Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1976 Kristinn Arnbjörns- son vélstjóri - Minning Fæddur 26. júnf 1924. Dðinn 28. nóv. 1976. Það Ifður varla sá dagur að við séum ekki minnt á hverfulleik Iffsins, hve mjótt bilið sé á milli lffs og dauða, gleði og sorga. Þó að við séum margsinnis minnt á þetta vill það oft gleym- ast í önn dagsins. Hver og einn hugsar sem svo meðan allt leikur f lyndi þá sé nægur tfmi til stefnu og harla ólfklegt að á næstu augnablikum verði lagt upp í þá sfðustu ferð, sem okkur er öllum búin að loknu lff inu hér að jörð. Sú staðreynd er þó alltaf jafn augljós að enginn ræður sínum næturstað f þessu tilfelli og kallið mikla getur komið þegar maður á þess sízt von. Svo varð það um vin minn Kristin Arnbjörnsson vélstjóra er hann var kvaddur til æðri heima að kvöldi laugardags 28. nóvem- ber. Kristinn var þá staddur fjarri heimili sínu, eða norður á Akur- eyri, þangað sem hann hafði farið með skipi sfnu b/v Guðbjörgu við viðgerðar. A leiðinni í heimsókn til vinar síns veiktist hann snögg- lega og var í skyndi fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann andaðist að nokkrum mfnútum liðnum frá því er hann komst í hendur lækna. Það er vissulega gott að þurfa ekki að enda ævina á þann veg að bfða þess á sjúkrabeði að lffið fjari út. Þó er það nú svo að viðskilnaðurinn verður þeim sem eftir lifa þá ekki eins óvæntur og sár. Þegar á allt er litið veróum við óumdeilanlega að sætta okkur við að tfmaglasið rennur út fyrr eða seinna. Þegar stundin er komih og þá er ekki spurt að kringum- stæðum, né því hve árin eru mörg, sem að baki liggja. Eitt sinn skal hver ævina enda, stendur óhaggað og óbreytanlegt. Kristinn Arnbjörnsson var fæddur í Svarfaðardal 26. júnf 1924 og voru foreldrar hans Sigurlfna Jónsdóttir og Arnbjörn Stefánsson. Kristinn ólst upp hjá moður sinni fram að fermingaraldri, en var sfðan hjá föður sfnum og sjúp- móður um sinn þar til hann fór að sjá sér farborða sjálfur, þegar hann hafði öðlast þroska til þess að takast á við vandamál hins daglega lffs. Hugur hans hneigð- ist snemma til starfa á sjónum og árið eftir ferminguna haslaði hann sér völl á þeim vettvangi og sjómennskan var hans starf til sfðasta dags. Kristinn fór snemma að gefa sig að vélum og aflaði sér menntunar á þvf sviði, fyrst á mótorvélstjóra- námskeiði á tsafirði og sfðar var hann við nám við Vélskóla Is- lands í Reykjavfk. Kristinn var góðum hæfileikum búinn til náms og veittist honum því auðvelt að afla sér þekkingar til undirbúnings lífsstarfinu, en að loknu námi hóf hann störf sem vélstjóri á fiskibatum. Kristinn gerði sér ljóst að mikil ábyrgð fylgdi því starfi og lagði hann sig eftir því að kynnast þeim vélum, sem hann tók að sér að sjá um og taldi sig bera ábyrgð á, áhugi hans beindist ávallt að því að auka þekkingu sfna á hinum ýmsu sviðum er varða störf vél- stjóra. Hann var ávallt öruggur í starfi sínu, úrræðagóður þegar vanda bar að höndum og yfirveg- aði allar aðstæður áður en gengið var til verks. Vélbúnaður f nútíma fiski- skipum er orðinn æði margbrot- inn og þarfnast góðs eftirlits. Þeta á ekki hvað sfst við á hinum nýju og fullkomnu skuttogurum. öll afkoma útgerðar og skipshafnar veltur oft á því að til vélgæslu- starfanna veljist hæfir menn og samviskusamlega sé vakað yfir öllum vélbúnaði og þess gætt að ekkert fari úrskeiðis og þá er ekki hvað síst nauðsynlegt að gripið sé inn í og hlutirnir lagfærðir áður en til bilunar kemur. Það má því með sanni segja að góðir vélstjórar eru hverri útgerð gulls ígildi. Mér fannst Kristinn ávallt hafa þessi sannindi f huga og haga störfum sínum sam- kvæmt því. Það var árið 1948, sem leiðir okkar Kristins lágu fyrst saman, þá er hann gerðist vélstjóri á skipi er ég fór með. Við áttum samleið á sjónum í nokkur ár og féll vel á með okkur og fann ég það strax að Kristni var hægt að treysta og hann vann störf sin af sérstakri trúmennsku og sam- viskusemi. Árið 1955 gerðumst við félagar að stofnun útgerðar- félagsins Hrönn h/f, ásamt fleir- um og hjá þessu fyrirtæki starfaði hann síðan til hinsta dags, lengst af sem fyrsti vélstjóri á þeim skip- um sem félagið hefir átt og gert út. Samstarf okkar Kristins var því orðið æði langt. Það er þvf ánægjulegt að minnast þess nú að leiðarlokum að betri samstarfs- maður en hann var, hygg ég að vart verði fundinn. Hann var ætfð sama ljúfmennið, sem gott var að hafa í nálægð sinni og vinna með, bóngóður og fús til þess að leysa hvers manns vanda eftir þvf, sem hann hafði möguleika til og aðstæður leyfðu hverju sinni. Ég á margar ljúfar minningar úr hinu langa samstarfi með Kristni, við ræddum oft saman um hag og rekstur þess fyrirtæk- is, er við unnum báðir hjá, svo og almennt um gang dægurmálanna. Kristinn hafði ákveðnar skoðanir á þeim málum, sem tekin voru til umræðu, enda maðurinn greindur og fór sfnar eigin götur. Hann var félags- hyggjumaður og tók virkan þátt í Fædd 22. febrúar 1893 Dáin 28. nóvember 1976 í dag verður til moldar borin frá Skeiðflatarkirkju í Dyrhóla- hreppi f Vestur-Skaftafellssýslu Elín Gottsveinsdóttir frá Norður- Hvoli í sömu sveit. Elín er fædd 22. febrúar 1893 að Kvíabóli í Mýrdal. Foreldrar hennar voru hjónin Gottsveinn Oddsson, bóndi á Kvfabóli síðar að Fjósum f sömu sveit, og Kristín Jónsdóttir. Þegar Elín var ellefu ára gömul dó faðir hennar og ári síðar flytzt hún með móður sinni að Norður-Hvoli í Dyrhólahreppi, þar sem móðir hennar réðst til bóndans þar, Bjarna Þorsteins- sonar. Á Norður-Hvoli dvaldist Elín upp frá því, nema hvað hún fór til Reykjavíkur til að læra herrafatasaum, skömmu eftir að móðir hennar dó árið 1916. Dvöl hennar í Reykjavík varð ekki löng, liðlega ár, en hún sneri fljótt aftur austur að Hvoli, þar sem hún dvaldi upp frá því. Fyrst starfaði hún fyrir Bjarna Þorsteinsson, bóndann á Norður- ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. t Þakka auðsýnda samuð og vinar- hug vegna andláts og jarðarfarar móður minnar MARGRÉTAR BJÖRNSDÓTTUR frá Snotrunesi, Elln Þorgerður Magnúsdóttir. störfum þess félags, sem lét sig varða hagsmunamál velstjóra. Svo sem fyrr segir leitaði Krist- inn til tsafjarðar til þess að afla sér menntunar undir vélstjóra- starfið, en hann átti þangað annað og engu síður þýðingarmikið erindi, því þar kynntist hann þeirri stúlku er varð hans tryggi lífsförunautur æ sfðan, sú var' Margrét Guðbjartsdóttir Asgeirs- sonar skipstjóra og konu hans Jónínu Guðbjartsdóttur. Margrét og Kristinn voru gefin saman í hjónaband 16. des. 1948 og var það báðum mikil gleði- og hamingjustund. Hjónaband þeirra varð farsælt og gaf þeim báðum margar hátíðastundir. Börnin urðu tvö, Jónfna Guðbjörg og Arnar, sem bæði hafa stofnað sín eigin heimili og eru búsett á tsafirði. Barnabörnin eru orðin þrjú og voru þau einkar kærkom- in afa sínum. Þeirra missir er því mikill og að vonum erfitt fyrir þau eldri að skilja að elsku afi Hvoli, en þegar hann lézt árið 1940 tók við búforráðum Kristján sonur hans, og hjá honum og konu hans, Kristínu Friðriksdótt- ur var hún upp frá þvf. Börn þeirra hjóna, Kristjáns og Kristínar, urðu átta að tölu, og Ella, eins og hún var ætíð kölluð, tók miklu ástfóstri við þau, og þau við hana. Barnabörnin urðu henni einnig mjög hjartfólgin og þau hændust ekki síður að henni en foreldrar þeirra gerðu fyrr. Þegar fyrsta barnabarnabarnið fæddist kom í ljós, að það átti hauk í horni líka þar sem Ella var. Þegar Ella hafði starfað á Hvoli í um það bil hálfa öld, þá sæmdi Búnaðarfélag Islands hana gull- nælu og afhenti henni viðurkenn- ingarskjal fyrir dyggilega unnin störf. Þessa viðurkenningu mat hún mikils, enda vel að henni komin. Sfðar hlaut hún alveg sér- staka viðurkenningu frá Búnaðar- félaginu, gullfesti, sem hún bar upp frá því og fylgir henni nú í gröfina. Ella var sívinnandi, sleppti varla verki úr hendi. Ég minnist hennar ekki öðru vísi en hún væri að starfi, enda var henni treyst fyrir miklu af húsbændum sínum og naut óskoraðs trausts þeirra. Mér er fullvel ljóst, að margir þekktu Ellu miklu betur en ég, einkanlega fólkið á Norður-Hvoli, mér er það einnig ljóst, að það kveður Ellu nú sem nákominn ættingja og hjartfólginn vin. Ella reyndist mér sem hin bezta móðir, þegar ég var fjarri heimili mínu, þvf i þann tima var langt til Reykjavíkur. Það er nú svo á veg- ferð manns, að það eru einungis nokkrir einstaklingar, sem standa upp úr þeim fjölda manna, sem maður á samskipti við á lífsleið- inni, ber mikinn hlýhug til og metur afar mikils fyrir mannkosti og þau góðu áhrif, sem stafa af þeim. Einn af slíkum samferða- mönnum var Ella mér, og ég mun ætfð standa í mikilli þakkarskuld við hana fyrir þær fjölmörgu ánægjustundir, sem ég átti með henni — bæði fyrir austan á Hvoli, á heimili foreldra minna og t INGIBJORG KETILSDÓTTIR frá ÓfeigsfirSi, léztá Borgarspitalanum 3 desember. Synir hinnar látnu. Faðir okkar. tengdafaðir og afi JÓN VIGFÚSSON múrarameistari frá Seyðisfirði lést að Landakotsspitala að morgni 3. desember Valgerður Jónsdóttir Lilja Jónsdóttir Lára Jónsdóttir HörBur Jónsson Kristján Jónsson tengdabórn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu JÓDÍSAR ÁRNADÓTTUR Sérstakar þakkir til hjúkrunarliðs á Elliheimilinu Grund. Árni Vilberg. Jónlna Magnúsdóttir, Valgerður Eirfksdóttir og bamaböm. t Innilegustu þakkir til allra nær og fjær, sem sýnt hafa okkur samúð og virráttu við fráfall og útför eiginmanns mins, föður okkar tengdaföður og afa GUNNARS PÁLSSONAR skrifstofustjóra, frá Hrlsey. Lynghaga 13 Guð blessi ykkur öll Ingileif Bryndls Hallgrlmsdóttir Hallgrlmur Gunnarsson Páll Gunnarsson Steinunn Helga Jónsdóttir Gunnar Snorri Gunnarsson Ingileif Bryndls Hallgrlmsdóttir Áslaug Gunnarsdóttir Elín Gottsveins- dóttir—Minning skyldu vera kallaður burt með svo skjótum hætti. Stuttu eftir að Kristinn hafði stofnað sitt eigið heimili tók hann til sín aldraða móður sina og dvaldi hún á heimili hans til hinstu stundar, að frátöldum örfá- um dögum, þeim síðustu er hún var á sjúkrahúsi Isafjarðar. Kristni var annt um að búa móður sinni hæga elli og þar til naut hann aðstoðar sinnar ágætu eigin- konu, sem annaðist tengdamóður- ina af sérstakri alúð og nærgætni, sem væri það hennar eigin móðir. Sigurlina móðir Kristins kunni og vel að meta umhyggju sonarins og tengdadótturinnar og taldi sig fá þar ríkulega umbun fyrir það sem hún lagði á sig í móðurhlut- verkinu við uppeldi einkasonar- ins. Ég hygg að Kristinn hafi ekki með öllu verið óviðbúinn hinum skjótu umskiptum. Hann hafði fyrir nokkru kennt þess sjúk- dóms, sem varð honum að falli. Að lokinni ftarlegri læknisrann- sókn á siðastliðnu sumri var ástandið samt ekki talið svo alvar- legt að ætla mætti að til enda mundi draga með svo skjótum hætti, sem nú er orðið. Nú þegar leiðir okkar skilja í bili vil ég færa Kristni alúðar- þakkir fyrir langt og mjög svo ánægjulegt samstarf. Hann er kært 'kvaddur af skipsfélögum sínum og öllum öðrum er hann þekktu. Minningin um góðan dreng mun ávallt lifa meðal okk- ar. Eiginkonan, börnin, barnabörn- in og aðrir nákomnir ástvinir hafa mikið misst og hjá þeim er söknuðurinn því mestur. Ég votta þeim öllum mína dýpstu samúð. Megi sá sem við felum allt vort ráð veita þeim huggun í þungum harmi. Guðmundur Guðmundsson. síðar á heimili mfnu hér í Reykja- vík. Fyrstu kynni mín af Ellu voru í sumarbyrjun árið 1939, þegar ég sex ára drenghnokki fór með móð- ur minni í sveit austur að Norður- Hvoli. Ég öðlaðist strax vináttu hennar, sem ég átti óskoraða upp frá því. Næstu fimm sumur var ég f sveit á Hvoli og hún varð sjálf- skipuð fóstra mín; því hlutverki gegndi hún af mikilli hlýju og skilningsrikri festu, sem aldrei bar skugga á. Ella giftist ekki né átti börn, en hún átti móðurhlýju f ríkum mæli, sem hún miðlaði jafnt að- komubörnum sem og heimabörn- um. Það var ekki einungis þá, er eitthvað bjátaði á, að hún var boðin og búin til að hugga okkur eða finna að við okkur, sem nut- um samvista hennar, og ekki hvað sizt, þegar maður var einn með henni einhvers staðar úti við eða innan dyra, að hún lagði okkur lífsreglur hins langþróaða bænda- samfélags, sem hún var sprottin úr, en sem þvf miður eru nú á hröðu undanhaldi í nútíma borg- arsamfélagi. Þó er mér einna minnistæðastar þær stundir, þeg- ar hún tók til við að segja okkur sögur, rammíslenzkar sögur, af álfum, huldufólki, álagablettum eða náttúrusögur, sem tengdu menn ósjálfrátt landinu, sem við stóðum á, fjöllunum í kring og hafinu sem gnauðar án afláts við strendur landsins. En alltaf tengdust þessar sögur einhverju mannrænu, einstökum nafnkunn- um mönnum eða nafnlausum um- komuleysingjum, svo úr þessum sögum urðu oft á tíðum heil-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.