Morgunblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1976
Útgefandi idMbifrife hf. Árvakur, Reykjavlk.
Framkvjamdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthlas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
R i tstjórna rf u llt rú i Þorbjörn GuSmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni GarSar Kristinsson.
Ritstjóm og afgreiSsla Aðalstræti 6. simi 10100
Auglýsingar Aðalstræti 6. slmi 22480
Áskriftargjald 1 100.00 kr. ð mánuði innanlands.
1 lausasölu 60.00 kr. eintakið.
Þing ASÍ
Þíngi Alþýðusambands tslands er lokið. Þessa þings
var beðið með nokkurri eftirvæntingu ekki sizt vegna þess, að
framundan eru viðamiklir samningar á vinnumarkaðnum, sem geta
ráðið miklu um það, hvort sá efnahagsbati, sem við nú búum við,
heldur áfram eða hvort skref verður stigið aftur á bak i þeim efnum.
Þing ASt veldur vonbrigðum að því leyti til, að pólitfskur fyrirgangur
ákveðinna öfgahópa hefur sett of mikinn svip á störf þingsins. Umræð-
ur og tillögur um aðild tslands að Atlantshafsbandalaginu, varnar-
samninginn við Bandarfkin og rfkisstjórnina sem slfka hafa verið
meira áberandi, a.m.k. fyrir þá, sem utan við standa, en raunveruleg
hagsmunamál launþega I landinu. Að þessu leyti hlýtur þetta þing að
valda launþegum vonbrigðum.
Miklar sviptingar voru víð stjórnarkjör á þinginu. Ljóst er, að
markviss tilraun var gerð til þess, að stórir hópar þingfulltrúa yrðu
útilokaðir frá áhrifum á æðstu stjórn ASt næstu fjögur ár. Þetta
tilræði við lýðræðislega skipan miðstjórnar ASt fór að verulegu leyti
út um þúfur. Engu að sfður liggur I augum uppi, að við kjör
miðstjórnar ASt að þessu sinni hefur ekki náðst eðlilegt jafnvægi
milli þeirra hópa, sem áþinginu sátu. Þessi staðreynd hlýtur að veikja
Alþýðusamband tslands sem heildarsamtök launþega á næstu árum og
valda margvfslegum erfiðleikum I starfi þess. Það kann ekki góðri
lukku að stýra að gera tilraun til þess að útiloka lýðræðislega kjörna
forystumenn I fjölmennum verkalýðsfélögum frá áhrifum á störf ASl.
Eins og Björn Jónsson, forseti samtakanna, réttilega sagði snemma á
þinginu, getur ASl ekki tekið pólitfska afstöðu til forystumanna
verkalýðsfélaganna. Þess vegna er það fagnaðarefni, að þessi tilraun
fór að mestu út um þúfur en sú staðreynd, að hún var gerð, mun hafa
neikvæð áhrif á starfsemi Alþýðusambandsins um skeið. Vinnubrögð
af þessu tagi hefna sfn ailtaf þótt sfðar verði.
Nú þegar þingi ASl er lokið skiptir þó mestu, að rfkisstjórn og
forystumenn verkalýðssamtaka og vinnuveitenda taki höndum saman
um að marka skynsamlega stefnu f launamáfum á næsta ári. Velferð
þjóðarinnar á næstu árum getur oltið á þvf hversu til tekst að þessu
sinni. Morgunblaðið hefur að undanförnu margsinnis ftrekað þá
skoðun sfna, að mesta áherzlu beri að leggja á að rétta hag láglauna-
fólks. Dýrtfðin hefur kreppt mjög að kjörum þess fólks. Aðrir verða að
hafa manndóm til að bfða betri tfma. Morgunbiaðið hefur einnig lagt
áherzlu á að tryggja beri láglaunafóiki betri Iffskjör með öðrum hætti
heldur en beinum kauphækkunum. Sú hlið málsins snýr ekki sfzt að
rfkisstjórnínni og er eðlitegt að hún hafi frumkvæði f þeim efnum eða
skoði með velvilja hugmyndir verkalýðssamtaka og vinnuveitenda um
það. Björn Jónsson var endurkjörinn forseti Alþýðusambands tslands.
Hann er traustur og reyndur forystumaður verkalýðshreyfingarinnar.
Sú ábyrgð, sem á hans herðum hvflir, er mikil.
Engar málefna-
legar forsendur
r
Aþingi ASt var samþykkt tillaga um, að rfkisstjórnin
ætti að segja af sér og efna bæri til nýrra þingkosninga. Þetta er
fáránleg tillaga og ASl-þingi ekki sæmandi. Engar málefnalegar
forsendur liggja til þessarar samþykktar. Rfkisstjórn Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks byggir á trausum þingmeirihluta. Sam-
starf stjórnarflokkanna er gott. Sameiginlega hafa þeir náð miklum
árangri á sfðustu tveimur árum. Fiskveiðilögsagan hefur verið færð út
f 200 mftum. Allar þjóðir viðurkenna þá útfærslu. Bretar eru horfnir
af Islandsmiðum. Þótt hægt hafi miðað f efnahagsmátum hefur allt
stefnt f rétta átt. Verðbólgan hefur minnkað, gjaldeyrisstaðan hefur
batnað, viðskiptajöfnuðurinn hefur batnað, full atvinna er f landinu.
Sú rfkisstjórn, sem þannig hefur hatdið á málum, hefur þá skyldu
eina að halda áfram starfi sfnu f þágu þjóðarinnar, sem hún hefur
verið kjörin til með yfirgvæfandi meirihluta kjósenda að baki sér.
Enda sýndi atkvæðagreiðslan á ASt-þingi, að Iftill hugur fylgdi máli.
Nær 100 þingfulltrúar greiddu atkvæði á móti þessari tillögu og hátt á
annað hundrað þingfulltrúar sáu ekki ástæðu til að taka þátt 'f
atkvæðagreiðslu.
Meirihlutinn vildi
svæfa Nato-tillögu
r ■
Aþingi ASl kom fram tillaga um, að tsland ætti að segja sig
úr Atlantshafsbandalaginu og rifta varnarsamningnum við Banda-
rfkin. Þessari tillögu var vísað til nefndar með 306 atkvæðum gegn 49.
Ljóst var, að yfirgnæfandi meirihluti þingfulltrúa vildi svæfa tillög-
una. Þess vegna var hún send til nefndar.
Andstæðingar NATO-aðildar og varnarsamningsins gátu ekki sætt
sig við þetta og báru fram tillögu, sem samþykkt var og mótmælir aðild
okkar að Nato og varnarsamstarfinu við Bandarfkin. Þessi tillaga var
samþykkt með litlum meirihluta og sá litli munur sem var á atkvæðum
sýndi, að á ASt-þingi var enginn allsherjar áhugi á þessu máli. Með
hliðsjón af þvf, að á þessu þíngi var kannski kominn sterkast kjarni
vinstri manna f landinu og andstæðinga stefnu okkar í öryggismálum
verður ekki sagt, að þeir hafi riðið feitum hesti frá afskiptum sfnum af
þessu máli á þinginu.
Z'
NÝLEGA var svo að orði kom-
izt i blaði, að land nokkurt
væri tvisvar sinnum stærra
en ísland, og bar að skilja
svo, að stærð þess væri
stærð íslands tvöföld. í ann-
að sinn var frá þvi skýrt, að
framleiðsla einhverrar vöru
væri þrisvar sinnum meiri
nú en fyrir áratug, og var átt
við það, að hún hefði þrefald-
azt á þessum tima. Nú er
hvorttveggja, að þarna er
ranglega til orða tekið, og að
slík dæmi gerast æ tiðari i
nútímamáli, og þvi er á þetta
minnzt.
Fyrst er þess að geta, að
tvisvar sinnum er raunar
lokleysa, þótt fyrir komi í
fornu máli og virðulegu.
Annaðhvort er að segja
tvisvar eða tveim sinnum.
En þetta tvennt mun hafa
runnið saman í tvisvar sinn-
um, sem er engu betra en
sagt væri tvisvar skiptum.
Sama máli gegnir um þrisvar
sinnum fyrir annaðhvort
þrisvar eða þrem sinnum
Hér er þó einkum til
umræðu það varhugaverða
málbragð í dæmunum á und-
an, að eitthvað sé tveim (eða
þrem) sinnum stærra (eða
meira) en annað. Þetta er
ekki með öllu nýsprottið upp,
en hefur mjög sótt á að und-
anförnu. Mun þar mestu
valda, að í ýmsum skólum er
farið að mæla með sliku
orðalagi í reikningskennslu.
Auðvitað er það gert af góð-
um vilja, af umhyggju fyrir
rökréttri hugsun og skynsam-
legu máli, þó raunar sé um
misskilning að ræða.
Samkvæmt íslenzkri mál-
venju hefurtalan tuttugu
verið sögð helmingi hærri
en talan tíu, og tíu helmingi
lægri tala en tuttugu. Þessi
málvenja hefur víst aldrei
valdið misskilningi; sá íslend-
ingur hefur verið vandfund-
inn, sem efaðist um, að
helmingi hærri tala en tíu
væri tuttugu, þangað til fyrir
skömmu, aðeinhverjum
reikningsmönnum kom í
hug, að þetta myndi ekki
vera rökrétt hærri talan væri
fimmtán, fyrst helminguraf
tíu er fimm. Og til þess að
ráða hér bót á, var farið að
vinna gegn málvenjunni, og
sú orðbeiting boðuð i staðinn
að tuttugu væri tveim (ef
ekki tvisvar) sinnum hærri
tala en tíu.
Nú ætti það að visu að
liggja í augum uppi, að hér
hefur málvenjan alls kostar
rétt fyrir sér; Ijóst er að miðað
er við hærri töluna; talan tutt-
ugu er helmingi (sínum)
hærri en tíu; og sú tala, sem
er helmingi (tölunnar tutt-
ugu) lægri en tuttugu, er tiu.
Sama máli gegnir um þriðj-
ungi hærri og þriðjungi
lægri; þar hefur ævinlega
verið miðað við hærri töluna;
fimmtán er þriðjungi (sínum)
hærri tala en tiu.
Þá segja sumir, að ekki
liggi í hlutarins eðli. að miða
skuli við hærri töluna; það
megi alveg eins miða við þá
lægri. En vist er það harla
frumleg sérvizka að vilja
endilega gera ráð fyrir, að
orðin merki það sem öll þjóð-
in veit, að þau merkja ekki.
Orðabók Sigfúsar Blöndals
segir m.a. um orðíð helm-
ingur: „naar der er Tale om
Fimm
sinnnm
fímm
ern
tnttngn
Forögelse el(ler)
Formindskelse bet(yder)
h(elmingur) henholdsv(is)
100% og 50%: helmingi
meira, det dobbelte; helm-
ingi minna, det halve; helm-
ingi stærri, dobbelt saa
stor" Þó að skýring orðabók-
arinnar sé gölluð, er glöggt
hvernig alþjóð skilur, þegar
svo er talað. Jafnvel orðið
helmingsauki hefurfrá
fornu fari merkinguna: tvö-
földun. Orðabók Fritzners
segir um það orð: „helm-
ingsauki, m. Forögelse med
en Gang til saa meget".
Skyldu menn ekki eigna for-
feðrum sínum helzttil daufa
týru í skottið með þeirri
stærðfræði, að tveir plús einn
sé fjórir? Ljóst er, að þar var
hugsað um tvöföldun, sem
þegar var orðin, og þann
helming hinnar nýju heildar,
sem við hafði lagzt.
Hitt er þvi annað mál, að
talan tíu þarf að vaxa um
helming til að breytast í
fimmtán; en talan fimmtán
þarf hins vegar að minnka
um þriðjung til að breytast í
tíu. Talan áttatíu, sem er
fimmtungi lægri en hundr-
að, þarf að vaxa um fjórðung
til að breytast í þá tölu; hins
vegar þarf hundrað, sem er
fimmtungi hærri tala um
áttatíu, að minnka um
fimmtung til að breytast i
áttatiu. Svona er málvenjan,
sérhver tala þárf að vaxa um
helming til að verða þriðj-
ungi hærri en hún var, en
minnka um þriðjung til að
verða þriðjungi lægri Tala,
sem vex um 25 prósent, hlýt-
ur að verða 20 prósentum
hærri en hún var; en tala,
sem minnkar um 20 prósent,
verðurað sjálfsögðu 20 pró-
sentum lægri en áður. Ég
segi „að sjálfsögðu", vegna
þess að hér er um fasta og
rökrétta málvenju að ræða.
Nú er ekki því að neita, að
í reikningi getur verið æski-
legt að haga hér orðum á
annan veg. En þegar sagt er,
að talan tuttugu sé tveim
(eða jafnvel tvisvar) sinnum
hærri en tíu, og fjórum sinn-
um hærri en fimm, þá er
heldur en ekki farið úr ösk-
unni i eldinn. Hvaða vit er að
segja, að ein tala sé oft
hærri en önnur? Tuttugu er
hærri tala en fimm, hvorki
tvisvar, þrisvareða fjórum
sinnum, , heldur sýknt og
heilagt. Hins vegar væri ekki
með öllu rangt að segja, að
talan tuttugu væri fjórum
sinnum jafnstór og talan
fimm. (Hún endist fjórum
sinnum til jafns við þá tölu.)
Þargætu þá íslendingar jafn-
vel nokkuð lært af grönnum
sínum, þó fremur hafi annað
verið til þeirra sótt en nothæf
íslenzka.
Ekki fer heldur vel á að
segja, að tala sé tvöfalt
hærri en önnur tala, þó að
hún sé lægri talan tvöföld.
Það er engu betra en að
segja mikið hærri í stað
miklu hærri. Atviksorð eða
ígildi þess er slæmt á un.d-
an miðstigi; þar ætti að
vera þágufall, ef miðstig er
á annað borð notað. í þessu
dæmi er það óþarft; tutt-
ugu er ekki tvöfalt hærri
tala en tíu, heldur tvöföld
talan tíu, eða tvöfaldir tíu.
Einhverntima setti ég ofan
í við Magnús vin minn
Björnsson fyrir að taka svo til
orða, að þetta væri „tífalt
meira" en hitt. Hann kvaðst
sjá, að hægara væri að leggja
heilræði en halda þau, því
hann hefði staðið mig að
samskonar orðalagi og það á
prenti! Ekki bar ég það af
mér, en taldi að batnandi
væri mönnum bezt að lifa, og
sat við minn keip.
Sé reynt að bjarga orðalag-
inu sinnum meira með því
að gera nafnorðið sinn (sem
upphaflega merkir ferð) að
einhvers konar heiti talinna
eininga, tekurekki betra við,
því þá hlyti tuttugu að réttu
lagi að teljast þrem sinnum
hærri tala en fimm, en ekki
fjórum sinnum hærri, eins og
sagt er, því munur talnanna
er lægri talan þreföld. Færi
þá að gerast vafasöm fram-
þróun reikningskúnstar á
Fróni frá þeirri tíð, þegar tveir
plús einn voru fjórir.
Víst er hér á margt að líta
og oft úr vöndu að ráða. En
ekki skal sá lopi teygður hér,
heldur einungis varað við
þvi, að hin ímyndaða „villa",
að tuttugu sé helmingi hærri
tala en tíu, verði „leiðrétt" á
þann veg, að tuttugu sé
tveim sinnum hærrí tala en
tíu, eða fjórum sinnum hærri
tala en fimm, sem jafngildir
því, að fimm sinnum fimm
séu tuttugu
En fleira er það í hvers-
dagslegu reiknings-málfari,
sem ekki er af rökvísasta
tagi, svo sem aðdeila tveim-
ur i tiu og fá út fimm. Þegar
svo er til orða tekið, ætti
útkoman að vera 0,2; því
það getur illa merkt annað en
að skipta tveimur í tíu staði.
Hins vegar koma út fimm, ef
tíu er deilt með tveimur
(eða tveim), því með tveim-
ur merkir þá meðal tveggja.
Þess verður víst ekki k.raf-
izt, að tungutak reikningslist-
arinnar sé rökrétt í hvívetna.
En þarflaust er að útskúfa í
. nafni rökvisinnar gróinni ■
málvenju, sem einmitt er
öðru fremur rökrétt.
Helgi Hálfdanarson.