Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1976 31 steyptar ævintýraperlur, sem þvl miður hafa aldrei verið bornar á blað. Með þessum sögum sínum vakti hún og örvaði ímyndunarafl okkar í þeim mæli, að einkanlega í ljósaskiptunum gátu sakleysis- legir hólar, kyrrlát fjöll, vingjarn- legur lækur eða búpeningur tekið á sig slls kyns myndir, sem aftur urðu efniviður í eigin ævintýri okkar, sem sögð en flest ósögð. Hin síðari ár höfum við ekki oft hitzt, enda hafa leiðir okkar ekki legið saman, en sl. sumar hitti ég hana að máli, þar sem hún var á heimili Sigríðar Kristjánsdóttur og manns hennar á Eyrarbakka. Þótt hún væri orðin öldruð og þreytt eftir langan ævidag, var hún að venju bráðskýr í hugsun og öll umræða hennar snerist um framgang og velferð sinna nán- ustu vina og ættingja, enda var sú hugsun hennar aðalsmerki. Síðustu æviár sín dvaldi Ella til skiptis hjá Kristínu og börnunum frá Hvoli, en hún lézt á Sjúkra- húsinu á Selfossi eftir stutta legu. Eg votta eftirlifandi systur Ellu, Matthildi Gottsveinsdóttur, hjónunum á Norður-Hvoli, börn- um þeirra og ekki hvað sizt barna- börnum þeirra mina innilegustu samúð við fráfall hennar. En með þessum fátæklegu orðum kveð ég og þakka ástríki heiðurskonu, fóstru minni í sex minnistæð sum- ur, Elínu Gottsveinsdóttur frá Hvoli. Hvíli hún I friði hjá hæsta höfuðsmiði tilverunnar. Ólafur H. Óskarsson. Ný bók - Mað- ur taktu þig á, MAÐUR taktu þig á heitir nýút- komin bók eftir Bjarna Th. Rögn- valdsson. Bók þessi er óvenjuleg fyrir þær sakir að hún er nokkurs konar fjöiritaður lausblöðungur, garn bundinn. I formála að bókinni segir að margir geti lært sitthvað af lffs- reynslu annarra, og að bókin flytji sannar frásagnir en í henni er að finna alls 37 kafla sem fjalla um ýmsa þætti úr lífinu. Segir einnig í formála að nokkrir kaflar bókarinnar hafi birtst áður á prenti, en þeir voru skrifaðir á þeim tfma sem atburðirnir gerð- ust. Gefjun — leiðrétting I FRÉTT um útflutning Gefjunar á Akureyri á húsgangaáklæði, sem birtist á Viðskiptasíðunni þann 26. nóvember, misrituðust tölur um útflutning. Réttar tölur eru þær að útflutningur á þessu ári var kominn i 12 þúsund metra I lok október. Áætlaður út- flutningur fyrirtækisins á húsgagnaáklæði næsta ár er 100 þúsund metrar. Hlutaðeigandi eru beðnir afsökunar á mistökun- um. Hver eru helztu vandamál húsbyggjenda? BYGGINGARÞJÓNUSTA Arkitektafélags tslands, Hús- næðismálastofnun rfkisins og Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins munu gangast fyrir sameiginlegum kynningarfundi fyrir húsbyggjendur og aðra áhugamenn um húsbyggingar I dag kl. 14.00 f húsakynnum Byggingaþjónustu A.t. að Grensásvegi 11. Fundur þessi er liður f kynningu á þessum málum, sem( staðið hefur sfðustu viku, en sams konar fundur var haldinn sl. laugardag. Tilgangurann með þessari kynningu er fyrst og fremst að auðvelda húsbyggjendum að gera sér grein fyrir þeim vandamálum, sem upp koma, þegar hefja skal undirbúning að eigin byggingar- framkvæmdum eða húsnæðisvali. Dagskrá fundarins er skipt efnis- lega í nokkra meginflokka frá undirbúningi framkvæmda til fullnaðarfrágangs innan húss og utan og til þess að gera grein fyrir þessum þáttum hafa verið fengnir sérfræðingar hver á sfnu sviði, og þannig er dregið saman það helzta, sem húsbyggjendum kem- ur vel að vita. Fyrsti flokkurinn, sem kynntur verður, eru skipulagsmál og mun Hilmar Ólafsson arkitekt og for- stöðumaður Þróunarstofnunar Reykjavíkurborgar fjalla um þau. Víkur hann að öllu því helzta, sem lýtur að möguleikum til að fá lóð- ir og hvernig fólk skuli bera sig að í þeim efnum. Þá verður fjallað um gildi hönnunar en það er þáttur Byggingarþjónustunnar og er það Þorvaldur S. Þorvalds- son arkitekt, sem annast þann þátt. Fjallar hann m.a. um hvert sé hlutverk arkitektsins, efnisval og húsnæðishætti. Þriðji þáttur- inn er þáttur iðnaðarmanna og mun Gunnar S. Björnsson húsa- smiðameistari fjalla um hann og mun hann m.a. gera grein fyrir verksviði hvers iðnaðarmanns og ábyrgð þeirra. Þáttur Húsnæðis- málastofnunar ríkisins eru lána- málin sem Hilmar Þórisson deildarstjóri mun fjalla um, og stærðarmat íbúða, sem Magnús Ingi Ingvarsson tæknifræðingur gerir grein fyrir. Að lokum verður fjallað um val byggingar- efna og er það þáttur Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins. Mun Gunnlaugur Pálsson arki- tekt fjalla um þau og gera grein fyrir helztu byggingarefnum, sem til greina koma. Að erindaflutningnum loknum munu flutningsmennirnir og aðr- ir sérfróðir menn veita upplýsing- ar og svara fyrirspurnum um hin ýmsu mál, er fólk kynni að bera upp. Verður það ekki I fundar- formi, heldur getur fólk labbað á milli þessara manna og leitað upplýsinga. Sem fyrr sagði var slíkur fundur haldinn s.l. laugardag og gafst vel. í vikunni voru einnig haldin erindi um lóð og umhverfi, sem Reynir Vilhjálmsson skrúðgarðaarkitekt flutti, og innréttingar, sem Kristfn Guðmundsdóttir hfbýlafræðingur sá um. Þessi erindi verða ekki endurtekin að sinni, en að sögn Garðars Halldórssonar, formanns Byggingarþjónustunnar, er hug- myndin að reyna að taka þessar kynningar upp aftur með vorinu og einnig hefur Húsnæðismála- stjórn sýnt áhuga á að fara með slikar kynningar út á landsbyggð- ina. Nauðsynlegt hefur orðið að hafa þátttökugjald, sem er 1.000.— krónur og gildir jafnt fyrir einstakling eða hjón. Er hér aðallega um að ræða kostnað við prentun og auglýsingar, en þátt- takendur fá ýmis þátttökugögn með öllum erindunum og ýmsum upplýsingum. SFV á Reykja- nesi vilja áfram- haldandi starf STJÓRN og kjördæmisráð Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna í Reykjaneskjördæmi harmar þá samþykkt, sem kjör- dæmisþing samtakanna gerði á Vestfjörðum hinn 19. september og að forystumenn þar hafi haslað sér völl á öðrum pólitískum vett- vangi. Stjórnin telur að Islenzkum vinstri mönnum sé nauðsyn á þvf að Samtökin starfi áfram og hvet- ur til þess að starf þeirra verði eflt og að skipulag og landsmála- starf Samtakanna komist sem fyrst f eðlilegt horf. Vandaóu valió - veldu Philishave Skeggrót þín er sérstök, hver húð hefur sín einkenni. Þess vegna hefur nýja Philishave 90- Super 12,dýptarstillingu. Handhægur rennistillir velur réttu stillingunatsem best hentar þinni húð og skeggrót. Veldu 1—9 og ein þeirra hentar þér. Þess vegna velur þú líka Philishave. Philishave — nafnið táknar heimsfrægt rakhnífakerfi. Þrjá hringlaga fljótandi rakhausa. Þrisvar sinnum tólf fljótvirka ) hnifa,sem tryggja fljótan, þægilegan og snyrtilegan rakstur. Þrisvar sinnum níutfu raufar, sem grfpa baeði löng hár og stutt f sömu stroku. Er ekki kominn tfmi til, að þú tryggir þér svo frábæra rakvél? Löng og stutt hár f sömu stroku. Nýja Philishave 90-Super 12 kerfið hefur auðvitað hina þrautreyndu hringlaga rakhausa með 270 rakraufum (90 á hverjum haus). Árangurinn lætur ekki á sér standa: og stutt hár hverfa í sömu stroku og rak- hausarnir haldast eins i og nýir árum saman. PHILIPS Fullkomin þjónusta tryggir Eitt handtak og bartskerinn af stað. Snyrtir barta og skeggtoppa á auga- bragði. Það kunna snyrtimenni að meta. — Hraður og mjúkur rakstur. Nýja Philishave 90- Super 12 hefur tvöfalt fleiri hnífa en eldri gerðir. Árangurinn erhraður rakstur. Auk þess, hefur þrýsting ur sjálfbrýnandi hnffanna á rakhaus- inn verið aukinn. Árangurinn er mýkri ogbetri rakstur. Reyndu Philishave 90-Super 12,og þú velur Philishave. HP 1121 — Stillanleg rak- dýpt.sem hentar hverri skeggrót. Bartskeri og þægilegur rofi. Auðvitað gormasnúra og vönduð gjafaaskja. Philips kann tökin a tæknmni. Nýja na Philishave Super 12 3x12 hnffa kerfið. Jólamarkaður íFjósinu Gjafavörur í Hlööunni Mikiö úrval af afskornum blómum og pottablómum AtASKA BREIÐHOLTI SÍMI 35225

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.