Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1976 3'" VlK> MORöJN-- kafpinu \\ r& Undrameðal er það ekki, þó að ég $é undralæknir. Það er ekki ofsögum sagt af óstöðuglyndinu. Nú er ég orðin leið á Binna, en er skotin i Lolla. Bflstjórinn þinn getur ekki komið fyrr en klukkan sjö að sækja þig, það sprakk á bfln- um! Það er maður hér með upp- brettar ermar og krepptan hnefa, sem spyr um ritstjór- ann. — Kunnið þér esperantó? — Hvað haldið þér, ég sem hef verið f mörg ár f Esperantó. — Kallið þér þetta fflabein? Það er öllum auðséð, að það er aðeins eftirlíking. — Ef til vi11 hefur ffllinn haft falskar tennur. Stúdent vekur veðlánara um miðja nótt. — Hvað er klukkan? spyr hann. — Hvernig dirfist þú að vekja mig upp um miðja nótt með slfku kvabbi? spyr veðlánarinn vondur. Stúdentinn: Jú, úrið mitt er hjá yður. — Þér segist hafa fengið yður afbragðs varðhund og samt seg- ist þér ekki geta sofið rólega neina nótt. Hvað er það, sem heldur fyrir yður vöku? — Hundurinn. „Það er ákaflega erfitt verk að rukka.“ „Hefur þú nokkurn tfman rukkað?“ „Nei, en það eru svo margir, sem hafa rukkað mig.“ Mæja: — Svo þú ert búin að segja Kalla að þú elskir hann eftir allt saman? Malla: — Eg ætlaði ekki að gera það, en — en hann veiddi það upp úr mér. Eiginmaðurinn (hvíslar að Ijósmyndaranum): Blessaður gefðu mér merki áður en þú biður konuna mfna um að vera glaðleg á svipinn. Eg hef ekki séð það f 15 ár. — Það er vfsindalega sannað að konurnar lifa lengur en menn- irnir. — Já, ekkjurnar að minnsta kosti. Auka þarf örygg- ið á sjónum „Ég hef aldrei skrifað í blað áður, en mig langar til að minnast örlítið á öryggismál þó oft sé um þau skrifað, því aldrei er góð vísa of oft kveðin. Ég er háseti á rækjubáti við ísafjarðardjúp. Mér finnst það fyrir neðan allar hellur hvað er lítið gert til þess að auka öryggi fyrir allan þennan flota, sem sigl- ir um Djúpið, milli 40 og 50 bátar. Því oft getur verið slæmt veður á Djúpinu eins og hefur sýnt sig. Ég vil því skora á þá aðila sem með öryggismál fara að beita sér fyrir því að sett verði Ijósbauga við Brestsker að vestanverðu í djúp- inu, því það myndi auka öryggið mjög mikið. Einnig ef sett yrði „blússaljós" á vitann í Æðey. Svo er ég alveg undrandi á því hvað ráðamenn eru kærulausir. Það er lagður rafmagnsstrengur þvert yfir djúpið með 5000 volta spennu. Engin merki eru sett upp og allir geta ímyndað sér hvað myndi gerast ef bátur lenti á strengnum, það yrði fáir til frá- sagnar. Einu merkin sem eru sjáanleg eru tveir staurar, svartir og ber þá í dökka jörð, svo þeir sjást mjög illa. Það mundi ekki kosta mikið að setja ljós á þessa staura bæði við Hafnardal og eins við Reykjanes. Látið nú sjá að ykkur sé annt um sjómennina sem halda þjóðarskútunni á floti. Virðingarfyllst, Sigurður Helgason, Sólgötu 5, Isafirði." Hér með er þessari beiðni og ábendingu komið á framfæri og það er sennilegt að viða sé pottur brotinn í öryggismálum. Á mörg- um vinnustöðum er þó gert ýmis- legt til að bæta öryggi starfs- manna og við getum haft það í huga að það þarf ekki sizt að sjá um öryggi þeirra sem sækja sjó- inn. Þar er tilkynningaskyldan sennilega einn merkasti áfang- inn, enda er mun betur hægt að fylgjast með ferðum hvers og eins eftir að hún kom til sögunnar. % 'Kúabóla? — Bólusótt? Mjög er algengt að þessu tvennu sé ruglað saman þannig, að kúabóla — í stað bólusóttar eða stórubólu — sé talin hættulegur sjúkdómur, nú síðast í Þjóðviljan- um þ. 25/11 á bls. 10. Þar stendur með stórri fyrirsögn: „Kúabólu útrýmt i heiminum á næstu vikum og við það sparast 1.3 milljarðar dollara." 1 sömu grein má m.a. lesa þetta: BRIDGE I UMSJÁ PÁLS BERGSSONAR BRIDGEFÉLAG Borgarness hélt nýlega uppá 25 ára afmæli félags- ins. 1 því tilefni fékk félagið nokkra spilara frá Reykjavik til að taka þátt í sérstöku afmælis- móti. Höfundur þessa þáttar minnist ekki að hafa séð jafn- sterka hendi og suður hélt á í spili dagsins en hún kom einmitt fyrir í fyrrnefndu móti. Suður gefur, allir utan hættu. Norður S. 54 H. 86532 T. KD5 L. K32 Austur S. 32 H. 4 T. 9762 Suður E. ÁG10954 S. ÁKD98 H. ÁKDG1097 T. 3 L. — Spilið kom fyrir í sveitakeppni. t lokaða herberginu sátu leik- menn i norður-suður og sögðu hratt og örugglega á spil sfn. Suður Vestur Norður Áustur I lauf Ttfgull 1 hjarta 4 tfglar 6 hjörtu pass pass pass Opnun suðurs var samkvæmt nákvæmnis-laufinu, sem nú fer eins og eldur i sinu um allar jarð- ir. Spilarinn í suður hefur líklega orðið hissa þegar félagi hans sagði 1 hjarta og norðri hefur örugglega orðið bilt við þegar honum var skellt í slemmuna. Austur spilaði eðlilega út laufás og sennilega hefur spilari aldrei lagt upp eins sterka hendi. Spilar- arnir störðu á spil blinds en norð- ur jafnaði sig fljótlega, lagði upp og fékk aila slagina. í opna herberginu sátu meistar- ar frá Réykjavík í sætum norðurs og suðurs. Eftir margar og vfs- indalegar sagnir enduðu þeir I 7 hjörtum. Spilarinn í vestur bjóst við, kannski eðlilega, að ekki þýddi að spila út ás í alslemmu gegn þessum mönnum. Hann spil- aði út laufi. Sagnhafi trompaði nfuna, tók fjóra slagi á hjarta og fékk alla slagina því vestur uggði ekki að sér og lét spaða of snemma. Þetta fljótfærnislega af- kast vesturs gaf gestunum þannig II stig, mjög óverðskuldað. Vestur S. G1076 H. — T. ÁG1084 L. D876 Maigret og þrjózka stúlkan Framhaldssaga eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 26 getað gifst syni skipasmfða- stöðvareiganda.... — Já, þvf trúi ég, Felicie.... En þér hafið ekki víljað hann? — Eg þoli ekki rauðhært fólk .... og svo var pabbi hans lfka vitlaus f mig.... Karlmenn eru meiri svfnahestin.... Það er furðulegt, en þegar horft er á hana gleymist að hún er tuttugu og fjögurra ára og á að heita fullorðin stúlka. Maður sér f reynd aðeins kvfða- fullt barnsandlit og hann er sjálfum sér gramur fyrir að hann gat látið hana ergja sig jafn mikið og raunin hafði -verið... — Segið mér Felicie... Var húsbóndi yðar.... ég á við herra Lapie afbrýðisamur? Hann er áhægður. Hann hefur séð fyrir skyndilegar hreyfingar hennar sem bera vott um undrun og kvfða f senn og hann sér einnig reiðiglampa f augum hennar. — Það hefur aldrei verið neitt á milli okkar.... — Eg veit það, Felicie mfn... En þó svo gæti hann hafa verið afbrýðissamur.... Þér vitið hvernig það er.... Eg gæti tii dæmis fmyndað mér að hann hefði bannað að þér færuð til Poissy á dansleiki á sunnudags- kvöldið og að þér hafið neyðzt til að lætaðst út.... Hún svarar ekki. Hún er sjálfsagt steinhissa yfir þvf að hann skuli hafa getið sér til um þessa einkennilegu afbrýði- semi gamla mannsins, sem beið eftir henni á sunnudagskvöld- um, þegar hún kom heim af dansleikjum og hafði þá f hótunum við hana I hvert sinn, ef þetta endurtæki sig. — Þér létuð hann skílja að þér ættuð ástmcnn? — Hvað hefði átt að hindra mig f að eiga elskhuga? — Nei, þó ekki væri. Og svo hafið þér sagt honum frá þvf og hann hefur brugðist hinn versti við og kallað yður öllum illum nöfnum. Kannski hefur hann lagt hendur á yður.... — Ég hefði aldrei leyft honum að snerta á mér. Hún er að skrökva. Maigret getur afar vel séð þau tvö fyrir sér. Þau eru jafn einangruð f nýja húsinu sfnu f miðri Jeanneville sem væru þau á eyðieyju. Frá morgni til kvölds eru þau saman, njósna hvort um annað, rffast eins og vitlaus væru, en samt þurfa þau hvort á öðru að halda, tvö mynda þau sinn eigin heim. En ef Staurfótur hverfur úr þessum heimi þeirra ð ákveðnum tfmum til að fá sér slag á Gullhringnum er Felicie æst f að gera eitthvað lfka. Hann varð að loka hana inni og standa á verði við gluggann hennar, ef hann ætlaði að varna henni þess að fara á dansleik f Poíssy á sunnudögum, þar sem hún var f prinsessuleiknum sfnum. Og jafnskjótt og hún á lausa stund hleypur hún til vin- konu sinnar Leontien og eys af leyndarmálum hjarta sfns yfir hana. Þetta er svo sára einfalt. All- ir sem koma inn f veitingahúsið til að snæða hádegisverðinn sinn og lesa blaðið sitt geta ekki stillt sig og stara furðu- lostnir á þessa annarlegu sjón sem blasir við augum, þar sem , Felicie er. Ekki einn einasti lætur undir höfuð leggjast að hvarfla til hennar augum öðru hverju og gefa þjóninum sfðan bendingu. Og þó er hún bara kona ... Barnsleg kona að vfsu. . . . Það hefur Maigret skilið núna og þess vegna er hann í senn vingjarnlegur og um- burðarlyndur f framkomu sinni við hana. Ef Lapie gamli væri enn á Iffi er Maigrct viss um að hann myndi segja við hann: — Þér eruð afbrýðisamur. Afbrýðissamur. Hann sem var ekki einu sinni ástfanginn af henni. Gamli Lapie hefur sjálfsagt aldrei á ævinni verið ástfanginn ... En afbrýðis- samur vegna þess að hún var hluti af tilveru hans og sér- sköpuðum heimi. Heimi sem var svo þröngur og afmarkaður að innilikunarkenndin hlaut stundum að hafa verið þrúg- andi fyrir bæði. Seldi hann grænmetið? Seldi hann ávexti úr garðinum ? Ætli hann hafi nokkurn tfma gefið neitt? Neí. Þetta var hans eign. Hann hefur sjálfsagt einnig litið þeím augum á Felicie.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.