Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1976 Jólavörurnar erukomnar Opiðtil kl. 6 Næg bílastæði Álftamýri 1, sími 81251. VIÐARÞILJUR Þiljur til vegg- og loftklæóninga. Lakkaðar og tilbúnar til uppsetnmgar. KotO Stærö 24x252 cm Kr. 1.980.00 Gullálmur Stærö 24x252 cm Kr. 2.530.00 Fura Stærð 24x252 cm Kr. 2.790.00 Hnota Stærö 29x252 cm Kr. 3.440.00 Palisander Stærð 29x252 cm Kr. 3.580.00 Ennfremur strigaklæddar þiljur í stæröinni 60x255 cm. Verö frá kr. 1.090 — ★ ★ Öll verð pr. fm með söluskatti. Fyrsta flokks vara á góðu verði. '^3*>í?*><MÍ?i»i'örui’£rzíuMÍ»^, BJÖRNINN, Skúlatúni 4. Simi 25150. Reykjavik Opnum laugardaginn 4. des í Miðbæ, Háaleitis- braut 58 — 60. Verzlun með rafmagnstæki, lampa, raf- lagnaefni, perur o.fl. Önnumst allar nýlagn- ir, viðhald og viðgerðir raflagna. Næg bíla- stæði. Góð þjónusta. Rafland s.f sími 37615 E2QQ Licentia skápar Strandgötu 4 Hafnarfirði Sími 5181 8 — Um mýra- gróður. . . Framhald af bls. 21 blönduð öðrum starategundum. I þessu gróðursamfélagi fæst ágætishey, sem nautpeningur sækist eftir bæði vegna bragðsins og hversu auðug plantan er af eggjahvituefnum, sem eru yfir 25% af þurrefni hennar seinni hluta júnímánaðar og fiaman af júli. Gulstararmýrarnar eru dæmigerðar fyrir gróður Islands og jafnvel Færeyja á Norður- Atlantshafssvæðinu enda þótt þeirra sé getið frá Grænlandi og Quebec. En hvergi í heimi eru þær jafn útbreiddar og við Beringshafssvæðið allt frá Norður-Alaska suður til Kaliforn- iuogíJapan. Þetta viðtæka yfirlit um íslenskan mýragróður eftir Stein- dór Steindórsson er mikilvægt fyrir heimaland hans, en það er einnig mikilvægt rit á alþjóða- mælikvarða, þar sem það er fyrsta rækilega rannsóknin á mýra- gróðri, sem gerð hefir verið i löndum þeim, er liggja kringum norðurskautið. Verkið er ávöxtur af eljusemi á ótal ferðlögum um nær hálfrar aldar skeið, um land þar sem sumur eru svöl, stutt og úrkomusöm, og vegir viða þannig að ekki varð ferðast nema á fæti um þau svæði, sem höfundurinn hefir kannað. Það er að vísu auð- sætt að höfundurinn hefir ekki átt færi á að kanna landsvæði utan Islands, sem mikilvægt hefði verið að hafa til samanburðar á mýragróðrinum, svo sem Síbiriu, og Alaska, en einnig Grænland og nyrstu hluta Skandinaviu, en hann hefir kannað sérstaklega vel rit, sem honum voru aðgengileg um gróður þessara landa og metið þau og borið saman við eigin rannsóknir, til skilnings á þróun og lifsskilyrðum arktisks gróðurs. Sliku þolgæði og nákvæmni verður naumast hrósað um of, og verkið ætti að verða hvatning fyrir gróðurfræðinga hvar sem er til að framkvæma álíka gróður- greiningar i öðrum arktískum löndum. Happdrættis- skuldabréfín renna út Happdrættisskuldabréf rfkissjóðs af I-flokki, sem gefin voru út fyrir fáum dögum, hafa selst mjög vel. Að sögn Stefáns Þór- arinssonar, aðalféhirðis Seðla- bankans, seldust bréf yrir 80 milljonir króna fyrstu þrjá dagana en alls voru gefin út bréf að andvirði 200 milljónir króna. Bréfin eru gefin út á handhafa og er fjárhæð hvers bréfs 2000 krónur. Árlega er dregið um 598 vinninga, þar af 4 milljón króna vinninga og 4 hálfrar milljón krónavinninga. Bréfin verða endurgreidd eftir 10 ár með full- um verðbótum samkvæmt fram- færsluvísitölu. ~ *■* o- 'e> ‘U Kirkjudagur í Árbæjarskóla A SUNNUDAGINN kemur (2. sunnudag f aðventu) heldur Ár- bæjarsöfnuður árlegan kirkjudag sinn i Árbæjarskóia og er þessum fáu orðum ætlað að vekja athygli á honum. Kirkjudagur er reyndar ekkert nýtt fyrirbæri í íslenskri kristni. Allt frá gullöld menningar og mennta á þjóðveldistímanum var á þessum degi mikil helgi þótt nú sé hann horfinn af vettvangi sem fastákveðinn helgidagur kirkju- ársins. Ymsir söfnuðir landsins hafa þá viljað endurvekja þennan fornhelga dag og fá honum fyrri reisn og virðingu. Hátiðahöld á kirkjudegi eiga að minna á sameiginleg auðæfi allra þeirra sem trúa á Jesú Krist og eru félagar í kirkju hans. Kirkjan er samfélag þeirra manna, sem eiga í hjarta sér vitundina og viss- una um Guð, sem skynja, að hann lætur sér annt um þá, kemur inn I lif þeirra, að þeir þiggja öll lifs- gæðin úr helgri hendi hans. Og kirkjudagur haldinn á jólaföstu minnir jafnframt á hann sem stendur við dyrnar og knýr á, minnir á frelsarann Krist, og hvetur okkur til þess að setja traust okkar allt á hann og lifa og starfa undir merkjum hans. Auk þess miðar kirkjudagur að þvi að auka safnaðarvitund sóknarfólksins og minnir á þau verkefni sem brýnust eru og helg- ust í söfnuðinum. 1 Árbæjarsókn stendur nú yfir bygging safnaðar- húss, og er fyrsti áfangi þéss fok- heldur. Unnið verður að innrétt- ingum í vetur og þess vænst að húsið verði tekið I notkun á næsta ári fyrir félagsstarfsemi safnaðar- ins. Þess vegna er kirkjudagur Árbæjarsafnaðar jafnframt fjár- öflunardagur og send hefur verið út til safnaðarfólksins beiðni um fjárframlög, til þess að jarðhæð safnaðarhússins verði sem fyrst fullbúin til notkunar. Er þess vænst, að safnaðarfólk sýni þess- ari starfsemi skilning og styðji hana eftir föngum. Dagskrá kirkjudagsins verður I aðalatriðum þessi: Kl. 10.30 verður barnasamkoma. Þar verður fluttur helgileikur og ævintýrakvikmynd sýnd. Kl. 14.00' hefst guðsþjónusta fyrir alla fjölskylduna og er spurninga- barna og foreldra þeirra sérstak- lega vænst. Eftir messu hefst kaffisala á vegum Kvenfélags Arbæjarsókn- ar og munu þar að vanda verða hiaðin veizluborð með hinum gómsætustu kökum. Jafnframt verður efnt til skyndihappdrættis með mörgum glæsilegum vinning- um og má þar t.d. nefna málverk eftir Veturliða Gunnarsson. Þá fer fram jassballettsýning stúlkna úr jassballettskóla Báru. Kl. 9 um kvöldið hefst hátiðasam- koma. Þar flytur frú María Guðmundsdóttir stutt ávarp, al- mennur söngur verður undir stjórn Geirlaugs Arnasonar organleikara. Martin Hunger leikur einleik á orgel safnaðarins Guðmundur Magnússon skóla- stjóri Breiðholtsskóla flytur ræðu, frú Ingveldur Hjaltasted syngur einsöng, blásarakvintett leikur ásamt organleikaranum Guðna Guðmundssyni og helgi- stund verður I umsjá sóknar- prests. Kynnir á hátiðarsamkomunni um kvöldið verður Jóhann Björnsson. Safnaðarfólk I Ár- bæjarprestakalli. Sýnum hug okk- ar til kirkju og kristni I verki með glæsilegri þátttöku í dagskrárlið- um kirkjudagsins á sunnudaginn kemur. Guðmundur Þorsteinsson. Þýzku samningarnir renna út 1. des. ’77 NU þegar fiskveiðisamningur Breta og Islendinga um veiðar hinnar fyrrnefndu f fslenzkri fiskveiðilögsögu er útrunninn, Rýmingarsala á telpnafatnaði Síð pils st. 6—14 Flauelskjólar st. 8—14 Telpnablússur, Vestissett, allt á tækifærisverði Elízubúðin, Skipholti 5 velta menn þvf fyrir ser til hve langs tfma fiskveiðiheimildir annarra þjóða gilda hér við land. Þórður Einarsson, blaðafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði i viðtali við Morgunblaðið í gær, að samningarnir við Vestur- Þjóðverja væri eini samningur- inn, sem takmarkaður væri I tíma, - en hann rennur út 1. desember 1977 eða eftir tæpt ár. Allir aðrir samningar um fiskveiðiheimildir útlendinga I islenzkri fiskveiði- lögsögu eru ekki takmarkaðir i tima að öðru leyti en þvi að í þeim er gagnkvæmur uppsagnarfrestur 6 mánuðir. Eru það samningar við Belga, Norðmenn og Færeyinga. Einar Ágústsson far- inn til Frakklands EINAR Ágústsson utanrikisráð- herra fór f gærmorgun utan til Frakklands þar sem hann mun dveljast f opinberri heimsókn frönsku rfkistjórnarinnar. Einar Ágútsson er væntanlegur heim aftur á sunnudag. I fylgd með ráðherranum er Hénrik Sv. Björnsson ráðuneytis- stjóri, en I París mun Einar Bene- diktsson, sendiherra Islands í Paris, slást i för ráðherrans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.