Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1976 Ródesíuráðstef nan: Fulltrúar kanna hug sinn eftir ræðu Croslands Genf 3. desember — Reuter. FULLTRCAR á Genfsuráðstefn- unni um Ródesfu endurskoðuðu f dag afstöðu sfna f Ijósi yfirlýs- ingar Anthony Croslands, utan- rfkísráðherra Breta, þar sem hann sagði að Bretar væru reiðu- búnir að gegna beinu hlutverki f bráðabirgðastjórn þar til landið fær sjálfstæði. Alitið er, að líkur séu á þvi, að yfirlýsingin geti opnað leið til verulegs árangurs ráðstefnunnar, sem nú hefur staðið i á annan mánuð. Sumir fulltrúar svartra þjóðernissinna hafa litið svo á að Bretar ættu að bera fulla ábyrgð á því að nýlendan þeirra fyrrver- andi fengi meirihlutastjórn. Bandalag Joshua Nkomo og Rovert Mugabe lagði til i gær að Bretar ættu fulltrúa I bráða- birgðastjórninni, sem skyldi flýta Vegagerðin: SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur sett Helga Hallgrfmsson, yfir- verkfræðing, f stöðu forstjóra tæknideildar Vegagerðar rfkisins fyrst um sinn, uns starfinu hefur verið ráðstafað varanlega, þó ekki lengur en til 1. febrúar 1977. Helgi er fæddur 22. febrúar 1933. Hann lauk stúdentsprófi frá M.R. 1952, fyrrihlutaprófi í verk- fræði frá Háskóla Islands 1955 og prófi í byggingarverkfræði fra Danmarks Tehniske Höjskole 1958. Þrír sækja um prófessors- embætti UMSÓKNARFRESTUR er prófessorsembætti í taugasjúk- dómafræði við Háskóla lslands er Iiðinn. Umsækjendur um embættið eru þrír: dr. med Ásgeir B. Ellertsson yfiriæknir, dr. med. Gunnar Guðmundsson yfirlæknir og Sverrir Bergman iæknir. Basar í Hveragerði I DAG kl. 2 hefst basar Dvalar- heimilisins Ásbyrgis í Hvera- gerði. Basarinn verður á Bröttu- hlíð 20 í Hveragerði og verður þar margt muna, m.a. jóiadúkar, jóla- strengir, ríaihottur, vettlingar, sokkar og margt fleira Hljór ar í ( ■ - vík í Skólalúðras Mosfellshrt: halda hlj Grindavik endur lú bræðurnir Sveinssyn, eru hald félagsins starfar af þessar m , halda uppi Norðurlandabi w félagið komið leikum og ' verið með t11 ! sunnudegi f félágsheirmlinu. fyrir þvi að Ródesía fengi sjálf- stæði og tryggja að það yrði undir stjórn svarta meirihlutans. Annar leiðtogi svartra þjóð- ernissinna, Abel Muzurewa, hefur lagt til að Elísabet drottn- ing skipi landstjóra I Ródesiu, sem fari með völd þar til löglegu sjálfstæði hefur verið lýst yfir. Fjórði þjóðernissinnaleiðtoginn, Ndabaningi Sithole, er aftur á móti álitinn vera á móti beinum afskiptum Breta I Ródeslu og hvíta minnihlutastjórnin mun kjósa að nærvera Breta sé aðeins I mynd sendiherra. Crosland, sem gaf út yfirlýs- ingu sína I þinginu, sagði ekki nánar um hvaða hlutverki Bretar gætu gegnt, en lagði áherzlu á að það ylti á þvf hvernig að undir- búningi sjálfstæðisins væri staðið. Hann hóf að námi loknu störf hjá Vegagerð ríkisins 1958 og hef- ur starfað þar síðan, að undan- skildu einu ári er hann starfaði erlendis. Hann er kvæntur Margréti Gunnarsdóttur Schram. — Björn Jónsson Framhald af bls. 40 á þremur. Auk þess var svo stung- ið upp á 3 öðrum í miðstjórn, þannig að alls var kosið um 6 manns til 13 miðstjórnarsæta, auk forseta og varaforseta. Urslit kosninganna urðu sem hér segir: Hermann Guðmundsson, Hlíf, 42.600, Óskar Vigfússon, Sjó- mannasambandinu, 42.525, Guð- ríður Elíasdóttir, Framtíðinni, 42.250, Jón Helgason, Einingu, 42.075, Jón Snorri Þorleifsson, Trésmíðafélagi Reykjavíkur, 42.000, Eðvarð Sigurðsson, Dags- brún, 41.925, Þórunn Valdimars- dóttir, Framsókn, 41.325, Jón Agnar Eggertsson, Borgarnesi, 41.100, Einar ögmundsson, Þrótti, 40.475, Bjarnfríður Leós- dóttir, Akranesi, 35.800, Björn Þórhallsson, Landssamb. verzlun- arfólks, 28.075, Guðmundur Þ. Jónsson, Iðju 27.800, Magnús Geirsson, Rafiðnaðarsambamd- inu, 25.975. Til að kosningar til'miðstjórnar séu löglegar þurfa 50% meðlima I verkalýðshreyfingunni að vera á bak við þá 13, sem efstir eru I kosningum. Helmingur atkvæða, sem fulltrúar á þinginu fóru með, var 21.525 og var kosningin þ.ví lögmæt. Pétur Sigurðsson, sem ekki náði kjöri til miðstjórnar, fékk einnig meira en 50% at- kvæða, eða 22.000 Baldur Óskars- son fékk 21.075 atkvæði og Björg- vin Sigurðsson 20.375 atkvæði. Þau sem fóru úr miðstjórninni frá síðasta ASÍ-þingi, voru Óskar Hallgrímsson, Baldur Óskarsson, Guðmundur H. Garðarsson, Jón Sigurðsson, Jóna Guðjónsdóttir, Margrét Auðunsdóttir, Óðinn Rögnvaldsson og Pétur Sigurðs- son. Voru þessu fólki.þökkuð góð störf fyrir verkalýðshreyfinguna. í kosningum um varaforseta sigraði Snorri Jónsson og fékk hann 34.250 atkvæði gegn aðeins 10.225 atkvæðum Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur. Kosningar til annarra embætta en míðstjórnar og varaforseta fóru fram hávaðalítið og komu ekki mótframboð við tillögur kjörnefndar sem Benedikt Davíðsson var I forsæti fyrir. 1 varastjórn voru eftirtalin kjörin: Bjarni Jakobsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Karl Steinar Guðnason, Guðmundur M. Jóns- son, Guðjón Jónsson, Karvel Pálmason, Sverrir Garðarsson, Sigfús Bjarnason og Daði Ólafs- son. Sambandsstjórn skipa Sig- finnur Karlsson, Kristján Ás- geirsson, Einar Karlsson, Jóhanna Friðriksdóttir, Jón Ingi- marsson, Pétur Pétursson, Hákon Hákonarson, Eiríkur Sigurðsson, Gunnar Kristmundsson, Hrafn Sveinbjarnarson, Skúli Þórðar- son, Hilmar Jónsson, Kristján Guðmundsson, Kristján Ottósson, Hendrik Tausen, Jón Karlsson, Pétur Sigurðsson (ísaf) og Guðrún Ólafsdóttir. — Kvörtun Framhald af bls. 2 óhagstæða staða Portúgala I bágu efnahagslegu árferði þar í landi hefur haft það i för með sér, að Portúgalir eru nú að reyna að bæta viðskiptalega stöðu slna gagnvart Islandi. — Kína Framhald af bls. 1. leiðtogi I Peking á árunum eftir 1930 og var túlkur banda- riska blaðamannsins Edgars Snow, er hann var að vinna að ævisögu Maó-Tse-tungs, „Rauð stjarna yfir Kína.“ Hann hefur þótt gegna embætti sínu hjá S.Þ. með miklum ágætum. — Rafmagns- bíllinn Framhald af bls. 2 á upp fyrir 60 km hraða, enda er húsið léttara nú en það var hjá Bandaríkjamönnum. — Bíllinn er miklu skemmti- legri en ég bjóst við, núna eftir að ég er farinn að aka honum, sagði Steinn. Og ég er ákaflega ánægður með að vera búinn að koma yfirbyggingunni upp, en það er það sem ég hefi lagt i þennan bil. Þess má geta, að þetta er ekki fyrsti billinn, sem Steinn hann- ar. Á árinu 1973 hlaut hann verðlaun fyrir hönnun á yfir- byggingu á sportbil hjá Volvo I Sviþjóð. í Reykjavík ekur um bíll með yfirbyggingu eftir hann, svokallaður Minkur, sem hefur vakið athygli. Og raunar ók hann á sínum fyrsta heima- smíðaða bil út á götur borgar- innar 15 ára gamall. Nú starfar Steinn Sigurðsson hjá Mazta umboðinu i Reykjavik. — Helsingfors Framhald af bls. 1. myndu einhvern tima þorna upp. Fundinn sátu auk Nordlis Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra íslands, Anker Jörgensen, forsæt- isráðherra Danmerkur, Thor- björn Fálldin, forsætisráðherra Sviþjóðar, og Martti Miettunen, forsætisráðherra Finnlands og gestgjafi á þessum fundi. — Frestar aftöku Framhald af bls. 1. þeirra. Móðir Gilmores hefur farið fram á að aftökunni verði frestað þar til hæstiréttur geti fjallað um „hið flókna mál sonar hennar.“ Gilmore hefur krafizt þess að dauðadómnum yfír sér verði fullnægt til að hann þurfi ekki að sitja i lifstíðarfangelsi. Móðir hans, mannréttindasamtök og andstæðingar dauðarefsingar hafa barizt af hörku gegn kröfu hans. — Carter Framhald af bls. 1. manns Bandarikjanna við Vietnamviðræðurnar i París. Vance, sem er 59 ára að aldri, sagði að hann hlakkaði til að starfa fyrir Carter og sagði: „Ég er viss um að þetta verður stjórn, sem mun einkennast af skynsam- legri stjórn og af því að brydda upp á nýmælum og ég mun gera allt sem í minu valdi stendur til að reynast trausts Carters verður." Á fundinum sagði Carter, að hann hefði engin áform uppi um að hafa Henry Kissinger, fráfarandi utanrikisráðherra, áfram í þjónustu sinni, en sagðist áskilja sér rétt til að kalla á hann til að fjalla um sérstök verkefni á sviði utanrikismála. Bert Lance, sem er bankastjóri í Atlanta, er eitt af fyrstu „fersku andlitunum", sem Carter hefur lofað að koma með til Washington. Lance er talinn ihaldssamur I fjármálum sem hallast að hallalausum fjárlögum og vill halda aftur af opinberum útgjöldum. Hann er 45 ára gamlla og starfaði með Carter er hann var fylkisstjóri í Georgiu. Þótti hann harður I horn að taka og hikaði ekki við að segja Carter álit sitt á hlutunum hreint út ef svo bar við. — Olszowski Framhald af bls. 1. varaforsætisráðherra og segja stjórnmálafréttaritarar flest benda til að hann verð hálfgerður skuggi Jarosewskis. Kepa á einnig sæti í stjórnmálaráði flokksins. Hann þykir harður stjórnmálamaður og mun fá það verkefni að halda aftur af verka- lýðssamtökum í landinu. Hann er sagður óvinsæll innan flokksráðs- ins, sem hefur það verkefni að koma á aga meðal verkafólks. Stjórnmálafréttaritarar segja að Edward Gierek hafi greinilega fengið samþykki. ráðamanna i Sovétríkjunum fyrir þessum breytingum, er hann fór þangað í heimsókn um miðjan sl. mánuð til að biðja um aðstoð til að leysa efnahagsvanda Póllands. — Barist Framhald af bls.39 Stigahæstu einstaklingar: Jón Sigurðsson Ármanni 91 Einar Bollason KR 85 Jimmy Rogers Ármanni 79 Þórir Magnússon Val 79 Bjarni Gunnar Sveinss. ÍS 78 — Dæmdir Framhald af bls. 40 er hámarksrefsing samkvæmt lög- um, þar sem hann hafði ekki náð 18 ára aldri er hann framdi brot sin. Kristmundur var nýlega orðinn 18 ára þegar hann framdi brotið, en hans refsing er ekki hámarksrefsing. Albert var dæmdur til greiðslu fébóta, þar sem hann hafði verið ákærður fyrir nokkur þjófnaðar- og skjala- falsbrot auk morðákærunnar. Báðir voru þeir dæmdir til greiðslu sakarkostnaðar. Málinu er sjálfkrafa áfrýjað til hæstaréttar, en það gerist þegar viðkomandi hljóta 5 ára fangelsis- dóm eða lengri dóma. Þar sem nokkur timi mun liða áður en málið verður tekið fyrir hjá hæstarétti, voru þeir Albert og Kristmundur i gær úrskurðaðir i 150 daga gæzluvarðhald. Dóminn kváðu upp Halldór Þor- björnsson, yfirsakadómari, og sakadómararnir • Gunnlaugur Briem og Ármann Kristinsson. — Aukin löggæzla Framhald af bls. 2 sem nú er engin lýsing, en samráð þyrfti að hafa við Vegagerð ríkis- ins vegna þess að þetta væri þjóð- vegur. I samtali við Jón Rögnvaldsson yfirverkfræðing áætlanadeildar Vegagerðarinnar kom hins vegar fram, að það væri aðeins örstuttur vegakafli fyrir ofan byggðina, um 2—300 m, sem heyrði undir Vega- gerðina. Sagði hann að mál þetta hefði verið í athugun en engin fjárveiting fengizt til uppsetning- ar Ijósa við veginn, enda taldi hann að brýnna væri að lýsingu yrði fyrst komið upp í byggðinni, Setturforstjóri tæknideildarinnar en það væri mál bæjarstjórnar- innar. „Hins vegar hefur bæjarstjórn- in haft samband við okkur núna og búast má við, að mál þessi verði rædd milli þessara tveggja aðila, sagði Jón að lokum. Morgunblaðið gerði einnig ít- rekaðar tilraunir til að ná sam- bandi við bæjarfógetann í Hafn- arfirði, Elías J. Elíasson en tókst ekki. — Flugslys Framhald af bls. 40 í 15 metra hæð yfir jörðu. Ég sá strax hvað verða vildi og lagði af stað gangandi á staðinn. Vélina sá ég aldrei skella á jörðinni, þar sem hæð skildi á milli. Er ég kom á staðinn var Tryggvi Einarsson og kona hans komin á staðinn og voru að leggja af stað heim til að kalla á hjálp. Ég dvaldi siðan hjá flugmönnunum þar til sjúkra- og slökkvibílar komu á vettvang. Ljót aðkoma „Ég og kona min, Sæunn Hall- dórsdóttir, vorum að koma frá Reykjavik, er við sáum vélina," sagði Tryggvi Einarsson bóndi í Miðdal I samtali við Mbl. I gær- kvöldi. „Rétt áður en við komum á móts við slysstaðinn mættum við nokkrum bílum, sem örugg- lega hafa ekið meðfram flakinu án þess að bílstjórar eða farþegar hafa veitt því athygli. En þarna skammt fyrir ofan Lynghól sáum við hjónin brak, sem ekki líktist neinu bílhræi, en þeim er oft hent þarna á heiðinni. Ég hægði ferð- ina til að kanna þetta nánar og allt í einu segir Sæunn, er við komum nær: „Ég sé mann i brak- inu.“ „Við vorum fljót á staðinn og það var ljót aðkoma sem beið okk- ar. Mennirnir tveir lágu í brak- inu, að hálfu inni í vélinni og að hálfu-úti. Okkar fyrsta hugsun var að reyna hlúa að þeim og kalla á hjálp. Við gripum úlpu og teppi, sem var I bilnum, og breiddum yfir mennina. Svo stukkum við inn i bílinn og ókum allt hvað af tók til Miðdals. Þar greip ég öll teppi, sem ég fann, og á meðan fór Sæunn í símann. Við vorum siðan komin eftir örskamma stund á slysstaðinn aftur. Við reyndum að breiða teppin eins vel yfir þá og mögulegt var. Mennirnir voru næstum aðfram- komnir vegna kuldans og um leið mikið slasaðir. Fyrir utan það að vera brotnir, voru báðir skornir í andliti. Ég man að annar þeirra sagði: „Er ég mikið skaddaður i andlitinu?" Báðir gátu mennirnir talað við okkur, en áttu mjög bágt með það vegna kuldans." Tryggvi sagði að slökkvilið og sjúkrabílar hefðu verið mjög fljót á slysstaðinn og mennirnir verið fluttir af slysstað kringum kl. 15. „En ég veit ekki hve þeir voru búnir að liggja lengi þarna í kuld- anum, en 7 stiga frost mældist í Miðdal í dag.“ Flugvélin, sem ber ein- kennistafina TF-FTA, var í eigu flugskólans Flugtaks. Vélin var keypt til landsins i maimánuði sl. og var eina kennsluflugvélin á landinu, sem var sérstaklega byggð fyrir listflug. Þá má geta þess, að samkvæmt nýjum reglum Loftferöaeftirlits- ins eru nú allar íslenzkar flugvél- ar með sérstökum neyðarsendi, sem sendir út tón um leið og vélin verður fyrir höggi. Þegar flugvél- in hrapaði í gær komu strax til- kynningar um slysið frá Air France-þotu, sem var á ferð í ná- grenni islands, svo og SAS-þotu. Einnig gerði ein af flugvélum Flugfélags Islands viðvart um slysið. Þessi neyðarsendir virkar eins og radíóviti og getur því flugvél með miðunartæki flogið beint á slysstað og fundið flugvélarflakið. Skúli Jón Sigurðsson sagði að þetta tæki gæti komið í veg fyrir að leita þyrfti að flugvélum, sem eitthvað yrði að. Þetta var fyrsta sinni, sem þetta tæki hefur komið að notum, þótt aðrar aðstæður hafi og stuðlað að því að flugvélin fannst fljótt, þar sem slysið varð svo nærri byggð. Þá mun klukka í flugvélinni hafa sýnt að slysið varð klukkan 14,25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.