Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1976 15 — Jenna Jensdóttir, bókmenntir. hafa fundið upp nýstfl, og fréttamenn básúna þetta að ósk þeirra — þótt ekki sé um raun- sannari frétt að ræða en þá t.d. að einhver þeirra fullyrti að hafa fundið upp heita vatnið! Slíkir kvarta sárlega ef þeir mæta gagnrýni. Ég mun síztur manna til að rísa gegn listspírum, — en ég virði þá öllu meir er á einhvern hátt reyna að mennta sig í skóla eða utan, — efi slíkra er sannarlega þyngri á metum en vissa hinna. — Skokkandi á Skjónu komu fjölmiðlar er maður nokkur opnaði þrítugustu sýningu sína á 10 ára tímabili (!) I smákaup- túni nokkru, vestan heiðar og stæði yfir aðeins fáa daga. Vafalítið stefnir hinn sami að öðru stórafmæli í sýningarhaldi innan skamms tíma og er þá eins gott fyrir fréttamenn að vera vel í stakk búnir. — Að sjálfsögðu er sérhverjum heimilt að sýna svo oft sem hann lystir, og mæla verk sín til mats í metrum, en magnið ræður hér ekki um ris listar- innar, og hefur svo alltaf verið. — Að öllu gamni slepptu, þá er hér vissulega komið út í öfg- ar, og það sýningaflóð, er staðið hefur yfir sfðan á Listahátíð, hefur ótvfrætt dregið með sér þreytu og lægð, að því er áhuga og sýningaaðsókn snertir, svo sem greinilega hefur komið fram. Er hér illt í efni, þvf að yfir- leitt eru aðal listviðburðir árs- ins á _vettvangi myndlista tengdir haustinu, og svo aftur vorinu, svo sem fram kemur f sambandi við hinar viðamiklu haust- og vorsýningar í höfuð- borgum Norðurlanda og viðar. „Haustsýningan" í ár hlaut þannig mun lakari aðsókn en efni stóðu til, en hér kemur einnig inn i dæmið, að hún var haldin á röngum tíma (of snemma). Flestar, ef ekki allar, sýningar haustsins hafa goldið þessarar lægðar, og tölur þær, sem nefndar hafa verið um að- sókn að þeim, ber að taka með fyllstu varúð. Hér undanskil ég sýningar Halldórs Péturssonar og Óskars Gíslasonar að Kjar- valsstöðum. Máski er hér ekki um óeðli- lega þróun að ræða, eftir að aðsókn á myndlistarsýningar á Listahátíð sló öll fyrri met, og það svo að um munaði. Jafnvel sýning á Islenzkri grafík frá upphafi, fékk jafnmarga gesti og t.d. „Haustsýningin“, og var þó hin fyrrnefnda einungis f hálfum Vestursal Kjarvalsstaða og jafnan lokuð þegar tónleika- hald var i hinum helmingnum. Haustsýningin var hins vegar í öllu húsinu, og auglýst mikið jafnframt því sem reynt var að vekja áhuga fólks með ýmsum ráðum, t.d. hljómleikum og kvikmyndasýningum. Hér tel ég eðlilegt að gagn- rýnendur og ráðamenn fjöl- miðla taki í taumana, ef ekki á illa að fara — áhugaleysi fölks að aukast enn frekar og aðsókn að minnka og hinar merkari sýningar gjaldi ekki glundroð- ans. Svo langt hefur gengið, að jafnvel myndlistarmennirnir sjálfir hafa sýkst af þessum leiða og skoða sýningar siður en áður. Slíkt ástand býður logn- mollu heim. Væri ekki rétt að gagnrýn- endur blaða tækju sér sumar- frí, svo sem starfsbræður þeirra erlendis, t.d. frá júnf- byrjun og fram í september og rituðu þá einungis um hina viðameiri listviðburði t.d. að Kjarvalsstöðum, í Norræna húsinu og Listasöfnunum? Á sama tíma gæti og fréttamiðlun verið í samsvarandi lágmarki varðandi almennar einkasýn- ingar. I þessa stað gæti komið meiri athafnasemi varðandi sýningar í dreifbýlinu — útisýningar á höggmyndum, Félagsheimila- sýningar á málverkum, grafík, vefjarlist m.m. Þróunin sýnir afdráttarlaust að skipulag í þessum efnum er aðkallandi nauðsyn, þannig að t.d. sýningar á gildari mæli- kvarða og á erlendri úrvalslist gjaldi ekki hinnar takmarka- lausu og misskildu sýningar- gleði, að ekki sé meira sagt. Sýningarhlé er nauðsyn til að skapa eftirvæntingu ásamt þvf að safna kröftum og eldsneyti til nýrra átaka... Bragi Asgeirsson. Cortínan er komin Nýrbfll Nýja Cortínan er vissulega augnayndi — eri lögun hennar og gerð hefur mótast í ákveðn- um tilgangi; að auka öryggi og bæta aksturs- eiginleika. Útsýni ökumanns eykst um 15% bæði um fram- og afturrúðu. rúðuskolun og ljósabún- aður er endurbættur, höfuðpúðar á framsæt- um, viðbrögð stýris- og bremsubúnaðar bætt og sjálfkrafa jöfnun verður nú á fjöðrun í samræmi við hleðslu. betri bfll Vegar- og vélarhljóð greinist vart lengur vegna hinnar rennilegu lögunar og aukinnar einangrunar. Og síðast en ekki síst. endurbætur á vélinni spara benzín um 10% í innanbæjarakstri. Ný Ford Cortína — bíllinn sem við ökum inn í næsta áratug. FORD UMBODID Sveinn Egilsson hf SKEIFUNN117 SIMI851CX) Fjáröflunarnefnd Styrktarfélags vangefinna heldur þessar skemmtanir á morgun, sunnudag Barnaskemmtun í Sigtúni m. 14.30 Kynnir: Pálmi Pétursson, kennari Skemmtiatriði: 1 . Lúðrasveit Reykjavíkur, leikur létt lög. 2. Söngur; Kristín Lilliendahl. 3. Hljómsveitin Hrókar. (Börnin fá að dansa). 4. ??? Leikfangahappdrætti 1 000 vinningar. Ódýrar veitingar. Aðgangur kr. 200 — fyrir börn. Fullorðnir kr. 300 — Aðgöngumiðar seldir í Sigtúni í dag kl. 2—4 og á morgun við innganginn. Kvöldskemmtun að Hótel Sögu w. 21.00 Kynnir: Friðfinnur Ólafsson forstjóri Skemmtiatriði: 1 Avarp, Guðlaugur Þorvaldsson, háskólarektor, 2. Karlakórlinn Fóstbraeður. 3. Ómar Ragnarsson: Gamanvísur. Málverkahappdrætti 1 5 málverk gefin af þekktum íslenskum málurum. Aðgöngumiðar seldir, í dag kl. 2 — 4 í anddyri Hótel Sögu, borð tekin frá um leið og sunnudag við innganginn. Husið opnað fyrir matargesti kl. 7. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur. Aðgangur kr. 500.00 Málverkin til sýnis í glugga Málarans, Bankastræti, laugar- dag og sunnudag. ALLUR ÁGÓÐIRENNUR TIL STOFNANA VANGEFINNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.