Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1976 38 Don Siegel, John Wayne ogThe Shootist t þau 43 ár sem Don Siegel hefur unnað að kvikmyndagerð hefur hann getið sér orðstír meðal áhorfenda fyrir spennandi og hugvits- samlegar átakamyndir, með lifandi, sérkennileg- um og fastmðtuðum. persðnum. Nýjasta mynd hans, THE SHOOTIST, er þar engin undan- tekning. Þó að John Wayne fari með aðalhlutverkið í THE SHOOTIST, hinn sívinsæli, næstum goð- sagnakenndi vestra- leikari, þá er þetta hlut- verk ærið ólíkt þeim sem við eigum að venjast að sjá hann í. 1 stað hins venjulega, ósærandi góð- mennis, fer Wayne hér með hlutverk John Bernard Books, aldur- hnigins vígamanns (gun- fighter), sem kemst að því í upphafi myndar- innar, að krabbamein er að draga hann til dauða. Books sest þá að á kyrr- látu gistihúsi í Carson City, undir dulnefni, þar sem hann, undir lokin ætlar að eyða ævi- kvöldinu í friði og ró. En þó að Carson City sé ekki orðin nein stórborg árið 1901 þá spyrst fljótlega Laureen Bacall og John Wayne í hlutverkum sín- um f THE SHOOTIST af hinni aldurhnignu landskunnu meistara- skyttu, svo litlir karlar hugsa sér gott til glóðar- innar og hyggjast ná frægð og frama með því að vega Books. Hann sér þvi fljótlega fram á að hann verður að enda líf sitt í sama, vafasama dýrðarljómanum og hefur leikið um hann allt hans líf. Sníkjudýrin og hrægammarnir sækja að úr ólíklegustu áttum; út- fararstjórinn hyggst selja aðgang að útförinni, löngu horfin ástkona hans skýtur skyndilega TÓNABIÓ: HELKEYRSLAN (DEATH RACE 2000) Framleiðandi: Roger Corman, Leikstj.: Poul Bartei. Kvik- myndataka: Tak Fujimoto. Aðalhlutv.: David Carradine, Simone Griffeth og Sylvester Stallone. Amerfsk, frá 1976. „Árið 2000 hefur tilfinninga- líf manna f hinum sameinuðu ríkjum Ameríku — áður Bandarfkjum Norður Ameríku — kólnað til muna vegna stöð- ugra styrjalda og áhrifa , frá kreppunni miklu árið 1929. Það er einungis þverlendiskapp- aksturinn, eða Helaksturinn mikli, sem virðist geta nokkurn áhuga vakið með þjóðinni. Hann er haldinn árlega, og er sigurinn ekki einungis undir þvf kominn, að viðkomandi aki á sem skemstum tíma á milli stranda í Bandaríkjunum, held- ur hlýtur hver þátttakandi og stig fyrir hvern (fótgangandi) mann sem honum tekst að verða að bana, og getur það ráðið úrslitum...“ Þetta er inntak hinnar maka- lausu myndar, HELAKSTUR- INN, sem nýlega hóf göngu sfna í Tónabíó. Hinn nokkuð frumlegi og langt jsótti efnivið- ur hefði getað orðið forvitnileg undirstaða myndar sem gerð hefði verið af einhverri kunn- áttusemi og rýmra fjármagni. (Kvikmyndin ROLLERBALL, gerð af Norman Jewison, með upp kollinum í hjart- næmu atriði, en fljótlega kemur tilgangurinn áljós — hún ætlar sér að giftast Books á dánar- beðinu, og fá þar með út- gáfuréttinn á ævi- minningum hans, o.s.frv. Books tekst dável að bíta frá sér holdi klædda féndur sína, en sjúk- dómurinn ágerist og með degi hverjum stækka meðalaskammtarnir. Læknirinn segir honum að sá tími nálgist nú óð- fluga er áhrif lyfjanna hætta að verka, og „ef ég hefði þinn manndóm“, segir læknirinn, „mundi James Caan, og fjaflar um ekki óskylt efni, sameínar þetta hvorttveggja). Því miður örlar á hvorugu hér; myndin er við- vaningsleg að allri gerð, en þó er það sparsemin sem ergir áhorfandann liklega hvað mest. Þau örfáu augnablik, sem okk- ur er ætlað að „kfkja inn f fram- tfðina", eru ófrumleg, bak- grunnurinn afkáralegur, gjarn- an teiknaður og það illa. HELKEYRSLAN inniheldur allnokkur, hressileg kapp- akstursatriði en oftast missa þau marks vegna sóðalegs of- Don Siegel bak við kvik- myndatökuvélina. beldis. í lokin er svo gerð mátt- lítil tilraun til þjóðfélagsádeilu, en af slíkum vanefnum að, hún fer sjálfsagt fyrir ofan garð og neðan hjá áhorfendum, enda flestir orðnir áhugalitlir um hvað fram fer á tjaldinu þegar þá er komið sögu. Þess ber að gæta að HEL- KEYRSLAN er gerð af New World Pictures, fjöldafram- leiðslu „apparati“ Roger Cor- man. Hann er fyrir löngu orð- inn heimskunnur fyrir þann urmul „b-mynda“ sem frá hon- um hafa farið á sfðustu fimm- tán árum. Ódýrar afþreyingar- myndir eru sérréttir Cormans og hafa fjölmargir, velþekktir kvikmyndagerðarmenn sem unnið hafa hjá „hraðsuðumeist- aranum“ í gegnum árin, talið sig hafa margt af honum lært. I þeim hópi eru stórkarlar eins ég ekki kjósa þann dauðdaga". Og að sjálfsögðu kýs Books hann ekki. Hann fellur' með sæmd, og tekur með sér ófáa þorpara. Siegel, sem nú á 33 myndir að baki, hefur upp á síðkastið gert allnokkra framúr- skarandi vestra. Þeirra á meðal eru DEATH OF A GUNFIGHTER (1969), TWO MULES FOR SIST- ER SARA (1970) og THE BEGUILED (1971) — tvær þær síðastnefndu með vini sínum og læri- sveini, Clint Eastwood í aðalhlutverki. Mikað lof hefur verið borið á THE SHOOTIST, og þá einkanlega á þá Wayne og Siegel sem enn virðast i fullu fjöri þó báðir séu nú komnir á sjötugsaldurinn... og Francis Ford Coppola, Mart- in Scorsese, Jack Nicholson, ofl. ofl. Hann þykir frábær skipu- leggjari og listamaður f því að gera myndirnar á umsömdum tíma og undir kostnaðaráætlun. En eins og myndin ber með sér bitnar þetta harkalega á gæð- unum. Til að halda andlitinu þar vestra, þá sér þetta fyrir- tæki Cormans um dreifingu á myndum Fellinis, Bergmans, Truffaut, ofl. evrópskra lista- manna um gjörvöll Bandarfkin. Eitt það forvitnilegasta í HELKEYRSLUNNI er fram- koma ungs leikara, Sylvester Stallone, sem United Artists er nú að reyna að gera frægan á einni nóttu með myndinni ROCKY. En sú mynd er samin af Stallone, sem jafnframt fer með aðalhlutverkið. Hún þykir allvel heppnuð, og Stallone því tvímælalaust maður morgun- dagsins (sjá Mbl. þ. 11/28). Stallone sleppur furðuvel frá þessari vitleysu, auðsýnilegt að sitthvað blundar í karli. (Stall- one er annars furðu líkur ein- um velþekktum, íslenskum „ex- poppara", aðeins nokkrum númerum stærri!“. David Carradine hefur að undanförnu unnið við nýjustu mynd Hal Ashby (HAROLD AND MAUDE, THE LAST DETAIL, SHAMPOO), sem nefnist BOUND FOR GLORY, en þar fer hann með hlutverk þjóðlagasöngvarans góðkunr.a, Arlo Guthrie (eldri). Er það von mín að hvorugur þessara ágætu leikara verði nokkurn tíma f þeirri peningahönk að þeir þurfi að ljá nafn sitt ann- arri eins færibandaframleiðslu og endemis hörmung og DEAT- RACE 2000. David Carradine við tryilitæki sitt í myndinni HELKEYRSLAN. Richard Boone, Siegel og Wayne slaka á milli atriða. Hálfvandræðaleg helkeyrsla...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.