Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1976
13
Verðlaun í hesta-
íþróttum
verði eign knapa
ÍÞROTTADEILD Fáks hélt fyr-
ir skemmstu sinn fyrsta aðal-
fund. Á fundinum voru kynnt
drög að lögum fyrr deildina,
sem öðalast gildi ef aðalfundur
Fáks 1977 samþykkir þau.
Kemur þar fram að markmið
deildarinnar er að efla iðkun
hestalþrótta, svo sem
hindrunarhlaup og hlýðiþjálf-
un. Lögð er áhersla á sérhæfni
Islenska hestsins I gangtegund-
um og gangskiptingum svo og 1
öðrum hestafþróttum.
Deildin var sem kunnugt er
stofnuð í maí á þessu ári og eru
féllagar hennar nú orðnir 51. Á
aðfundinum mætti Sigurður
Magnússon, skrifstofustjóri
Iþróttasambands Islands en
hann hefur allt frá stofnun
deildarinnar lagt henna lið.
Fjölmörg mál voru til umræðu
á aðalfundinum og var meðal
annars samþykkt tillaga um
verðlaun, sem veitt eru á veg-
um deildarinnar séu eign knap-
ans en ekki hestins eins og ver-
ið hefur á hestamótum innan
L.H. Því miður hefur knapinn
oft gleymst þegar frá líður og
auk þess undirstrikar þessi
Hestar
eftir TRYGGVA
GUNNARSSON
FÉLAGAR fþrótta-
deildarinnar sýndu
meðal annars
hindrunarstökk á
Skógarhólamótinu f
sumar. Hér fara þeir
Viðar Halldórsson, á
þeim blesótta, og Ólaf-
ur Guðmundsson yfir
eina hindrunina.
samþykkt þann vilja, sem býr
að baki fþróttastarfinu, að þar
er veitt viðurkenning fyrir
þann árangur, sem keppand-
inn, knapinn, nær í þjálfun og
sýningu hestsins. Keppni á veg-
um fþróttadeildarinnar eiga
ekki að vera gæðingakeppnir
eins og hingað til hafa þekkst,
heldur hlýtur knapinn dóm fyr-
ir árangur sinn. Ekki má þó
skilja þessi orð þannig að hest-
ur knapans skipti engu máli,
vissulega verður hann að vera
þeim kostum búinn að geta til-
einkað sér þjálfun knapans.
Á fundinum var rætt um að
hafa einn sameiginlegan
þjálfunartfma fyrir félaga
deildarinnar í viku á komandi
vetri. Fyrirhugað er að halda
sérstaka keppni innan deildar-
innar í vor og áætlað er að
gangast f samstarfi við aðra fyr-
ir opnu kynningarmóti með
sama sniði og Evrópumót ís-
lenska hestsins. Er hugmyndin
að mót þetta geti í senn verið
kynning á keppnisgreinum og
fyrirkomulagi Evrópumótanna
og þá ekki sfst ætti þetta að
gefa fleiri tækifæri til að keppa
á úrtökumótum fyrir Evrópu-
mótin.
Stjórn Iþróttadeildar Fáks
skipa nú Frióþjófur Þorkels-
son, formaður, Margrét Júlfus-
dóttir, ritari, Viðar Halldórs-
son, gjaldkeri, Ólafur Guð-
mundsson, spjaldskrárritari og
Kjartan Jóhannsson, áhalda-
vörður.
27 íslandsmet
stadfest frá 1970
MIKLAR framfarir hafa 4 slðustu árum
orðið I árangri hrossa á kappreiðum hér á
landi og f jölmörg Islandsmet, sem staðið
höfðu ðhögguð um nokkuð langan tfma,
hafa nú fallið og mörg hver verið b«tt
oftar en einu sinni. Sem kunnugt er stað-
festir stjórn Landssambands hestamanna-
félaga öll n< Islandsmet og á sfðustu viku
fslandsmet, sem stjórnin hafði staðfest
frá árinu 1970 og til þessa dags. Listi yfir
metin er hér birtur fólki til upplýsingaog
hefi einhver met fallið niður eða verið
rangt skráð óskar þátturinn eindregið
eftir upplýsingum um það, þannig að
koma megi þeim á framfærí víð rétta
aðila.
aflaði þíllurinn sér upplýsinga um
Dagsetn. Völlur Hestur Vegal. timi
1 mln
1. águst '76 Vindheimamelar Loka 350 stökk 24.9
16. mal '76 VlSivellir ÓSinn 250 skeiS 22.5
30. maf" Kaldórvöllur Fannar 250 skeiS 22.5
7. júnl" VlSivellir ÓSinn 250 skeiS 22 5
7. júnl" VlSivellir Fannar 260 skeiS 22.5
10. ágúst '75 Rangórbakkar Kolur 1500 stökk 2:14.3
12. júl! '74 Vindheimamelar Nös 300 stökk 21.3
14. júll '74 Vindheimamelar Kóri 800 stökk 59.7
13. mal '73 ViSivellir Lýsingur 1600 stökk 2:16.2
13. mal '73 VlSivellir Kommi 1500 brokk 3:31.4
10. júnl '73 VlSivellir Kommi 1500 brokk 3:16.0
30. júnl '73 Nesoddi Funi 800 brokk 1:41.9
9. júll'73 Akureyri ÓSinn 250 stökk 18.3
9. júlí '73 Mumeyrar ÓSinn 250 stökk 18.3
9. júll'73 iSavellir Gustur 800 brokk 1:41.4
29. júll '73 iBavellir Stormur 800 stökk 61.9
S. ógúst '73 Vindheimamelar Hrlmnir 350 stökk 25.1
26. ógúst '73 VfSivellir Hrimnir 350 stökk 25.1
5. ógúst '73 Vindheimamelar Blakkur 800 stökk 61.4
1. júlí'72 Rangórbakkar ÓSinn 250 stökk 18.9
1. júll '72 Rangérbakkar Stjami 400 stökk 29.2
2. júll'72 Rangárbakkar Frasndi 800 brokk 2:02.6
2. júll '72 Rangórbakkar Grani 2000 stökk 2:56.4
16. júll'72 Faxaborg Funi 1500 brokk 3:08.5
29. júll '72 Bitrufj.botn Funi 500 brokk 1:12.2
júll'72 VlSivellir Þjólfi 400 stökk 28.9
6. óaúst '70 Mumeyrar Fauti 250 stökk 18 «
Oheimilt er að flytja inn notuð reiðtygi
RÉTT er að vekja athygli hesta-
manna á þvl að landbúnaðar-
ráðuneytið gaf á liðnu sumri út
auglýsangu um að ðheimilt
væri að flytja til landsins reið-
tygi og annan búnað, sem not-
aður hefði verið á hesta erlend-
is.
Er þetta gert þar sem hætta
er talin á að sóttnæmi geti bor-
ist til landsins með þessum
búnaði. Þátturinn vill nota
þetta tækifæri til að hvetja alla
hestamenn til að fara eftir
þessu, því með þeim hætti ein-
um er mögulegt að hindra að
ýmsir sjúkdómar berist til
landsins með þessum hætti.
Það þarf ekki alltaf mikið til að
sóttnæmi geti borist milli landa
og þvf nauðkynlegt að sýna
fyllstu varfærni f þeim efnum.
Fjallvegir
teppast
A SUÐVESTURLANDI og Vest-
urlandi var ágætt ástand vega f
gær og allir vegir færir sam-
kvæmt upplýsingum Arnkels Ein-
arssonar hjá Vegagerðinni. Pung-
fært var orðið á Þorskafjarðar-
heiði og var skafrenningur f gær,
en stðrir bflar gátu þð farið þar
Bændafundur
BÆNDUR í Árnessýslu hafa
boðað til almenns bændafundar f
félagsheimilinu Arnesi i f Gnúp-
verjahreppi næstkomandi þriðju-
dagskvöld og hefst fundurinn
klukkan 9. Fundarefni verður
kjaramál bænda og sú kjara-
skerðing, sem þeir telja sig hafa
orðið fyrir. Einnig verða lánamál
til umræðu.
Til fundarins hefur verið boðið
Halldóri E. Sigurðssyni landbún-
aðarráðherra, fulltrúa Stéttar-
sambands bænda, Stefani Páls-
syni frá Stofnlánadeild land-
búnaðarins, Jóni H. Bergs, for-
stjóra Sláturfélags Suðurlands, og
fulltrúa í stjórn Mjólkurbús Flóa-
manna.
Fundur þessi er að vissu leyti
framhald fundarins að Hvoli, þar
sem bændur f Rangárvallasýslu
gerðu þessi sömu mál að umræðu-
efni.
Boði ekki
gjaldþrota
NÝLEGA kom fram í Morgun-
blaðinu, að hlutafélagið Boði á
Bíldudal hefði verið gert gjald-
þrota. Hér mun vera um rang-
hermi að ræða, þar sem enginn
hefur farið fram á gjaldþrota-
skipti félagsins. Boði leigði frysti-
húsið á Bíldudal f 3 ár og óskaði
siðan eftir að fá það keypt, en
þeirri ósk var aldrei svarað.
um. Enn er fært til Patreksf jarð-
ar, en færð er farin að þyngjast á
Dynjandiheiði og Rafnseyrar-
heiði er ófær. Fært er ennþá inn-
an fjarðar f Dýrafirði og Ön-
undarfirði, en Botnsheiði og
Breiðadalsheiði eru ófærar.
Ágætlega hefur verið fært frá Isa-
firði og inn f Djúp.
Á Holtavörðuheiði var orðið
erfitt í fyrradag fyrir minni bíla,
en f gær stóð til að lagfæra það.
Astand vega í Húnavatns- og
Strandasýslu var sæmilegt, en þó
er orðið ófært úr Bjarnarfirði i
Arnes.
Til Siglufjarðar er fært, en mik-
ið hvassviðri var þar á Almenn-
ingum í gær og varhugavert fyrir
umferð, en ófært er í Lágheiði.
öxnadalsheiði er ekki fær nema
stærri bilum og jeppum og þar er
snjókoma. í Ólafsfjarðarmúla er
verið að moka ruðningi eftir snjó-
flóð af veginum. Hálka er á veg-
um f Eyjafirði. Vaðlaheiði er ófær
og Kísilvegur er ófær.
Á Norðausturlandi er fært með
ströndum fram fyrir stóra bíla
allt austur á Vopnafjörð og er
verið að moka Sandvikurheiði.
Fjallvegir eins og Hólssandur,
öxarfjarðar- og Vopnafjarðar-
heiði eru orðnir ófærir.
Vegurinn um Möðrudalsöræfi
er orðinn ófær og eins Jökuldal-
urinn og er skafrenningur á þessu
svæði. I fyrradag var mokað frá
Egilsstöðum yfir Hróarstungu og
f Fossvelli en þar var aftur orðið
ófært f gær. Þungfært er f Fljóts-
dal og Skriðdal og Breiðdalsheiði
er ófær. Fært er frá Egilsstöðum
út f Eiðaþinghá og þaðan er ófært
til Borgarfjarðar Eystri. Verið er
að moka snjó af Fjarðarheiði og
er veður ótryggt þar á heiðinni.
Ágæt færð er frá Egilsstöðum á
Eskif jörð, en Oddsskarð er ófært.
Fært er suður með fjörðum en
töluverð hálka á vegum.
markadurinn
í Hallarmúla og allar hinar Pennabúðirnar
opnar til kl. 6 í dag
HAFNARSTRÆTI 8, HALLARMULA
2, LAUGAVEGI 84.
- jWV * * |>*
mt- >1