Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1976 3 Takmarkið: Engin slysaalda i ár: Á ferð með lögreglunni 1 Reykjavík: Götur lokast vegna bifreiða, sem lagt er ólöglega TVEIR lögreglumenn ( lög- reglubifreið nr. 41 voru á ferð um Reykjavfk f gær og litu eftir hvernig ökumenn höfðu lagt bifreiðum sínum. Þeir höfðu verið f þessu verkefni frá þvf um morguninn og þegar Morgunblaðsmenn fengu að fara með þeim f eftirmiðdaginn höfðu þeir sektað yfir 30 bfla sem hafði verið lagt ólöglega víðs vegar um borgina. Það voru sem sagt ekki færri en 30 ökumenn sem urðu minnst 3.000 krónum fátækari vegna þess að þeir höfðu ekki hirt um að leggja bifreiðum sfnum lög- lega, hvort sem það var af þeir'ri ástæðu, að „þeir voru að flýta sér“, eða „voru bara hálfa mfnútu inni f búð“ eins og lög- reglumennirnir sögðu að menn bæru við sem afsökun. Eftir þessa stuttu ökuferð f gær um nokkrar götur í Reykja- vfk verðu ekki hægt að segja að ökumenn séu mjög tillitssamir við aðra vegfarendur þegar þeir t.d. skilja bíla sína eftir alveg uppi á gangstétt. Það gerir það að verkum að flestir gangandi vegfarendur verða að skjótast út á götu til að komast framhjá bilum sem lokaGANG- STÉTTUM. Hvað mega þá þeir segja sem eru á ferð með barna- vagna eða kerrur? Gangandi vegfarendur eru beinlfnis hraktir út á götur. Mjög vfða er bifreiðum þann- ig lagt að þær tefja stórlega fyrir allri umferð annarra bif- reiða. Sú var t d. raunin á horni Grundarstfgs og Hellusunds. Þar var 8 bifreiðum ólöglega lagt á örstuttum kafla við hornið, sem gerði það að verk- um að bifreiðar á leið um Grundarstíg gátu ekki mætzt þar og sífelldar tafir urðu. Lög- reglumennirnir sögðu líka að fyrr um daginn hefðu þeir sekt- að á þessum sama stað nokkrar bifreiðar. Nú voru bara aðrir komnir í staðinn. A Hellusundi hafði einhver ökumaður yfirgefið sína bifreið og var hvergi nálægur, en bif- reiðin stóð nánast á miðri göt- unni. Hún var ólæst en ekki var unnt að færa hana frá því stýri hennar var læst. Kallað var á lögreglustöðina og hún beðin að finna út hver eigandi væri og hafa upp á honum. Það tókst ekki og þvi lét lögreglan gera ráðstafanir til þess að hún yrði tekin með kranabil og flutt í port lögreglunnar. Þangað getur eigandinn vitjað hennar og verður hann að greiða allan kostnað við þessar aðgerðir. Það skal tekið fram að ekki var vitað hvort hún var biluð en þessar ráðstafanir voru nauð- synlegar þar sem hún lokaði alveg öðrum helmingi göt- unnar. Lögreglumennirnir sögðu að það væru nánast engin takmörk fyrir því hvernig fólki dytti i hug að skilja bifreiðar sínar eftir, bæði gæti það oft valdið stórkostlegri hættu og truflað mjög alla umferð, bæði gang- andi og akandi vegfarenda. Þvf verður brýnt fyrir öku- mönnum f Reykjavík að þeir taki sig stórlega á f þessum efnum, ekki sfzt þegar það er haft í huga, að nú fer í hönd einn mesti umferðarmánuður ársins og þvf mjög nauðsynlegt að umferð gangi vel og greið- lega fyrir sig. Skráð óhöpp fleiri en í fyrra SKRÁÐ óhöpp f umferðinna f Reykjavfk voru 84 að tölu frá föstudeginum f fyrri viku til og með s.l. fimmtu- degi. I þessum óhöppum slösuðust 9 manns, þar af 3 mikið. Sömu daga f fyrra voru skráð óhöpp 68. 1 þeim slösuðust 7 manns þar af 5 mikið. Af þessu má sjá, að ástandið er langt frá þvf að vera gott og full ástæða er til þess að brýna fyrir vegfar- endum að taka sig á. Það er með naumindum að gangandi vegfarendur geti komizt framhjá þessum bfl. Þeir sem eru á ferð með barnavagna verða að fara út á götu. Ljósm. Friðþjófur. Það kostar minnst kr. 3.000 að leggja bfl ólöglega. Lögreglumenn- irnir sögðu að ökumenn bæru við allskyns ástæðum, „þeir væru svo stutt f burtu“. Hér er greiniiega truflun að þessari bifreið. A horni Grundarstfgs og Hellusunds. Nýtt gallerí í hjarta Reykjavíkur HONUM Sölva Helgasyni myndi Ifklega hlýna um hjartaræturnar ef hann gengi Aðalstrætið f dag. Þvf nú er nafnið, sem hann gaf sér sjálfur, komið á flennistórt skilti og umvafið blómunum, sem hann málaði og teiknaði svo gjarnan. GALLERf SOLON ISLANDUS. Nafni hans er haldið á loft — f orðanna fyllstu merk- ingu — af 11 listamönnum og listaáhugamönnum, sem hafa unnið baki brotnu við að gera við og smfða, mála og leggja hita og rafmagn f tæpt ár. I dag opna þau dyr sfnar fyrir bæjarbúum. 1 fyrstu sýningarskrá segir m.a. að tilgangurinn sé að „gefa þvf listafólki, sem vinnur við smágerva eða seinunna list, tæki- færi til að koma verkum sínum á framfæri með reglulegu millibili, í stað þess að þurfa að bíða i mörg ár eftir að geta fyllt stærri sýningarsali borgarinnar. Á þetta við m.a. um grafíklistamenn, leir- kerasmiði, gullsmiði, glersmiði, vefara, textílhönnuði og fleiri.“ „En aðstandendur þessa gallerís hyggjast einnig efna til yfirlitssýniga á litt þekktum lista- mönnum, lífs eða liðnum, svo og sýninga, sem grundvallast á ákveðnu viðfangsefni eða afstöðu. Einnig er fyrirhugað að halda tónleika og fyrirlestra og standa Þau voru að leggja sfðustu hönd á skiltið fyrir öðrum listviðburðum, sem stuðla myndu að lífi i gamla mið- bænum." Gallerí Solon Islandus er ekki gróðafyrirtæki og verður reynt að reka það með þeim ágóða, sem fæst af hverri sýningu. Þau 11, sem standa að baki Solon Islandus, eru Aðalsteinn Ingólfs- son, Gunnar örn Gunnarsson, Kolbrún Björgúlfsdóttir, Kristján Kristjánsson, Leifur Breiðfjörð, Magnús Kjartansson, Sigurður örlygsson, Steinunn Bergsteins- dóttir, Steingrimur Kristmunds- son, Þorbjörg Þórðardóttir og örn Þorsteinsson. Galleriið opnar með sýningu á verkum eftir þau öll í dag kl. 3. Fyrirhugað er að hafa opið til kl. 10 annað kvöld, annars er ætlunin að hafa opið frá 2 til 10 um helgar og frá 2 til sex virka daga nema mánudaga, þá verður lokað. Að sögn nokkurra aðstandenda gallerisins hefur það verið basl að koma þessum gömlu húsakynnum í gott lag, enda tóku þau við þeim sem brunarústum í upphafi árs- ins. Þau hafa notið stuðnings bæði frá Menntamálaráði og menntamálaráðuneytinu og einnig Valdimars Þórðarsonar (Valda) en Silli og Valdi leigjá þeim húsnæðið á vægu verði. Fleiri hafa lagt peningalega hönd á plóginn, t.d. verður málning greidd með listaverkum og lýsing- in er fengin að láni enn sem komið er. „En vonandi eiga Reykvikingar eftir að vera okkur mestur styrkur, með því að koma i heimsókn og sýna starfseminni áhuga.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.