuflokk- urinn aðeins virkja á Þjórsársvæði við rætur Heklu. Að lokum vitnaði ráðherra til greinargerðar, sem hann flutti um Kröflu sl. þriðjudag, og varaði við ótimabærum fullyrðingum um málið, bæði óþarfa svartsýni og óþarfa bjart- sýni. Hann sagði að álit vísinda- manna. sem tengdir væru þessu máli. að mál myndu skýrar liggja fyrir upp úr áramótum (i janúar) Borgarstjórn — Umræður um fjárhagsáætlun: Hitaveituframkvæmdir í nágrannabæjum arðbærar fyrir Reykjavík á næsta ári ^ _ r — sagði Birgir Isl. Gunnarsson borgarstjóri EINS og skýrt hefur veríð frá hér í blaðinu var frumvarp að fjárhags áætlun Reykjavlkurborgar lagt fram á fundi borgarstjómar 2. desember. Greint hefur verið frá framsoguræðu borgarstjóra, Birgis ísleifs Gunnarssonar (S), sem hann flutti af þvi tilefni. En að loknu máli hans töluðu fulltrúar annarra flokka. Hafði Sigurjón tPétursson (Abl) fyrstur orðið og sagði að þó hann kenndi ekki meirihluta borgarstjórn- ar um verðbólguna þá gæti hann ekki sagt annað en hann (meirihlut- inn) hefði gert sitt til að viðhalda verðbólgunni ef marka mætti frum- varp það er hér lægi fyrir. Sigurjón sagði að borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hugsuðu ekki um hag borgaranna heldur um hag flokks- ins. Á timum viðreisnarstjórnarinnar hefði kyrrstaða og aðgerðaleysi einkennt starfsemi Reykjavikur- borgar. Nú væri svo komið aftur eftir athafnatimabil sem liðið væri hjá Skipulega væri unnið að því að skerða kjör launþega enda væri það eitt af yfirlýstum markmiðum núver- andi ríkisstjórnar að draga úr kaup- mætti launa frá því sem samið var um i febrúar 1974 Taldi Sigurjón, að stefnt væri að geysilegum sam- drætti í byggingu húsa i Reykjavik þvi auðsýnt væri, að á næsta ári yrði. tiltölulega fáum nýjum lóðum út- hlutað til nýbygginga Sigurjón Pétursson sagði að auka mætti skattheimtu hjá fyrirtækjum þ á m með meiri innheimtu á aðstöðugjaldi Það gæti kannski létt skattbyrðar hins almenna borgara Hann sagði að nú væri verið að cjera umtalsvert átak í málefnum aldraðra og kvaðst hann fagna því enda hefði minnihlutinn lengi barist fyrir þvi Þá minntist borgarfulltrúi Sigurjón Pétursson á tillögu sem Albert Guðmundsson flutti haustið 1973 i borgarráði um það — að séð yrði fyrir þvi að launafólk fengi ekki tóm launaumslög við útborgun $vo sem komið hefði fyrir. Sagði Sigurjón, að Albert væri nú á þingi og sæti líka í borgarstjórn en hann hefði ekki fylgt tillögunni eftir. Sjálfur kvaðst Sigur- jón myndu styðja tillöguna. Sigur- jón Pétursson sagði síðan að tillaga þessi væri aðeins hluti af því lýð- skrumi sem borgarfulltrúi Albert Guðmundsson slægi títt um sig Hann sagði ennfremur að nú væri kominn tími til að borgarkerfið yrði athugað af hlutlausum aðilum. Ýmis kostnaður hækkaði geigvænlega. og stjórnvöld sýndu ekkert hik við að hækka brýnustu nauðsynjar sem hita og rafmagn. Sagðist Sigurjón draga í efa að slíkar hækkanir væru réttlætanlegar. Afborganir af lánum væru einnig hrikalegar. Albert Guðmundsson (S) talaði næst og sagði að tillaga sin hefði verið flutt hér í borgarstjórn. Hún hefði ekki verið samþykkt og hefði sjálfur Sig- urjón Pétursson átt þátt í að fella hana. Albert sagðist einnig hafa minnst á þetta atriði við afgreiðslu fjárlaga siðast en þar sem það fékk ekki afgreiðslu hefði hann ekki greitt atkvæði með fjárlagafrumvarpinu i fyrra. Albert sagðist ekki ætla fara svara persónulegu ati borgarfulltrúa Sigurjóns Péturssonar í sinn garð, menn sæju hvað þar lægi að baki. Björgvin Guðmundsson (A) sagði að hinn almenni launamaður væri að sligast undan skattabyrðum sem lagðar væru á. Taldi Björgvin að hækka mætti innheimtu aðstöðu- gjalda og minnka þar með álag á almennt launafólk. Gagnrýndi hann að skólabyggingar væru nokkuð á eftir áætlun Björgvin Guðmunds- son fagnaði því að byggingar fyriraldraða væru nú vel á veg komnar Taxta Hitaveitu og Rafmagnsveitu taldi Björgvin að þyrfti að kanna gaumgæfilega og ennfremur stöðu þessara stofnana Nefndi hann framkvæmdir í nágrannasveitarfélögunum sem hann taldi gagnrýniverðar Guðmundur G. Þórarinsson (F) sagði að fjölmargt benti til þess, að samskipti ríkis og borgar væri ekki eins og best væri á kosið Sagði hann að ekki væri nægjanlegt að hér væri bara lögð fram fjárhagsáætlun, hér þyrfti líka að koma til greiðslu- áætlun. Þá nefndi Guðmundur að nauðsyn væri á að einnig fylgdi með áætlun um fjárhag B.Ú.R. Þá taldi hann að ekki gætti nægilegs sam- ræmis á áætlun hinna ýmsu borgar- stofnana og nefndi þar heimtauga- gjöld sem dæmi. Þau væru færð á mismunandi stöðum, þ.e.a.s skilin á mismunandi hátt Adda Bára Sig fúsdóttir (Abl) tók næst til máls og minntist á tillögu sem hún hafði flutt í borgarráði um niðurfellingu sölu- skatts á rafmagn í því skyni að bæta hag Rafmagnsveitunnar án hækkun- ar á orkuverði til neytenda Var i tillögunni gert ráð fyrir að leitað yrði til alþingis með þetta mál Þá spurði Adda Bára hvenær fundur yrði með borgarfulltrúum og þingmönnum Reykjavíkur. Borgarstjóri Birgir ís- leifur Gunnarsson (S) svaraði og sagði að fyrrnefndur fundur hefði verið fyrirhugaður 30 nóv En vegna þess, að 1. þingmaður Reyk- vikinga þurfti að fara af landi brott var honum seinkað en allar likur benda til að umræddur fundur verði haldinn i næstu viku. Þá sagði Birgir ísleifur að i þeim umræðum sem hér hefðu farið fram hefði margt komið í Ijós og skoðanir verið skiptar. Hann sagðist þó vilja gera að umtalsefni reiðilestur borgarfulltrúa Sigurjóns Péturssonar sem hefði skorið sig mjög úr Sagðist hann þess full viss að slík ræða hefði ekki í mörg ár verið flutt hér i borgarstjórn, eða a.m.k ekki á þessu ári. Ræða Sigur- jóns Péturssonar borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins væri auðsjáan- lega flutt sem áróðursræða til birtingar i Þjóðviljanum, og i henni væru ekki allir hlutir byggðir á stað- reyndum Sagðist Birgir ísleifur sér- staklega vilja nefna umrædda tillögu sem borgarfulltrui Albert Guðmundsson hefði flutt í borgar- ráði fyrir nokkrum árum. Sagði hann að tillaga þessi hefði komið aftur til umræðu i borgarráði og síðan til afgreiðslu i borgarstjórn Þá hefði nú brugðið svo við að borgarfulltrúi Sigurjón Pétursson hefði flutt breyt- ingatillögu við tillögu Alberts Guðmundssonar og hefði tillaga Sigurjóns verið töluvert útþynning á tillögu Alberts, þannig að málið hefði komið miklu veikara út. Sem sagt málið væri að Sigurjón Péturs- son auglýsti hér eftir tillögu sem hann hafði þynnt út með eigin til- lögu fyrir nokkru. Sagðist borgar- stjóri gefa litið fyrir málflutning Sig- urjóns ef hann væri byggður upp á slíkri sannleiksást sem þarna kæmi i Ijós Varðandi málflutning Björgvins Guðmundssonar sagði borgarstjóri það skrýtna hagfærði að skatta ætti alla að lækka en allar framkvæmdir ætti að auka Hvar hætti þá að fá peningana? Sagði borgarstjóri að borgarstjórn væri gerð óvirðing með slíkum málflutningi Varðandi hitaveituframkvæmdir i nágranna-sveitarfelögunum sem gagnrýndar hefðu verið vildi hann segja að þegar á næsta ári myndu þær verða farnar að borga sig fyrir Reykjavík Raunar væri farið að örla á hagkvæmni nú þegar Um það hvort gagnrýni á rikisstjórn væri mikil eða litil i einn eða annan tíma sagði borgarstjóri, að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins væru kjörnir af kjósendum til að gæta hagsmuna þeirra Það skipti því ekki nokkru máli hvaða ríkisstjórn væri við völd i landinu. hvort það væru samflokks- menn eða ekki sem ættu i henni sæti skipti engu máli Hlutverk borgarfulltrúa er að sjálfsögðu fyrst og fremst að gæta hagsmuna Reyk- vikinga Og munum við borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja álit okkar á ríkisstjórn hverra flokka sem hún er, og vil ég geta þess að þessi rikisstjórn sem nú situr hefur verið gagnrýnd eins og aðrar rikis- stjórnir Björgvin Guðmundsson sagði að gætt hefði misskilnings hjá borgarstjóra varðandi hvernig ætti að lækka skatta Björgvin sagðist hafa meint að koma ætti við ýmsum sparnaði Borgarstjóri sagði þetta einkennilegan málfluting sem þarna kæmi fram Sigurjón Pétursson sagði að tillaga sín hefði ekki veikt tillögu Alberts Guðmundssonar Borgarstjóri sagði það einkenni- legan málflutning sem hér hefði komið fram, eða svo liti út fyrir Um ræður um frumvarp að fjárhagsáætl- un Reykjavikurborgar voru nokkuð langar og voru stórar tölur oft nefndar i ræðum borgarfulltrúa Borgarstjóri Birgir ísleifur Gunnars- son lagði til að frumvarpinu yrði vísað til annarrar umræðu og var það samþykkt samhljóða Umræður stóðu fram undur miðnætti enda voru málin itarlega rædd Ræða borgarstjóra tók u þ b eina klst. og fjörtiu minútur en þar flutti hann mjög greinagóða lýsingu á frum- varpinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.