Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1976 Bragi Asgeirsson, listsýningar — Jón Asgeirsson, tóniist — Erlendur Jónsson, bókmenntir ÞAÐ ER löng leið að fara, frá fslandi til Páskaeyja og svo sjálfsögð hugmynd eins og „brotnandi öldur“ er f hljóð- gerð tungumála þessa staða, al- gerar andstæður, án nokkura tengsla. Hoa-Haka-Nana-Ia er skrftið nafn og á sér enga merkjanlega samsvörun í sjálfu verkinu, sem er þýð- og ffnlega, allt að því nosturslega unnin tónsmíð. Það er erfitt að lýsa nærtækum og hugstæðum fyrirbærum, hvað þá þeim sem eru fjarlæg og framandi. Skilningur sögu- þuls og hlustanda á túlkandi innihaldi tóna getur verið mjög ólíkur og þegar við bætist, að hlustandinn þekkir viðfangs- efnið ekki nema af afspurn, er hætta á að merking og tilurð verksins verði honum gagnslftil til glöggvunar og mat á þvf standi og falli með beinum og óútskýranlegum áhrifum tón- anna. Hætt er við að smágerður vefur hugmynda og viðkvæm blæbrigði týnist í meðferð stór- ar hljómsveitar og að slík vinnubrögð eins og í þessu verki njóti sfn betur í kammer- tónsmíð. Fyrir undirritaðan var verkið ekki sannfærandi sem hljómsveitarverk og ekki held- ur sem sólóverk fyrir klarinett. Verkið er fallega og fag- mannlega unnið og er yfirbragð þess listamannslegt. Gunnar Egilsson fór með einleikshlut- verkið og gerði því góð skil. Annað verkið á efnisskránni var sellókonsert óp. 33 eftir Saint-Saéns. Hafliði Hallgríms- son var nú aftur kominn á pall- inn, en í öðru hljóðumhverfi en hann hafði skapað áheyrendum í verki sínu. Konsertinn er vel saminn, en þó án þess vera mik- ið meira en eitthvað sem varla skiptir máli. Skemmtilegur áheyrnar en gleymdur um leið og lokið er að flytja hann. I slfkum verkum s.'tiptir flutning- ur mestu og lék Hafliði konsert- inn leikandi og glæsilega. Það Tónllst eftir JÖN ÁSGEIRSSON er kominn tfmi til að gerð verði úttekt á þvf að slíkir kraftar sem Hafliði nýttust fsl. menn- ingu. Meðal þjóða, sem menn- ingarlifi lifa, er listsköpun og listmiðlun ekki rekin sem ölm- usa, heldur tengd viðfeðmri dreifingu fjármagns, er skilar sér margfalt í margvíslegu formi hagnaðar. Til að hrinda af stað slíkri veltu, þarf óhemju fé, en liggur það ekki ónotað í þeirri starfsemi sem tengd er listumsvifum alls konar og að- eins að hluta til skilar sér aftur. Með þvf að skipuleggja list- sköttun og veita þeim tekjum, sem þar fengjust, til að breikka öll listumsvif í landinu, sem aftur þýddi auknar tekjur, mætti ef vel til tækist, stofna til umsvifamikils útflutnings á list. Nóg um það að sinni. Síð- asta verkið á efnisskránni að þessu sinni, var fjórða sinfóní- an eftir Bruckner. Sinfónfan er stórkostleg tónsmíð og sérlega vandasöm í flutningi. Fyrir undirritaðan var verkið aðeins spilað i gegn og þrátt fyrir „öruggt“ taktslag Páls voru innkomur, sérstaklega ein- stakra hljóðfæra, ótrúlega ónákvæmar. Það má vei vera að um megi kenna æfingaleysi en er þar öll sagan sögð? Ferli tónhugmynda hjá Bruckner urðu undir stjórn Páls, merk- ingalausár, raktar viðstöðu- laust áfram án þess að staldrað væri nokkurs staðar við. Einleiksinnskot komu hvert um annað þvert, án allra tengsla innbyrðis, rétt eins og þau skiptu ekki máli. Verkið var keyrt áfram og mionti með- ferðin einna helst á flutning lúðrasveitar, þegar allt fór í gang og heyrðist þá minna en nokkru sinni fyrr i litlu strengjasveitinni sem situr fremst á sviðinu. Jón Ásgeirsson Hoa-Haka- Nana-Ja Bragi Ásgeirsson: List- sýningar Kjarvalsstaðk-, Hamragarðar, Norræna húsið. Gallerie súm, Mokka. Listasafn ASl, Listasafn Islands, innrömmun Guðmundar Árnasonar, Hallveigarstaðir, Klausturhólar, Bogasalur M.M ... Er haustar að lesum við í fjölmiðlum, að leikárið byrji með einni eða annarri sýningu o.s.frv. og menn flykkjast með tilhlökkun í leikhús borgarinn- ar, þangað sem blómi leikara þjóðarinnar keppist við að sýna hæfni og snilld, — endurnærð- ur eftir hvíld sumarsins. Leik- árið spannar allan veturinn, svo sem allir vita, en lýkur í maf nema eitthvað sérstakt standi til svo sem Listahátíð. Þannig er það einnig vfðast hvar erlendis nema þar sem leikið er undir berum himni (sumar- og farandleikhús). Myndlistin hefur og einnig sfn aðaltfmabil erlendis, sem einn- ig nær yfir allan veturann, en þó þykir afmarkaður tími á haustin og vorin einna eftir- sóknarverðastur fyrir einka- sýningar. — Jólamánuðurinn og janúarmánuður þykja hvar- vetna einna síztir til sýninga- halds, — toppur almennrar verzlunar í desember og afleið- andi lægð f janúar. Þannig var þetta einnig hérlendis, þar til fyrir nokkr- um árum, að sýningaflóðið sprengdi öll timaskil og rekur nú hver sýningin aðra linnu- laust allt árið, og gott ef ekki erú opnaðar 3—4 sýningar sumar helgarnar, og jafnvel fleiri! — Islendingar hafa þannig vafalftið slegið hér öll met hvað listsýningar áhrærir hin síðari ár a.m.k. miðað við höfðatölu, og er stórmerkilegt hve mikill markaður er hér fyrir málverk, einkum þegar þess er gætt, að sá markaður lýtur engu skipu- lagi, og dreifing listaverka þekkist hér ekki. Þannig þykir það ennþá miklum tíðindum sæta ef sýning verka mynd- listarmanna höfuðborgar- svæðisins er send út á land. Fjölmiðlar gína við þessu fréttaefni, eru eiginlega ráð- þrota og er furðulegt hve þolin- móðir þeir eru gagnvart Pétri og Páli, er kalla saman blaða- mannafund og þylja þar hvers konar speki, sem virðist oftlega þeim mun glaðbeittari og kostu- legri sem afurðirnar eru rýrai. Piltungar er lftið sem ekkert hafa numið í faginu og afhjúpa í verkum sínum algjöra blindu á einföldustu undirstöðuatriði myndlistar, þykjast jafnvel Bókmenntlr eftir ERLEND r JÓNSSON Óþörf útgáfa BJARNI Thorarensen telst til höfuðskálda fselndinga; eða ,,þjóðskálda“ eins og kallað er. Þvf var bæði eðlilegt og tilhlýði- legt að Rannsóknarstofnun í bók- menntafræði og Menningarsjóður skyldu í sameiningu ráðast í að gefa út úrval ljóða hans, hvað nú hefur séð dagsins ljós f fram- kvæmd. Þorleifur Hauksson hef- ur búið þessa útgáfu til prent- unar. Að útliti er bókin þekkileg, prentun, pappír og band við hæfi og titilblað með þeim klassfska svip sem skáldinu megi sæma. Skýringar, samdar af umsjónar- manni útgáfunnar, fylgja kvæð- unum og er sá viðauki þakkar- verður. Ljómæli Bjarna Thorarensens eru ekki til að lesa á einu kvöldi, heldur til að eiga í hillum og hafa tiltæk og lesa f smáskömmtum, nálgast með langri kynningu. Þorleifur upplýsir f formala að hann hafi „horfið að þvf ráði að raða þeim (þ.e. kvæðunum) f efnisflokka en innan hvers flokks erþeim skipað eftir aldri og ævin- lega stuðst við niðurstöður Jóns Helgasonar." Þá gerir Þorleifur grein fyrir stafsetningu útgáfunnar, kveðst meðal annars hafa fellt niður z. En að einu leyti kveðst hann hafa „vikið frá núgildandi staf- setningarreglum: þjóðaheiti, sem koma fyrir f kvæðunum, eru prentuð með stórum staf, annað þótti ótækt í texta frá þessum mikla þjóðræknistfma." Ég sé ekki hvað það kemur þjóðrækni við hvort þjóðaheiti- eru skrifuð með stórum staf eða litlum. Verra þykir mér þó hvern- ig Þorleifur skrifar raðtölur. í fyrstu útgáfu Ljóðmæla Bjarna frá 1847 eru þær skrifaðar með bókstöfum. Þorleifur skrifar þær með samkrulli af tölustöfum og bókstöfum. Slíkt er að tyggja upp dönsku og heint ekki í anda hins „mikla þjóðræknistfma". Ritgerð um Bjarna eftir Þorleif fylgir þessari útgáfu. Satt að segja varð ég fyrir mestum von- brigðum með hana, tel hana í fysta lagi alltof dauflega stílaða, það er yfir henni einhver deyfð og svefndrungi. Hitt er kannski verra að af henni er ekkert nýtt að nema, hvorki um ljóðlist Bjarna né forsendurnar fyrir henni. Tilvitnanir þær, sem Þor- leifur tekur upp, sumar á dönsku eða frönsku, verða marklittlar og utangátta og alltof veikburða við- leitni er höfð í frammi til að leggja út af þeim eða tengja þær efninu. Minnst verður þó úr bolla- leggingum Þorleifs um rómantísku stefnuna og áhrif þau sem hún mun hafa haft á skáld- skap Bjarna — það rennur allt út í sandinn fyrir honum. Hugleið- Framhald á bls. 25 Allt sem lifir á heiminn með honum Helgi skoðar heiminn Myndir: Halldór Pétursson Saga: Njörður P. Njarðvík Iðunn, Reykjavík 1976 Prentað og bundið I Englandi Njörður P. Njarðvík og Halldór Pétursson hafa sent frá sér nýja bók — Helgi skoðar heiminn og mun rithöfundurinn hafa samið textann eftir myndunum, s'em er áreiðanlega nýstárleg vinnubrögð hér á landi. Því þykir mér rétt að víkja fyrst að myndunum, sem sýna ferðalag drengsins Helga og bestu vina hans á þann listræna og áhrifarfka hátt sem þeim ein- um er auðið, er náð hafa jafnlangt í last sinni og Halldór Pétursson hefur gert. Þeim höfundi er þvf mikið í hendur lagt sem beðinn er að semja sögu við slfkar myndir. Þeim mun erfiðara virðist mér þetta verk að öðrum megin á blað- síðunum, móti litmyndunum, birt- ast latlar myndir sem í látleysi sínu krefjast þess af höfundi text- ans að til þeirra verða höfðað með tjáningu á hugarheimi hins unga ferðalangs. Höfundur byrjar sögu sína á þessa leið: — Heimurinn er stór. Hann er stærri en allt túnið. Hann er svo stór að það tekur næstum heilan dag að skoða hann allan. Það er svo margt að sjá. Það er lækjargil- ið, fuglabjargið, álftatjörnin, áin, fjallið, hraunið og ótal margt fleira. I dag ætlar Helgi að skoða allan heiminn. Þegar Helgi segir mömmu sinni að hann ætli að skoða heiminn segir hún meðal annars: — Heim- urinn er stór og í honum leynast margar hættur. — Hafðu engar áhyggjur af Bókmenntlr JENNA JENSDÓTTIR skrifar um barnabækur mér, mamma mín, segir Helgi. Þetta er minn heimur sem ég ætla að skoða. — Og — ég get, ég vil, er aðalhugsun hans er hann leggur af stað með bestu vinunum sín- um, sem eru hundurinn Kátur og hryssan Fluga. Með stuttri setn- ingu: — Dagurinn er bjartur og hlýr — gefur höfundur ferðalag- inu nokkurn innri styrk sem virk- ar vel á lesandann. Svo leggur hann af stað, drengurinn sem þarf að príla upp á hænsnakofann til að klifra upp á bak Flugu sinnar. Lækjargilið er ansi djúpt. Það er fyrsta torfæran á leið Helga. Og hann kastast líka fram af hálsinum á Flugu og kútveltist niður gilið. Þar krefst litla myndin þess að höfundur kanni hugarheim Helga og hvaða hugsanir leiða hann áfram í ferðalagið. Án þess að freista þess að gera Helga þarna að hetju tekst höf- undi afbragðs vel að tjá hugsana- gang hans og koma honum af stað í ferðalagið á ný. Sagan heldur áfram trúverðug og skemmtileg, skyggn á umhverfið og líf dýr- anna. Þegar tekur að líða á dag- inn og Helgi fer að hugsa um allt sem hann hefur orðið fyrir á leið- inni verður hugsun hans þessi: Það er engu líkara en hann hafi alltaf verið fyrir einhverjum öðr- um. Alls staðar er allt fullt af lífi. Og hann getur vel skilið að fugl- arnir vilji vernda eggin sfn og ungana. Hvað myndi ekki mamma hans segja ef einhver ætlaði að taka hann frá henni. Og hann einsetur sér að fara varlega og gæta þess að hræða ekki dýrin i heiminum. Áfram fylgir höfundur litla ferðalangnum af miklum skiln- ingi á hugsun og viðbrögðum þess barns sem er ákveðið i að sjá heiminn sinn. Um leið vinnur höf- undur samviskusamlega úr heimi þeim er myndirnar sýna. Leiðir Helga ofur eðlilega úr þeim hætt- um sem á vegi hans verða. Og tekst mjög vel að lýsa hinu innra sambandi þessara þriggja vina. — Og Fluga hneigir stórt höfuð sitt niður að Helga og hneggjar lágt og vingjarnlega og leyfir hon- um að strjúka sér um vangana. Kátur hjúfrar sig upp að hliðinni á honun. — Þar sem myndir gefa tilefni til dulúðugra atvika fer höfundur skemmtilega leið: — Amma Helga hefur sagt hon- um að í gamla daga h-afi búið tröllskessa í fjallinu og einu sinni hent öllum þessum dröngum nið- ur hlíðina í reiði sinni... — En nú er farið að rökkva. Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.