Morgunblaðið - 04.12.1976, Page 18

Morgunblaðið - 04.12.1976, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 4. DESEMBER 1976 Lágmarkslaun fyrir dag- vinnu verði 100 þús. kr. — fullar vísitölubætur t kjaramálaályktun Alþýðusambandsþings eru f níu liðum sett fram þau atriði, sem þingið telur að kjara- baráttan muni beinast að á næsta ári. Þá ákvað þingið að boða til sérstakrar kjaramálaráðstefnu í febrúarmánuði á næsta ári. Verði hún það fjölmenn að tryggt verði að þar komi til álita þær skoðanir og tillögur, sem þá hafa verið til umræðu f aðildarsamtökunum. Þá var mið- stjórn ASt falið að kanna möguleika á samstarfi við launþegasamtök utan ASt og eru BSRB og Farmanna- og fiskimannasamband tslands sérstaklega nefnd f þessu sambandi. Eftirfarandi niu liðir munu einkenna kjarabaráttuna á næsta ári samkvæmt ályktun ASÍ- þingsins: „1. Þingið telur að lágmarkslaun fyrir dagvinnu megi ekki vera lægri en kr. 100.000,— á mánuði og önnur laun hækki til samræmis við það, þannig að launabil haldist f krónutölu. 2. Launin breytist f samræmi við breytingar þær, sem verða á vfsitölu framfærslukostnaðar á samningstfmanum, án frádráttar nokkurra liða þeirrar vfsitölu. 3. Fullar vfsitölubætur komi á lágmarkslaunin, en sama krónutöluupphæð á þau laun, sem hærri eru. 4. Aðgerðum til að skapa raun- verulegt launajafnrétti kvenna og karla, m.a. með þvf að bæta aðstöðu til atvinnuþátttöku. 5. Sem mestri samræmingu á kjörum allra launþega varð- andi orlof, vinnutfma og hvers konar réttindi, sem ekki teljast til beins kaupgjalds. 6. Setningu nýrrar löggjafar um vinnuvernd f samræmi við sér- stakar tillögur þingsins um það efni. 7. Gagngerri endurskoðun skatta- kerfisins f réttlætisátt. 8. Eflingu félagslegra fbóða- bygginga með lánskjörum, sem samrýmast fjárhagsgetu almenns verkafólks. 9. Fullri framkvæmd á þeirri stefnu verkalýðshreyf ingar- innar, sem mótuð var við gerð sfðustu kjarasamninga f málefnum Iffeyrisþega." 1 ályktuninni um kjaramál segir svo m.a. „Það er álit þingsins, að þegar í næstu kjarasamningum sé óhjákvæmilegt að hækka verka- laun mjög mikið og þó alveg sér- staklega öll láglaun, sem nú eru langt frá því að geta talizt mann- sæmandi. Þingið lítur svo á, að fullar efnahagslegar forsendur séu nú fyrir hendi, ef rétt er á málum haldið, til þess að stórbæta al- menn launakjör, án þess að stefnt sé í nokkurt óefni efnahag þjóðar- innar." 176 fulltrúar af 392 vildu afsögn r í kiss t j órn ar inn ar Á hinum langa fundi ASl- þingsins f fyrrinótt voru margar tillögur bornar undir atkvæði, en ekki urðu miklar umræður um sumar þeirra. Voru þingfulltrúar enda orðnir þreyttir og höfðu Iftinn áhuga á að taka þátt f ófrjóum umræðum, sem „órólega deildin“ innan Alþýðubandalags- ins hafði efnt til. Með stuttu millibíli voru sam- þykktar tillögur um að ríkis- stjórnin ætti að segja af sér og efnt skyldi til kosninga og skömmu siðar mótmæli við aðild Islands að Nato og dvöl varnar- liðsins. I fyrri atkvæðagreiðsl- unni var kosið með handaupp- réttingum og tóku aðeins 273 af 392 þingfulltrúum þátt i því kjöri. 176 greiddu atkvæði með tillögu um afsögn rikisstjórnarinnar, 97 á móti henni. Atkvæðagreiðsla um Nato og varnarliðið var hins vegar skrifleg og þar féllu atkvæði þannig að 202 voru á móti varnarliði á Islandi og Nato aðild, en 157 með . Umræður um kjaramálin drukknuðu nokkuð í þrefinu um þessi mál og einnig féllu ýmsar aðrar tillögur nokkuð í skuggann. Af öðrum umræðum, sem sam- þykktar voru á „maraþonfundin- um“ í fyrrinótt, má nefna m.a.: Fagnað var framkominni þings- ályktunartillögu um skipan nefndar til að kanna eðli og út- breiðslu atvinnusjúkdóma, sem nú liggur fyrir alþingi. Flutnings- maður tillögu um þetta efni var Torfi Sigtryggsson. Alþýðusambandsþingið lýsti yfir samstöðu og stuðningi við baráttu starfsstúlkna í mjólkur- búðum gegn þeirri ákvörðun Mjólkursamsölunnar að loka öll- um mjólkurbúðum sínum fyrir- varalitið á örstuttum tima. Flutningsmaður tillögunnar var Lilja Kristjánsdóttir. Þingið lýsti yfir fullum stuðningi við alla þá aðila, sem berjast gegn því böli, sem ofnotkun áfengis og neyzla eitur- lyfja hefur i för með sér. Flutningsmaður Jóhann Möller o.fl. Samþykkt var að beina því til stjórnvalda og viðkomandi flug- félaga að viðhald og viðgerðir íslenzkra flugvéla verði fram- kvæmdar hér á landi eins og framast er unnt. Flutningsmenn Valdimar Sæmundsson og Ragnar Karlsson. Þingið telur brýna nauðsyn bera til að hafnarsvæðum á Stór- Reykjavíkursvæðinu verði lokað hið fyrsta, þannig að óæskileg umferð um hafnarsvæðin hverfi. Meðal þeirra, sem tóku til máls um þetta mál, var sú aldna verka- lýðskempa Guðmundur Guðmundsson, sem var aldursfor- seti þingsins. Trotskyist- ar á sveif með atvinnu- rekendum TIL umfjöllunar á ASÍ- þinginu var laga- breytingartillaga þar sem sagði, að hlutfallskosning yrði tekin upp í verkalýðs- félögunum. Er þessi tillaga hafði borizt þingforseta, Eðvarð Sigurðssyni, tók hann sjálfur til máls og var greinilega mikið niðri fyrir. Sagði Eðvarð að fyrir mörgum árum hefði það verið mikil barátta verka- lýðshreyfingarinnar að fá kosningafyrirkomulagi breytt og hætta við hlut- fallskosningar og hefði sú barátta verið gegn at- vinnurekendum. Nú kæmu „Trotskyistar" í verkalýðs- hreyfingunni með tillögu um að taka þetta fyrir- komulag upp aftur. — Hringurinn hefur lokazt, sagði Eðvarð og mælti harðlega gegn fram- kominni tillögu og voru til- mæli þingforseta tekin til greina. (ljósm. Ól. K. Mag ). Það var margur maðurinn orðinn lúinn og svefnþurfi á ASl-þinginu i fyrrinótt, enda hafði þingfundur staðið lengi. Tveir baráttumenn verkaiýðshreyfingarinnar, Hannibal Valdimars- son og Jón Sigurðsson. Fjármagna lífeyris- sjóðirnir byggingu dagvistunarheimila? TILLÖGUR um að llfeyrisjóðir verkalýðshreyfingarinnar fjár- magni beint byggingu dvalar- heimila fyrir aldrað fólk og láni fjármagn, sem á skortir til að fullnægja brýnni þörf fyrir dag- vistunarheimili. Flutingsmenn þessara tiilagna eru þau Guðmundur H. Garðarsson, Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir og Johanna Sigurðardóttir. Fara til- iögurnar hér á eftir: Dagvistunarheimili 33. þing ASl haldið 29. nóv. — 3. des. ’76 leggur áherslu á, að af hálfu hins opinbera verði jafnan veitt nægilegt fjármagn til dag- vistunarheimila. Atelur þingið tómlæti þessara aðila gagnvart þessum málum. Með tilliti til þess, virðast vera Björn Jónsson að loknu Alþýðusambandsþingi: „Afkastamesta þing sem ég man eftir” Það Alþýðusambandsþing, sem nú er lokið, var afkastamesa ASÍ- þing, sem ég man eftir, sagði Björn Jónsson forseti ASl að þingi sambandsins loknu I gær. — Við höfum afgreitt mörg mikil- væg mál og magnið hefur aldrei verið meira og ég hef þá trú, að gæði þeirra séu I sama hlutfalli. Afgreiðsla stefnuskrárinnar var sögulegt augnablik i sögu ASl og kjaramálaályktunin er skorin- orðari og veigameiri en áður hefur verið. Þessi tvö mál tel ég þau merkustu hér á þinginu, en marga aðra málaflokka mætti nefna, sem dæmi um það hve vel og ósleitilega hefur verið unnið, sagði Björn. Aðspurður um það hvort pólitík hefði sett meiri svip á þetta þing en önnur þing Alþýðusambands- ins, sagði Björn, að það væri ljóst stjórnina og þ.ví voru umræður um stjórnvöld í harðara lagi og harðari en oft áður. Það ríkti ein- hugur um að þeir sem lægst hafa launin skuli bera mest úr býtum við næstu kjarasamninga, sagði Björn. — Á þinginu var lagður grundvöllur að því að bæta lág- launakjörin, en það verður verk- efni verkalýðsfélaganna og kjara- málaráðstefnu, sem haldin verður ekki seinna en í febrúar, að móta kröfurnar endanlega. 1 ræðu sinni við þingslit sagði Björn, að í upphafi þessa 60 ára afmælisþings hefði hann talað um að nú skyldi varnarbaráttu lokið og sóknarbaráttan hafin. Fólk yrði þó að gera sér grein fyrir að í sókninni væri á brattann að sækja, með vindinn í fangið og að ólga væri meðal launafólks. — árangur næðist ekki nema með Verkafólk er óánægt með ríkis- samstöðu allra launþega. litlar horfur á, að á næstunni verði leyst úr þvi alvarlega ástandi er nú ríkir í dagvistunar- málum. Þess vegna beinir þingið því til stjórna llfeyrissjóðanna að þær athugi, hvort ekki komi til greina, að sjóðirnir láni það fjár- magn er á skortir til að fullnægja brýnni þörf fyrir dagvistunar- heimili. Lán til nauðsynlegra fram- kvæmda verði veitt á sömu kjör- um og sjóðirnir njóta við kaup á vísitölubréfum Byggingasjóðs. Dvalarheimili aldraðra 33. þing ASl haldið 29. nóvem- ber — 3. desember 1976 hvetur stjórnir lífeyrissjóða verkalýðs- hreyfingarinnar til að kanna hvort ekki sé grundvöllur fyrir því að sjóðirnir fjármagni beint á grundvelli bestu útlána- kjarabyggingu dvalarheimila fyrir aldrað fólk. Með þvi yrði brotið blað I þróun þessara mála og hinum öldruðu tryggt betur en nú er húsnæði er hentar betur breyttum aðstæðum. Frá ASÍ- þingi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.